Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 10
MALARI
OG MÓTULL
grein eftir
Örlyg Sigurðsson
kennt eins og þotskflök, loðnulýsi
og skreið á heimsmarkaði Varast
skal að móðga bústna og mörmikla
grósera með sama prís og á óbreytt-
um alþýðumanni ef einhver slík-
ur skyldi vera svo heppinn eða
óheppinn að lenda i fyrirsetastólnum
hjá mér. Þá er verðlagt eða slumpað
á eftir dúk og disk líkt og í pílu-
spili. Við getum kallað það Hróa-
hattar aðferðina Iðulega lögðu
fyrirmypdirnar sig á fæti líkt og hefði
k'ostað að sprautu-mála bílskrjóð af
ófaglærðum fúskara. í London lyfta
þeir kræfustu ekki pensli til portret-
gerðar fyrir minna en 1 0—20 þús-
und sterlingspund, málarar eins og
Graham Sutherland og Annigoni.
Jafnvel i Danmörku fyrirfinnast
portretmálarar, sem þurfa ekki að
mála nema svona þrjá til fjóra banka-
stjóra til að eignast þak yfir höfuðið.
Hér þyrfti að stritast við og mála alla
bankastjóra landsins, útibússtjóra,
deildarstjóra, gjaldkera og bókara auk
allra sparisjóðsstjóranna og hrykki
Steinn Steinarr skáld.
naumast til ef um mannsæmandi þak
yfir höfuð listamannsins væri að
ræða. Ég held að bæta þyrfti við
þónokkrum tannlæknum, arkitektum
og jafnvel ráðherrum og spírasmygl-
urum.
Jafnvel í Rússíá eru portretmálarar
hafnir til vegs og virðingar. En enginn
veit hversu sú sæla kann að vara
lengi. Til dæmis varð heil legió
Stalínsmálara skyndilega atvinnulaus
og spýtt út í kuldann þegar sjálfri
goðsagnarfyrirmyndinni Stalín var
steypt af stalli. Aftur á móti blómstra
þeirennþá Lenin-Marx- og Bréznef-
málararnir, að því mér er bezt kunn-
ugt. Þá vildi ég fremur einvörðungu
mála Esjuna í margbreytileika sínum
ár eftir ár, eins og vinur minn, Jör-
undur Pálsson arkitekt, hefur gert.
Ekki er ég að kvarta um veraldar-
gengi þvi að ég fæ jafnan i mig
skrekk og innýflin snúast bókstaflega
við með hverri nýrri „commissjón",
sem útheimtir ný átök og aukið erfiði
fyrir eðlislatan mann. Eftir þá tilburði
í listinni er málarinn oft útkeyrður í og
með vegna tilheyrandi töðugjalda,
sem oft vilja fylgja afhjúpun verksins
og hæfileikinn til sköpunar floginn til
fjarlægra eilífðarstranda. Þetta var
um fag-hag- og svagfræðilega hlið
starfsins. Þá kem ég að sálfræðileg-
um sársauka sköpunarstríðsins.
Portretmálari þarf helzt að vera fædd-
ur sýkkólók, mannþekkjari og snjall
teiknari.
Öll störf í heiminum eru orðin
meira og minna hópvinna, einkan-
má af honum hörkuna og töffara-
drættina í svipnum með ómót-
stæðilegum ástaratlotum og of
stórum skömmtum af með
fæddri Maraþons-gestrisni
Ailar siikar bænir og viðvaianir voru
með öllu ástæðulausar. Hann kom
sperrtari heim en hann fór, endur-
nærður og galvaskur eins og nýslegin
stálfjöður. Ekkert bíturá karl-
mennsku Eiríks Kristóferssonar, ekki
einu sinni allur kvennafansinn á Mall-
jorku. Enda er karl af sterkum stofn- \
um kominn. Fyrir nokkrum árum
barst heimsfregn frá Noregi, eins og
önnur slík nýlega, að í þvísa landi
lifðu nokkur systkini, sem ættu sér
hæstan sameiginlegan aldur í allri
Evrópu. Sú frétt var brátt borin til
baka þegar reiknaður var aldur Eiriks
og jafnmargra þálifandi systkina hans
frá Barðaströnd við Breiðafjörð. Út-
koman reyndist mun hærri. Einn
bróðirinn var Hákon alþingismaður i
Haga, sem einnig var landskunnur.
Spánarferðin beit ekkert á Eirík,
sem oft hefir komizt í hann krappari
áður á lífsins ólgusjó. Svo er frækinni
fyrirmyndinni, Eiríki skipherra Kristó-
ferssyni, fyrir að þakka og ódrepandi
seiglu hans og elju ef þessi mynd
mín hefir öðlazt eitthvert líf. Eða ætti
ég kannski fremur að segja seníorít-
unum suður á Spáni, sem kunna
kvenna bezt að meta reynda og ól-
seiga sjóhólka heimshafanna allt frá
dögun Kristófers Kólumbusarog Cor-
tesar conkvestators.
Svo ég snúi mér nú að sjálfu starf-
inu, portretgerð, ber margt mikilvægt
að hafa í huga. Fyrst er skrafað og
þrefað um verð, sem er mjög sveiflu-
lega á sviði tækni og vísinda. Jafnvel
fyrr á öldum var stór veggmynd verk
ótal manna undir yfirstjórn eins útval-
ins meistara. Einu sólóistarnir, sem
eftir eru í heiminum í dag, er helzt að
finna í hópi listamanna. Menn mála,
móta, skrifa og yrkja yfirleitt einirsins
liðs ennþá. „Fáir lofa einbýlið sem
vert er" segir málshátturinn. Á þess-
um einyrkjakotum og andans setrum
í listheimum skiptast á skin og skúrir
eins og í öllu mannlegu lífi. Geðsveifl-
ur eru oftar sterkari meðal örgeðja,
skapandi listamanna en annarra
normalla manna. Kannski er öll list-
sköpun bara einn angi af geðveiki. Þó
að ég segi ekki að „svarti hundurinn
hans Churchills" sé beinlínis sjálfur
heimilishundurinn á hann þó til með
að koma oftar i heimsókn til lista-
manna en annarra. Einkanlega í kjöl-
far mikilla gleðistunda. En svo nefndi
Churchill gamli „depressjónina"
þegar hann fann hana nálgast sig og
stundi þungan: „Kemur nú ekki svarti
hundurinn." Í samskiptum við fyrir-
myndir eða mótla og mótlur er hyggi-
legast að hafa ekki mikið vín um
hönd til aðslá á sársauka og mýkja
tugar og tilfinningar bæði meistara
og mótuls. Þá er hætta á, að keyri um
þverbak í ölvímunni. Sjálf fyrirmynd-
in gæti þá óvænt tekið sér pensil í
hönd og farið að burðast við að mála
útúrdrukkinn listamanninn í sótsvört-
um og knallrauðum lit yfir næstum
fullgert portretiðá trönunum.
Oft gætir mikils misskilnings meðal
almennings um samband málara og
nakinna fyrirsæta. Margir héldu að
flestir málarar hæfu verkið með eins-
konar prufukeyrslu á módelinu líkt og
reynslukúskar hjá Fíat, Volvó eða
Volkswagen, til að öðlast nánara sam-
band, skilning og sálrænt innsæi í
fyrirsætuna. Gunnlaugur heitinn
Blöndal, sem vareinn umsvifamesti
kvenkroppamálari þjóðarinnar og
hafði langdvölum fengizt við þá list I
Parísarborg, sagði við mig eitt sinn
niður í Málara við Bankastræti, að
það væri undarlegt með þetta ís-
lenzka kvenfólk, að ógerningur væri
að fá þær úr öllum fötum til heiðar-
legrar fyrirsetu fyrir góða borgun
meðan margaraf þeim sömu væru
reiðubúnar til að varpa öllum klæðum
til villtra rekkjubragða án minnstu
þóknunar. Erlendis er litið á fyrirsætu-
starfið sem hverja aðra heiðarlega
atvinnugrein. Margar þeirra taka starf
sitt mjög alvarlega engu síður en
prestvígðir guðsþjónar hérlendis.
Sumar hverjar lifa sig jafnvel svo
innilega inn í starfið og malerí meist-
arans, að þær geta orðið helteknar
hláturskrampa af ímynduðum kitlum
þegar pensill listamannsins snertir
naflann á strekktum striga myndflat-
arins. Svo ekki sé nú minnst á þau
ósköp, sem ske þegar pentskúfurinn
leikurá léreftinu um aðra þýðingar-
meiri og spennuþrungnari staði
líkamans. En það er víst eini leikurinn
í heimi, sem framkallar ekki hlátur
samfara unaði. Annars eru litprent-
uðu skartútgáfurnar eins og Playboy,
Sexy og Men only o.s.f. búnar að villa
mönnum listræna sýn á þessa grein
málaralistar og bókstaflega rekið
marga stórsnjalla nektarmálara út á
gaddinn.
Þau fjögur ár, sem ég dvaldi sam-