Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Qupperneq 3
hafa þau lftið samband við hina óbreyttu liðsmenn. Þau hafa brýnt fyrir þeim að lesa blöðin vel, því þar verði tilkynnt um „Sönnunina", þegar af henni verði. Komist menn á staðinn inn- an þriggja og hálfs dags munu þeir þá verða vitni að upprisunni og uppstigningunni, sem minnzt var á fyrr. Safnaðarlimirnir fara um f smáhópum, eða tveir saman. Þeir eiga að hjálpa hver öðrum að „losna undan oki jarðneskra hluta“. Verði þeir háðir hver öðr- um ber þeim að einbeita sér strax að því að losna undan þvf oki. Þeir, sem hneigjast til einverú verða hins vegar að reyna að vinna bug á þeirri hneigð. Bo og Peep segja, að allar slfkar hneigð- ir, hvort sem eru til einveru eða félags, séu til trafala eins. Þær séu við hæfi á jörðinni, en menn verði að „hætta þeim“ vilji þeir komast upp á efra planið. Stundum verður þessi lausnar- árátta fullmikil. T.d. var einhver síðhærður og skeggjaður spurður um það, hvort hann væri háður (tengdur) hári sínu og skeggi. Maðurinn mun hafa orðið hálf- hvumsa við en hugsaði málið, komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri einungis tengdur hári sínu og skeggi líkamlegum bönd- um og hélt hvoru tveggja. Margir mundu skirrazt við að yfirgefa maka sína og börn fyrir fullt og allt þótt þeir ættu kost á himnaför f staðinn. En þetta gera nú sumir samt. Mér var til dæmis sagt af sterkríkum athafnamanni frá Colorado, sem átti tvo stutta fundi með Bo og Peep, en yfirgaf síðan konu sína og sex börn og fór á flakk. En það er ekki nóg að Iosa sig við makann og börnin. Menn verða líka að hætta að reykja, drekka, sofa hjá og neyta lyfja. Það veitist ýmsum örðugra en flest annað, og verður sumum reyndar um megn. Tvímenningarnir standa á þvf fastar en fótunum, að „Umbreyt- ingin" raski Ifkamsbyggingu manna. Og þá fyrst séu þeir hæfir til himnafarar. Það er nefnilega ekki sálin ein, sem fer þennan hjálpræðisveg. Menn taka skrokk- inn með sér. Og þeir ferðast f almennilegu geimfari. Annars eru Bo og Peep heldur treg til að ræða himnaförina í smáatriðum. Það er svo langt frá því, að þau fóru frá himnum, að þau eru búin að gleyma staðháttum þar að mcstu. Aðeins eitt muna þau svo glöggt, að á þvf er enginn efi. Það eru gcimförin á himnum. Bo og Peep segja það nefnilega hinn mesta misskilning f trúarbrögð- unum, að fbúar himna noti engin samgöngutæki, en svífi um hold- lausir eins og gufur. Þeir beri sig einmitt um fgeimförum. Það hittist svo á, að samgöngu- erfiðlcikar urðu Bo og Peep að falli fyrir nokkrum árum. Þau voru þá nývöknuð til vitundar um það, að þau „hefðu þekkzt áður úti f gcimnum". Kona nokkur snerist til fylgis við þau og fór að heiman með þcim. Maður hennar greip þá til þess að kæra þau fyrir bílstuld og einnig fyrir þjófnað á lánskorti. Auk þess flæktist bfla- leiga cin í málið; höfðu þau Bo og Peep haldið bfl frá henni full- lengi. Lauk þessu svo, að þau voru bæði hneppt f fangelsi, Bo fyrir bílþjófnað en Peep fyrir það að hnupla lánskorti. Bo fór að ráðum vcrjandans og játaði á sig sökina. Hann hafði setið f sex mánuði inni, þegar dæmt var í málinu, en fékk ekki nema fjögurra mánaða dóm. Hann á því tvo mánuði inni, eins og hann komst að orði. Bo og Peep kynntust fyrir fjór- um árum. Bo var tónlistarmaður. Hafði hann bæði sungið við óper- una f Houston og kennt tónlist við St. Thomasháskóla árum saman. Peep var hjúkrunarkona. Bo var sonur prests f öldungakirkjunni, en Peep var baptisti. Bæði voru hneigð fyrir dultrú og hölluðust mjög að stjörnuspeki og endur- holdgun. Þeim fannst óðara, að þau hefðu sézt einhvern tfma fyrr. Það leið þó ár þar til rann upp fyrir þeim HVAR þau hefðu kynnzt, og hvert væri sameigin- legt hlutverk þeirra hér á jörðu. En áður en það varð stofnuðu þau og ráku um stutt skeið svonefnda Kristslistamiðstöð f Houston. Þar voru kenndar ýmsar framandi greinar, svo sem stjörnuspeki, lækningar, guðspeki og saman- burðartrúfræði. Það varð þeim hjúum að falli, að Peep skýrði frá þvf f blaðaviðtali, að framliðinn , munkur væri henni til aðstoðar við gerð stjörnuspáa. Stæði hann yfir henni og gerði athugasemdir iðulega. Bo staðfesti þetta. Stuttu seinna var Bo sagt upp starfi tón- listarstjóra við kirkju heilags Markúsar. Kirkjuhöfðingjar höfðu séð viðtalið og ekki litizt meir en svo á söguna um munk- inn. Bo og Peep eru heldur ófús að ræða þessi efni, eins og fortíð sína yfirleitt. „Það varð aldrei neitt úr Kristslistamiðstöðinni," sagði Bo. „Þó má segja, að hún hafi komið að sínum notum. Starfið við hana gerði okkur Ijóst til hvers við værum hingað komin og hvað okkur bæri að gera.“ Um þetta leyti rann upp fyrir þeim, að þau væru aðkomumenn af „æðra sviði". „Lengi vel leituð- um við einhvers f sffellu," sagði Peep, „en vissum ekki framan af hvers bæri að leita. En við vorum knúin áfram afarsterkri þrá til þess að komast að markmiði okk- ar og köllun." Þar kom, að þau fengu fyrir- mæli „að ofan“. En þrátt fyrir ströng fyrirmæli var þeim um og ó að opinbera köllun sína öðrum jarðarbúum. Vissu þau ekki, hversu þvf yrði tckið, er þau byðu fólki í flugferð til himna í geim- fari. Svo feimin voru þau, að þau boðuðu ætlun sína framan af mcð þeim hætti að skrifa hana á miða og skilja þá eftir á sundurleitustu stöðum. Eitt sinn trúðu þau baptistapresti fyrir leyndarmáli sfnu. Hann henti þeim óðara á dyr. Kvaðst hann hafa fengið bæði Móses og Elía f heimsókn ekki alls fyrir löngu og nú væri nóg komið. Loks rötuðu þau til Suður- Kaliforníu. A þeim slóðum er margt um „þroskaðar sálir“, eins og Bo tók til orða. „Fræðari" nokkur frétti af þcim og stefndi nemum sínum og kunningjum á fund með þeim. Bo og Peep fluttu fagnaðarerindi sitt og skipti eng- um togum, að allmargir gengu til liðs við þau. Margir eru tregir að trúa því, að Bo og Peep séu aðkomin utan úr geimnum og skal fólkinu ekki láð það. Þetta fólk hefur uppi ýmsar skýringar á Tvímenningunum. Algengust er sú kenning, að Bo og Peep séu ósvffnir fjárplógsmenn og svikahrappar. En ekki hefur tekizt að sanna, að þau þiggi fé af fylgjendum sfnum. Önnur tilgáta er sú, að þau hafi tekið að sér grundvallarrannsóknir fyrir ein- hvern auðugan félagssálfræði- nema, er sé að búa sig undir doktorspróf. Séu þau að rannsaka trúgirni manna. Engar Ifkur benda þó til þess, að svo sé. En þessi þótti þeim Bo og Peep skemmtilegust allra kenning- anna. Sálfræöingur nokkur, scm ég talaði við, sagði vel líklegt, að Bo og Peep tryðu einlæglega þvf, sem þau boðuðu. Slfk fyrirbæri væru kunn. „Sjúklingarnir" væru framhald á bls. 12 Helgi Hálfdanarson: LJÓÐ ÚR AUSTRI Eftirlætis-ljóðform Japana hefur löngum verið staka af þeirri gerð, sem nefnd er TANKA. Form hennar er bundið á þann veg, að 31 atkvæði skiptast reglulega í fimm Ijóðlínur, 5,7,5,7 og 7 atkvæði i línu. Háttur þessi á sér nokkrar rætur i japönsku ritmáli, en þar eru notuð myndmerki fyrir hvert atkvæði. Náttúran og árstíðirnar eru Japönum sífellt yrkisefni, oft á táknrænan hátt, og hver árstið á sér ýmisleg hefðbundin myndtákn i skáldamálinu. Nokkuð hefur verið reynt að þýða stökur þessar á vesturlandamál, þótt margvislegum vand- kvæðum sé bundið, einsog nærri má geta. Hér eru fáein sýnishorn af slikum tilraunum, svo langt sem þau ná. Ég hélt að tranan sem stóð útí storminum væri hvít bára sem ekki næði að brotna þar sem hana bara á land. Aldrei gleymist það! hvílubeðuraf blómum — ]á, þvílik viðhöfn! blundur á víðavangi, og morgunroði i dögg. 3. Ó, sjáðu, sjáðu hvílík undur þér birtast! blómið gefur þér litadýrð sína og ilm, þó að þú slitir það upp. Hver sú dásemd er, sem i svipinn hrifur mig ekki veit ég það; en af þökk og lotningu fyllast augu min tárum. Hreint sakleysið sjálft er lótuslaufið, og samt vill það blekkja mig, að djásnið þess sé gimsteinn, þó að það sé bara dögg. Bjarta kórónu á höfuð sjávarguðsins fægja bylgjurnar sem slá drifhvítan hring um hamrastall eyjunnar. 7. Bátskrifli flúið liggur hér á ströndinni. Þetta auða flak fullt af vatni — það speglar haustiðá hvítum himni. 8 Skjórinn flokkar sig, leggur veika brúar-spöng á himinfljótið. Hrimið glitrar sem silfur. Nætur fara dýpkandi. 9. Aðeins fræ þarf til, og á hörðu bergi vex furan há og sterk. Ást þarf aðeins að elska, og henni mun farnast vel. 10 Ef sá sem ég bið kæmi nú allt i einu — hvernig bregzt ég við? Ný lognmjöllin er svo hvit. Fyrsta sporið — ó, ég skelf — 11 Minnst þarf kirsiblóm til að fjúka, segja menn. Líf mitt hrundi samt fyrir einu orði, þótt ekki bærðist nokkur blær. 12 Fljótið Myrkelfur, sem steypist fram i fossum og þýtur á flúð, hverfist loks — einsog ást min i lygnan straum og djúpan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.