Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 7
Eitt af hinum hefðbundnu skyldustörfum butlers- ins er að fægja silfrið, sem gjaman er ævagamalt og er mikið míI, að aldrei falli á það. orðið. Hún er orðin 82 ára, en bráðhress enn. Þó lét hún illa af aðsókninni að skólanum. Sagði hún, að nú orðið vildi enginn mað- ur verða einkaþjónn. Það væri komið úr tízku. Anna Keidel hef- ur útvegað ótal mektarmönnum þjóna um dagana. ,,En nú orðið þýðir ekkert að biðja mig um þjón,“ sagði hún. „Það eru engir eftir.“ Anna Keidel, hefur lifað merki- legan kafla í atvinnusögunni og honum lýkur, þegar hún deyr. Eiginmaður Önnu, Hans Keidel, samdi eitt sinn bók um einkaþjón- ustu; hún heitir „Hinn fullkomni einkaþjónn" og kom út árið 1929. Nú er sú bók fágæt og eftirsótt af bókasöfnurum einum. Anna Keidel býður mönnum fimmtán daga námskeið. Gjaldið er 370 mörk (u.þ.b. 25 þús. ísl. kr.). Þar læra menn m.a. að leggja sómasamlega á borð, láta niður í ferðatöskur, ganga frá föt- um og lesa tímaskrár járnbrauta skammlaust. Þeir læra lika góða siði. Til dæmis læra þeir að nota ávarpið „náðuga frú", hvort sem þeim líkar betur eða verr. Anna Keidel segir að butlerum sé ekki nóg að kunna að bukta sig og beygja. Þeir verði að hafa „rétt hugarfar"; hugarfarið skilji milli feigs og ófeigs i þvi starfi. Góðir einkaþjónar láta aldrei álit sitt i ljós. Þeir hlæja aldrei nokkurn tíma í návist húsbænda sinna eða gesta. Þeir hlæja bara inni hjá sér á frídögum." Þetta vita allir al- mennilegir þjónar! Nú brosti Anna og ég leyfði mér þá að brosa lika. En svo varð mér á ófyrirgef- anleg skyssa. Ég minntist á það, að veizluþjónusta væri orðin al- geng. Veizluþjónusta er fyrir- tæki, sem útvegar )þjóna í hvers kyns mannfagnað með stuttum fyrirvara, og jafnvel mat og borð- búnað lika. Það varð dauðaþögn, rétt eins og 'ég hefði sagt „Heyrðu, góði“ við kónginn. Loks sagði Anna kuldalega: „Þetta er án efa hentugt. En ekkert fyrir- tæki getur leyst góða einkaþjóna af hólmi." Annar viðmælandi minn tók undir þetta og hefur hann þó rek- ið veizluþjónustu i 24 ár. Hann heitir Ericli Reinecke. Hann hef- ur fimm fastráðna þjóna til taks og getur leitað til 20 annarra í viðlögum. Hann vill ekki, að menn kalli fyrirtæki hans „veizlu- þjónustu“ en segist reka „þjóna- leigu“. Viðskiptavinur Reinecke eru um 200 manns að jafnaði. Leiguþjónar hans klæðast vana- lega svörtum buxum, hvítum jökkum, hvítum skyrtum og bera svartar slaufur: Þeir koma líka rauðklæddir sé þess óskað, en það er dýrara. Gjaldið er 20 mörk (1300 ísl. kr.) á þjón á klukku- stund. Reinecke kernur líka með borðbúnað, sem kann að vanta. Kostar vínstaup 30 pfenniga en humargaffall úr silfri 40 pfenniga. Það er orðin útbreidd skoðun, að þjónar séu úreltir og þjónusta er litin heldur ódýru auga. Lík- lega yrði sumum andstæðingum einkaþjónustu nóg boðið, ef þeir rækjust inn í veizlu í einhverri af höllum Thurn og Taxisættarinn- ar. Þar bera þjónarnir fornlegar hárkollur, ganga i knébuxum og knésokkum og borðalögðum frökkum með axlapúðum og hafa hvíta glófa á höndunum. Því miður eru þetta oft einhverjir fastráðnir iðnaðarmenn úr höll- ínni dulbúnir sem þjónar. Þar gildir sama regla og i hernum, að sá fer i striðið, sem passar i ein- kennisbúninginn. bókmenntum Englendinga. Er þeim jafnan lýst mjög á sama veg og óþarft að gera það hér. Þessir menn þóttu ómetanlegir. Þeir eru nú orðnir sjaldhittir og prísa sig Framhald á bls. 13 sagði. Dreger er 35 ára gamall og eini butlerinn í hópi 25 þúsund atvinnulausra manna i Hamburg. Dreger var þjónn hjá japanska aðalræðismanninum, en þar kom, að Japönum þótti húshaldið full- dýrt og þá missti Dreger vinnuna. Frændi Dregers var hirðmálari í Vínarborg, og kveðst Dreger ekki vinna hjá neinum aumingjum; það verður að vera hefðarfólk. Það er merkilegt, að „hefðar- fólkið" er búið að leggja stéttar- vitundina fyrir róða, en þjónarnir halda í hana dauðahaldi. Eru þeir hinir vönduðustu að húsbændum og má mikið vera, ef sumir hús- bændurnir eru ekki dauðfeimnir við þá. Ég spurði Dreger, hvaða kost- um einkaþjónar þyrftu að vera búnir. „Góðir þjónar eru lista- menn,“ sagði hann. „Menn verða að hafa meðfædda hæfileika til þjónustu. Hana er ekki hægt að læra.“ Lorenz nokkur Gaggermeier er á öðru máli. Gaggermeier er 65 ára gamall og lifir af eignum sin- um nú orðið. Hann fæddist og ólst upp í sveit en fluttist ungur á mölina. Hann komst svo langt, að hann varð herbergisþjónn Portú- galsdrottningar í sumarhöll Ho- henzollernættarinnar í Umkirch. Ein frænka Gaggermeiers hafði verið eldabuska hjá heföarfólki. Gaggermeier varð sneiíima heill- aður af sögum hennar um stór- menni og þegar hann varö 18 ára lagði hann land undir fót og fór til Múnchen. Þar komst hann í þjónaskóla. A þeim tima var þó nokkur aðsókn að skólanum og aðrir skólar voru i Breslau, Königsberg, Godesberg, Berlín og Frankfurt. Nú er aðeins einn eft- ir; þaö er skólinn í Múnchen. Hann var stofnaður aldamótaáriö, og varð því 75 ára í fyrra. Skóla- stýran heitir Anna Keidel. Hún heldur skólann heima hjá sér nú Einn af þeim föu, sem effir eru Ragnvald Skrede REFUR Smellur. Og refur situr fastur í gildru. Nauðstatt dýr biður víst ekki til Guðs? Nei, ekki til Guðs. En þegar það einbeitir allri glöggskyggni sinni og viljaþrótti, öllum vöðvum og taugum, verður úr því bæn. Fyrst kvaldist hann lengi. Svo greip hann til örþrifaráðs til bjargar lífinu, sem eftir tórði, skellti saman skoltinum, beit af sérfótinn. Eftir það var hann aðgætnari refur en aðrir melrakkar. En ævi hans var ill og ströng, veiðifengurinn rýr, veiðidagurinn skammur. í hugskoti hans allrainnst komst á sérstakur þankagangur, og það, hvernig hann bar sig yfir unz hann skreiddist inn I urðina siðasta sinni, var hans eigið göngulag og einskis annars. Baldur Pálmason ísl. Uppá slðkastiS hafa verið erfiðir timar hjá lordum og barónum og margir hafa neyðst til að selja sveitasetur sín. Þar með hefur butlerum fækkað. Einn af þeim fáu, sem eftir standa. er Arthur Inch, butler á sveitasetri bankastjóra I London. Hann fellur í alla staði nákvæmlega í hlutverkið, kiæddur svörtum fötum og með svart bindi. í 15 ár er hann búinn að þjóna herra sfnum. Ef butlerinn er fyrirbæri, sem heyrir fortfðinni til. má segja, að leiguþjónar I 18. aldar gerfi sáu það ennþá frekar. Þótt slfkir þjónar sáu nánast eins og persónur úr leikriti, gamna sumir heldrimenn f Evrópu sár við að endurvekja „hina góðu gömlu daga" meðslfkum tilburðum. mundi fylgja furstanum í gröfina. „Jurgensen er ævinlega til taks, hvenær sem er á sólarhringnum,“ sagói bílstjórinn. „Hann er ávallt reiöubúinn." Það er kjörorð butlera. Og þannig tók til orða annar þjónn, sem ég átti tal við. Þaö var Peter Non Bargen, þjónn danska aðalræðismannsins í Hamburg. Bargen býr ásamt konu sinni í þriggja herbergja kjallaraibúð. Ibúðin er hin vistlegasta. Bargen hefur þjónað aðalræðismönnum í 16 ár. Föst mánaðarlaun hans eru u.þ.b. 1400 mörk (h.u.b. 93 þús. ísl. kr.). Vinnuvikan er 50 stundir. Ræðismenn koma og fara á nokkurra ára fresti. Bargen hefur kynnzt þeim nokkrum. Hann segist „fylgja embættinu". Barger er tæplega sextugur að aldri. Hann er menntaður bakari og kökugerðarmaður. Nú tekur hann á móti gestum, gætir að öllu innan húss og utan og gengur um beina í hanastélsboðum. Arið 1968 fékk hann áletraða silfurskál „fyrir einstaka hæfni og trúmennsku í starfi". Arið eftir fékk hann svo hjartaáfall. „Hann hefur alltaf verið á þön- um,“ sagði konan hans. Hann tók sjálfur undir það, að starfið væri erilsamt. En hann sagðist slaka á með því að prjóna i prjónavél. „Það róar taugarnar,“ sagði hann. Peter von Bargen reynir af fremsta megni að gera húsbænd- um sinum til hæfis. Séu þeir ánægðir er hann það líka. Annar butler, sem ég hafði tal af, sagði, að butlerar yrðu um fram allt að vera nægjusamir menn. Það var Jurgen von Dreger, sem þetta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.