Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 2
V.K. Pao er maður hæglátur og viðmótsgóður. Hann býr í stóru en íburðarlausu húsi niðri á ströndinni við Decpwaterflóann hjá Hong Kong. Ilann iðkar sund og golf, en hvorugt af neinni list. Hann berst lítið á í einkalífi og forðast stórkostlegar kampavíns- veizlur starfsbræðra sinna og við- skiptavina. Ilann þvkist ekki búa yfir neinni sérstakri vizku eða hæfileikum, sem aðrir hafi ekki, en kveðst einungis trúa á al- menna skynsemi. Af þessari stuttu upptalningu ma*tti halda, að hér va>ri um alvanalegan mann að ræða.Y.K. Pao verður þó varla kallaður venjulegur. Ilann stofnaði farmskipafélagið World- Wide Shipping Group I Hong Kong fyrir tveimur áratugum og hefur stýrt því síðan. Það er nú orðið stærsta skipafélag heims; stærra en flotar hinna frægu Grikkja, Niarehosar og Aristotelesar heitins Onassis. Allt bendir til þess, að floti Paos verði stærri en báðir þessir fvrrnefndu flotar áður en langt um líður. Samanlagður lestafjöldi skipa- stóls Paos er að verða meiri en lestafjöldi alls sovézka kaup- skipaf lotans. Það er satt að segja með ólíkindum, að einn maður skuli eiga allan þennan flota. Og World-Widcskipafélagið fer sfstækkandi. Dótturfyrirtæki þess eru þegar ein 200 talsins. Skip félagsins eru nú 132. Þau eru búin fyrir alls kvns flutn- inga; sum flvtja fastan farm en önnur eru tankskip. Öll þessi skip eru 13 milljónir lesta samtals. Sagan er þó ekki nema hálfsögð með því. World-Wide eru sffellt að áskotnazt ný skip og nú um þessar mundir er t.d. verið að smíða 25. Þau munu komast I gagnið smám saman á tveimur næstu árum. Að þeim tfma liðn- um verður skipastóll World-Wide 18 milljónir lesta samtals. Það er nærri tvöföld stærð flota helzta keppinautar Y.K. Paos, Sanko Kisen K.K. í Japan. Velgengni Paos þætti eflaust undraverð hvenær sem væri. Hún verður þó enn furðulegri, þegar gáð er að þvi, að nú er kreppa hjá farmskipafélögum. Skipum hefur fjölgað mjög á undanförnum ár- um en farmflutningar minnkað. llm það bil 500 stór flutningaskip liggja nú ónotuð við festar. Þá eru farmgjöld svo lág, að varla nægir lengur fyrir kostnaði, að ekki sé nefndur gróði. Og útlitið er ekki gott. Jafnvel bjartsýnustu farmskipaeigendur búast ekki við bata fyrr en um 1980. Það er merkilegt, að Y.K. Pao skuli hafa staðið þessi áföll af sér. Ástæðurnar til þess eru náttúru- lega margar og sumar á huldu, en þó er hægt að bcnda á eina. Pao rekur fvrirtæki sitt með nokkuð öðrum hætti en sumir aðrir skipa- kóngar. Hann er ákaflega varfær- inn í viðskiptum og flanar ekki að neinu. Ymsir starfsbræður hans eru hins vegar mestu ævintýra- menn. Pao gín ekki við skjót- teknu fé, heldur gerir áætlanir til langs tíma. Fyrir nokkrum árum græddu margir farmskipaeigend- ur stórfé á olíuflutningum. Pao lét sér fátt finnast um það. Hann gerði eftir sem áður samninga til langs tfma. Gróðinn af þvf var heidur minni, en hann var iirugg- ari og jafnari. Pao hélt lfka áfram að auka við flota sinn jafnt og þétt, en hinir skeyttu minna um það þá. Einhvern tfma á þessum árum var það haft eftir I’ao, að hann væri f jármálamaður en ekki fjárhættuspilari. Þegar Arabar settu á olíubannið fræga og olíu- neyzla stórminnkaði vfðast hvar urðu olíuskipakóngar illa úti. En það kom ekki við Pao. Þá sönnuðu aðferðir hans ágæti sitt. Það er inikið öfundarefni starfsbræðum Paos, að öll skip hans cru stöðugt í siglingum. Hann er jafnvel búinn að leigja öll þau skip, sem hann á í smfð- um. Flestir umsvifamiklir farm- skipaeigendur þakka nú sínum sæla, að þeir skuli ekki vera farn- ir á hausinn, og láta sér það nægja í bili. En Pao bætir sífellt við flota sinn. Það er enn óvenjulegt um Pao, að hann á tvöfalda starfsævi að baki, ef svo má að orði komast. Pao er kaupmannssonur. Hann hugði sízt í æsku, að það ætti fvrir sér að liggja að stunda skipaút- gerð. Hann hóf snemma störf f banka í Shanghai. Ekki hafði hann verið þar lengi, þegar stríð- ið brauzt út milli Kfnverja og Japana og þvf næst kfnverska borgarastrfðið. Þegar kommúnist- ar náðu meginlandi Kfna á sitt vald flúði Pao og fjölskylda hans til Hong Kong. Þeim tókst að koma nokkru fé undan með sér og gátu því hafizt handa þegar. • Margir vel stæðir Kínverjar urðu fyrir skakkaföllum á þessum ár- um. Pao lærðist það þarna fyrir sitt leyti, að fasteignir og eignir á landi yfirleitt væru þeirri hættu undirorpnar, að einhverjir tækju Framhald á bls. 14 LU IN v/FRAN v i_i\rvi n FRJÖA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.