Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Page 2
Saga eftir Kristmann Guðmundsson um litum. Höf voru engin á hnettin- um, en nokkrar stórar tjarnir í rækt- aða beltinu og langir skurðir á milli þeirra. Þótti geimförunum nú greini- legt að þarna byggju skyni gæddar lífverur, enda þótt enginn sæist á ferli, hvernig sem að var gáð. Á tólfta degi var takmarkinu náð og geimfarið komið á braut í kringum Marz. Voru nú gerðar margar visinda- legar athuganir og stóð flest það heima, er áður var vitað. Brúnleitu auðnirnar voru gróðurvana eyðimerk- ur, með fornum og veðruðum eldfjöll- um, en sjá mátti þar á víð og dreif og mjög gamlar og eyddar rústir borga og annarra mannvirkja. Frá báðum pólum lágu nokkur þráðbein, gulgrá strik, eilítið upphækkuð, yfir eyði- merkurnarað gróðurbeltinu, og gisk- uðu vísindamennirnir á að það væru vatnsleiðslur. í ytri lögum lofthafsins var mjög lítið súrefni, en niðri við yfirborð hnattarins var álíka mikið af því og i andrúmslofti jarðar. Sléttur miklar voru víða á auðnunum, en um þærstráð misjafnlega stórum klett- um, litt veðruðum og voru sumir á stærð við lítil fjöll. Sólin var talsvert minni að sjá þarna en á jörðinni. Þó virtist allheitt um miðbik jarðstjörnunnar, en mjög kalt á pólunum og langar leiðir út frá ÁRIÐ 1 983 byggðu Rússar og Ameríkumenn í sameiningu fyrsta geimskipið, erfara skyldi i heimsókn til jarðstjörnunnar Marz. Þeim hafði komið saman um að smíða skipið i hlutlausu landi og varð ísland fyrir valinu Fór smíðin fram með nokkurri leynd, austurá Breiðamerkursandi, en þar var reist þorp fyrir alla þá, er að þessu stóðu: verkamenn og verk- fræðinga, vísindamenn, málmsmiði og þjónustufólk. En allt það, er til þurfti, af efni og vélum, var aðflutt tilbúið til notkunar, frá Rússlandi og Ameriku. í þorpi þessu bjuggu einnig geimfararnir, en þeir voru alls átta: þrír Ameríkumenn, þrir Rússar, einn Englendingur og einn Islendingur, Sigurður að nafni Hann hafði mikið orð á sér sem efnafræðingur og vél- fræðingur og var einn af þeim þrem- ur, er fundið höfðu upp hið nýja eldsneyti fyrir geimskipahreyfla, sem nefndist FIS, en hinir tveir voru þá látnir. Þótti hann þvi sjálfsagður i þess fyrstu ferð til framandi jarð- stjörnu. Sigurður var ekkjumaður um fimmtugt. Hann átti tvö börn, pilt og stúlku, sem voru tviburar; hétu þau Árni og Gerða og voru þrettán ára gömul. Hafði faðir þeirrp þau jafnan hjá sér, hvar sem hann fór um heim- inn, og svo var enn. Geimfarið var mjög stórt og svo vel útbúíð, að öruggt var talið að engar hættur, sem menn kunnu skil á.gætu grandað því. Vélar þess voru sjálfvirk- ar og sjálfstjórnaðar að mestu leyti. stjörnu, erekki væru barna meðfæri. Engin vissa var fyrir þvi, hvað við tæki á Marz. Raunar höfðu allmörg lítil og ómönnuð geimför verið send þangað og vísindatæki þeirra veitt Jarðarbúum margskonar fróðleik um hnöttinn Menn vissu nú að þar var þunnt lag af allgóðu andrúmslofti niðri við yfirborðið, og að einhverjar skyni gæddar lífverur voru þar, jafn- vel líkar mönnum, en ekki höfðu náðst skírar myndir af þeim. Aftur á móti hafði heyrst ómur af samtali þeirra, svo að greinilegt var að þær höfðu tungumál En margir vísinda- menn töldu að þetta væru aðeins úrkynjaðar leyfar deyjandi mann- kyns, því að víðáttumiklar eyðumerk- ur huldu mestan hluta hnattarins, og sáust þar rústir fornra borga. En allt í kringum miðbaug jarðstjörnunnar var allbreitt gróðurbelti, og hafði nokkur hreyfing manna eða dýra sést þar. Árna og Gerðu leið ágætlega í farangursklefanum. Geimfariðfór rólega af stað og jók hraðann svo hægt að þau urðu ekki fyrir neinum óþægindurn. Hið nýja hreyfiafl, FIS, gerði þar gæfumuninn, og var það FYRSTU KYNNI MARSBUUM enda ferðin öll fyrirfram útreiknuð og ákvörðuð af tölvum, og starf geimfar- anna um borð lítið annað en að þrýsta á nokkra takka. Þá var eldsneytið meira en nóg, því að hið nýja hreyfi- afl, FIS, var margfalt öflugra en nokk uð sem áður þekktist. jafnvel fýtungs- kraftur vetnissprengjunnar. Þegar smiðinni og öllum undirbún- ingi var lokið, kvöddu geimfararnir fjölskyldur sinar og fóru um borð. Það gerðist síðla dags, og var allmjög tekið að rökkva. Fylgdu þorpsbúar þeim til skips, glaðir og reifir með háværum heillaóskum, og í öllu því húrlúmhæi varð enginn þess var, að tviburarnir, Árni og Gerða laum- uðust inn í geimfarið og földu sig í farangursgeymslunni. Þeirra var ekki saknað fyrr en daginn eftir, en þá var skipið komið þúsundir mílna frá jörðu og engin leið að snúa við. Árni og Gerða voru hraust og heil- brigð börn, í meðallagi hávaxin eftir aldri, með Ijósgult hár og heiðblá augu. Kát og fjörug voru þau jafnan og höfðu alist upp við mikið frelsi, því að móðir þeirra hafði látist er þau vorú aðeíns sex ára gömul. Hafði Sigurður faðir þeirra annast uppeldið, ásamt ráðskonu, en hann var ávallt önnum kafinn og annars hugar, svo að afskifti hans af börnunum voru mest í því falin að gefa þeim allt er þau girntust, en sjaldan fengu þau notið félagsskapar hans. Raunar gerði það ekki svo mikið til, því að þau voru mjög samrýmd og sjálfum sér nóg, höfðu bæði geysilegt hug- myndaflug og voru bráðskörp að læra, en á vetrum höfðu þau jafnan heimiliskennara, sem annaðist upp- fræðslu þeirra. Oft höfðu þau hlustað á samræður föður síns og starfsfélaga hans um framandi hnetti og heilabrot þeirra um það, hvernig þar myndi vera umhorfs. Upp á síðkastið hafði at- hyglin einkum beinzt að Marz, eftir að ákveðið hafði verið að fara þang- að. Vakti það að vonum forvitni barn- anna, svo að þau óskuðu einskis fremur en að mega taka þátt í þessari æfintýralegu för. Auðvitað kom það ekki til mála, frá sjónarmiði fullorðna fólksins, þvi að búast mátti við ýms- um þeim hættum á framandi jarð- stórum þægilegra í meðförum en gömlu eldflaugarnar. Þegarskeyti barst til geimfarsins.'að barnanna væri saknað, grunaði Sigurð, föður þeirra, að þau myndu hafa falið sig um borð og fann hann þau vonum bráðar. Þótti honum þetta leitt, en lét ekki á þvi bera og taldi þýðingarlaust aðsnupra krakkana, úr því sem kom- ið var. Hinir geimfararnir höfðu gam- an af tiltæki þeirra og fögnuðu þeim vel. Sögðu þeirað nærvera barnanna myndi verða þeim til heilla og happa í ferðinni. Birgðir voru líka meira en nægar af mat og drykk og súrefni. þótt tveir bættust við, og því enginn vandi á höndum með laumufarþeg- ana. Allt gekk vel og eftiráætlun. Þótt hraði skipsins væri ógurlegur, urðu menn þess ekki varir um borð, nema litils háttar síðustu dagana, þegar faríð var að hemla. Árni og Gerða voru í sjöunda himni Þau virtu fyrir sér himingeiminn í gegnum hina þykku kristalplastglugga, en þar var hvervetna að lita hið fegursta stjörnuskraut í öllum regn- bogans litum. Það var líka ákaflega spennandi að sjá Mars stækka dag frá degi. Þessi nágranna- jörð okkar var i byrjun rauðleit, en liturinn breyttist smám saman i brúnt og dökkgrænt Pólarnir voru hvitir, en út frá þeim breiddust ryðbrúnar og gular flatneskjur með hringlaga fjöll- um, og um miðju hnattarins var all- breitt, dimmgrænt belti. Á tiunda degi var þetta orðin gríðarstór kúla, er nálega huldi allt annað útsýni, og sáust nú greinilega þær miklu og mörgu borgarrústir, sem mannlausu geimflaugarnar höfðu þegar sent myndir af til jarðar. Nú sást einnig að í græna beltinu voru víðar lendur ræktaðar, en engin venjuleg hús voru þar sjáanleg, aðeins fáeinir mjög háir turnar og allmörg lítil hvolfþök í ýms-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.