Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Side 7
almennilegum stað, við skulum bara fara á Nordland, þig
er víst áreiðanlega farið að langa i rúgbrauð, færðu
nokkuð nema hveitibrauð þarna niður frá?
— Rúgbrauð! Fær maður rúgbrauð, almennilegt og
smurt?
— Já, staðurinn er danskur.
A Nordland er þeim boðið gott kvöld á dönsku um leið
og þær koma inn. Dísa pantar brauð handa önnu og bjór
handa þeim báðum.
Hún horfir á vinkonu sína taka hraustlega til matar
síns og gleðjast yfir því að fá eitthvað norrænt og
kunnugt ofan i sig.
— Ah, skelfing var þetta gott.
— Viltu rettu, ef þú getur þá reykt þetta, hérna reykir
maður Gauloise.
—*Það getur ekki verið verra en Nazionale, ruddinn,
sem er reyktur suður frá.
Disa horfir kímin á hana gegnum reykinn.
— Ertu ánægð með að vera komin til Parísar?
— Mig var farið að langa voða mikið til að breyta
eitthvað til og svo langaði mig llka til að sjá bæinn.
— Hefur Jóhann skrifað þér?
Anna horfir á hana undrandi.
— Jóhann skrifað mér, nei, hvernig dettur þér það í
hug?
— Ég gaf honum heimilisfangið þitt i vetur, hann bað
mig um það.
Anna verður dálitið vandræðaleg, roðnar pínulitið,
fitlar við sígarettuna.
— Jæja, en hann hefur ekki skrifað.
Vinkonurnar horfast í augu, án þess að segja nokkuð
meira skilja þær hvor aðra. Þó að þær séu mjög ólíkar að
útliti og geðslagi eru þær báðar ungar konur. Disa er
feitlaginn, broshýr og rjóð í kinnum með ljóst hár. Anna
er grönn, fölleit og alvarleg á svipinn. Á henni sér samt
oft léttleika og hýrni, en það kemur hægar í ljós, læðist
fram gegnum slæðu feimni og meðfæddrar hlédrægni.
Dísa skynjar varnarleysið í aðstöðu hennar. Hún verður
að hjálpa henni. Hún veit að hún er frakkari en Anna, á
léttara með að halda samræðum gangandi og krydda þær
með björtum hlátrum.
— Við getum litið inn á Select ef þú vilt og séð hvort
nokkur er þar.
— Já, ég hefði gaman af að sjá staðinn, samþykkir
Anna.
Hávaði og reykur kemur á.móti þeim. Þær ganga innst
inn í salinn, það situr enginn landi þar og ekkert borð
laust.
— Við skulum setjast fram á terrass, við sjáum þá ef
einhver fer framhjá.
Anna lítur í kringum sig. Margt einkennilegt fólk,
sýnilega útlendingar eins og hún. Illa klæddir
Ameríkanar og ljóshærðir Sviar. Hún heldur sig þekkja
Frakkana úr. Klæðnaður þeirra er minna áberandi, þeir
eru smávaxnari og sneggri i hreyfingum. Hún horfir
stórum augum á kvenfólkið. Slíka dirfsku í klæðaburði
og andlitsförðun hafði hún aldrei séð áður. Hún hallar
sér aftur og lætur þreytuna liða úr Iimum sínum og
skoðar iðandi lifið á kaffistéttinni. Fólk kemur og fer.
Menn með stóra hunda, konur með litla hunda. Stórir
hundar með litlar konur. Einstaka þreyttir menn, þeir
horfa vandræðalega fram fyrir sig. Það væri hægt að
halda að þeim fyndist þeir hafa verið skildir eftir í
fuglabjargi. Stundum lita þeir upp og horfa á unga og
laglega stúlku, sem kemur inn um dyrnar. En áður en
þeir geta virt hana vel fyrir sér, er hún þotin til ungs
manns, sem situr við barinn, ungs manns í skærblárri
skyrtu og villileðursjakka, ljómandi af heilbrigði og
hreysti. Fagurliðað hár hans sýnist farið að grána þrátt
fyrir æsku hans. Það er litað. Gamli maðurinn með
ósvikna gráa hárið lítur undan, ef til vill með skilnings-
fullu brosi. Hrukkurnar í andliti hans. Þær eru í sam-
ræmi við stálgrátt hár hans, hár og andlit aldraðs manns.
Maðurinn með grálitaða hárið, sem heilsar stúlkunni, er
með ungt og óhrukkað andlit. Gamli maðurinn dreypir á
gulleitum drykk. Anna kann betur við hann heldur en
manninn við barinn.
Vinkonurnar sitja og reykja. Disa sér að Anna er
önnum kafin við að skoða fólkið. Allt í einu sér hún hvar
tveir landar nálgast, þeir koma inn þegar þeir sjá þær og
heilsa gestinum i nýlendunni. Disa spyr hvort þeir ætli
ekki að setjast, þeir kveða nei við, þeir verði að fara strax
til að ná í seinustu lest út i Cité.
— Hafið þið séð Jóhann nokkuð nýlega?
— Jú, svarar annar, hann var hér í dag, kom eftir
hádegið, hann kemur hingað á Montparnasse um
sjöleytið á morgun, ég held að hann ætli að hitta Svein á
Corbeille.
— Heldurðu að hann komi ekki hingað á eftir? spyr
hún.
— Það veit maður aldrei hvort hann gerir, leiðinlegt að
maður skuli ekki geta farið með gestinn á Adrian eða
Chaplain, en maður er svo helviti blankur.
Þeir kveðja.
— Við getum borðað á Corbeille annað kvöld, segir
Disa.
— Er það ekki of frekt?
— Nei, hann veit að þú ert komin, ég var búin að segja
frá þvi, og það hefur áreiðanlega verið spekúlerað i
nýjum kvennmanni yfir koniakinu hér í dag, ef ég þekki
drengina rétt.
XXX
— Nei, ég held ég sé ekkert að kaupa þetta, ég fæ það
ódýrara á Italíu. Sniðið er heldur ekki nógu fallegt.
Dísa horfir á vinkonu sína með undrunarsvip. Henni
hafði ekki komið til hugar að fatnaður gæti verið betri
annars staðar en í París.
— Það getur vel verið. Annars er ég orðin þreytt og
svöng, er ekki kominn tími til að leggja af stað uppeftir?
— Langar þig ekki í apperítív? spyr Dísa.
— Það virðist vera til áfengi fyrir öll tækifæri i þessu
landi.
— Hvað er þetta? Þú hefur ekki hingað til neitað sjúss.
Anna nennir ekki að svara vinkonu sinni vegna þessar-
ar kjánalegu fullyrðingar. Eftir lystaukann taka þær
strætisvagn, sem flytur þær upp á Montparnasse. Neðst í
rue d’Odessa standa nokkrar gamlar gleðikonur. Hár
þeirra er litað ljóst, skítgult. Andlit þeirra bera
óvéfengjanlegt brennimark starfsins, allur kvenleiki
þeirra er ýktur og falskur, köld fjárhyggjan skín i gegn.
— Skelfing er að sjá þetta, segir Anna um leið og þær
leggja inn i götuna.
— Já, þær eru hálfljótar greyin, þær eru svo gamlar,
þær eru myndarlegri á horninu á Raspail.
— Finnst þér ekki voðalegt að konur skuli geta gert
þetta?
Nú skilur Disa allt í einu hvað vinkona hennar átti við.
— Jú, mér finnst það nú, en maður verður hálfsljór
fyrir því, það er svo mikið af þessu.
— Heldurður að strákarnir fari stundum til þeirra?
— Ég geri fastlega ráð fyrir þvi, þó þeir reyni að fara
dult með það, annars býr vinur þinn Jóhann þar sem
úrvalið er mest, hann hlýtur að eiga erfitt með að koma
heim á kvöldin gegnum allan þann sæg.
Anna svarar engu, henni finnst athugasemd vinkonu
sinnar óviðeigandi, hún reynir að afsaka hana með sjálfri
sér með því að hún sé þreytt.
— Eg kem til þín þegar ég er tilb.úin.
— Vertu ekki of lengi að laga þig til, þeir kunna hvort
sem er ekki að meta það þessir ruddar.
— Svonasvona Dísa, þeir geta ekki að því gert þó að
þeir séu ekki eins eftirtektarsamir og Frakkarnir.
XXX
Þegar þær koma inn á Corbeille situr Jóhann þar með
öðrum landa, þeir eru í djúpum samræðum. Jóhann situr
gegnt dyrunum og sér þær koma inn. Hann kinkar aðeins
kolli en horfir áfram á þær þangað til þær setjast og fara
að skoða matseðilinn. Stutta stund er eins og hugur hans
dvelji annars staðar en við úmræðuefnið, en svo tekur
hann upp þráðinn aftur og Anna heyrir hann segja:
— Þetta er allt i lagi, ef þú bara borgar um næstu
mánaðamót, ég fer þá að verða blankur sjálfur.
— Já, það er öruggt.
Maðurinn, sem situr á móti Jóhanni er einn af kvæntu
mönnunum i nýlendunni, það er vist orðið þröngt í búi
hjá honum.
Að lokinni máltíð eru þau öll samferða út, en skuldu-
nauturinn segist þurfa að flýta sér, kveður og fer. Jóhann
er eftir með stúlkunum báðum.
— Þið viljið náttúrulega fara beint á Select?
— Nei, ekkert frekar, ef þú veizt um einhvern betri
stað, getum við farið þangað, segir Disa.
— Betri stað! ég held að það séu nú flestir staðir betri
og kaffið að minnsta kosti betra alls staðar annars staðar.
— Hvert viltu þá fara? spyr Anna, annars hefurðu
ekki heilsað mér ennþá.
— Nei, segir Jóhann og brosir íbygginn, komdu sæl og
velkomin.
Hann réttir henni höndina, tekur síðan upp sígarettu-
pakka og kveikir sér í.
— Ég vil fara á Hundinn, sem reykir.
A leiðinni veltir Dísa því fyrir sér, hvort hún ætti ekki
að yfirgefa þau, lofa þeim að vera einum. Nei, nei, hún á
rétt á sínum kaffibolla eftir matinn líka og ef enginn
væri á Select væri hörmung að þurfa að sitja þar ein. Og
af hverju skyldi hún ekki fá að njóta samverunnar við
Jóhann, sem sást hvort sem er svo sjaldan?
Hann er heldur fámáll á Ieiðinni, horfir niður fyrir sig
og reykir. Anna verður einu sinni þess vör, að hann
skáskýtur á hana augunum. Sjálf er hún mjög glöð, það
má lesa eftirvæntingu úr svip hennar. Hún væntir sér
einhvers, en hvers? Hún vissi það ekki. Hún gerir sér
ekki grein fyrir, að gleði hennar er eðlislæg. Hún hefur
leitt athygli karlmanns að sér. Ilann er i návist hennar,
gengur með henni á kaffihús. Og það var hann, sem hún
var komin til að hitta. Andlit hennar hafði gjörbreytzt.
Það voru orðin á því þessi umskipti, sem stundum má sjá
á konum þegar þær eru mjog hamingjusamar. Stig
fegurðarinnar í heild er hækkað.
— Kaffið hér er ágætt og hér er rólegt, ekki fullt af
leiðinlegum útlendingum, hávaðasömum Ameríkönum. Á
ég að bjóða ykkur upp á líkjör með kaffinu?
Dömurnar jánka því og þjónninn ber þeim kaffi og
Chartreuse.
— Svo þú ert þá komin til Parísar líka og þykist
himininn höndum hafa tekið. Skál! dreyptu aðeins tungu-
broddinum í þennan dásamlega vökva.
Hann lítur á þær báðar, á önnu er ekki annað að sjá, en
að henni finnist drykkurinn góður.
— Já, Paris, segir Jóhann hægt og ibygginn og horfir
niður á borðið en litur svo upp og framan í Önnu —
hingað koma menn til að finna eitthvað en þeir finna
ekki neitt, sem ekki er fyrir i þeim sjálfum.
Hann þagnar og lítur nú á þær báðar til skiptis og sér
að þær eru ennþá viljugir hlustendur og þvi heldur hann
áfram að orða fyrir þær hugsanir sínar.
— Paris getur auðvitað hjálpað á leið, en heldur ekki
meir, hitt verða menn að gera sjálfir og það getur verið
helvíti erfitt, það er svo mikið hér af lygi og blekkingum
handa útlendingum, sem geta dvalizt hér lengi án þess að
kynnast öðru í borginni en röngum kaffihúsum, hórum
og næturklúbbum og nokkrum söfnum, sem þeir kunna
ekki að skoða. Hvernig er það Disa, ertu búin að sjá nýju
sýninguna hjá Denise René?
— Nei.
— Ég bjóst við því.
— Hvað er þetta maður? Anna kom ekki hingað til að
finna neitt, hún kom til að sjá bæinn, hitta landa, aðra
landa en þá sem hún er búin að fá leið á í Mílanó.
— Jæja, eru líka þreytandi landar i Milanó?
— Ætli það sé ekki sama hvar er, að hitta alltaf sama
fólkið getur ekki verið skemmtilegt til lengdar, segir
Anna.
— Nei vissulega ekki.
Jóhann þagnar eftir þessi siðustu orð sin og einblínir á
gólfið.
— Geturðu ekki reynt að vera skemmtilegur maður
þegar við erum n.^ö gest?
Ilann litur upp, fyrst framan í Dísu, horfir á hana góða
stund, síðan framan i Önnu, stutt, litur svo aftur niður á
gólf.
— Skelfing er ég búinn að heyra þessa andstyggilegu
setningu oft — og alltaf hefur hún reynzt mér sanna þaö
sama: það verður engu bjargað, sá, sem er svo óheppinn
að láta hana út úr sér, kveður um leið upp dauðadóm yfi,
samkvæminu. Eftir að þessi orð eru fallin, getur sant-
kvæmið ekki orðið skemmtilegt.
— En nú veiztu það, geturðu þá ekki reynt að snúast á
móti því? spyr Anna.
— Göð athugasemd hjá þér, ég skal viðurkenna, að ég
hef gert mér þetta ljóst, en það er því miður oftast ekki
nóg, því það er ekki bara maður sjálfur, sem er orðinn
ómögulegur heldur hinir lika, sérstaklega sá eða sú, sem
ber fram óskina.
— Two is a company, three is a crowd, segir Disa.
Jóhann og Anna horfast örstutt i augu: dauft blómstur
samkenndar og ánægjulegrar sektar.
— I sumum tilfellum er það auðvitað rétt, en alls ekki
alltaf, óskin er oftar borin fram þar sem fleiri en þrir
sitja saman. Ekki þar fyrir, að það er alveg rétt, að tvær
konur og einn karlmaður eru oftast óheppilegur hópur.
— A ég kannski að fara? spyr Dísa.
— Nei, Dísa min, við skulum fara öll, en ljúka þessu
fyrst i rö og friði, Chartreuse er ekki hægt að drekka
hratt, en ég þarf að komast heim snemma því ég þarf að
gera svolítið snemma i fyrramálið.
Þau drekka án þess að segja mikið. Jóhann fylgir þeirn
svo heim og ákveður stefnumót við önnu snemma
kvöldið eftir.
0