Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Side 11
við Öskjuhlfðarskóla. Var það hluti af náminu? — Nei, það var sjálfstæð kennsla, sem ég hef hug á að halda áfram næsta vetur. Ég hef ekki síður áhuga fyrir nemendun- um þar. Þessi börn eru ákaflega opin fyrir tónlist, sem hefur jafn- vel meiri þroskandi áhrif á líf þeirra en annarra barna, segir Margrét. Hvernig brugðust börnin þfn við þeirri breytingu á heimilis- háttum sem leiddi af námi þfnu? — Fyrst fannst þeim spennandi að sjá mömmu fara í skóla. En ég held þau hafi öll orðið fegin þegar minni skólagöngu lauk. Þetta varð stundum dálítið þreytandi fyrir þau, sérstaklega dóttir mína, sem nú er fimmtán ára. Hún var svo óheppin að vera stelpa og á þeim aldri áð hægt var að trúa henni fyrir yngri börnunum, þeg- ar hún hafði tíma frá sínu námi. En eldri drengirnir tóku líka þátt í því. Hvað var stærsti vandinn, sem leysa þurfti á þessu tfmabili? Var það barnagæsla? Heimilishjálp? — Eina heimilishjálpin á þess- um tima var að fyrsta veturinn fengum við konu til að vera heima hjá börnunum á meðan ég var í burtu. Næsta vetur tók hún tvö þau yngstu og hafði hjá sér á heimili dóttur sinnar hérna í hús- inu. Mér fannst gott að þurfa ekki að senda þau í burtu. En mesti vandinn held ég hafi verið að samræma stundaskrá mína og barnanna, sem voru í skóla svo að alltaf væri einhver heima til að taka á móti þeim yngri þegar þau komu heim. Ég reyndi að sjá um að þau kæmu ekki að tómu húsi fyrr en þau voru orðin tiu ára. Hvernig tókst þér að skipta tfm- anum á milli hcimilis- og uppeld- isstarfa og námsins? — Ég fann mest til þess að vera í burtu frá yngstu börnunum, sér- staklega þeim yngsta, sem ekki var nema tveggja ára þegar ég byrjaði. Ég reyndi að bæta honum það upp þann tíma, sem ég var heima með þvi að veita honum meiri athygli og féiagsskap en ég hefði kannske gert, hefði ég verið eins mikið heima og áður. Hús- verkin vann ég á þeim tíma, sem mestur erill var á heimilinu en æfði og undirbjó námstímana á kvöldin þegar börnin voru sofn- uð. Það kom sér líka vel að vegna veikinda barnanna, þurfti ég ekki nema i eitt skipti að fá tveggja daga frí frá skólanum. Fannst þér heimilislffið bfða tjón af fjarveru þinni? — Nei, fremur hið gagnstæða. Kona hlýtur að verða víðsýnni og skemmtilegri félagi og móðir með því að hafa sjálf eðlilegt og fjöl- breytt samband við umheiminn. Ég reyndi að forðast að láta áhyggjur af ógerðum húsverkum eyðileggja ánægjuna af þessu. Að vísu man ég eftir tímum þegar þreytan lagðist þyngra að en venjulega. Besta ráðið við því fannst mér að slaka á í bili og bíða eftir að hlutirnir birtust í nýju ljósi næsta dag. Hvað um kostnaðarhlið náms- ins? Beinn kostnaður var greiðsla fyrir gæslu barnanna tvo fyrstu veturna. Þó var það sist of greitt vegna þess hvað mikilvægt var að geta treyst svo vel umönnun þeirra. Þá var allmikill náms- bókakostnaður og píanó þurfti að kaupa vegna þess að það sem við áttum var ekki nógu gott tii æf- inga. Aukin útgjöld urðu við fata- kaup þar sem ég hafði ekki tíma til að sauma fatnað á börnin eins og ég er vön. Einnig má segja að meira hafi farið í matarkaup, tím- inn var oft knappur og þá freist- ast til að kaupa dýrari mat. En maðurinn minn tók að sér að sjá um fjárhagshliðina, honum fannst sjálfsagt að stefna að þessu marki. Svo allir eru sammála um að erfiðið hafi svarað kostnaði? — Það held ég megi fullyrða. Fyrir mig var þetta næstum ein- tóm ánægja. Ég lít ekki á þetta nám mitt sem neitt sérstakt afrek né dugnað. Það er miklu fremur sjálfselska á vissan hátt að sjá áhugamál sín rætast i reynd. En það er líka öruggur bakhjarl að hafa á þessu námi að byggja í framtíðinni, hvort sem á því þarf nauðsynlega að halda eða ekki. Hvaða réttindi veitir þetta nám? — Það veitir rétt til að kenna í barnaskólum og fyrstu tveim bekkjum grunnskóla, auk einka- kennslu; einnig til söngstjórnar t.d. kórstjórnar. Eins og er má telja atvinnumöguleika næga, þvi alltaf fer stór hluti nemenda sem útskrifast út á land, kennir á hljóðfæri, stjórnar kirkjukórum og sér um tónlistarlíf þar. Margrét er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún byrjaði sex ára að læra fiðluleik og hélt því námi áfram í Tónlistarskölanum þar til ári eftir að hún gifti sig, en þá hafði hún einnig lokið námi við Kvennaskólann i Reykjavik. Foreldrar hennar höfðu bæði dálæti á tónlist og eldri systir hennar lagði stund á píanóleik við Tónlistarskólann. Eitt af því fyrsta sem Margrét man eftir að vakti áhuga hennar á tónlist var þegar hún hlustaði á systur sína og vinkonu hennar leika saman á píanó og fiðlu. Þá lýsti hún því yfir að hún vildi læra á hljóðfæri með priki, sem líka seinna varð. Þegar Margrét var 19 ára giftist hún manni sinum, Guðmundi Ámundasyni. Þá kom heimilið og fjölskyldan fljótlega í veg fyrir áframhaldandi söngmennt. Þó hélt hún áfram að syngja með kórum, Liljukórnum og Fóst- bræðrum. Þegar börnunum fjölg- aði féll kórstarfið niður vegna tímaleysis til æfinga. Áður en Margrét gifti sig söng hún með hljómsveitum bæði út um land og hér í borginni, m.a. söng hún með hljómsveit Karls Jónatanssonar. A þeim tíma vann hún á skrifstofu, söng með Pólý- fónkórnum, (sem þá var á sinu fyrsta starfsári) og spilaði með skólahljómsveit Tónlistarskólans. Tími hennar var fullnýttur og hún segist ekki hafa hugleitt áframhaldandi tónlistarnám. Á meðan við sitjum yfir kaffi- borði ásamt Hjalta, sem nú er orðinn fimm ára og Bergþóru, sjö ára að ógleymdum kettlingunum Perlu og Titlu,sem leita á gómsæt- an ilminn frá borðinu, spyr ég Margréti um álit hennar og af- stöðu til svokallaðra jafnstöðu- mála kvenna og karla. — Ég vil ekki halda þvi fram að konur þurfi endilega að geta allt, sem karlar geta gert, segir Mar- grét. Reglan er að þeir hafa sterk- ari líkamsbyggingu, sem hentar betur við sum störf, en konur aftur þann næmleika og fínleika, sem nær betri árangri i öðrum störfum. Ég sé ekkert þvi til fyrir- stöðu að þessi staðreynd ráði starfsvali, þar sem það á við. Það ætti ekki að hindra konur í að standa körlum jafnfætis i at- vinnu- og þjóðlifi. Hvað um eðlismuninn? Er hann fmyndun, gömul hefð, eða stað- reynd? — Hefðbundin verkaskipting leiðir ef til vill til þessa eðlismun- ar, sem virðist koma fram hjá börnum. Tökum________dæmi af minni fjölskyldu: Mín börn hafa séð mig vinna heimilis- störfin eingöngu frá því þau muna eftir sér en vitað að faðir þeirra fer út að vinna fyrir heimilinu. Þetta breyttist þegar eftir að ég fór i nánr. Þá fóru eldri synirnir að veita heimilisstörfunum meiri at- hygli og taka þátt í þeim. Nú er verkaskiptingin jafnari. Börnin þfn hafa þá hijft þann hag af fjárveru þinni að sjá og skilja að heimilisstörf eru ekki bara fyrir konur? — Það hefur lfka orðið mér sjálfri hvatning til að kenna þeim að vera sjálfum sér nóg á því sviði sem öðrum. Hvað vilt þú ráðleggja börnum þfnum samkvæmt þinni eigin reynslu? — Ég vil sem ailra minnst ráða lífi þeirra, þau verða að gera það sjálf. Ég legg mesta áherslu á að þau leiti sér hagnýtrar lífsreynslu og hún er ekki alltaf best lærð á bók; hana er að finna í lífi og starfi alla æfina, þótt gott sé að afla sér menntunar á unga aldri. Nú er líka miðað að þvi að fólk geti sest á skólabekk óháð aldri. Hvernig fannst þér sjálfri að. setjast á skólabekk með fólki af yngri kynslóð en þú ert sjálf? — Ég hafði dálitlar áhyggjur af að ég yrði undarleg í hópnum, áður en ég byrjaði í skólanum. En það reyndist ekki svo; samhugur og samvinna var eins góð og best varð á kosið. Þegar út í erfitt nám er komið standa ailir saman. Nokkrir nemendur voru lika eldri en ég. Þetta ætti að vera uppörvandi fyr- ir þær konur, sem hafa hug á að taka svipaða stefnu og þú. Ein- hver góð ráð, sem þú getur gefið þeim? — Ég álit að hver sem er geti tekið upp nám að nýju eða frá byrjun ef svo stendur á. Oftast vantar lítið annað en áræðið. En þegar húsmæður eiga í hlut er þeim mikilvægt að fjölskyldan sé sammála og samhent. Konur ættu að búa sig sem best undir þann tíma þegar börnin eru farin úr hreiðrinu og verkefnin verða ein- hæf og ónóg. Fyrir þvi er betra að hugsa áður en það er of seint. Barnauppeldi og fjölskyldulíf þarf ekki að gleymast þess vegna, segir Margrét að lokum. Einu sinni var Margrét dægur- lagasöngkona og söng þá með hljómsveit Karls Jónatansson- ar, sem hér hefur stillt sér upp á stöpulinn framan við Háskól- ann. ,,Það gerði mikinn mun, að eiginmaðurinn hvatti mig" segir Margrét, en oft var erfitt, sérstaklega að vera frá þeim yngstu. Á myndinni að neðan eru þau Margrét og Guðmund- ur á skemmtistað þegar þau voru trúlofuð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.