Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Page 5
ÞAÐ er langt frá því, að ég sé
gamalvanur hákarlamaður. Ég
var ekki á hákarlaskipunum
gömlu, hvorki dekkskipum né
opnum áttæringumsvo sem Far-
sæli Sveins hreppstjóra í Felli eða
Lónkotsskipinu, sem Guðmundur
Anton frá Bræðraá stjórnaði. Það
voru 8 — 10 tonna skip, opin i
miðju, en svokölluð rúff í skut og
stafni. Miðskips var kassi eftir
endilöngu skipi, en utan með
þessum kassa sátu fjórir ræðarar
á hvort borð. Sést af þessu, hve
skip þessi voru stór. Skipin voru
svo þung undir árum, að segl voru
notuð, þegar tök voru á.
Þótt ég þekki ekki mikið til
hákarlaveiða fyrri tíma þá þykist
ég samt þekkja nokkuð til þessara
veiða, því að þrjú vor fór ég í legu
í Skagafirði með þaulvönum há-
karlamanni, sem reyndi að kenna
okkur strákunum eins og kostur
var.
Ekki þurfti langt að fara. Það
var aðeins hálftíma róður á ára-
báti fram í ál beint undan Bæ. Við
vorum þrír á bátnum, sem hét
Maí og var stór fjórróinn árabát-
ur. Stefán í Bæ var aðalkempan,
en svo var ég og annar strákur
jafngamall mér. Hann hét
Jóhannes. Við vorum hálfþrítug-
ir, er þetta var. Stefán var gamal-
vanur hákarlaveiðum og annarri
útgerð úr Sléttuhliðinni. Við hinT
ir vorum óvanir með öllu. Hjá
Stefáni fengum við ágæta tilsögn,
enda veitti ekki af. En áhugann
vantaði ekki.
Nokkru áður en farið var til
veiða hafði Stefán látið ýlda kálf,
sem drepizt hafði; fór hann með
þetta hræ ásamt fleiru þefmiklu,
bjó vel um, og hleypti niður með
stjóra á þeim stað, þar sem fyrir-
hugað var að reyna veiði. Það var,
eins og fyrr var sagt, um hálfs
tíma róður frá landi út á brún á
60 faðma dýpi. Stefán hafði og
látið lóga hundi og reykja skrokk-
inn; en einnig útvegaði hann sel-
spik og annað góðgæti sem gerir
fitubrák.
Nú var beðið eftir tunglstraumi
og góðu veðri. Frá fyrri tímum
var til á heimili mínu að Bæ nokk-
uð af veiðitækjum, svo sem sókn,
vaðsteinn og fleira, en þó varð að
fá sumt lánað. Helztu veiðitækin
eru sókn, og við hana fest eins
metra löng járnfesti en á henni
sigurnagli. Þá kemur vaðsteinn
og er jafnvel einnigsigurnagli of
an við vaðsteininn, svo að ekki
snúist upp á vaðinn, sem kemur
ofan við steininn. Vaðurinn þarf
að vera mjög sterkur, en þó ekki
sérlega sver. Styrkleikinn miðast
við það, að tveir fullhraustir
menn dragi af öllum kröftum. En
loks er að telja stjórafærið, og
stjórann, sem legið er við. öll
þessi nöfn þekkti Stefán vitan-
lega út í hörgul og fræddi hann
okkur. Þótti okkur það ánægju-
legur lærdómur og hlökkuðum
við mjög til.
Svo rann upp sá dagur, er fyrst
skyldi reynt við „þann gráa“. Vel
þurftum við að búa okkur, þvi það
var sagt kuldaverk að liggja und-
ir, sem kallað var og vik ég að þvi
siðar. Okkur var nú óskað allra
heilla í veiðiför þessari, en svo
var ýtt úr Bæjarvör og róður tek-
inn á miðin, sem áreiðanlega hafa
oftast verið fjær landi en í þetta
sinn. Þess má geta, að þessi fyrsta
lega okkar var um mánaðamót
apríl og maí árið 1927.
Á miðin komumst við á tilsett-
um tíma. Þau voru Bæjarhúsið á
Yztaklettinn og Húsanestá Málm-
eyjar til hliðar við Þórðarhöfða.
Dýpið 60 faðmar. Stjórinn var
nú látinn fara og gefið út nokkurt
yfirvarp eftir, að fast var orðið í
■
HÁ-
KARLA-
VEIÐAR
Á
SKAGA-
FIRÐI
Eftir Bjöm í Bæ
botni. Og nú fór Stefán að kenna
okkur. „Rennið út vöðunum; þið
verðið á bakborða, en ég á stjórn-
borða. Þegar botn er fundinn eig-
ið þið að taka grunnmál heldur
meira en vant er á handfærum,
því sá grái þarf að hafa svigrúm
til að synda undir sóknina og
velta sér við. Hann tekur agnið
oftast upp fyrir sig, þar sem skolt-
urinn er neðan til á hausnum á
honum". Nú verð ég að taka fram,
að áður en við renndum beittum
við sóknirnar eftir kúnstarinnar
reglum. Sóknir eru afarstórir
önglar með löngum legg. Beittum
við öllu því hnossgæti, sem við
höfðum meðferðis — hángnu
hundaketi, selspiki og öðru, er við
töldum freistandi fyrir grána. Var
þessu raðað á öngulinn og svo sem
komst upp á legginn. Sást þá
hvergi í sóknina. Og svo hélt
Stefán áfram. „Nú setjizt þið á
þóftur, eða krjúpið í barka og
austurrúmi. Hafið aðra hendi við
borðstokk og haldið i vaðinn.
Ekki má keipa, eins og fyrir
þorsk, því hákarlinn er var um sig
og líkast til vitur skepna. En ef
þið finnið, að vaðurinn léttist eða
svifar til megið þið alls ekki kippa
i hann fyrr en hann þyngist aftur,
þá, en ekki fyrr er hákarlinn bú-
inn að gleypa sóknina. Og þá er að
taka vel á móti. En sjaldan kemur
hákarl undir fyrr en liðnir eru
tveir timar eða um það. Það er
ekki nema hittist svo á, að hann
liggi undir í æti.“
Við hlýddum kennslu Stefáns
með hinni mestu andakt og vorum
vitanlega fullir áhuga. Leið nú og
beið. Þegar við höfðum legið rúm-
an klukkutima var runninn af
okkur mesti móðurinn. En þá seg-
ir Stefán allt í einu: „Hann er
kominn undir“. Var nú auðséð, að
hann var vel vakandi, en ekki
hreyfði hann sig fyrr en allt i
einu, að hann rís snögglega upp
og fer að draga. „Verið þið ekki
að hugsa um minn vað, strákar",
sagði hann, „heldur reynið að
seiða hann undir hjá ykkur“. Við
vorum nú líka glaðvaknaðir og
hugurinn jafnvel kominn til
botns. Þóttumst við vissir um, að
þar væri hákarl á sveimi.
„Þetta er hundur,“ sagði Stefán
og átti við sinn hákarl. En það
heiti er haft um litla hákarla. Það
er talið gott, ef fyrsta gotið er
lítið. Þau ganga fyrst að agni. En
Stefán reyndist hafa á réttu að
standa. Þetta var hvolpur, sem
hann hafði fengið. Ekki var lengi
verið að gera að honum, því bæði
var hákarladrep og hákarlasveðja
við höndina. Ég hafði sett minn
vað fastan og farið að hjálpa
Stefání. Gall þá allt í einu við i
Jóa: „Hann er kominn á.“ Nú var
engin deyfð yfir mannskapnum
lengur. Ég rauk að minum vað og
tók í. Hann var níðþungur. Við
vorum báðir með hákarl á, og það
enga hunda. Stefán renndi þegar
í botn, setti sinn vað fastan, og
kom okkur til hjálpar. Þegar
svona er geta menn gleymt bæði
stund og stað. Munu flestir veiði-
menn kannast við það og laxveiði-
menn til dæmis. Man ég það sjálf-
ur, er ég var eitt sinn á fjórum
fótum hálfur á kafi í sjó að bjarga
á land 40 sjóbirtingum, sem voru
að sleppa úr fyrirdráttarnót. Og
ekki var minni hugur í okkur Jóa
þarna i hákarlinum. Við drógum
sem við máttum. Stundum urðum
við að gefa eftir á vaðnum. Allt
þokaðist þó i áttina, og það varð
nærri samtímis, að við sáuni i tvo
heljarmikla drjóla. Stéfán hafði
Ifæru til taks. Sagði hann, að bera
ætti i hákarlinn undir bægsli aft-
an við hausinn og snúa honum á
hrygginn, þvi þá missti hann við-
námið. Svo ætti að reyna að koma
höggi framan á snjáldrið. Þá
missti hákarlinn mátt. Hákarla-
drepurinn var nú á lofti og von
bráðar var búið að aflífa þessi
fallegu öngulbrögð. Þá var tekin
hákarlaskálmin, sem áður var
nefnd, og hákarlarnir hlutaðir í
sundur. Gekk ótrúlega fljótt og
vel að koma þessum stóru
stykkjum inn í bátinn. En áður en
þvi var lokið hafði Stefán gefið
sér tima að taka í sinn vað. Var
þá kominn hákarl i hann. Nokkru
siðar setti Jói i einn og vorum við
þá búnir að fá fimm stykki, en þá
tók undan. Var báturinn þá lika
orðinn fullhlaðinn og héldum við
til lands með fenginn. Stefán
sagði, að rétt væri að reyna aftur
eftir viku, hvort sá grái hefði ekki
„snúldrað að“. En það voru
montnir menn, sem komu að landi
i þetta sinn; og þóttumst við Jói
nú orðnir vanir hákarlamenn.
Viku seinna vorum við aftur
komnir á miðin okkar. Það fór að
von Stefáns, að ekki leið á löngu
þar til hákarl kom undir. Fór svo,
að við fylltum bátinn á skömmum
tíma. Reistum við þá upp ár með
pokadulu á endanum. Sáu menn
í landi þettaog vonbráðar kom
bátur. För hann fullhlaðinn í
land, aftur. Bersýnilegt var, að
bátur þessi yrði að sækja til okkar
aftur, þvi vaðirnir stönzuðu stutt i
botni. Voru þeir aðeins tveir nú,
því einn okkar hafði nóg að starfa
við skurð og annað, sem til féll.
Kom svo á endum, að við þurftum
að seila út hákarl, þvi báturinn
fylltist, þótt tvisvar hefði verið
sótt til okkar. Voru nú hákarla-
Framhald á bls. 14