Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 3
Hér stendur Eyþór við húsið sitt, Fögruhlíð. Þaðan er fagurt útsýni yfir hinn eldri hluta Sauðárkróksbæjar. „Minn smekkur er bundinn við klassíkina og það hefur orðið afdrátt- arlausara með árunum ...“ Skagafirði á þessum árum. Þarna sprettur Stefán upp, til dæmis, — einn af ykkur strákunum undir Nöfunum. Mér skilst að allir hafi alltaf verið að syngja og að Stefán hafi ungur vakið athygli." „Hann þótti sérstakt fyrirbæri strax í æsku. Stefán kom með sína frábæru rödd inn í þennan heim og það hefur án efa verið létt verk að skóla hann. Annar strákur hér á Króknum virtist hafa svipuð raddgæði og hreimurinn í rödd- inni var líkur; það var Svavar Guðmundsson, systursonur minn. En það kom aldrei til greina að hann lærði og því olli fátæktin. Það er rétt, að mikið var sungið, þegar menn komu saman. Viö strákarnir vorum alltaf að syngja og fullorðna fólkið söng. Það þótti svo sjálfsagt og eðlilegt að taka lagið, þegar komið var saman og auk þess var mikið um heimilis- tónlist." „Eitthvað kynni það að hafa breyzt." „Ekki laust við það. Nú tekur enginn lagið ófullur og þá vill viðleitnin verða að öskri og á lítið skylt við söng. Og nú verður mað- ur ekki heldur var við neina upp- rennandi sönghæfileika; það er ekkert sem að kveður." „En hvar og hvenær byrjar þitt eigið tónlistarnám?" „Það byrjaði hér f barnaskólan- um og þar lærði ég alveg nótna- lestur. Þá var hér kennari einn af þeim Veðramótsbræðrum, Jón Þ. Björnsson, og hann var svo fjöl- menntaður, að hann gat kennt söng, nótnalestur, fiðluspil og hann lét okkur byggja upp allar tóntegundir í dúr og moll. Sem sagt; þar fékk ég góða undirstöðu. Síðar, þegar ég var oröinn 17 ára, hóf ég sjálfsnám á orgel og komst svo f góðra manna hendur, sem ég bý að sjálfsögðu alltaf að: Hjá Emil Thoroddsen, sem kenndi mér tónfræði og hjá Páli ísólfssyni, sem kenndi mér á orgel. Jafnframt lærði ég á trom- pet og var með á æfingum hjá Lúðrasveit Reykjavíkur." „Þetta var á þriðja áratugnum. Þú hefur væntanlega ekki látið framhjá þér fara, sem þá var að gerast hjá Leikfélaginu?" „Að sjálfsögðu ekki. Maður var barmafullur af áhuga þar líka. Ég komst í kynni við Indriða Waage og lék með Leikfélagi Reykjavík- ur f einu leikriti, „Stubb“ eftir Arnold & Bach. Það var árið 1928. Mikið var þetta nú skemmtileg- ur tími. Og gaman var að kynnast þessum mönnum. Emil var eftir- lætiskennari minn og ég held af- skaplega mikið upp á hann. Með árunum varð mikil og góð vinátta með okkur Páli og ég er þakklát- ur fyrir að hafa kynnzt honum. En Emil fór því miður of snemrna." „Og eitthvað förstu utan?“ „Jú, rétt er það. Arið 1934 hélt ég utan til Hamborgar til náms í tónlist og leiklist og kom þá beint inn í Hitlerstfmabilið. Það fór ekki milli mála, að eitthvað mikið var að gerast; eitthvað lá í loftinu. Daglega sá maður skrúðgöngur eða blysfarir og allt var það á vegum þessa nýja flokks: Nasista. Alltaf var mikið um pomp og prakt og einmitt það hreif fólkið með sér.“ „Ekki hefur þú fengið styrk til fararinnar?“ „Um slíkt var ekki að ra'ða. En Björn Kristjánsson stórkaup- maður sonar Kristjáns Gfslason- ar á Sauðárkróki, bjó þá í Hamborg ásaml Hermfnu konu sinni og þau buðu mér til sín og greiddu götu mína. í Hamborg dváldist ég svo f fjóra mánuði; fór mikið f leikhús, tók tfma í orgel- leik, var eins og grár köttur í óperuhúsunum og fannst þaö ævintýri Ifkast að kynnast þess- um gamalgróna tónlistar- og leik- listarheimi Þýzkalands. En þessi tfmi tók enda og ég hélt beinustu leið heim til Sauð- árkróks frá allri dýrðinni." „Engin freisting að ílendast þar ytra, eða jafnvel í Reykjavík, þeg- ar heim kom?" „Önei, ekki held ég það. Mér hafa boðizt stöður og miklu betri kjör, en það hefur ekki freistað mín.“ „Lm hvað hafa þá þínar freist- ingar snúizt?“ „Mfn köilun var og hefur alltaf verið sú, að fá að hrærast bæði f músík og leiklist einmitt hér: Á Sauðárkróki. Hér var meira en nóg að gera. Auk þess hef ég verið mjög bundinn þessu umhverfi; Króknum og Skagafirðinum. Eg gat ekki hugsað mér að hverfa héðan; ég hefði til dæmis ekki fest vndi fyrir sunnan. En frá því ég var ungur, hef ég farið suður öðru hverju til að endurnýja mig; til að komast f snertingu við kór- ana og leikhúsin." „Þó fer ekki milli mála, að tón- listarunnandi eins og þú, hlýtur að sakna þess að vera ekki á staðnum, þegar frægir hæfileika- menn gista landið og efna til hijómleika í Reykjavík. Og livað um Sinfóníuna; saknar þú þess ekki, unnandi klassískrar tónlist- ar, að geta ekki verið viðstaddur hljómleika að staðaldri?" „Jú, ég sakna þess að geta ekki sótt sinfóníuhljómleika að stað- aldri. Og ég hef oft fundið til þess á einn og annan hátt að vera einangraður. En stundum kemst maður í feitt, ef svo mætti segja og nær f marga hljómleika f einni ferð. Ég læt listahátíðirnar ekki framhjá inér fara; þar reyni ég að heyra allt, sem unnt er að komast yfir“7 „En þú átt greiniiega allar þín- ar rætur hér á Króknum. Er kon- an þín lfka héðan?“ „Já, eiginlega er hún það. Hún heitir Sigríður Anna Stefánsdótt- ir og ólst upp hjá Kristjáni Gfsla- syni kaupmanni. Hún kom hingað 1920. Við unnuni saman í verzlun- inni hjá Kristjáni þar til við gift- um okkur. Okkur varð auðið einn- ar dóttur, sem Guðrún heitir og er búsett á ísafirði. Svo það er held- ur rólegt í kringum okkur hérna. Ég er oft aleinn í húsinu, þvf Sigrfður er með dálitla búðarholu og er að vinna þar.“ „Þú getur ótruflaður hlust- að á plöturnar þfnar og gefið þig að tónsmíðum. Manstu hvenær þú samdir þitt fyrsta lag?“ „Ætli það hafi ekki verið um 1923. En það er nú ekki til lengur og ekkert af fyrstu lögunum mín- um. Ég fargaði þeim seinna áf ásettu ráði“. „Nú hefur þetta kraftaverk gerzt, að þú hefur fengið sjónina og þú hefur góðan tfma og næði. En notarðu tfmann vel?“ „Ég segi eins og vinur minn, Jönas Kristjánsson, mjölkursam- lagsstjóri á Akureyri, þegar ég spurði hann sjötugan þessarar sömu spurningar. Jónas svaraði: „Nú hef ég svo mikiö að gera, að ég sé ekki út úr því“. Sama er uin mig. Og ég held að minnsta kosti að ég reyni að nota tímann sæmi- lega. Sem betur fer líta gamlir og nvir kunningjar inn til manns og á sumrin dútla ég töluvert f garð- inum. En þess á milli er ég að vinna og einmitt núna er ég með heillandi viöfangsefni í takinu: Nótnaskrift. „Ertu þá að kompónera?" „Ekki beint. Ég átti nokkur tón- verk í drögum eða uppköstum og nú er ég að skrifa þau upp með bleki — og leik þá jafnóðum. Mér er það einhverskonar ástrfða að skrifa nótur. En þar að auki er ég að semja að nafninu til; ég fer varlega í sakirnar, það er engin stórframleiðsla. Ég sezt ekki nið- ur til að yrkja eins og sumir geta. Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður og ég er þannig gerður og hef alltaf verið, að ég verð að komast í sérstaka stemn- ingu, ef árangur á að verða af.“ „Ætli Lindin sé ekki vfðkunn- ust af lögum þfnum. En hvert þeirra heldur þú mest uppá?“ „Þetta verður sú spurningin, sem ég get ekki svarað." „Þá sleppum við þvf. En hafa lögin þín orðið til meira á einu skeiði ævi þinnar en öðru?“ „Alls ekki. Tónskáld endast yf- irleitt vel; mörg þeirra eru að semja fram f rauðan dauðan og háa elli. Tónsmíðar virðast ekki bundnar við yngri ár mannsins." „En nútfmatónlist, — höföar hún til þín? Popptónlist til dæm- is?“ „Lm nútfmatónlist vil ég hafa sem fæst orð og legg engan dóm á hana. Tfminn einn verður að skera úr um, hvaö af því lifir. En ég held að það gæti nokkuð of- framleiðslu. Músík er oröin gífur- legur verzlunarvarningur. Ég gef lítið fvrir það, sem rubbað er upp til þess eins að hafa uppúr því peninga." Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.