Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Page 11
um og héldu á brautir æskunnar
til að fagna góðum gesti og hlýða
á mál hans í hópi unga fólksins.
Fólkinu sóttist ferðin fremur
seint. Lítið var um upphleypta
vegi og engar ár voru brúaðar í
sveitinni. Niðurgrafnar götur
voru fullar af snjó. En það sem
seinkaði ferðinni mest voru hin
víðáttumiklu og glerhálu svell,
sem voru að leggja undir sig, ekki
einast vatnsföll mýrar og flóa,
heldur einnig mestallt láglendi.
Það var ógerningur að þræða fyr-
ir svellin, jafnvel þótt á björtum
degi væri.
Fólkið safnaðist saman í þing-
húsinu. Kalt hafði verið þar fyrir
tveim vikum en kaldara var þar
nú. Enginn ofn var í þinghúsinu.
Þó fólkið væri búið hlýjum skjól-
fötum, setti fljótt að því, þegar
það kom heitt af göngunni. Var
nú mörgum litið út á Akursleiti,
því að þaðan áttu menn von á
fyrirlesaranum, formanni ung-
mennafélagsins og meiri hluta fé-
lagsmanna. Allt frá því að ung-
mennafélagið var stofnað hafði
verið bæði fleira og áhrifameira
fólk i því úr útsveitinni heldur en
úr uppsveitinni, þó að í uppsveit-
inni væru fleiri býli og fleira fólk.
Hinsvegar var stundum haft orð á
þvi, að unga fólkið úr útsveitinni
væri stundum nokkuð óstundvíst.
Þegar um þetta var deilt, tóku
menn upp vasaúrin sin og báru
þau saman. Kom þá fyrir, að
klukkan var stundum tveim tim-
um fljótari á einum bænum en
öðrum. Er ekki ósennilegt að ein-
mitt misfljót klukka hafi átt
drjúgan þátt í því að rótfesta
óstundvísina i sveitum landsins,
sem virtist víða landlæg þangað
til útvarpið kom til sögunnar. 1
þetta sinn fannst flestum biðin
löng. Ungir menn fóru að taka
hvern annan hryggspennu og
jafnvel glímutökum, en ekki gátu
allir leikið sér að fangbrögðum.
Nokkrar ungar stúlkur voru
þarna til að prýða hópinn og eitt-
hvað varð að gera fyrir þær. Eng-
inn gat haldið þarna kyrru fyrir
vegna kulda og i önnur hús var
ekki að venda. Þá var talað um að
fara að dansa. Sú tillaga var sam-
þykkt án atkvæðagreiðslu. En
hvar var hljóðfærið, og hver var
líklegur til að leika fyrir dansi i
þessum kulda? Allir litu til Jóns á
Leysingjastöðum, kirkjuorgan-
leikara. Hann lék lika á harmon-
ikku. Ungmennafélagið geymdi
harmonikku sína í lokuðum kassa
i þinghúsinu, en kassinn var læst-
ur og fyrir honum lás. Allir vissu
að lykill að lásnum var geymdur
hjá formanni félagsins úti í
Knarrarhöfn. Nú var rætt um það
af miklu kappi hvernig ætti að
opna kassann. Stúlkurnar vildu
að farið væri að dansa. Þær voru
því sem næst farnar að skjálfa af
kulda. Karlmennina langaði
mikið til að opna kassann, en eng-
inn vildi verða til að brjóta hann
upp. Frammi i skúrnum var lít'ð
borð og við borðið var stór steðji.
Þar voru geymd áhöld, sem notuð
voru við járningu hesta. Þegar
umræður beindust sem mest að
hormonikkukassanum, varð ein-
um piltanna, Magnúsi Lárussyni,
fyrrverandi barnakennara i sveit-
inni gengið fram i skúrinn. Hann
kom aftur með stóran naglbít í
hendinni. Hann brá tangarkjaft-
inum tafarlaust utanum kenginn,
sem hélt lásnum á kassa harmon-
ikkunnar og tók síðan á af öllum
kröftum. Eftir stutta stund var
kengurinn laus. Lásinn fylgdi, og
hluturinn, sem bjó yfir töfra-
mætti tónánna, var gripinn hraðri
hendi og honum brugðið á loft.
Allur hópurinn laust upp fagnað-
arópi, en Magnús kvaðst mundi
standa fyrir máli sinu og gera upp
reikningana við formann félags-
ins, þeir voru vinir.
Harmonikkan var nú notuð um
stund, og fólkið hleypti úr sér
hrollinum. En ekki hafði verið
lengi dansað, þegar einhver kall-
aði og sagði að nú sæist til fólks
úti á leiti. Reyndist það satt vera.
Utsveitungarnir gengu von bráð-
ar í hlaðið í Hvammi. I fylgd með
þeim var fyrirlesarinn sjálfur. Fá-
ir af þeim, sem biðu hans höfðu
séð hann áður. Þess vegna var það
fyrst og fremst hann, sem vakti
athygli fólksins. Jón Á. Guð-
mundsson var meðalmaður á hæð.
Viðmót hans var ljúfmannlegt.
Hann fór strax að afsaka það,
hversu seint hann kæmi. Þegar
fólkið, sem beðið hafði. hafði lýst
kuldanum í þinghúsinu, kom öll-
um saman um að tæplega væri
leggjandi upp að flytja fyrirlest-
urinn þar. Málið leystis’t á þann
veg, að fengin var að láni stofa í
suðurhorni íbúðarhússins. Inn af
þeirri stofu var lftið herbergi,
sem fólkið fékk einnig að vera í.
Engin upphitun var í húsakynn-
um þessum, en vegna þess að,
húsrúmið var þéttskipað fólki
hlýnaði þarna fljótt, og undu
menn umskiptunum vel.
Þegar allir, sem mættir voru,
höfðu komið sér fyrir, hóf fyrir-
lesarinn mál og talaði samfleytt á
annan klukkutíma. Honum lá
fremur lágt rómur, en hann gaf
orðum sínum sterkar áherslur og
tók stutta málhvíld að loknum
þeim setningum, sem honum virt-
ust hugstæðar. Honum tókst
furðu fljótt að ná lifandi sam-
bandi við áheyrendur, og fljótlega
hlustaði fjöldinn á hann með vök-
ulli athygli og hélst svo til loka.
Aðalefnið í ræðu Jóns voru ung-
mennafélögin, störf þeirra og
stefna, áhrif þeirra á æskuna.
möguleikar til meiri átaka o.s.frv.
Fyrirlesturinn var vel samin, í
honum var gott samhengi, og
hann virtist vera einkenni mikils
áhuga fyrir þeim málstað, sem
dvalið var við. Var athyglisvert
hversu allir voru hljóðir, þótt
yngstu áheyrendur væru á
bernskuskeiði en þeir elstu hálf-
sextugir. Aðeins einu sinni sáust
merki þess, að athyglin væri ekki
nógu vökul. Einunt bændanna
inni íherberginu varð á að geispa.
Magnús Lárusson vék sér þegar
að honum og sagði lágt I eyra hans
en þó svo hátt, að þeir heyrðu,
sem næstir stóðu: „Skammastu
þín ekki að vera að geispa undir
fyrirlestrinum?" Ungur maður
vék sér strax að Magnúsi og sagði
lágt: „Mér sýndist þú sjálfur vera
að geispa áðan, góði.“ „Já, en ég
ætla ekki að gera það aftur,“
sagði Magnús.
Þegar Jón Á. Guðmundsson
hafði lokið máli sínu, talaði for-
maður ungmennafélagsins nokk-
ur orð. Hann var vel máli farinn
og talaði þarna i líkingum. Að
síðustu gekk hann til fyrir-
lesarans, tók i hönd hans og
óskaði að orð hans mættu berg-
mála í gróandi lífi frjálsrar
þjóðar.
Þessu næst setti formaöur fund
í ungmennafélaginu. Söfnuðust
meðlimir félagsins öðru megin i
stofunni. Var verkefni fundarins
að taka ákvörðun um eitt mál,
stofnum sambands ungmennafé-
iaganna i Dalasýslu. Mál þetta
hafði áður verið rætt i félaginu,
en Jón fyrirlesari skýrði nákvæm-
lega fyrirkomulag og verksvið
sambanda ungmennafélaganna.
Iíann vék að þvi, að skipulag
þeirra væri kerfibundið eftir fyr-
irmyndum annara félagsheilda i
landinu. Fyst væru hin einstöku
félög, er takmörkuðust venjulega
við eina sveit. Þar færi aðalstarf-
semin fram. Þá kæmu héraðssam-
böndin. Þau gæfu fjölbreytni,
veittu meira víðsýni og möguleika
til stærri átaka. Loks væri svo
landsambandið, sem tengdi allar
greinarnar saman í eina heild.
Málgagn ungmennafélaganna,
Skinfaxa kvað Jón eiga að vera
boðbera hugsjónanna og samteng-
ingarafl þeirrar kynslóðar, sem
innan tíðar ætti að geyma framtíð
lands og þjóðar.
Þessu næst var samþykkt í einu
hljóði að ungmennafélagið Auður
djúpuðga yrði einn aðilinn að
stofnun sambandsins. Fyrirhugað
var, að haldinn yrði undirbún-
ingsfundur að stofnun héraðs-
sambandsins að Hjarðarholti í
Laxárdal næsta dag, og meiningin
var, að 3 fulltrúar frá hverju að-
ildarfélagi mættu á fundinum,
nema frá u.m.f. Stjarnan. Jón A.
Guðmundsson var meðlimur þess
félags og hugðist mæta einn á
stofnfundinum fyrir það. Þegar
kom að því að velja fulltrúa a
Hjarðarholtsfundinn á fundinum
i Hvammi, var það ekkert auðsótt
verk. Sigmundi formanni fannst
ekki ráðlegt að ganga beint til
kosninga á fulltrúunum. Hávetur
var og búist var við að þessi fund-
arsókn tæki minnst 2—3 daga, en
flestir piltarnir í félaginu voru
annara þjónar og bundnir við
heimilisstörf. Formaðurinn taldi,
að konur í félaginu kæmu tæp-
lega til greina í sliku tíðarfari og
yfirfærð, sem þá var um aö ræða.
Var ekki laust við, að betri helm-
ingnum finndist sér misboðið með
þessu. Árið 1917 var að visu ekk-
ert kvennaár i nútima merkingu,
en landnámskonan i Hvammi var
höfðingborin i minningu þeirra
er sátu umgetinn fund, og heil-
brigður netnaður betri helmings-
ins virtist hafa viðulegan sess í
vitundinni. Formaðurinn kvaðst
mundi reyna þá aðferð, að biðja
þá félagsmenn að gafa sig fram,
sem íi« fðu ástæðu til að fara á
fundinn. Enginn gaf sig fram. Þá
lagði Jón Á. Guðmundsson til, að
þeir gæfu sig fram, sem ekki gætu
farið. Þetta var reynt en ,fór á
sömu leið. Þá reyndi formaðurinn
að ganga á röðina og láta hvern
einn segja til um hvort hann gæti
farið á fundinn og ef svo væri
ekki að tilgreina þá ástæður. Þeg-
ar hann hafði yfirheyrt einn
fundarmanna, sem gaf neikvætt
svar, kom röðin að aldursforseta
félagsins, Jóhannesi Guðmunds-
syni, bónda í Teigi. Jóhannes
sagði nei. „Hver er ástæðan?"
„Ég er svo latur.“ Þetta svar
framkallaði almennan hlátur
þarna i stofunni. Fundarmenn
voru nú yfirheyrðir hver eftir
annan. Þegar þvi var lokið höfðu
allir sagt nei, nema formaðurinn
og Oskar Kristjánsson, seinna
bóndi á Hóli. Voru allir því fylgj-
andi að þeir færu á fundinn. En
þá vantaði þriðja manninn. Marg-
ir vildu gera litið úr leti Jóhann-
esar. Hann var einn af stofnend-
um félagsins, hafði starfað i því
að miklum áhuga, var aldursfor-
setinn i félaginu og glöggur á
viðhorf dagsins. Og þó að hann
ætti mikið starf að baki á veg-
um félagsins og væri orðinn
fjörutiu og þriggja ára gamall,
voru félagsmenn ekki gæddir
meiri nærgætni honurn til
handa en það, að þeir vildu ekki
Sjá nœstu I
síðu
Vera Nordin
Svefn-
bœjar
Blues
Ég veit ekki hversvegna ég er döpur
getur þú skilið hversvegna ég er döpur
og á erfitt með að anda við aðeins gráta
af engu — af alls engu
læknirinn sagði
stálhraust sagði hann
og samt er ég með höfuðverk
og sef illa
og er leið á lífinu öllu
ég skil það ekki
ég sem hef plasthúðað parkettgólf
ísskáp ryksugu niðurfall fyrir rusl
þurrkara neonljós þvottavél
þeytivindu hrærivél
baðherbergi brauðrist rafmagnseldavél
ofn slma plotuspUara
hraðsuðupott útvarpstæki suðursvalir
allt sem hægt er að óska sér
og sjálf á ég
nylon orlon
farða púður
magabelti lífsstykki
andlitsþurrkur
háhælaða skó varalit kinnalit
fölsk brjóst og fölsk augnahár
hár
plasthúðuð
ég er öll plasthúðuð og slitsterk
ekki þarf ég að sækja vatn I brunn við túnfótinn
á meðan sólin skin og hunangsflugan suðar
og í fjarska heyrist lítill lækur hjala
ég þarf ekki að raka saman heyi á sumrin
meðan lævirkinn sveimar og syngur hátt á himni
og loftið er mettað lykt af hestum gróðri og sveittu fólki
ég þarf ekki að ganga langleið gegnum skóginn
til að versla
þarf aldrei að skola þvott við vatnsbakkann
þarf aldrei að hnoða rúgmjölsdeig
aldrei þarf ég að leggjast til svefns með harðsperrur
eftir erfiði dagsins
og aldrei þarf ég hljóðandi að ala barn
þvi við höfum séð svo um
að við eignumst enga óþæga krakka
en annars höfum við allt
geturðu því skilið hvers vegna ég er döpur
ég sem hef
ísskáp ryksugu niðurfall fyrir rusl
þurrkara neonljós þvottavél. . . .
Þytt
Guðrún Þórarinsdóttir.