Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 11
 Bjartmar Guömundsson ö Sandi: í taumana Snemma morguns 1. október 1917 vakti faðir minn okkur unglinga sina og sagði: Nú er ekki gullið í skelinni, drengir mínir, útlitið eins og það getur verst orðið, kafþykkt loft og brimhljóð og hvítt niður að bæjum í Víkum. Ég held að hann sé að koma á. Við bindum Eyjarheyið í dag. Binda Eyjarheyið? Var það nú vit og heyskaparstjórn? Sumarið á undan þessu hausti hafði ég orðið einskonar forgöngu- maður annarra unglinga og kaupa- manna til heyskaparverka á mínum bæ. Þeir voru sumir aðeins eldri en ég, aðrir jafngamlir og voru að koma sitt á hvað til að vera viku eða hálfan mánuð í senn. Segja má þvi að ég hefði vaxið upp í það að telja mig, svona undir niðri, alveg kjörinn til að stjórna öðrum. Sumarið 1917 var heldur gott sumar. En með haustinu gekk í óþurrka, svo að varla þornaði af strái þegar á það leið og voru því öll ósköp úti af heyi um mánaðamótin sept- ember og október. Eyjarheyið var komið i smásátur, sem blotnað höfðu dálítið að ofan og að utan. Auk þess voru sáturnar rakar i botninn. Og svo var heyið hrátt, en litið hrakið. Að 'fara að binda þetta hey saman svona statt, sjálfan ungann úr engjaheyinu. sem að allra dómi var sá dæmalaus mergur að það var betra en taðan af túninu, og gera það ónýtt. Nei, það tók engu tali. Við unglingarnir urðum nokkuð þungir undir árum þennan morgun að hlýða svona kalli húsbóndans. Var þetta ekki tóm óstilling? Auðvitað kemur þurrkur, sunnanvindar og sól- skin. Og allur október enn til stefnu. Þetta tók bara engu tali. Bóndinn gekk út og inn, en húskarlar fóru ekki á fætur, litu aðeins út um glugga og sáu að þetta var bara meinhægðar- veður, sem gat þó hvenærsem var snúizt upp í rigningu. Væri það ekki bærilegt að vera farinn að súldra saman í beðju út í Ey og svo kæmi rigning ofan í allt saman? Eitthvað á þessa leið mölduðum við í móinn. En bónda varð ekki þokað. Sjaldan eða aldrei hafði hann verið eins fastur fyrir, þegar ágreiningur varð um heyverk. Við bindum hvað sem tautar og raular, sagði hann. Og nú bað hann mig að fara og ná í hestana sem allra fyrst. Ég fór sárnauðugur. Ég átti von á hestum undir Syðri-Björgum. Engir hestar þar. Þeir skyldu þá ekki vera þotnir suður í Nautanes eða Sel- mýrarbakka? Það tæki nú tímana tvo að elta þá þangað. Ég gáði undir klett milli Hjálparog Svartkollupolls. Engir hestar. Skeð gat að þeir væru í Hjálparnöfinni. Það var komið haust og einhver veðraskrekkur gat verið farinn að koma í hesta. Jú, til allrar hamingju fann ég þá þar undir kletti. Þar hömuðu þeir sig allir í hóp. Skjóna okkar stóð kyrr þegar ég kom með beizlið. Ekki benti það á illviðra- galsa. Samt var veðurspáin ekki góð í afturendanum á henni og þeim. Það var engu líkara en klárarnir vildu allir klemma sig inn í klettinn og allra afturendar vissu móti norðrinu. Ég lagði við Skjónu. Hún saup hregg. En það var líka komið haust og kulda- steyta búin að vera alla nóttina. Jæja, ég kom heim með tvo hesta eftir stutta stund. Bóndinn stóð til- búinn með reiðingana á hlaðinu og tólf pör af reipum. Það var ekki að segja að hann væri ýtinn að koma liði sínu af stað í þennan heybinding. Svo tók hann hrífu sina og gekk úr hlaði. Við dröttuðumst á eftir seint og síðar meir eins og þeir, sem eru sér þess fullvissir að verið sé að gera vitleysu. Frá ómunatíð hefir Eyjarheyið ævinlega verið sett þar saman og þvi svo ekið heim á vetrum. Heim- flutningsleiðin var svo torfarin og seinfarin að engum kom til hugar að reiða heim á sumrin yfir illfærar keldur, hvorki í tíð elztu byggðar né á seinni timum. í Eyju hafa því vaxið upp þrjú mikil heystæði, sem ber hátt og hafa skapazt af heyjatorfinu, sem hlaðizt hefir hvað ofan á annað um aldir. Þegar við húskarlar bónda komum loks úteftir var hann heldur en ekki búinn að taka til höndunum. Hann var búinn að bera saman margar sátur og mynda beðjubotn og hafði sett hann á bala utan hjá öllum gömlum heystæðum. Og annað var lika til nýlundu: Hann hafði tekið fyrir hcybotninum helmingi þynnri en venjulegt er. Þetta átti þá að verða heljarlangt hey en þunnt. Héðan af varð ekki aftur snúið og víst ekki um annað að gera en hlýða. Bezt var þvi að snúa sér að þessu og láta hendur standa svo fram úr erm- um að dagurinn færi ekki allur í þetta óþrifaverk. Svo gat líka farið að rigna hvenær sem var. Sem betur fór hélzt veðrið lítið breytt fram undir rökkur og varla að dytti dropi eða fyki, þó útlitið gerðist stöðugt skuggalegra og skuggalegra. Um morguninn var að heyra eins og nið til norðuráttar. Undir kvöld var Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.