Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Qupperneq 6
_ ELDFJALL
A BORÐ VIÐ
HEKLU
ó Sundunum og
Reykjavíkursvœðinu
Gísli Sigurðsson ræðir við INGVAR BIRGI FRIÐLEIFSSON jarð-
fræðing unl Kjalarneseldstöðina, sem var virk fyrir um 21/2
milljón ára og hvernig hægt er að finna heitt vatn með því
að rekja sig eftir móbergslögunum.
INGVAR BIRGIR FRIÐLEIFSSON er fæddur í HafnarfirSi
1946. Hann nam við Flensborg og Menntaskólann í Reykja
vik og tók stúdentspróf þaðan 1966. Að þvi búnu sneri
hann sér að jarðfræðinámi og tók B.Sc-próf í jarðfræði frá
Háskólanum í St. Andrews í Skotlandi 1970. Hann stund
aði rannsóknir og framhaldsnám í Oxford og varði doktors-
ritgerð um jarðfræði Esjunnar 1973. Eftir að Ingvar kom
heim frá námi hefur hann starfað hjá jarðhitadeild Orku-
stofnunar og viðfangsefni hans hefur verið jarðhitaleit á
höfuðborgarsvæðinu. Kona Ingvars er Þórdis Árnadóttir
blaðamaður, sem um tíma starfaði við Morgunblaðið.
1 Esjunni skiptast á hraunlög og
móbergslög. Þegar grannt er
skoðað, má sjá, að þessum lögum
hallar til austurs; þaf hafa jarð-
lögin sigið niður undan þungan-
um, vegna þess að eldstöðvarnar
fluttust til austurs með tfmanum.
Eldfjallið, sem eitt sinn var á
Sundunum og Reykjavíkursvæð-
inu, hefur komið f beinu fram-
haldi af Esjunni, en verið eitt-
hvað hærra. Þegar móbergslög
Esjunnar eru framlengd til
austurs og horað niður f þau á
hæfilegu dýpi, eru miklar líkur á
heitu vatni.
Ingvar Birgir Friðleifsson.
Mannlíf í iðnaðarþjóð-
félögum nútímans rís á
tækni og tæknin er háð
orku í einhverri mynd.
Fátt er eins brennandi nú
um stundir og framvinda
orkumála. Karnorkan sýn-
ist skapa eins mörg vanda-
mál og hún leysir; auk þess
er úraníum af skornum
skammti í heiminum. Olíu-
leitin er gullæði vorra
tíma; samt vofir það yfir,
að síðasta olíudropanum
verði upp ausið. ísland er
að vísu ekki meðal þeirra
landa, sem dæla upp hinu
svarta gulli. En svo er
hnattstöðu landsins fyrir
að þakka, að við búum að
orku, sem ekki gengur til
þurrðar; að minnsta kosti
ekki á meðan lægðirnar
halda hefðbundnum far-
vegi sínum norðaustur
eftir Atlandshafinu.
Virkjanlegt vatnsafl
liggur nokkurnvegin ljóst
fyrir. Hitt er aftur á móti
óráðin gáta, hversu miklu
magni af heitu vatni má ná
úr iðrum jarðar framyfir
það sem nú er kunnugt
um. Eftir oliukreppuna
svonefndu varð fyrst í
alvöru ljóst, hvert verð-
mæti felst í jarðhita og það
hafa þeir fundið bezt á
sjálfum sér, sem nýlega
hafa fengið hitaveitu eftir
að hafa stunið undir olíu-
reikningunum uppá síð-
kastið.
Ekki er að sjá, að jarð-
hiti hafi fyrr meir verið
talinn til meiri háttar
hlunninda; að minnsta
kosti ekki á móti góðum
útslægjum, reka eða lax-
veiði. Húsmæður báru
þvott sinn á hveri og bök-
uðu brauð við hitann; það
var allt og sumt. Nýting
jarðhitans hefst að ein-
hverju marki á stríðsárun-
um með Hitaveitu Reykja-
víkur og gróðurhúsa-
búskapnum. Samt var svo
til eingöngu notazt við það
vatn, sem streymdi sjálf-
krafa uppá yfirborðið.
Það er ekki fyrr en á
sfðustu 20 árunum, að
tæknin og vísindin koma
til skjalanna og farið er
markvisst að leita að jarð-
hita og bora eftir^heitu
vatni. Nú höfum við eign-
Ef litið er á dreifingu upptaka-
staða jarðskjálfta á jörðinni kem-
ur i ljós, að jarðskjálftaupptökin
raða sér mjög greinilega á
ákveönar lfnur á hnettinum. Á
þessum Ifnum er jarðskorpan
mjög sprungin og á hreyfingu, en
á milli línanna eru eins og stórir
flekar eða plötur, þar sem engra
hreyfinga verður vart. Þannig
skipta jarðskjáiftalínurnar yfir-
borði jarðar í nokkrar mismun-
andi stórar plötur. Þessi svæði
eru nefnd plötur vegna þess að
meirihluti jarðvísindamanna tel-
ur, að yzta skorpa jarðar fljóti
ofan á möttlinum, sem er dýpra,
og það má teljast sannað, að plöt-
urnar hreyfast hver gagnvart
annarri. Þar sem tvær plötur
mætast eru nefnd plötumót.
ast sérfræðinga á þessu
sviði og einn þeirra er
Ingvar Birgir Friðleifsson,
jarðfræðingur, sem starfar
hjá jarðhitadeild Orku-
stofnunar. Ingvar skrifaði
doktorsritgerð um jarð-
fræði Esjunnar, en segja
má með gildum rökum að
jarðlögin þar gefi hald-
góða vísbendingu um heitt
vatn til handa höfuðborg-
arsvæðinu eins og fram
kemur síðar. En hvernig
má það vera, að lesið verði
úr berglögum Esjunnar,
hvar fýsilegt sé að bora