Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 16
Hvað er svona hlœgilegt við brennivínsdrykkju? Þessa hina síðustu daga hefur verið hér á landi prófessor frá sjúkrahúsi í Bandaríkjunum, sem sérstaka athygli hefur vakið fyrir árangurs- ríka meðferð á áfengissjúklingum. Hefur prófessorinn hitt hér fjölmarga þá, sem að þessum málum vinna hér, og kynnt þeim þær aðferðir, sem beitt er á sjúkrahúsi hans. Vitað er að allmargir íslendingar hafa á siðustu mánuðum leitað lækningar við meini sínu á þessari stofnun og svo virðist sem árangur hafi náðst í sumum tilvikum. Það er einnig íhugunarvert, að prófessor þessi hefur fengið hinar ágætustu móttökur hér og menn sýnt starfi hans og málflutningi mik- inn áhuga. Það er i sjálfu sér jákvætt og sýnir væntanlega vaxandi skilning okkar á þessu erfiða máli. Ekki hvað sizt hlýtur þetta þó að vekja athygli vegna þess hve þeir hafa átt erfitt uppdráttar hérlendis, sem hafa iðulega reynt að benda á það þunga böl, sem áfengissýki er, þeim einstaklingum sem hún heltekur og svo fjölskyldu viðkomandi. Margir þeirra sem barizt hafa hetjulega í þessa átt hafa uppskorið háð og spott almennings, í bezta falli að litið sé áþá sem góðviljaða sérvitringa. Það er vissulega mál til komið að íslendingar hætti að líta á það sem hálfgildings brandara og telji yfir því ákveðinn og fyrirgefanlegan sjarma að menn verði áfengi að bráð svo að ekki verður aftur snúið. Sú afsökun, að menn hafi verið undir áhrifum áfengis við atburði og verknaði, hefur af almenningi verið tekið oft og iðulega sem góð og gild afsökun og manninum litt legið á hálsi fyrir. Það er orðið tímabært að menn skilji að áfengisböl er þungbærara en svo að það sé neinum til upphefðar að hafa slíkt í flimtingum. Enda þótt sjálfsagt sé að viðurkenna að vin getur verið bæði Ijúft og ánægjulegt. þegar þess er neytt í hófi, er ekki síður ástæða til að menn geri sér grein fyrir því að það er ekki á allra færi að drekka vin svo að ekki verði úr þvi ein skaðvaldsdrykkja fyrir lifstið. Okkur gengur seint að skilja að „hóflega drukkið vin gleðji mannsins hjarta," því að drykkjuvenjur okkar miðast við það að sturta i sig sem mestu magni brennivíns á sem allra skemmstum tíma og fá fram sem hrikalegust áhrif hið allra fyrsta. Afstaða til áfengismála er ósköp frumstæð og fráleit, það er beinlínis feimnismál að sumu leyti eins og kynferðismál voru i denn tið. Hver sá sem leyfir sér að benda á hættu sem af ofneyzlu áfengis stafar er samstundis stimplaður ofstækismaður er vilji svipta menn þeirri gleði að fá sér vinsopa við hátíðleg tækifæri. Ekki er um það að ræða af minni hálfu að mér finnist eiga að banna innflutning á víni eða setja á það einhverjar opinberar hömlur — nema síður sé. Það er meira aðkallandi að halda uppi miklu víðtækari fræðslu i skólum, strax á barnaskólaaldri — um hvað áfengi er. og hvaða afleiðingar það geti haft fyrir einstaklinginn og samfélagið ef það er misnotað svo að úr verður ólæknandi sjúkdómur. Hvert sem litið er i þessu litla þjóðfélagi blasa við afleiðingar þess að ekki var reynt að koma fólki til hjálpar áður en um seinan var orðið. Rofnar fjölskyldur i hundraðatali með tilheyr- andi kvölum og angist eru skýr vitnisburður. Niðurbrotnir einstaklingar sem þjóðfélagið tek- ur ekki upp á arma sina fyrr en I þvilíkt óefni er komið að sáralitlar likur eru á að bati fáist. Það er ósköp fátt hlægilegt við þetta og ákaflega yfirborðslegt að vilja ekki horfast í augu við þá miklu neyð sem misnotkuninni er samfara. Enda þótt góðtemplarareglan hér hafi áreið- anlega ætlað sér mikinn hlut og fagran með starfi sinu hefur þó einhvern veginn farið svo að starf hennar hefur einangrast og litinn ávöxt borið . En viðleitni AA-samtakanna hefur aftur á móti orðið giftudrýgri en flest annað sem reynt hefur verið hér, enda hefur nefndur prófessor einmitt vikið að því að svo virðist sem þau samtök bæði hér og erlendis hafi komizt einna lengst i þvi að aðstoða áfengissjúklinga i afturbata. Starf þessara samtaka er því sjálf- sagt að lofa svo sem vert er samtímis því sem fólk er hvatt til að reyna að lita þennan vanda þeim raunsæju augum sem hann kallar á. Jóhanna Kristjónsdóttir. <éo Wílu- SlóiA LoK- U$)U í UPP- /JA+ni 'IflRVÍt '■'l m IvpB.- kAhn' 8 ÍKiP-ll §■ U/flM- TfiN ír veRic- FÆRIÐ 2 i & „ Zíjpfto Me jq1 |5KU<?Ö URltJn) n rf'- lEWQ (iLem 1—jtj VlPUK- KéUUDI v c?p RfOO - GtlEili a<?r- ■<?TI£> * \I£L 0 IF flft DÆCKIH YlÆU 1 R'|F- U R. f?F' KUÆ M /N m- ime i 5Kbt>«W -V MYfJN : ► 1 íf 4ví>Tfl EfJ 01NC ■áP- l?eie- U r^\ ey®<- MoflK 1 rj LEM- Oflflflfl. m ÍAUSm’I c>ne.- £iníc- A 5T ZeiiK IK a pa UVDM /? UM I FUClL Ro Kueu- ELD- jrm Heir- IÐ a*. RÆ’kt- pí> ÍVÉL- uR TfiTp'- F P- “ M " 6Fr*\ L/títÐI feuM- eFNi A° f£ ÍK£L + STft UVI • ! Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu L/ÍT A f HÉMW ert irÁMt si*"1 •r'.pL AR uo *** M‘T- fifl'JS- > SÝR - p A K K A R FLFin AR r E / N A R l FK Rl 5Sj A F L h áfívl- U4H 'A L l T L E Cl R H emt M A K N 1+ E F fJ i) TtoV\0 rxTT m* F 1 L L A N A L A eeu vlflffl E F A W Ý 5 A N L'if- FARI L Cu>' 4 ! i FfVS- ■rJ*i F tk N 1 R SL'A*: K K (itjnií K <n>‘- ve«u L 7 K A U L L $ / L l N K A K A N |R R E 1 £ 1 R l N N t>3 p JóriPR 0 K U R STJ- pRM i R KL- P.K l s. Þi/ee- Taé A íhsuíá KWtp- u N N Ktah- AR A S N A R Rií>- A©l R iRHlt. 1 £ T \ N ■ SN- f MMifl A u S T U R i*uc. \ hÍTdíí toroBft 7 A ■ 4 ■fi. T> A N N A N rnnt.n ■| ú y>L- „LTtft gs rthn' a I 1 & E fi iL U R Wíí' '\ fííiS c V E F N 1 5«f: uö. E K. R. muipc <ÁR. u Aá L A R £> O F N A R x A R 1 N A R A R A T lR 1 * A 1 ±L N N PuCaLM uvv- ÍL A R A F R 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.