Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1976, Side 13
TIÐIN BAK
Hún rifjaðist skyndilega upp fyrir mér tíðin
bak bílum, þegar ég var að fletta í íslenzku
Ijóðasafni, teknu saman af Hannesi Péturs-
syni og Kristjáni Karlssyni (Almenna bóka-
félagið 1975), og rakst á Ijóðið Laugardalur
eftir Steingrím Thorsteinsson. Að lesa þetta
Ijóð, og sjálfsagt mörg fleiri sömu greinar, á
mestu bíladögum ársins, veldur því að
maður leggur frá sér bókina um stund til að
harma það hve þægindin svonefndu leika
fólk illa, og hve það fer mikils á mis, þegar
það á annað borð leggst í ferðalög í allt frá
fimm milljón króna limósínum niður í
notaðan smábíl, sem keyptur hefur verið
einungis til helgarinnar.
Það er að vísu hægt að sjá mikið út um
bilglugga. Fjöll og dalir og sögufrægir staðir
líða hjá á stund úr degi, en þú ert litlu nær. í
öðrum bílum þylja ágætir fararstjórar fyrir
þig sögu og kennileiti í mikrófón og þú ert
einnig litlu nær. Á milli þín og umhverfisins
er svonefnt tvöfalt öryggisgler og tveggja
millimetra stálbúkur farartækisins. Þetta er
sambærilegt við það, að hér áður hefði fólk
ferðast innan í hestum en ekki á þeim.
Enginn fór innan i hest, nema hvað sagt var
BILUM
að Björn Eysteinsson hefði komið dóttur
sinni ungri fyrir innan í hesti i stórhríð. Björn
Eysteinsson ber þessa sögu til baka í sjálfs-
ævisögu sinni.
Steingrímur segir: Á logbjörtu kvöldi við
lóunnar söng / vér liðum á vegbrautum
friðum / i lifgandi skógblæ um laufrunna
göng / með Laugardals algrænu hlíðum.
Mönnum verður varla að stóru yrkisefni
lengur að aka með hlíðum Laugardals. En
Steingrimur lýsir síðan hvernig þeir hleyptu
hestum sinum um hlemmibrautir vallendis-
grunda og fóru skóg af skógi, og þegar
dimmdi reis mánans bleikhvita sigð frá
Heklu. Þá höfðu þeir riðið Brúará
Ljóðinu lýkur Steingrímur á eftirfarandi
hendingum: ... / og hendi það síðan, að
hugur minn snýr / að hásumarstöðvum svo
friðum, / þá liður um hann eins og lauf-
vindur hlýr / frá Laugardals angandi hlíðum.
Menn á borð við Steingrím og aðrir sem af
hans kynslóð fóru leiðir sínar á hestum,
hefðu ekki átt i neinum vandræðum með að
skilja hvað fólst i þvi að vernda náttúruna og
næsta umhverfi mannsins. Það fólst allt i
sjálfsögðum hlutum og þeirri snertingu við
umhverfið, sem fylgdi því að ferðast á hest-
um. í hnakknum var maðurinn hluti af
umhverfi sinu. Hann sat utan glersins og
stálsins, fann og skynjaði allan hjúpinn i
kringum sig, jafnt himinn og hauður, fugl og
skógargrein, og siðast en ekki sízt skynjaði
hann hestinn sem hluta náttúrunnar.
Náttúrukraftarnir buldu á honum, þegar hið
svarta, harða regn steyptist yfir landið svo
notuð séu orð Einars Benediktssonar, hindr-
uðu för hans, samanber Valagilsá Hannesar
Hafstein, og léku þýðlega i faxi reiðskjótans í
mynd hlýrra sumarvinda. Á slikum stundum
var eins og náttúran sjálf væri farin að yrkja.
Um síðustu helgi óku margir úr þéttbýli til
að skoða landið sitt. Þeir óku langar leiðir i
leit að goðsögninni, sem var raunveruleiki í
tið föður og móður, afa og ömmu og geymzt
hefur á tungu skáldanna. í dag þykir ekki allt
of fint að yrkja um náttúruna, enda verður
þá að yrkja sig i gegnum tvöfalt öryggisgler
og tvo millimetra af stáli. En blikkdóshlátur-
inn hefur fundið sér stað í hinum nýrri
kvæðum. Hann heyrðist ekki í hlíðum
Laugardals á tímum Steingríms.
Indriði G. Þorsteinsson
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
JjTfl na. átCJi IfUf ?fKX- r» - - ■ E (IF p«- y kK - KflflL- ToL- Rþl SKpC- <T,
5 1 a L ft P ö N D u T S
u Míí A L L A R H i r i V L Ö R 'iiKuC t’RTf} ý S A
’IÍm l K L Æ K ! M M M 'o T £ N
5 r R. \ 5 'íCRF TÆK! A 4 L 1 A_t [>jl i a A 4 4 A
Bf R ií - K V A R T A ■R R Æ Lnrfí MAÐ- UR S kr A L D
F,!' R b M goan ‘A L LÁ T A K FUC.L PKCI' íLW.K V A L U R
'o 1 £ B D R Ö -/yíiN S U IffUUI ,'O’t >" *euAR. A T 1 foa-i. FÁHL4 u M
InnTd |«U£IN 1 P u M D ’v”:" R u M A VÖKUI A F / R y9 H
Ip/Lm A M T K r«rA u N N u R K N A R
R 1 D A m 0 R °il'u A C\ N 1 •R Fí-vTi 5VDIÁ A 5 A
PoH- SÖC.N Æ> lcn E F U M A 4 N A R R Wi R
öotíJ f ft LL lr> £ o R l N N fvffut A N A ÍIAfui 5K.lT, K Á R A
Ó8UN0 4> e b 5 1 N N X A N N JK- pRT- UR N £ V i>
'A £) 1 y R A N N S A rc A cA' Æ á> 1
F-17 Trrá\ LíT'J., <- BR- c?r>P' R R. OT'-r'' iM fpA'A' oR® fíeöu.- UfJUDA 5TÁ U M p^1
-r.YLkCl- / / . ✓ /J /
<+ , i i l 21 H 1 T l + \JoKV7- t M Ki >
-— t P Kfl ÍLP/LR éc>L-
N1ISKI ’J'* N R Pn l~l L LERW
i i ÍPiR- pocm*r‘ iZSfJfo- U p(oor- HfiFFg- AR
A R íl(Ti/M
SK<=Z- A-MPt íkk,f-
VÆnA!: + • KT- ÁNR uRínN V£NJP- (R NIR.
VftPI- AeFPKÐ FULL -f0 4 UÐ uA. |2 -
(Au faa/-- PRÓ R f>D- BNM EN SRu R TiricL HBL/ns,
mrévs- ygÐ i L’ftT KtFKTu H ó' F & - /NCTAR
Herr«g "Tb'AJ M
\Zieuc- /ýfiFNM rflu/? LLNl
KiToTaH UR
þrxyRiC- Vfcl- KlÆPP
ouc- n XURT Bi?P£> fiNOI HlTo'ki
■ 4 rA’
IfR- 1 I LFÁIJ Rödp- /Nfl