Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1976, Blaðsíða 6
Fagurlega skreytt hús við Eryarlandsveg á Akureyri. viljað halda mér við nokkra gaiínrýnendur, sem eru heimskunnir. En bæði í Noregi, á Norðurlöndum og víðsvegar um heim hafa margir sótt í sig kjark og hafið; illyrmislega gagnrýni, sbr. fyrirsögn i norsku blaði nýlega: ,,Frá húsameistara til öskrandi byggingarljóns — aftaka nitjándu aldar eða tímasprengja fábreytninnar. “ Og enn fremur: „Byggingarlistin í byggðum Noregs: Framandleg, kuldaleg og sviplaus." Margar eru lýs- ingarnar ofagrar á skýjakljúfahverfum Parísarborgar, t.d. La Defense, þar sem rúm er fyrir 100.000 manns í 12 háhýsum Harmakvein heyrast frá London, en illa stað- settir skýjakljúfar hafa eyðilagt svip borgarinnar. En í því máli verður að sýkna húsameistarana. Þessi afskræmi eru einna helzt minnismerki um hirin óhamda kapítalisma, sem nýtir lóðirnar til hins ítrasta. Man- hattan í New York er eitt af hinum fáu skýjakljúfahverf- um sem hafa öðlazt sína eigin, sérstæðu og áhrifamiklu fegurð. Gotnesku kirkjurnar voru í öllu sinu veldi og skarti byggðar Guði til dýrðar. Manhattan hefur orðið að lofgjörð vorra tima um hina takmarkalausu getu og möguleika mannanna. Það er eigin metnaður, sem hefur eyðilagt Stokkhólm, að því er íbúarnir sjálfir segja. Það hefur verið rifið og byggt i þrjátiu ár, og borgin er óþekkjanleg i allri sinni endurreisn, hagsýni og hátign. ,, Við látum eyðilegging- una og afturförina eiga sig, við sjáum, hvernig allt verður ijótara án þess að sýna nein viðbrögð ef til vill af vanmætti, kannski af kæruleysi eða af því að við höldum, að þetta sé allt saman nauðsynlegt. En það er það ekki. Það er bara það, sem stjórnmálamennirnir telja okkur trú um.“ (Britt Arenander, Dagens Nyheter, 10.11.1974). Húsameistararnir haf fengið að kenna á því i þessu skrifi. En þeir eiga ekki sök á allri vesöldinni. Stjórn- nnV'am- nn smiinóust af „Die neuc Sachiiehkeil " (svo kölluðu Þjóðvcrjar nýtistefnuna,- eins og „Fúnkis- stillum" hefur .crið nemdur hér. þýð.) — og otulir húsnæðísmálasriffinnar ýttu undir verslu hvatir húsa- meistaranna og stíluðu verkefni þeirra. Ef við hverfum aftur til hinnar nýfrelsuðu kynslóðar húsameistara, get- um við auk þess fundið dæmi um persónuskipti (person- lighetsspaltning), efa og sjálfhæðni. I því efni hef ég lært mest af danska tímaritinu „Kritisk Revy“ (1926—1928). I hinni róttæku stefnuyfir- lýsingu stendur: „Við leyfum okkur að efast ekki um, að hinn innantómi glæsibragur, sem hefur einkennt keisara- prjál hinna stóru, auðu opínberu bygginga og hinn þjóð- félagslega uppgerðarsvip verkamannabústaðanna, muni marka varanleg spor í menningarsögunni. . . Sem hagnýt Iist er byggingarlistin ekki frjáls og óháð, heldur þjónn og verkamaður í víngarði félagshyggjunnar." Hinn frægi Poul Henningsen var hinn andlegi leiðtogi blaðsins. Hann tekur nýtistefnu starfsbræðra sinna til bæna og hæðist að þeim fyrir afstöðu þeirra til hinna ytri einkenna hins snýja stíls. Um stálstólinn, sem var tímanna tákn, segir hann miskunnarlaust, að hann sé „ómerkilegri en ameríski ruggustóllinn og Vínar- stóllinn". Og síðan segir hann spámannlega: „Og svo fjarri erum við sannleikanum, að menn hins nýja tima hafa jafnvel farið að beita nýtistefnunni til skrauts... En hvað það er sorglegt að heyra hina nýju stefnu snökta ástarsöngva til tækninnar, hinnar elskuðu.“ Þessi gagn- rýni var i senn spakleg og einfeldningsleg: Skrautgirnin, glysgirnin er eins óútrýmanleg og kynhvötin. En hún má ekki vera laumuleg og bera vott um slæma samvizku eins og í gervi-nýtistefnunni. XXX Christian Elling, hinn hugmyndaríki danski prófessor í listsögu með borgir og bæi sem sérgrein, lofaði mér á sinum tíma að skrifa bók um „Osló, heimsins ljótustu borg“. (Höfundur, Henrik Groth, var um langt skeið forstjóri eins stærsta forlags í Noregi, Cappelens forlag. Þýð.) Því miður varð aldrei neitt af því. En ég veit, hvað honum fannst um ráðhúsið og önnur risadellu eftirlæti okkar. Hvernig tókst hinum frábæru húsameisturum ráðhússins að gera það í senn tignarlegt, tilgerðarlegt, óskynsamlegt og lítilmótlegt — sjáið til dæmis þessa krossglugga hundruðum saman á turnunum og vélræna staðsetningu þeirra. Þegar ráðhúsið var á sínum tíma umiukt köngúlóarvefi af vinnupöllum, sagði einn af húsameisturunum: „Eins fallegt og núna, verður ráðhús- ið aldrei framar.“ En þó varð það fallegra en nýja ráðhúsið i Bergen að minnsta kosti. Þeim, sem eru ábyrgir fyrir þeim aðskotahlut, bæri að refsa á hinn grimmilegasta máta. Hið sama á ekki við um Chateau Neuf — sem mest hefur verið hrakyrt allra bygginga í Osló. Frumkvöðlar hennar, hinir sísigrandi húsameistarar Lund og Slaatto, hafa nú ekki verið allir, þar sem þeir voru séðir, þegar þeir teiknuðu þetta afskræmi byggingarlistar. Jafn and- ríkir og gáfaðir og þeir eru, þá hafa þeir viljað færa hinum ungu stúdentum það hús, sem þeir áttu skilið. Þarna er nýjungastefnu fylgt svo rækilega, að öll innyfli hússins verða sýnileg. Húsameistararnir hafa viljað sýna allar pípurnar í húsinu, svo að við — á táknrænan hátt — gætum fylgzt með gangi saursins gegnum skolprörin — en það er mannleg líffærastarfsemi, sem ekki á að fela eða dulbúa. Spegilsalurinn í Versölum hefði heldur ekki verið hin rétta umgjörð Stúdentasamtaka vorra daga. Þegar ég leit söfnuðinn augum síðast, líktist hann hirðingjaflokki með loðnum, makedónskum ræningja- höfðingjum, sem í tilefni dagsins höfðu tekið hinar tötrum klæddu hjákonur sínar með sér. Eða litum á byggingarlist stofnana okkar! Sjáið, hvernig fjáðustu og hjartahlýjustu bæjarfélögin byggja heimili fyrir hina öldruðu — með ódendanlegum gólfflöt- um, mílnalöngum göngum og glerveggjum — sálarleg íshús vel til þess fallin að flýta fyrir andlátí þeirra, sem eru einmana. Kommóðan kæra með krosssaumsdúki og myndum af barnabörnum og framliðnum forfeðrum er í svipaðri aðstöðu og aðflutt hjarta í fjandsamlegum vef nýs líkama. Og sjáið nýju skipin okkar! „Ekkert prýðir landslag eins og stríðandi herir," skrifaði faðir Karenar Blixen. A sínum tíma gat ekkert prýtt heimshöfin eins og skip með seglum. Hið furðulega er, að þessir stubbaskutskubbar hafa þrjózkast gegn sjálfri straumlínunni, sem aðeins bílar og flugvélar hafa haldið — en hún var á sínum tíma innblástur nýtistefnunnar. Hinar nýju blikkdósir eru hafinu til skammar. © XXX 1 hvert sinn sem við lýsum persónulegri skoðun okkar á ákveðinni byggingu, birtist fegurðarvandamálið og krefst þess að verða skilgreint. Ég hef þegar minnzt á það, hver munur sé á stil og hugmynd og hvernig þjóðfélagsleg hugmyndafræði þriðja áratugarins hafi rofið eðlilega þróunarsögu stilsins og hrundið „hinu eðlilega fegurðarskyni“ í útlegð. En hvaða skyn er það? Er hugsanlegt, að hægt sé að losa það við hina sögulegu mengun og við áhrif þess af metnaði, undanbrögðum, heimilisfriði og andlegu mak- ræði? Hvar finnum við fegurðina? Alltaf i miðjunni, fjarri ofsafengnum ástríðum og öfgafullum hugmyndum, en þar sem harmleikurinn, ást- in, lífsgleðin og dauðinn eiga heima. 1 listinni er að finna miðflóttaafl, sem rekur fegurðina út um þrjú feiknastór hlið: Hinnar væmnu sælu, hins ljóta sannleiks og — í byggingarlistinni — hinnar flatarmálsfræðilegu nýti- stefnu. Hættan á því, að fegurðin hverfi, eykst á storma- sömum tímum: hliðin standa opin, og fegurðin fýkur út. Hin væmna sæla birtist í hljómþýðu orðagjálfri, hinn ljóti sannleikur i misklíði, hinum miskunnarlausa dómi, eins og bókmenntirnar hafa birt okkur hann í ýmsum myndum þjóðfélagslegrar gremju og beiskju, en reglu- stikan er tákn nýtistefnunnar, fagurfræðilegt morðvopn í hinni hagnýtu list. En á leiðinni út um þessi opnu hlið tekur dálítið af fegurðinni sér bólfestu á dularfullan hátt jafnvel í öfgafullum, listrænum myndum. Við hinar feikilegu, sögulegu skelfingar þessarar aldar hlaut mjög að reyna á hin hefðbundnu fegurðarhugtök. Engin viðurkennd lögmál lifðu þessi átök. Eftir kjarnorkuárásina lét eitt af beztu ljóðskáldum okkar svo ummælt, að ekki væri hægt að yrkja um blóm eftir Hiroshima. En þegar skáldbróðir hans Evelyn Waugh kom til Osló, sagði hann um Vigelandsgarðinn: „Þetta er verra en Hiroshima!" Hér er ekki fullt sam- ræmi milli fagurfræðilegra mælikvarða. í hvert sinn sem við reynum að skilgreina fegurðina, hverfur hún frá okkur. Er hið hentuga, nytsama fallegt í sjálfu sér? Já, þegar um axarskaft er að ræða, en ekki — eins og fram hefur komið — þegar um mannabústaði er að ræða. Hvað er það, sem gerir smátíglótta glugga svo „vinalega"? Er það vaninn, hugsanatengsl við sýslu- mannshús, herragarða, hina hefðbundnu byggingarlist timburhúsanna og kannski ennþá eldri og merkilegri minningar — eða eru til hlutlægar ástæður? Þrátt fyrir yfirgnæfandi líkur á ljúfsárum endurminningum gætum við getið þess til, að smátíglótti glugginn sé hin snjalla, hugvitssamlega málamiðlun milli ljóss og veggjar, milli útsýnis og notalegrar verndar. Sá húsameistari, sem teiknar smátíglótta glugga í dag, er sakaður um stælingu á gömlum gluggum. Ég held, að í okkur búi vissar sjónrænar fegurðarregl- ur, og að það valdi trufiun, ef farið er út fyrir mörk þeirra meira en hófi nemur. Þeir sem hafa kreddulausa afstöðu til fegurðar, lágmark af sjálfstrausti, sjálfstæði og menntun eru aldrei í vafa, þegar þeir sjá eitthvað fallegt. Fegurðarskynið er með öðrum orðum að jafnmiklu leyti alls staðar fyrir hendi eins og hvergi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.