Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 15
Launa- umslagið Framhald af bls. 12 fram í huga hans glætt lífi, seitt upp ú: djúpunum af f ínleik birtunnar og rök- leysunni, sem — hver vissi hve lengi? hafði umlukið hann og síðan gegnsýrt. Hann leit af skímunni og á sjálfan sig en þar, sem hann stóð, var myrkur, svart, þykkt. Hió eina, sem hann skynjaði við sjálfan sig voru hugsanir og hann kannaðist ekki við afstöðuna milli þeirra og skilningarvita hans. Maðurinn hörf- aði upp að þeim veggnum, sem næstur honum var, og fann kaldan múrinn við lóf a sína og bak, heyrði skrjáf, marr. Raddirnar bárust honum nú sem niður úr óvissri f jarlægð. Hann sá verksmiðjuna, vinnustað sinn: brúnan, stóran sal með háum, margbrotnum vélasamstæðum við veggi, breiðum rörum, sem lágu þvers og langs, svo að varla var manngengt undir og hann sá menn með hlaupstuttar, svartar vélbyssur, ryðjast inn í salinn og um hann með ýktum hreyfingum, eins og galdnir folar, sem brjótast út úr rétt; sá þá umlykja verkstjórana og þar á meðal mann, sem líktist honum, og raða þeim upp við vegg — Og hann sá veggi rif na og múrbrot gliðna hvert frá öðru og rauðar eldrákir í gluf unum, sem lýstust uns honum fannst að höfuð sitt myndi rif na af að horf a í þá birtu og vissi að þetta var sprenging. Hann sá sjálfan sig fyrir sér sitja frammi fyrir manni, sem heimtaði og heimtaði aftur að hann segði meiningu sína en hann gat enga meirt- ingu tjáð, hvernig sem hann reyndi heldur seig saman í huga hans hyggja hans og mannsins, sem hann ætlaði, og úr varð þvogl, sem hann hjalaði fremur en ekkert, viti firrtur — hann sá birtu falla milli rimla upp undir lofti í stein- hvelfingu, grárri, mann liggjandi á hnjánum á gólfinu og annan yfir honum með smágert skotvopn — marga uppi við múrinn, sem umlukti vinnustað hans, falla óreglulega eins og strá i ljáf ari. En sá þá engjast. Og framan við svartir, persónulausir skuggar með skotvopn fram úr höfðum sér, eins og ránfugls- trjónur. Þá voru dyr opnaðar á viðarveggnum, maður birtist í gættinni, svartur allur þarna á mörkum ljóss og myrkurs. „Enok?" sagði hann. Sá sem frammi var, var áður en bráði af honum, kominn f ram á gólf, líkt og veggurinn hefði hrist hann af sér. Og hann hljóp, eins og f ætur toguðu, f ram á ganginn. Aftur var kallað. Hann stefndi á kjall- aratröppurnar og þó orðin næðu til hans, braust hann áfram af meiri ákefð en svo, að meining þeirra næði að tengjast þeim; því var líkast, þótti honum, sem hann hnoðaði myrkrið undir fótum sér og spyrnti þvi aftur fyrir sig i hnyklum: það gliðnaði undir honum, það hlykkj- aðist um fætur hans. Drjúg leið var enn að tröppunum, seinfarin, líkt og húsið kyngdi honum hvað ofan í annað, eins og eðla sem gleypt hefur frosk. Og trekk- urinn ofan stigann var orðinn að súgi, sem lagðist á hann og þrýsti honum aftur, magnaðist, skaut honum í gegnum byssuhlaup í átt til þessarar raddar. Sér til furðu uppgötvaði hann, að hann stóð neðst í kjallaratröppunum. En honum þótti eðlilegt, að sjá manninn í gráu peysunni vera að haltra upp þær, ekkert eðlilegra en hann næmi staðar með báða fætur í sömu tröppu og lengd- ist, uns hann hafði tvöf aldað lengd sina. „Hver var?" Hann heyrði steingerða raust óma gegnum hvelfingarnar að baki sér. Hnífurinn lá enn í hendi hans, hann stökk upp stigann og hnífurinn sökk viðnámslítið í lfkama þess, sem framan við hann stóð, og maöurinn valt aftur yfir sig i tröppurnar, hóstaði, gaf frá sér hryglu og i framhjáferðinni sá hann augu hans tæmast af lifi. „Krakkar," sagði önnur steinrunnin rödd, sprakari en sú fyrri. Hann stóð um stund og horfði á mann- inn liggja fyrir framan sig samanskropp- inn og óraunverulegan og þótt hann hefði aldrei séð dauðan mann vissi hann að hann var dáinn. Innan úr kjallaranum heyrði hann þann með spröku röddina kalla: „Fyrst þú ert að þvælast þetta, þá náðu í bland." Krakkar, hugsaði hann. Ætti ég að taka af honum höf uðleðrið? Svo beygði hann sig og fór í vasa mannsins og dró fram launaumslagið og stakk þvi á sig. Sá í gráu peysunni lá eins og hrúgald i tröppunum. Svo var maðurinn kominn upp í and- dyrið. Honum fannst sem gagnger breyting yrði á sér. Hér verða skil, hugsaði hann. í lófa hans lá hnífurinn og honum fannst sem hægan rafstraum legði frá honum upp handlegginn, með undarlegum hætti var handleggurinn ekki lengur hluti af honum heldur sérstakur tengi- liður milli tveggja veruleika, raun- og óraunveruleika og var með hraða sjón- varpsmyndar af skermi að hverfa inn í óraunveruleikann, hann varö að hafa handaskipti á hnífnum og hrista hand- legginn til að fá úr honum dofa. Líkt og maður, sem farið hefur inn á verksvið annars, fann hann til blygðunarkenndar yfir því, sem hafði gerst, og jafnframt vottar af stærilæti, hnífurinn féll úr hendi hans á gólfið og hann gekk út úr húsinu. Hann gekk inn á slóð sína í portinu og út ágötuna. Allt er eins og áður, hugsaði hann en fann, að það var ekki rétt. Drunginn var horfinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.