Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Síða 3
þeim, enda talið að isöld væri um
þessar mundir á Marz.
Á meðan hringsólað var um jarð-
stjörnuna, var reynt að ná sambandi
við ibúa hennar gegnum útvarp
skipsins, á ýmsum bylgjulengdum.
Var það lengi vel árangurslaust, en
loks kom svará ókunnu, mjög hljóm-
fögru tungumáli. Röddin, sem talaði,
var mild og vingjarnleg, og þótti
geimförunum sem hún byði þá vel-
komna, þótt ekki skildu þeirorðin.
Var nú ákveðið að lenda skammt
frá stærstu hvelfingunni i gróðrarbelt-
inu, og heppnaðist það vel. Kom
skipið niður i lítið, grasi gróið rjóður,
en lágvaxinn skógur varallt um kring.
Nákvæm rannsókn á andrúmsloftinu
sýndi að það var gott mönnum, og
ekki fundust i þvi neinar ókunnar
sóttkveikjur. En allir geimfararnir, svo
og börnin, eftir að þau fundust, höfðu
fengið bólusetningu með nýfundnu
undralyfi, er talið var útiloka smitun
allra þekktra sjúkdóma.
Voru nú opnaðar dyr geimfarsins,
en þær voru tíu metrum fyrir ofan
jörð, og söfnuðust geimfararnir þang-
að til að virða fyrir sér hið nýja og
óþekkta umhverfi.
Loftið var svalt og hressandi og í
því mikil gróðrarangan, en hitinn líkt
og á íslenskum júlídegi, þegar best
lætur. Skógurinn var þéttur og lauf
trjánna stór og þykk sem leður, en öll
voru trén þakin litlum blómum, gul-
um að lit, og stórum ávöxtum. Grasið
varfölgrænt, með digrum punti, sem
bar marglitt blómskrúð.
í útjaðri rjóðursins varfremurlág
en stór hvelfing, Ijósrauð á litinn og
sem gerð af gljáandi málmi. Leið ekki
á löngu áður en dyr opnuðust á henni
og komu þar út þrjár mannverur,
tveir karlar og ein kona. Þau voru
naumlega í meðallagi há, öll klædd
litfögrum kyrtlum, er náðu þeim niður
á hné, og berfætt í ilskóm.
Fólk þetta gekk í átt til skipsins, en
■ geimfararnir hleyptu niður stiga og
fóru fjórir þeirra til móts við það.
Árni og Gerða höfðu látið lítið á sér
bera, en fylgdust vel með öllu. Faðir
þeirra var einn af þeim er mættu
Marsbúum fyrstir. Hann varekki há-
vaxinn maður, en ekki náði hæzti
Marzbúinn honum nema rétt í öxl.
Annars var þetta fólk ekki sjáanlega
mjög frábrugðið Jarðarmönnum,
það var mjóslegið nokkuð, en sam-
svaraði sér vel, með hjartalöguð and-
lit, stór, Ijósgul augu, og eirrautt hár,
er féll í snúnum lokkum niður á axlir
karlanna, en náði konunni í mittis-
stað. Það hafði fíngert og fagurmótað
andlitslag, beint nef, litinn munn og
ávala höku. Var það mjög svipað
hvert öðru, en þó bar konan af, að
þokka og fegurð.
Þegar hóparnir mættust, tóku Jarð-
armenn að baða út öllum öngum og
reyndu á þann hátt að gera sig skilj-
anlega. En gert hafði verið handa
þeim merkjamál, á vísindalegum
grundvelli, og átti það að duga til að
ná einskonar talsambandi við állar
skyni gæddar verur. Svo virtist og
sem Marsbúar skildu gestina, því að
þeir kinkuðu kollum í óða önn og
gerðu marskonar tákn á móti. Skildu
Jarðarmenn þau svo, að þeim væri
öllum boðið til veizlu í hinni miklu
hvelfingu, sem þar var skammt frá.
Réðu þeir um þetta ráðum sínum, og
varð það úr að fjórir þeirra tóku
heimboðinu, en hinir urðu eftir í
geimfarinu, ásamt börnunum.
Var nú biðið afturkomu þeirra þann
dag allan, en ekkert bólaði á þeim;
hvelfingin lokuð og enginn sást á ferli
utan dyra. Loks hneig sólin til viðar
og myrkur skall á. Tók þá fljótt að
kólna svo mjög, að loka varð geimfar-
inu. En verðir voru við gluggana, sem
að hvelfingunni snéru, allt kvöldið og
nóttina. Þeir sáu tvö litil tungl líða
allhratt um himinn, en litla birtu báru
þau.
Ekki komu geimfararnir til baka
daginn eftir, né heldur þann næsta,
og afréðu þá þeir, sem eftir voru í
skipinu, að reyna að ná sambandi við
þá eða Marsbúa. Gengu þeirsiðan
allirtil hvelfingarinnar, og voru þeir
ekki fyrr þangað komnir en dyrnar
opnuðust. Sáu börnin að faðir þeirra
kom út, ásamt tveimur Marsbúum;
átti hann alllangt samtal viðfélaga
sína og endaði það með því, að þeir
hurfu allir inn um dyrnar, sem þeg-
ar lokuðust á hæla þeim.
Árni og Gerða voru nú ein eftir í
skipinu. Höfðu þau jafnan gætt þess
að láta Marsbúa ekki sjá sig, en
gluggar geimfarsins voru þannig
gerðir, að vel sást út um þá, en ekki
inn. Gátu þau því fylgst með öllu,
sem gerðist fyrir utan, án þess að á
bæri.
Leið nú dagurinn til kvölds, svo og
nóttin og næsti dagur en ekki komu
geimfararnir aftur og ekkert heyrðist
frá þeim. Þótti þá börnunum lang-
samt orðið að biða, sem von var, og
ákváðu að fara sjálf á stjá, áður en
birti morguninn eftir, og reyna að
komast að því, hvað tefði geimfarana
svona lengi. Þau bjuggust hlýjum
fötum siðla nætur, fóru út i skóginn,
földu sig þar í runnagróðri og biðu
morgunns. Þá var býsna kalt, svo
að nálgast myndi frostmark, en ekki
létu þau það á sig fá. Og þegar sólin
kom upp, varð strax vel hlýtt i skógin-
um.
Árni og Gerða skriðu nú út úrfylgsni
sínu, en höfðu hægt um sig og tóku
vel eftir öllu. Skógurinn var þéttur og
trén þakin ávöxtum; voru þeir gulir að
lit og mjög líkir stórum melónum.
Gerða skrældi einn þeirra og smakk-
aði á honum, var hann einna
likastur banana á bragðið og mjög
Ijúffengur. Gaf hún Árna með sér og
borðuðu þau bæði fylli sina af þessu
góðmeti, án þess að þeim yrði meint
af. Síðan læddust þau í átt til rauðu
hvelfingarinnar. En hvergi gátu þau
séð neinar dyr eða glugga á henni, og
ekkert lifandi bærðist þar og algjör
þögn rikti, nema hvað stöku sinnum
heyrðist tist i litlum fugli, er flögraði
milli trjánna og virtist mjög spakur.
Er þau höfðu verið þarna á gægjum
allan morguninn til hádegis, héldu
þau aftur inn í skóginn og gengu
alllengi, þar til að þau komu að
annarri hvelfingu, miklu minni, og
var sú Ijósblá. En á henni voru opnar
dyr og utan þeirra stóðu tvö börn,
piltur og stúlka. Voru þau bæði smá-
vaxin, svo sem tiu ára krakkar á
jörðinni, en að öðru leyti lik þeim
Marsbúum er Árni og Gerða höfðu
áðurséð. Grönn voru þau og fíngerð,
fagurvaxin, með hjartalöguð andlit.
Þau horfðu í átt þangað sem jarðar-
börnin leyndust í skógarjaðrinum, en
hvelfingin bláa var í grasi grónu
rjóðri. Litlu síðar komu þau svo beina
leið til þeirra, eins og þau vissu af
þeim. Voru þau brosleit og vingjarn-
leg á svip, svo að Árni og Gerða
áræddu að ganga til móts við þau.
Námu hvorutveggja staðar, þegar
ekki voru nema tveir eða þrír metrar á
milli þeirra. Marsbörnin heilsuðu með
uppréttum höndum og sögðu nær
samtímis: ,,lla anó!" Þau voru ber-
sýnilega mjög forvitin, en góðleiki og
blíða skein úrstórum, Ijósgulum aug-
um þeirra.
„Komið þið bæði blessuð og sæl!"
svöruðu Árni og Gerða.
Marsdrengurinn benti þá á brjóst
sér og mælti „Aríon," en síðan á telp-
una og bætti við: llleia." Jarðarbörn-
unum skildist strax að þetta væru
nöfn þeirra, og sögðu þau einnig
nöfn sín á sama hátt.
Hófu börnin nú samræður á sln
hvoru tungumáli, en notuðu jafn-
framt tákn og bendingar. Gekk þeim
furðu vel að skilja hvert annað, og
ekki leið á löngu áður en Marsþörnin
fóru að hafa eftir hinum íslenzk orð
og jafnvel stuttar setningar. Er þau
höfðu ræðst við I rúma klukkustund,
skildu hvor hin nokkurn veginn, og
þótti Árna og Gerðu mikilli furðu
gegna frábært flugnæmi og skilning-
ur Marsbarnanna.
Allt í einu benti Aríon til himins og
mælti: „Koma þar?" Og Árni kinkaði
kolli. „Já, koma með geimfari frá
jörð."
„Geimfar?" endurtók Aríon, en virt-
ist skilja það þegar og hélt áfram:
„Við lika geimfar — aðra jörð."
Héldu þau Árni og Gerða nú enn
áfram kennslunni lengi dags, og þar
kom að börnin gátu rætt saman því-
nær viðstöðulaust. Sagði þá Arion
brosandi: „Magi minn tómur — ykk-
ar lika — þið borða hjá okkur!"
Árni og Gerða gátu ekki neitað þvi,
að þau voru orðin svöng, og þótt
þeim væri um og ó, afréðu þau að
þiggja heimboð Marsbarnanna. En
fyrst reyndu þau að leita frétta hjá
þeim af félögum sinum úr geimskip-
inu. Það gekk dálítið erfiðlega í
fyrstu, en loks brosti Arion og sagði:
„Þeir líka fylla maga sinn — gott
mat, gott drekka — við láta ykkur
sjá."
Því næst tóku þau í hendur Jarðar-
barnanna og leiddu þau gegnum
skóginn til stóru, rauðu hvelfingarinn-
ar. Þar gengu þau niður mjóan,
hringlaga stiga, sem Árni og Gerða
höfðu ekki séð um morguninn. Komu
þau brátt að litlum dyrum, er opnuð-
ust sjálfkrafa, er þau komu að þeim.
Jarðarbörnin hikuðu litið eitt og litu
tivort á annað: Skildi þetta vera
óhætt, var ekki verið að leiða þau i
einhverja gildru? En Arion hristi höf-
uðið, eins og hann skildi ótta þeirra,
og sagði: „Ekki vont ykkur — bara
gott — sjá allt í lagi."
Þau gengu þá inn í bjartann, en
heldur þröngan gang, er virtist fóðr-
aður með gljáandi, litlausu plasti, og
komu brátt að öðrum dyrum, gegn-
sæum, og sást þar inn i stórann og
mjög fagrann sal. Sátu geimfararnir
það í hægindastólum, kringum stórt
borð, ásamt álíka mörgum Mars-
búum, og hafði verið sett fyrir þá
ávextir i gullnum skálum og einhver
drykkjarföng. Virtust þeir allir glaðir
og ánægðir, en eitthvað sýdist Árna
samt athugavert við útlit föður sins.
Hann var sæll á svip, en því likast
sem hann væri i hálfgerðri leiðslu.
Þótti drengnum það skrítið, því að
hann vissi að faðir hans bragðaði
aldrei áfenga drykki. Samræður virt-
ust fjörugar við borðið og notuðu
Jarðarbúar ekki táknmál það, er þeir
höfðu lært, en þó var svo að sjá sem
hvorir skildu áðra.
Árni leit á Aríon og spurði: „Við tala
við þá?" En Marsdrengurinn hristi
höfuðið brosandi. „Ekki núna — þeir
læra mál — tala — við góðir alla —
gera gott — gefa fallegt. Þeir koma
geimfar búnir — kannski morgun."
Ekki voru Jarðarbörnin allskostar
ánægð með þetta svar, en fylgdu þó
Aríon og llleiu aftur út í sólskinið og
inn i skóginn.
Þeim var mjög létt um gang og
allar hreyfingar á Mars, því að þar
vógu þau aðeins lítinn hluta af þyngd
sinni á jörðinni. Þó var það enganveg-
inn til óþæginda, eins og á tunglinu,
en þangað höfðu þau farið alloft með
föður sinum. Og er þau komu inn í
skóginn að þessu sinni fóru þau að
reyna hve hátt þau gætu hoppað, og
það sýndi sig að þau komust bæði
jafnhátt toppum trjánna, sem voru
flest um tíu metrará hæð. Marsbörn-
in störðu á þetta með undrun og
aðdáun, en þau gátu aðeins hoppað
liðlega hæð sína — en það var
raunar meira en Árni og Gerða gátu á
jörðinni.
Léku þau sér nú að þessu þar til
Aríon sagði hlæjandi, að hann væri
orðinn svangurog magi hans heimt-
aði mat. Fóru þau þá öll saman til
bláu hvelfingarinnar og inn t hana, á
sama hátt og þá rauðu. Komu þau
inn í stóra og skrautlega stofu, og var
þarfyrirung og fögurkona. Mars-
börnin ræddu við hana stutta stund á
sinu eigin máli, en þvi næst heilsaði
hún Árna og Gerðu með uppréttum
höndum og blíðu brosi. Siðan fór hún
inn i annað herbergi, en kom aftur að
vörmu spori með stórt, logagylt fat,
hlaðið hinum gulu ávöxtum, og fjóra,
gulina bikara fulla af Ijósrauðum
drykk. Lagði hún þetta á allstórt borð
í stofunni og færði að þvi fjóra stóla.
Arion og llleia tóku þegar til snæð-
ings, og Jarðarbörnin fylgdu fordæmi
þeirra. Þau vissu að þeim var óhætt
að borða ávextina, en hikuðu við að
snerta drykkinn, þótt þau væru orðin
þyrst. Arion tók eftir þessu og sagði
brosandi: „Gott — vel — alveg
ágætt!" Drakk hann þvi næst drjúgan
teyg úr glasi sinu.
„Við hættum á það," hvíslaði Árni
að systur sinni, og var drukku þau
bæði. Var drykkurinn einna likastur
jarðarberjasafa og fjarska bragðgóð-
ur. Ekki var hann áfengur, en þó svo
hressandi, að er þau höfðu lokið úr