Lesbók Morgunblaðsins

Date
  • previous monthAugust 1976next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345
Issue
Main publication:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Page 8
Fyrir um 2 1/2 millj.óra: Eldfjall ð borð við Heklu ö Reykja- víkursvœðinu. kvarnast bergið og síðar kemst vatn í glufurnar. Við Kjalarnes- eldstöðina hefur myndazt háhita- svæði með goshverum, ieirhver- um og háþrýstri gufu lík't og við Kröflu. Skjálftarnir á Kröflu- svæðinu gætu stafað af nýjum innskotum, sem eru að brjótast áfram í jarðskorpunni. Við getum líkt þessum innskotum við um 1100 stiga heita þilofna í jarð- skorpunni. Það eru þessir ofnar, sem hita upp vatnið í berginu í kring og valda háhitasvæðum með gjósandi hverum og há- þrýstri gufu. — En innskotin vcrða að sjálf- sögðu ekki 1100 stiga heit til eilffðar og hvað gerist þá, þcgar ofninn kólnar? — Innskotin kólna og storkna og verða gífurlega hörð; svo hörð og holulaus, að þau innihalda ekki vatn. En eins og ég sagði áður, kvarnast jarðlögin i kring- um þau og þesskonar lög eru mjög vatnsgæf og í þau er hagstætt að komast á hæfilegu dýpi. Einkum og sér í lagi er hagstætt að komast i móbergslög, en berg af því tagi hefur orðið til við eldgos undir jökli. Island er hlaðið upp úr hraunlögum; sum hafa runnið hindrunarlaust út á hlýviðra- skeiðum, en öðru máli gegnir, þegar gos urðu á ísöldum. Þá gat þykk íshella legið yfir eldstöð- inni, en heit hraunkvikan bræddi geil i ísinn og þessi geil fylltist af vatni, sem stöðugt leitaði að gos- opi eldstöðvarínnar. Þar olli vatn- ið því, að hraunkvikan snöggkóln- aði og myndaði bólstraberg og fleira, sem síðar límist saman og myndar það sem við þekkjum sem móberg. Það er lint í sér, mjög Þannig hefur Esjan hlaðizt upp. Lóðréttu, svörtu strikin tákna gosganga. Byrjunin er efst á þessari mynd: Eldstöðvarnar eru vestarlega og lárétt hraunliig hlaðast upp. 1 miðju: Gos- gangarnir hafa færst austar, ísöld er gengin í garð og nú gýs undir jökli. Gosefnin verða að móbergi, sem hér er táknað með gulu. Jarðlagastaflinn byrjar að hallast til austurs. Neðst: Hlýindaskeið að nýju. Eld- stöðvarnar hafa enn færst austar og lárétt hraunlög fljóta út (grænt) og lenda að nokkru ofan á móbergsiaginu. Jarðlaga hall- inn vex enn. Myndin til hægri: Þróunin heldur áfram, ný fsöld gengur í garð og enn gýs undir jökli og móbergslag verður til. Jarðlögin að vestanverðu hafa nú mjög snarast undan þunganum. í miðju: Enn hafa cldstöðvarnar mjakast til austurs, en nú er hlý- skeið og lárétt hraunlög fljóta út og kaffæra hin fyrri lög. Neðst: Nú gýs 'ekki lengur, en rof af völdum Isaldarjökla og veðrunar hefur mótað útlfnur Esjunnar eins og við sjáum þær. © Þessi mvnd sýnir móbergshrvggi, sem hafa myndazt við sprungugos undir jökli. Gígurinn í forgrunni er toppurinn á Skjaldbreið, en hún er hraundyngja frá þvf hlý- skeiði sem við lifum á. Hraunin renna upp að móbergshr.vggjun- um og geta kaffært þá. Mvndin er tekin til suðurs. Ljósm. Kristján Sæmundsson. YJADALUI ILIFSDALJ BUkDALl móskArðshnúkar MBUR KÁLAFELL SKRAUTHÓLAI KJALARNES IISTUFEI EINFALDAÐ JARÐFRÆÐIKORT AF ESJU NeSst á myndinni er þversnið í gegnum Esju, tekiS frá norSvestri til suSausturs. □1 rzj2 im3 JcÆm ■I LIj5 /6 /7 (■ 8 'l 9 /io/ II \\\ 12 LEIRVOGSVATN Hér er einfaldað jarðfræðikort af Esjunni. Jarðlagahallinn er til suðausturs og því er elzta bergið vestast (til vinstri á kortinu) en eftir þvf sem austar dregur, yngj- ast jarðlögin. A þessu svæði hafa verið tvær megineldstöðvar, önnur kennd við Kjalarnes, hin við Stardal. Kjarni þeirra afmarkast af djúpbergsinnskot- um, sem sýnd eru í svörtu á kortinu. Skýringar 1. hraunlög 2. móberg 3. líparít 4. dólerít-innskot 5 ung jarðlög 6 líparítgangar 7 basaltgangar 8. keilugangar 9 ör sýnir jarðlagahalla 10 misgengissprungur 11 öskjusprunga ’ 12 brotabelti 1. HLÝSKEIÐ llraun renna á þurru landi Gosefni: hraun G0SBELTI 2. JÖKULSKEIÐ Móberg hleðst upp í geil f fsnum Gosefni: móberg G0SBELTI 4. JÖKULSKEIÐ Móberg hleðst upp í geil í h Gosefni: móberg G0SBELTI 6. NÚTÍMI Esjan var sorfin í núvcrandi mynd af jökluni martfra jökulskciða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue: 29. tölublað (01.08.1976)
https://timarit.is/issue/241816

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

29. tölublað (01.08.1976)

Actions: