Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Síða 8
Fyrir um 2 1/2 millj.óra: Eldfjall ð borð við Heklu ö Reykja- víkursvœðinu. kvarnast bergið og síðar kemst vatn í glufurnar. Við Kjalarnes- eldstöðina hefur myndazt háhita- svæði með goshverum, ieirhver- um og háþrýstri gufu lík't og við Kröflu. Skjálftarnir á Kröflu- svæðinu gætu stafað af nýjum innskotum, sem eru að brjótast áfram í jarðskorpunni. Við getum líkt þessum innskotum við um 1100 stiga heita þilofna í jarð- skorpunni. Það eru þessir ofnar, sem hita upp vatnið í berginu í kring og valda háhitasvæðum með gjósandi hverum og há- þrýstri gufu. — En innskotin vcrða að sjálf- sögðu ekki 1100 stiga heit til eilffðar og hvað gerist þá, þcgar ofninn kólnar? — Innskotin kólna og storkna og verða gífurlega hörð; svo hörð og holulaus, að þau innihalda ekki vatn. En eins og ég sagði áður, kvarnast jarðlögin i kring- um þau og þesskonar lög eru mjög vatnsgæf og í þau er hagstætt að komast á hæfilegu dýpi. Einkum og sér í lagi er hagstætt að komast i móbergslög, en berg af því tagi hefur orðið til við eldgos undir jökli. Island er hlaðið upp úr hraunlögum; sum hafa runnið hindrunarlaust út á hlýviðra- skeiðum, en öðru máli gegnir, þegar gos urðu á ísöldum. Þá gat þykk íshella legið yfir eldstöð- inni, en heit hraunkvikan bræddi geil i ísinn og þessi geil fylltist af vatni, sem stöðugt leitaði að gos- opi eldstöðvarínnar. Þar olli vatn- ið því, að hraunkvikan snöggkóln- aði og myndaði bólstraberg og fleira, sem síðar límist saman og myndar það sem við þekkjum sem móberg. Það er lint í sér, mjög Þannig hefur Esjan hlaðizt upp. Lóðréttu, svörtu strikin tákna gosganga. Byrjunin er efst á þessari mynd: Eldstöðvarnar eru vestarlega og lárétt hraunliig hlaðast upp. 1 miðju: Gos- gangarnir hafa færst austar, ísöld er gengin í garð og nú gýs undir jökli. Gosefnin verða að móbergi, sem hér er táknað með gulu. Jarðlagastaflinn byrjar að hallast til austurs. Neðst: Hlýindaskeið að nýju. Eld- stöðvarnar hafa enn færst austar og lárétt hraunlög fljóta út (grænt) og lenda að nokkru ofan á móbergsiaginu. Jarðlaga hall- inn vex enn. Myndin til hægri: Þróunin heldur áfram, ný fsöld gengur í garð og enn gýs undir jökli og móbergslag verður til. Jarðlögin að vestanverðu hafa nú mjög snarast undan þunganum. í miðju: Enn hafa cldstöðvarnar mjakast til austurs, en nú er hlý- skeið og lárétt hraunlög fljóta út og kaffæra hin fyrri lög. Neðst: Nú gýs 'ekki lengur, en rof af völdum Isaldarjökla og veðrunar hefur mótað útlfnur Esjunnar eins og við sjáum þær. © Þessi mvnd sýnir móbergshrvggi, sem hafa myndazt við sprungugos undir jökli. Gígurinn í forgrunni er toppurinn á Skjaldbreið, en hún er hraundyngja frá þvf hlý- skeiði sem við lifum á. Hraunin renna upp að móbergshr.vggjun- um og geta kaffært þá. Mvndin er tekin til suðurs. Ljósm. Kristján Sæmundsson. YJADALUI ILIFSDALJ BUkDALl móskArðshnúkar MBUR KÁLAFELL SKRAUTHÓLAI KJALARNES IISTUFEI EINFALDAÐ JARÐFRÆÐIKORT AF ESJU NeSst á myndinni er þversnið í gegnum Esju, tekiS frá norSvestri til suSausturs. □1 rzj2 im3 JcÆm ■I LIj5 /6 /7 (■ 8 'l 9 /io/ II \\\ 12 LEIRVOGSVATN Hér er einfaldað jarðfræðikort af Esjunni. Jarðlagahallinn er til suðausturs og því er elzta bergið vestast (til vinstri á kortinu) en eftir þvf sem austar dregur, yngj- ast jarðlögin. A þessu svæði hafa verið tvær megineldstöðvar, önnur kennd við Kjalarnes, hin við Stardal. Kjarni þeirra afmarkast af djúpbergsinnskot- um, sem sýnd eru í svörtu á kortinu. Skýringar 1. hraunlög 2. móberg 3. líparít 4. dólerít-innskot 5 ung jarðlög 6 líparítgangar 7 basaltgangar 8. keilugangar 9 ör sýnir jarðlagahalla 10 misgengissprungur 11 öskjusprunga ’ 12 brotabelti 1. HLÝSKEIÐ llraun renna á þurru landi Gosefni: hraun G0SBELTI 2. JÖKULSKEIÐ Móberg hleðst upp í geil f fsnum Gosefni: móberg G0SBELTI 4. JÖKULSKEIÐ Móberg hleðst upp í geil í h Gosefni: móberg G0SBELTI 6. NÚTÍMI Esjan var sorfin í núvcrandi mynd af jökluni martfra jökulskciða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.