Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Side 9
Nú er aðeins sýnilegt á þurru landi Iftið brot af Kjalarneseld- stöðinni, en eldstöðin náði að öll- um Ifkindum þvert yfir Sundin til Reykjavfkur. Kjalarneseldstöðin hefur verið ámóta að stærð og Hekla og virk var eldstöðin um !4 milljón ára skeið. Þessi mynd sýnir þversnið af Esjunni vestanverðri og hór má sjá, hvernig hinar þykku móbergsmyndanir eru á meira og meira dýpi eftir því sem austar dregur vegna jarðlagahallans. I hraununum er holrýmið oft 10—15%, en í móbergi 20—30%, eða helmingi meira. Vegna legu íslands á plötumótum er hita- stigullinn mjög hár, á Kjalarnesi er hann 165 stig á 1000 metra. Því má búast við um eða yfir 100 stiga heitu vatni neðan við 700 metra dýpi. Hentugur staður fyrir heita- vatnsborholu mundi vera þar sem mest er af móbergi með miklu holrými á sem mestu dýpi. Bor- holur f Reykjavfk og Mosfells- sveit falla inn f sniðið lengst til hægri. Við jarðhitaleitina er reynt að rekja þykk jarðlög með miklu holrými niður á nægilega mikið dýpi til að vatnið f holunum sé nógu heitt til nýtingar. Þetta er gert með jarðfræðirannsóknum á yfirborði, en sfðan er hægt að rekja þessar holóttu myndanir niður um 1—1,5 km með jarðeðl- isfræðilegum mælingum eins og sýnt er á teikningunni. 0 km 2 4 JARRÐLÖG Basalt móberg Olivín þóleit hraun Þóleit hraun JARÐLAGA-OG EÐLISVIÐNÁMSSNIÐ AF ESJU 8 10 EÐLISVIÐVIÐNÁM | j 30-4Q | . L ] 45-60 flm tKÉÉ >60Slm 2 x skali I.B. Friðleifsson 1975 800- Hvalfiórður 400- 0 -400 -800 -1200 -1200 -400 -800 Eilífsdalur -800 Flekkudalur 400 Hér hafa hitasvæðin á höfuð- borgarsvæðinu verið kortlögð eftir niðurstöðum jarðfræði- rannsókna. Kortið sýnir eðlisvið- nám jarðlaga á um 900 metra dýpi og styrkleika þyngdarsviðs á svæðinu. Með slfk gögn f höndun- um er hægt að afmarka hugsanleg vinnslusvæði. Ennþá hefur ekki verið borað f stór svæði, þar sem rannsóknir benda til að fá megi heitt vatn með djúpborunum. Stærstu svæðin eru umhverfis Leiruvog, Blikastaðaland og Álftanesið. ESlisviSnám jarðlaga á 911 m dýpi og þyngdarfrávik (BOUG'JER) N 11 SKÝRINGAR: j > 80 ílm ISl 40-80 Slm tgS:;! 20-40 flm < 20 ílm /55 mgols Þyngdormœlingor Trousta Einorssonor(l954) F—H Þversnið imynd I 0 2 4 6 km ORKUSTOFNUN Jarðhitaleit á hofuðborgarsvaðinu. 12756 holótt og inniheldur þessvegna mikið vatn. í Esjunni eru fjöl- mörg þesskonar móbergslög. Þeim hallar inn til landsins eins og öðrum berglögum i fjallinu. Hallinn stafar af því að eldvirkn- in færðist smám saman til austurs og þar hlóðust upp ný lög en eldri berglögin sigu niður undan þunganum. Með þvi að fram- iengja móbergslög Esjunnar til austurs þar til komið er niður á hæfilegt dýpi til að vatnið i berg- inu sé orðið heitt, finnum við ákjósanlega staði til borunar, eins og bezt hefur komið i ljös í Mos- fellsdal. Og beztu vatnsæðarnar eru á mótum móbergs og hraun- laga, eða þar sem innskot hafa hróflað við jarðlögum. Þetta kem- ur greinilega í ljós í jarðlagasnið- um af borholum i Reykjavík og Mosfellssveit, sem Jens Tómas- son, jarðfræðingur, hefur gert. — En nú kann að vera erfitt að sjá það af yfirborði jarðar, hvort móbergslög á talsverðu dýpi séu sprungin eða kurluð. — Já, það liggur ekki alltaf i augum uppi. Þó er hægt að kom- ast að því á sjónrænan hátt með því að rekja sprungur úr fjöllum. Við vitum, að þær halda áfram og að jarðlögin hafa sprungið i gegn. Með jarðeðlisfræðilegum mæling- um er svo hægt að komast að raun um, hvort sprungur og lek berg- lög séu til staðar i berggrunnin- um, til dæmis með segulmæling um og viðnámsmælingum. — Þið hafið hjá jarðhitadeild- inni gert kort af Reykjavík og nágrenni, þar sem fram kemur, að heitt vatn ætti að vera undir mest allri borginni, ekki undir Kópavogi, en aftur á móti undir Álftanesinu og' hugsanlcga alla leið suður á Hvaleyri við Hafnar- fjörð. Hafið þið ákvarðað þetta með mælingum? — Já, þessi svæði hafa verið ákvörðuð með jarðeðlisfræðileg- um mælingum. Undanfarin tvö ár hef ég staðið fyrir heildarkönnun á jarðhitalíkum á höfuðborgar- svæðinu í samvinnu við Valgarð Stefánsson eðlisfræðing og Jens Tómasson, jarðfra'ðing. Það or rétt, að niðurstöður þessarar heildar könnunar benda til að hiti sé undir mestallri Reykjavik, Eramhald á bfs. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.