Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 14
 SJALD- SÉÐIR Á ÍSLANDI Kannski finnsl einhverjum að nóg sé af blikkbeljum og fremur áslæða að draga úr fjöida tegunda á markaðnum en hill. Vel má vera að það sé réll og vissulega koslar miklu meira fyrir þjóðar- búið að hafa mörg bílaumboð og liggja með varahluti í fjölda teg- unda en ef þær væru verulega mikið færri. En nú er þetta einu sinni þannig, að markaðurinn er frjáls og flestir kunna því vel. Knda er það svo, að hér eru um- boðsaðilar fyrir allar helztu bfla- tegundir heimsins. Samt eru til athyglisverðir bílar, sem af ýms- um ásta'ðum hafa ekki verið flutt- ir til landsins. Oftast er ástæðan sú, að verðið er svo hátt, að litlar vonir eru til sölu, og ófært að koma upp viðhlýtandi þjónustu og varahlutalager með því að selja örfá eintök. Hér verður get- ið um nokkra vandaða og ágæta bíla, sem sjást í umferðinni báð- um megin Atlantshafsins. en fæstir þeirra hafa verið fluttir til íslands. Nissan Skyline Alfa Romeo Alfetta GT Ekkert virkt umboð mun vera til á Islandi fyrir Alfa Romeo. Sú tegund er framleidd á ítalfu og er Alfa frægur fyrir skfnandi góða aksturseiginleika og spretthörku, enda eins gott að komast úr sporun- um á Autostrata def Sole á italfu. Á Alfa Romeo Alfetta er hægt að nálgast 200 km hraða; hámarks- hraðinn er 196 en viðbragðshraðinn er ekki gefinn upp. Lengdin er 4,28 m en breiddin 1.62 m. Vélar orkan er 130 hestöfl og vélin er fjögurra strokka. Drif er á afturhjólum og fimm gírar áfram. Þessi bfll telst í flokki smærri sportbfla. Jaguar XJ 3,4 Jagúar SJ 3,4 sem myndin er af, er rétt um 5 metrar á lengd og 177 sm breiður. Innréttingin er mjög brezk; leðursæti og hnota f mælaborðinu. Ilekla h/f hefur umboð fyrir Jagúar á íslandi. Nissan Molors er ein stærsta bílaverksmiðja Jap- ans og sendir á markaðinn hvorki meira né minna en 7 gerðir af Nissan, allt frá smábflnum Nissan Cherry uppf „Ifmúsínið" Nissan President. Þrátt fvrir mikla sölu f japönskum bílum hér á landi, hefur þess ekki orðið vart til þessa, að neinn hefði umboð fvrir Nissan eða að þessir bílar sæust hér f umferðinni. Nissan Skyline 2000 er f millistærðarflokki, 4,46 m á lengd fimm manna, fjögurra dyra. (Jtlitið minnir mest á Toyota, en sameiginlegur ágalli er það á Nissan-bflum, að útsýni er mjög birgt og hindrað að aftanverðu. Nissan Skvline er með 6 strokka 115 hestafla vél. Hámarkshraði er 165 km á klst. Brezka bílaframleiðslan endurspreglar stétta- skiptinguna, sem er svo rótgróin þar f landi. Ffnu bflarnir Bretanna eru svo hátt hafnir yfir Austin Mini og Hillman, Vauxhall eða Cortinu, að þeir minna á lorda með hvftt efrivaraskegg og kúluhatt. Jagúar er einn f þessum flokki; bíll sem sker sig úr hvar sem hann fer og kannski bezt teiknaði bfll f heiminum. Þrátt fyrir allt er verðið það sama og á Mercedes Benz 280, sem til er f nokkrum eintökum hér. Hann er einnig á sama verði og Fiat 132, Volvo 264 ÍÍLog BMW 3.0. Það skal íekið fram, að þetta er ódýrasta gerð af Jagúar, sem völ er á og hann telst ekkert tryllitæki í þessari mynd; Hámarkshraðinn er 188 km á klst. og viðhragðið úr kyrrastöðu f hundraðið er 11,1 sek. Vélin er líka „aðeins“ 6 strokka, 163 hestafla og eyðslan 12—18 lítrar á hundrað km. Sem sagt: Jagúar að nafninu tii og alveg f útliti, en kraftur- inn Iftill borið saman við dýrustu gerðina, Jagúar XJ5.3, sem er með 12 strokka, 320 bestafla vél, fer f hundraðið á 7,6 sek og með hámarkshraða uppá 225 km á klst. BMW 630 CS Með nýjustu og dýrustu gerðinni, sem auðkennd er með 630, fer BMW í samkeppni við dýrari gerðirnar af Benz, Jaguar og aðra slfka. Hámarks- hraðinn er rúmlega 200 km á klst. og viðbragðið úr kvrrslöðu í 100 km hraða er 7,9 sek. Þar með er getan svipuð og hjá sterkustu gerðinni af Jagúar, en munurinn er sá, að BMW gerir þetta með 6 strokka. 220 hestafla vél, sem sýnir enn einu sinni, að BMW býr til einhverjar frába>rustu vélar í heiminum. BMW 630 er ævinlega tveggja dyra, mjög hreinn og beinn í útliti og má segja, að þar sé ftalska Ifnan ráðandi fremur en þýzkur svipur. Lengdin er 4,75 m og breiddin 172 cm. Allur frágangur er hliðstæð- ur við Mereedes Benz og verður vart lengra jafnað. Umboð fyrir BMW á Islandi hefur Kristinn Guðna- son, en eingöngu ódýrustu gerðirnar af BMW eru fluttar til landsins. Bristof er ensk bfltegund og upplagið er mjög takmarkað og verðið þar eftir hátt. Það er sumsé ekki stflað uppá brezku vísitölufjölskylduna hér. Aflgjafinn er 300 hestafla Chrysfervél, 8 strokka, enda er hámarkshraðinn 225 km á klst. og 150 km hraða nær hann á svipuðum tfma og miðlungsbfll nær hundraðinu. Hér er einn af fáum blæjubflum, sem nú eru eftir, en til vonar og vara er sterkur öryggisbogi afan við sætin, sem aðeins eru tvö. Þrátt fyrir það er Bristol 4.94 m á lengd svo það ætti að vera sæmifega rúmt um tvo f honum. Bristol 412

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.