Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1976, Blaðsíða 13
 ir né ókunnugir. Það er siminn. Hann er minn bezti vinur. Innan um vini mína er ég óframfærni sakleysinginn. Þeir vilja að ég sé það. Ef þeir sæju illfyglið sem i mér býr, þá mundu þeir snúa við mér bakinu. Stund- um finnst mér það hafi orðið raunin á um Arthur. Þegar við vorum nýgift var ég ■litli sakleysinginn hans, sem stakk mjög í stúf við Hollywood- refina allt í kringum okkur. Ég reyndi að spilla ekki þessari mynd hans af mér. Hann kynnti fyrir mér bókmenntir og kenndi mér nýjan lifsstil alveg eins og Lee Strasberg kenndi mér leik- list. En þegar illfyglið I mér rak upp kollinn, trúði Arthur ekki sínum eigin augum. Ég olli hon- um vonbrigðum. Ég hélt að hann væri farinn að þekkja mig að innsta grunni og að hann elskaði mig eins og ég var í raun og sannleika ... líka illfyglið. En það var líklega til of mikils mælst. Líklega getur enginn þolað mig eins og ég er. Ég veit að ég var Arthur oft erfiður baggi. En hann yljaði mér líka sannarlega undir uggum. Slíkt er venjulega á báða bóga. En í sambúð verður fólk alltaf að þola einhverjar þrautir. Ég held, að mér hæfði betur eiginmaður sem tæki meira þátt í samkvæmislifinu en Arthur gerði. Það ætti betur við mig að vissu leyti. En ég vil heldur ekki giftast manni sem er of likur mér að eðlisfari. Og hann yrði að elska mig jafnvel eftir 20 ára hjóna- band. Þegar illa liggur á mér og ég er þreytt þá hef ég enga ró í mínum beinum. Ég leita þá uppi skemmtilegt fólk, sem hlær og gerir að gamni sínu. Ég þekki margt slíkt fólk í Hollywood. En von bráóar er allt gamanið búið ... eftir situr bara tómleikinn. Þá finnst mér ég hafa svikið eitthvað innra með mér. Auðvitað er hægt að ganga út í öfgar á hinn bóginn ... daðra stöðugt við heilabúið i sjálfum sér. Það hef ég líka reynt. Sumir af vinum Arthurs tóku mér strax vel. En aðrir litu bara á mig sem ofvaxinn krakka eða kynveru og þeir töluðu vió mig eins og skólameistarar við illa gef- inn nemanda. Mér hefur alltaf reynzt erfitt að rata meðalveginn. öfgarnar eru alltaf á næsta leyti. Ég þrái frið og ró og það öðlaðist ég um tíma með Arthur. En svo gekk allt úr skorðum. Ég vildi óska að ég hefði feng- ið meiri menntun. Stundum var mér ekki nokkur leið að fylgjast með samræðum Arthurs og vina hans. Ég veit litið um stjórnmál. Ég skipti fólki ekki í flokka eftir því hvort það er gott fólk eða vont. Stjórnmálamennirnir kom- ast upp með að að láta myrða fólk vegna þess að almenningur skilur ekki stjórnmái frekar en ég. Jafn- vel ennþá minna en ég. Arthur gerði sér far um að út- skýra fyrir mér ýmislegt um þjóð- mál en ég var óþolinmóð að hlusta. Mér fannst ég ætti að vita þetta sjálf. Þetta er mín þjóð og ég ætti að vita hvernig farið er með hana. Ég var gripin sektarkennd, þeg- .ar Clark (Gable) dó. Mér fannst ég hafa verið honum of erfið við töku kvikmyndarinnar ,,The >- .■ Misfits". Auðvitað var það tóm vitleysa. Hann var hjartveikur. Ekki var það mér að kenna. En hann var svo indæll maður. Lát hans var mér mikið áfall. Hann var mér eins og faðir. Ég grét alla nóttina. Ég treysti mér ekki i jarð- arförina hans. Mér þótti svo vænt um hann. Ég vildi að við hefðum kynnst, þegar við vorum ung og við hefðum þá bæði verið á sama aldri. En auð- vitað hefði það éndað með leiðind- um. Érægu fólki gengur alltaf illa að lynda hverju við annað. Líka þótt það sé frægt á ólíkum svið- um, eins og við Arthur. Frægðin þykir öfundsverð. Fólk getur jafnvel hatað mann fyrir frægðina. Sumum er alveg sama um manneskjuna ... þykir bara varið I frægðina. Ég vildi helzt flýja hana ... eins og ég geri núna. Oft var lífið mér þungbært þeg- ar ég var barn. Þá flúði ég á náðir leikja og dagdrauma. Það er vandalaust fyrir leik- konu. En stundum er erfitt að snúa við. Maður situr fastur í frægðinni eins og í gildru. Ætii ég losni úr henni fyrr en öllu er lokið? Lágkúrulegt fólk fussar yfir kynvillu Monty Clifts. Hváð veit fólk um kynvillu? Fólk er bara alltaf reiðubúið að brennimerkja aóra til að upphefja sjálft sig. Einu sinni gengu sögur um að ég væri kynvillt. Þá hló ég. Mér finnst kynmök eigi alltaf rétt á sér ef ástina skortir ekki í leikinn. En oft verða slikir hlutir vélrænir hjá fólki. Þá er eins og manneskjan skipti engu máli. Stundum finnst mér fólk umgang- ast mig eins og vél (hún brosti vandræðalega og saup á glasinu. En héit samt áfram eins og hún væri að tala við sjálfa sig). Stundum finnst mér ég vera ofurseld kyntákninu ... rétt eins og áfengissjúklingar eru ofurseld- ir áfengi. Alltaf vakti ég þessar sömu kenndir hjá karlmönnum og sjaldnast áttu þær nokkuð skylt við ást. Fólk var allt of tilætlunarsamt vió mig ... og er það enn. Við sækjumst ekki eftir sam- neyti við fólk sem er eins og speg- ilmynd af okkur sjálfum. Við leit- um frekar uppi fólk sem er öðrum eiginleikum búið. Eiginmenn mínir voru hver með sinu móti... Arthur, Joe og Frank og, og .. . ég gæti haldið áfram að telja. Samt er ég einstæðingur, og það er miður. Enginn vill vera aleinn. Samt á einveran sina kosti. Hún sparar manni margt klandrið. Weatherby: Og getur lika kom- ið manni í klandur. Nú? Weatherby: Þvi úr leiðindum leitar fólk uppi félagsskap í ör- væntingu og vandar þá ekki valið. Já, ég þekki það. Ég verð að gæta min. Ég þekki engan rithöfund, sem ég vildi gera að mínum dómara. Rithöfundar stúdéra fólk en þeir finna ekki til með fólki. Arthur þykir ekki sérstakiega vænt um fólk, og það er slæmt. Skoðanir á fólki verða fyrst einhvers virði ef mannkærleikurinn er fyrir hendi. Annars eiga menn ekki að ger- ast dómarar yfir öðrum. Okkur verða öllum á mistök og við verð- um að gjalda fyrir þau. Við erum lika bara í meðallagi góðar mann- eskjur, en eigum að reyna að verða betri ... m.a. með því að láta það vera að dæma aðra. Ég hélt að Edith Sitwell væri dæmigerður brezkur uppskafn- ingur, en hún reyndist ekki vera það. Hún var mikill persónuleiki og lét hvergi sinn hlut fyrir karl- mönnum. Þegar útliti mínu fer að hraka, þá fækkar aðdáendunum. En mér er sama. Fegurð er fólgin í svo mörgu öðru, og það er hægt að vinna sig i álit á annan hátt. Ég ætla að gera það með leiklistinni. Og ég'geri það. Þú segir ekki mikið. Þú bara hlústar. Mér finnst gott að sitja hérna með þér. Þú krefst einskis af mér. Ég á þvi ekki að venjast. Stundum finnst mér enginn hlusta á mig nema fyrir kaup. Helzt vildi ég alltaf vera um- kringd vinum ... vinum sem einskis krefjast. Ég hringi stundum í vini mína seint á kvöldin þegar ég þarf að létta á mér og tala. Ég vek þá af værum blundi en þeir taka því vel. Þó fæ ég að heyra að þeir þurfi að vakna snemma næsta morgun. Ég áfellist þá ekki fyrir það. Þegar ég get ekki sofið, þá verð ég að fá að tala við einhvern. Ég þyrfti sennilega að eignast annan eiginmann. En ég ætla ekki að rasa um ráð fram. Stundum finnst mér ég hafa haft betri tök á lífi mínu áður fyrr en núna. Þó hefði ég átt að vitkast með árunum. ... og verða færari um að leysa vandamálin. En vandamálin hrannast upp. Ég hef líklega ekki þroskast eins og æski- legast hefði verið. Ég er hrædd við að verða til- finningaköld eins og margt fólk er hér í Hollywood. Þegar ég trúi fólki fyrir einhverju af einlægni, þá sýnir það engin viðbrögð. Segir bara „jæja“. Áður fyrr var ég oft hrædd við að vera ein, en ég er það ekki lengur. Ég er mikið ein ... og reyni að sofa. Eg er ekki eins þroskuð og ég ætti að vera. Einhver hluti af mér hefur engum framförum tekið og sá hluti þvælist fyrir mér. Honum er það að kenna að ég lendi alltaf í vandræðum — vinir snúa við mér baki. Ég er alltaf að brjóta heilann um, hvernig á því stend- ur. Ég ætla að hætta að leika i kvikmyndum, og fara heldur á leiksviðið ... eða bara fara ... ég ætla ekki að láta aðra veröa fyrri til að visa mér á bug. Ingibjörg Gísladóttir LIÐIN VOR Ég gleymi því aldrei þegar ég gekk eftir götunni og vorið kom hlaupandi á móti mér og minningin um liðin vor streymdi inn í huga minn. Og ég hugsaði um hann sem ég hitti um vorið og gaf mér löngun til að lifa. Við sátum uppi á toppi hinna himinháu fjalla og horfðum á sólina koma yfir jörðina og þegar hún lét geisla sína falla fannst mér hún ekki hafa komið með þá alla því að hún var ekki eins skær og alla hina dagana. Ég sit í fjörunni og horfi á sjóinn skvetta öldum sinum upp í fjöruna og þær skilja eftir sig rákir í sandinum rákir eins og örlögin skilja eftir i lífi minu. Og örlögin eru óumflýjanleg likt og sandurinn getur ekki flúið öldurnar. Mig hef ur alltaf langað til þess að sá sem elskar mig gæfi mér tunglið svo að það gæti lýst upp lif mitt og gert mig hamingjusama. Þóra Eyjalín Regnbogablóm Draumar þinir voru, eins og gagnsæ blóm, frostrósir, sem þú kysstir á brjóst mín — gagnsæ og regnbogalit, eins og iskristallar. Draumar — isblóm — fögur, köld, draumar — sem bráðnuðu á líkama mínum og urðu aldrei að veruleik, kannske — af þvi að mér lánaðist aldrei að trua þér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.