Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 7
Safnhúsið
við
Hverfisgötu
af
mörgum
talið
meðal
fegurstu
bygginga
í
Reykjavík.
Fegurð í merkingunni samræmi, samhljómur er fyrir
löngu á útleið frá hinum fögru listum. Hið elektróníska
eymdarvæl í hljómlistinni, óvitahátturinn í skáldskapn-
um og hin persónulega hneykslunarskáldsaga í háspennu
eru blessunarlega laus við þrúgun hinnar gömlu fegurð-
ar, sem getur ekki lifað án stillingar og heldur ekki án
lögmálsbundinnar þenslu og slökunar (í bókmenntum og
hljómlist). Já, fegurðin hefur í rauninni orðið persónu-
gervingur stéttaróvinarins. Það eru yfir hundrað ár síðan
herskarar sannleikans brutust fram og lögðu hina róman-
tísku sælu að velli, svo að rottur og skriðkvikindi flýðu í
ofboði.
Skáldin hurfu um leið frá hinni hlutlægu og trúverð-
ugu mannlýsingu með óbeinu siðamati til háværrar þjóð-
félagsgagnrýni, sem styrkir hinn trúaða í trú sinni án
þess að sannfæra hinn vantrúaða. Allt hafði þetta sinn
„tilgang“, en var fjarri fegurðinni. Hnignunin náði einn-
ig til leikhúsanna — nútíma sviðslýsing! Sveittir ljósa-
meistarar — sem kosta hið opinbera stórfé — varpa nú
ljósi á sviðsmyndir, þar sem ^etur að líta hin furðuleg-
ustu uppátæki — en oftast er það um að ræða trékubba,
kassa og gámlar gardínur. Tjaldið er dregið frá, svo að við
fáum tíma til að venja okkur við ósköpin, áður en
sýningin hefst.
Byggingarlistin var sjálfkjörinn meðlimur í fjölskyldu
listgreinanna, og hún hefur dyggilega — á sinn sérstaka
hátt — tekið þátt í svallinu i allri list. Eigi að siður má
segja, að hún hafi orðið sauðurinn i fjölskyldunni. Við
getum komizt hjá því að búa i lélegu ljóði, og við getum
lokað bókunum, en húsin standa áfram.
Dómurinn hefur jafnvel verið kveðinn upp í UNESCO
og það gerði löggiltur spámaður, Augustin Girard (Menn-
ingarstefna, kenning og framkvæmd). Orðin hafa þunga
alþjóðastofnunarinnar sjálfrar:
„Borgirnar verða ljótari, fólk venst ljótleikanum og
hættir að finna hjá sér þörf fyrir fegurð. I æ ríkari mæli
bregðast borgirnar manneskjunni i stað þess að vera
tjáning hennar og hætta að vera staðir, þar sem menning
getur dafnað.“
En þegar borgirnar hafa brugðist íbúunum, er það af
því að húsameistararnir brugðust fegurðinni.
XXX
En hvert liggur svo leiðin? Vafalaust til batnaðar, ekki
til neinnar stökkbreytingar eða til nýs stíls, en ef til vill
til hógværðar, til gætilegs úrvals hreinustu þátta nýti-
stefnunnar, til fálmkenndrar leitar að því, sem er snoturt
og fallegt, eítir að menn hafa verið úr stílrænu jafnvægi í
meira en hundrað ár og eftir hrapaleg mistök i fimmtíu
ár.
En svo geta viðbrögðin einnig orðið svart afturhald,
hefnigjörn art nouveau (ný list), snöktandi afturhvarf til
fyrri tima með pirumpári, skúfum, olíulömpum og dyra-
tjöldum.
En áður en pálmarnir verða komnir aftur, þá verð ég
orðinn það, sem ailt er skapað af.
Sveinn Ásgeirsson þýddi.
„MEÐ vorinu keni ég vestur að
Stað“, segir Matthfas Jochums-
son í kvæði sfnu til presthjón-
anna að Stað á Revkjanesi í
Austur-Barðastrandarsýiu, en
þau höfðu þá orðiö fvrir þeirri
sorg að missa son sinn og sendi
Matthfas þeim huggunar-
kvæði, eitt af sfnunt mestu
snilldarverkum. t kvæðinu
rif jar Matthfas upp æskukvnni
sfn af Stað og dáir fegurðina
þar, sem ekki hefði fölnaö í
endurminningunni. 1 öðru
kvæði sínu minnist hann einn-
ig kirkjunnar þar, sem var
sóknarkirkja þeirra f Skógum,
en þótt Staöarkirkja sé gömul
orðin er þetta þó ekki sú, er
þar stóö f æsku hans heldur
var það sú, cr stóð á undan
þessari.
Kirkjuna á Stað lét sr. Ólaf-
ur Johnsen reisa og er hún
eina bvgging frá tfð þess
merka baráttumanns í sjálf-
stæðismálum tslendinga, sem
enn stendur þar. Sr. Ólafur var
tnágur Jóns Sigurðssonar og
náskyldur honum og veitti
mági sfnum iiflugt iiðsinni f
sjálfstæðisbaráttunni.
Kirkjan var orðin allilla far-
in fvrir nokkrum árum, og
munaöi mjóu, að dagar hennar
væru taldir, en þá var hrugðið
við og kirkjunni bjargað, gert
,ið hana mjög myndarlega og
fær hún vonandi að standa
lengi erui.
Staðarkirkja er reist 1864 og
smfðaöi hana Danfel Itjaltason
guilsmiður og þjóöhagi, sem
lært hafði iðn sfna f Kaup-
mannaliöfn og fékkst mikið
við húsasmfðar á Vesturlandi.
Auk kirkjunnar á Stað stendur
eftir hann vindmvllan i Vigur,
eina vindmyllan hérlendis, og
enn mun hægt að benda á
fleiri smfðisgripi eftir Danfel.
Staöarkirkja ber þess greini-
leg merki, að Daniel hefur
þekkt hin fornu hlutfallasnið
út í vztu æsar. Kirkjan er f
föstu gullinsniði, lengdin
sama og tvöföld breiddin og
lueð á mæni jöfn breiddinni.
Þetta gerir húsið cinkar rólegt
á að líta og hugnanlegt f snið-
um.
Það er einkennandi þegar
kirkjan er skoðuð, hve gegn-
vandað allt smfði hennar er.
Beggja vegna dvra eru nteira
að segja súlur með fornklass-
ísku sniði, smfðaðar úr tré.
Gluggaskipan er einnig einkar
smekkleg, rúðum skemmtilega
skipt í gluggana og vfst er, að
þar hefur smiðurinn gripið til
hagleiks sfns.
Þegar gert var við kirkjuna
árið 1964 var hún færð til upp-
haflegs horfs að þvf levti, að
járnið, sem sfðar hafði verið
sett á þakið, var tekið af og er
nú timburþak á kirkjunni eins
og var í upphafi. Þetta gerir
kirkjuna enn þekkilegri á að
líta og hæfir hún vel tfnia sín-
um. Annars var henni f engu
brevtt, aðeins lagfært það sent
aflaga hafði farið og tfnians
tönn unnið á. Hið innra er hún
með virðulegunt svip, en þar
sést glöggt, hve lítið þetta hús
er, enda hefur sóknin ekki ver-
ið stór og ekki þörf á stórri
kirkju þá fremur en nú.
„Kirkja Ólafs prófasts stend-
ur enn og er hin snotrasta,"
segir Matthfas Jochumsson í
riti sfnu Ferð um fornar stöðv-
ar 1913, er hann lýsir komu
sinni að Stað í þeirri ferð. „Og
er ég hafði litið á hana og
leiðin f garðinum, horfði ég
upp til fossins.“ „Þá hlógu
fjöllin og fossinn kvað með
fegurstu röddu sinni, “ segir
hann f kvæðinu, sem fvrst er ð
minnzt. Og fossinn sést ein-
mitt hér á mvndinni í hlfðinni
ofan við bæinn.
©