Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 2
Toikning: Rósa Ingólfsdóttir I lesendabréfi til Velvakanda í vetur, var þeirri tillögu beint til þingmanna, að þeir lærðu að prjóna og iðkuðu það, er þeir sitja langtfmum saman undir ræðuhöldum á Alþingi. Var þeim til hvatningar nefnt dæmi af bðnda einum vestur f Dölum, er prjðnaði hæðarsokk á dag meðan hann stóð yfir fénu að vetri til, og annan hæðarsokk á vökunni. Sem sæmilegri prjónakonu fannst mér bréfið skemmtilegt og athyglisvert. Þar sem ég hef orðið þess vðr, að hið sama fannst ýmsum fleirum, þá datt mér f hug að einhvern kynni að langa til að heyra svolftið meira frá þessum iðjusama bðnda, ætt hans og uppruna og afkomendum. Ég hef þvf fært hér saman á blað nokkra punkta, eða með öðrum orðum prjónað neðan við sokkinn hans. Við skulum nú hverfa 150 ár aftur í tfmann og hugsa okkur að við séum stödd vestur í Haukadal í Dalasýslu. Það er hávctur, snjór yfir öllu en þó ekki svo mikill að haglaust sé. Hallur Hallsson, bóndi á Stóra-Vatnshorni, hefur látið út fé sitt, rekið það þangað sem vænlegast er til bcitar og stendiir nú yfir þvf. Ilann er f vaðmálsfötun- um síniiin með leðurskó á fótum, sennilega mórauðan ullartrefii um hálsinn og prjónahúfu á höfði, en berhentur er hann, þvf hann heldur á prjónum. Hann bcr þá ótt og títt að lykkjunum, svo að áður en tími er kominn til að fá sér bita úr malnum, er þegar komin hálf sokkalengd. Þrennt gæti borið til að tfminn er svo gaumgæfilega notaður. Einyrkja bóndi á öndverðri 19. öld hefur vissulega þurft að nota hverja stund sem best til að sjá heimili sínu farborða. 1 öðru lagi er gott að nota birtuna. Það sést ólíkt betur til lykkna cn við grútarlampann í baðstofunni og svo styttir það tfmann að hafa citthvað að halda á. Nú teljum við vfst að þetta sé gamall bóndi með grátt hár og skegg, farinn að bogna undir fargi brauðstritsins og arfgengum lúa kynslóðanna, cn það er nú aldeilis ekki. Hallur Halls- son er 35 ára þegar hann byrjar búskap á Stóra- Vatnshorni og 48 ára þegar hann deyr — eða maður á besta aldri. Kona hans Margrét Árnadóttir gætir 7 barna í bænum. En hver er hann svo þessi Hallur HalJsson, af hvaða stofni er þcssi kvistur vaxinn, það viljum við Islendingar alltaf fá að vita. Hann var fæddur á Óspakseyri í Bitru árið 1786. Foreldrar hans voru Hallur Olafsson og Kristfn Pétursdóttir, scm þar bjuggu þá, og síðar á öðrum bæjum f Strandasýslu og Dölum, síðast f Viilingadaf f Haukadal. Faðir Halls Ólafssonar var Olafur Hallsson. bóndi á Ospakseyri, þangað fluttur úr Húnavatnssýslu fyrir eða um 1770, en forcldrar hans voru Hallur Björnsson bóndi á Þóreyjarnúpi og kona hans Guðrún Ragnheiður Vigfúsdóttir rjónað neðan við Þorsteinsdóttir frá Leysingjastöðum f Þingi. Nú efast ég ekki um, að forfeður Halls á Stóra-Vatnshorni hafi verið vinnusamt fólk, slfkt lá í landi og var næsta nauðsynlegt til að fá dregið fram Iffið, en engar sérstakar sögur fara af iðjusemi þessa fólks. Aftur á móti er langafi hans Hallur Björnsson á Þóreyjarnúpi frægur fyrir aðra eiginleika, sem sfður þóttu fallnir til að sjá sér og sfnum farborða gegnum lffið. Hér er sem sé kominn Barna-IIallur sá, sem vann sér til dauðarefsingar með því að eignast 4 hórbörn. Ég gæti nú dregið hér saman sögu hans f nokkrum orðum, en niiklu ákjósanlegra finnst mér að fara f smiðju til Magnúsar Björnsson á Syðra-Hóli, því fáar veit ég betri þar sem íslenzkt mál hefur vcrið slegið og hamrað. Magnús var sá kynjasmiður, sem ávallt hitaði járnið nákvæmlega að réttu marki og hðf svo ásláttinn með þeim öruggu handtökum, scni jafnan gefa örðu- lausa áferð og geta breytt í kjörgrip hvaða rygðuðum gaur, sem á steðjann er lagður. Magnús segir: „Hallur lét scr ekki eiginkonuna einhlfta og átti börn með fleiri konum cn henni. Hann virðist hafa gcngist umyrðalaust og greiðlega við hórbörnum sfnum og varð þó að greiða sekt fyrir hverja barneign utan hjónabands. Er hórbörnin voru orðin fjögur kom f ovænt efni fyrir Halli. Dauðarefsing lá við svo mörgum brotum samkvæmt Stóradómi. Frekur er hver til fjörsins og Hallur var enn ekki nema fertug- ur. Ilonum þótti of snemmt að kveðja þennan heim og syndina og gaf ekki um handa kland böðulsins. Hefur fundist það lftið réttlæti að vera tekinn af lffi eins og glæpamaður fyrir þá sök eina að geta börn utan við hjónasængina. Hann brá við f tfma og hafði sama lagið og margir aðrir sakfelldir menn fyrr og sfðar. Hann tók hest sinn og flýði undan dómnum og dauðanum sem yfir vofði. Þetta mun hafa gerst 1724. Sagt er að hann haf i komist í skip og af landi brott. Þannig hvarf hann úr sögunni, og vissi cngiiin um hann síðan. Ormur Daðason sýslumaður lýsti eftir honum á alþingi 1725. „Sagði að hann var rauðbirkinn, freknóttur, snar í framgöngu, vel á fót kominn en feimulegur, gjarn á hestakaup og að taka hesta ófrjálsa." Bað sýslumaður þess, að hann væri gripinn hvar sem hittist. Ekki er um að villast að kvenhollur hefur Hallur verið f meira lagi og óprúttinn í þeim sökum og svo hafa fleiri verið fyrr og sfðar. I annan stað er Ifklegt að hann hafi verið vel gerður um margt og vaskleik- inaðiir. Björn á Guðlaugsstöðum sendi ekki syni sína f skóla, en efalaust hefur hann séð þeim fyrir nokkurri fræðslu eins og tftt var um velmegandi foreldra. Má þvf ætla, að Hallur hafi verið í betra lagi að sér að þeirrar tfðar hætti. Sennilega vaskur maður og karl- menni eins og forfeður hans margir og hestamaður. Lfklegt að hann hafi verið vel megandi og góður bóndi. Synir hans tveir, skilgetnir, voru allmiklir efnamenn og trúlegast að frá búi hans hafi komið undirstaðan að eignum þeirra. Loks er svo þess að geta að Hallur var skáldmæltur. Og þar sem saman fór hjá honum þrinnuð þrá, til munaðar holdsins, til gangsnilli gæðinga og til skáldskapargyðjunnar, var þess vegna ekki að vænta, að vel færi fyrir honum að mati samtfðarmanna. Þvf lfkt hugarfar bjö yfir og skapaði slys og ðhamingju." Þegar Hallur Hallsson stóð yfir fé sfnu f Stóra- Vantshorni voru liðin 100 ár sfðan langafi hans slapp úr klóm „réttvfsinnar" og hélt til hlýrri stranda. Enginn veit hvað beið hans, margt kann að hafa borið fyrtr hann, þvf vel hefði hann getað lifað önnur f jörtfu ár. En sú saga verður aldrei sögð af neinum. En niðjatal hans hefur verið skráð og er geymt f Landsbókasafni, en það mun vera sfðan um 1800, svo að mikið hefur bæst við sfðan. Ekki hafa niðjar hans allir látið sér „eiginkonuna einhlfta", en nú er Stóri- dðmur löngu úr gildi numinn og mannúðlegri lög tekin við. Nú óttast menn hvorki sveitarþyngsli né reiði guðs fyrir að brjóta 6. bororðið, en vaf alausl hafa það verið forsendurnar fyrir þessum lagastaf, en ekki samúð með afbrýðisömum eiginkonum. Þðtt Hallur væri barnmargur eru ekki ættir raktar nema frá fimm. Nokkur munu hafa dáið ung eins og þá var algengt, og önnur kannskí ekki látið eftir sig niðja þð til fullorðinsára kæmust. Þessi fimm börn voru: Helga f. 1713, Jón f. 1714, Arni f. 1716, Olafur f. 1722 og Þórunn f. 1725. Hefur hún ekki verið fædd þegar faðir hennar söðlaði hest sinn og lét bú sitt og fósturjörð f skiptum fyrir Iffið. Þessi frændgarður er nú orðinn æði stór, flest er það mannkostafólk duglegt og vel gefið. Allmargt af þvf er f Vesturheimi. Eins og áður segir átti Hallur á Stóra-Vatnshorni sjö börn, sem öll komust upp, elst þeirra var Ingibjörg, en sonur hennar var Jósef Björnsson skðlastjóri á Hól- um, og sonarsonur hennar Hallur Hallsson tannlækn- ir, sem margir kannast við. Næstur var Olafur, hann tök við búi af móðui- sinni á Stðra-Vatnshorni en hún giftist aftur og flutti burtu. Flest börn hans fðru til Vesturheims. Þriðja var líjörg, hún bjð á Hömrum f Haukadal, dðttir hennar fðr til Vesturheims, en sonur hennar var Kristján Jónsson, bóndi í Snóksdal. Fjórða var Kristfn meðal barna hennar var Halla seinni kona Þorvarðs Borgþðrssonar á Leikskálum, .lónas í Skriðu- koti og Olafur f Stóra-Skógi. Hallur var fimmti f röðinni, hann drukknaði um tvftugt undir Jökii. Sjötta var Þurfður á Svfnhðli og Háafelli og sjöunda Jósef bðndi á Skarði. Meðal afkomenda hans eru Giljalandsmenn. Hér er aðeins stiklað á stðru en þeir sem til þekkja vita, að margt ágætis manna og kvenna fylla þennan hðp. Nú tekur birtu að bregða þennan áður nefnda vetrardag. Sokkurinn er tilbúinn, Hallur vefur saman prjðnunum og stingur þeim f malpokann, hðar saman fé sfnu og heldur heim á leið með hðpinn. Dagurinn hefur verið nokkuð langur, einum manni úti f haga, en bðt f máli að tfminn var vel notaður. Enginn veit um hvað Hallur Hallsson var að hugsa þar sem hann stóð yfir fénu og prjónaði vestur f Haukadal fyrir hálfri annarri öld, en mikið má það vera ef honum hefur ekki einhvern tfma verið luigsao til langafa sfns, hestamannsins og rfmnaskáldsins, sem lét nokkr- ar stolnar stundir á beði kvenna meina sér að eiga lokabeðinn f fslenzkri mold. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.