Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 12
jtmmmrmw ■—L",'ErwS5 Kafli / 1 bygginga- sögu menningar, þegar menn trúðu því ekki enn, að neitt byggi í íslenzku þjóðinni. Hjá embættinu vinna dug- legir menn, sem einnig gætu unnið sömu verkefni á eigin vegum og leyst þau jafnvel og nú. Um leið væru þeir að spara ríkiskassanum stórfé með því að leggja niður spariembætti af versta tagi. Ekki mun ég þreytast á að endurtaka það, að þróun íslenzkra byggingarmála, sem leiðir af sér meiri hagkvæmni og meiri fjölbreytni í þjóðfélagi okkar, er undir því komin að allar leiðir að þvi marki séu lýðræð- islega nothæfar. Islenzk mannvirki eru ekki það mörg, að neitt þeirra megi undan draga. Mótun þeirra verðuraðfá þá nauðsynlegulýðræðis- legu og um leið fjölþættu umfjöllun, sem leiðir af sér þróun alls islenzks arkitektúrs. Reisn á þessum menn- ingarþætti okkar er engin. En sem dæmi um hitt má nefna finnsku þjóð- ina. Fyrirkomulag þeirra er sam- keppnin og allir vita, hvaða sess finnskur arkitektúr hefur skapað finn- um á vettvangi þjóðanna. Eða halda menn að það sé nægilegt að kasta frækorninu í grýttan akur og hirða eigi um. Orðið er: Snilli er ávöxtur umhverfis sins. HAGSMUNAFÉLAG ARKITEKTA Að síðustu fáein orð um hags- munafélag arkitekta. Fyrir nokkrum árum tóku nokkrir ungir arkitektúr- nemar sig saman og mynduðu áhugahóp um íslenskan arkitektúr: ÍSARK. Þeim gekk það til að reyna að bæta íslenzk byggingarmál, hvorki meira né minna. Eftir nokkra reynslu af félagsskap arkitekta sáu þeir akki aðra leið. Allt tal um klofning létu þeir framhjá sérfara. — Vinna og aftur vinna eftir að heim var komið, dró hins vegar fljótlega allan mátt úr hópnum og við það situr enn. Annar hópur ungra arkitekta tók sig saman á síðasta ári f svipuðu skyni Reyndar var það hagsmuna- barátta, sem setti sterkasta svip sinn á þennan nýja hóp, en undirtónninn var sá sami: Breytinga er þörf Nú var stofnaðfélag á formlegan hátt. í Arkitektafélagi íslands varð uppi fótur og fit: Nýtt klofningslið var komið f ram á sjónarsviðið Þar sem nú var um félagsskap að ræða, var ákveðið að innlima óþekku strákana inní stóra félagið: Móðir okkar allra er listagyðj- an! Þeír verða deild í stóra félaginu en leggja sitt niður. Eins og áður sagði er tilgangur arkitektafélagsins m.a. sá að stuðla að bættum arkitektúr á íslandi. Frá því að undirritaður gekk í félagið 1 969, hefur aldrei verið um það rætt hvort eða hvernig eigi að framfylgja þessari stefnulýsingu. Menn hafa lát- iðsérnægja regluna: Framleiðsla arkitekts— góður arkitektúr. Fram- leiðsla hinna (oft nefndir fúskarar meðal arkitekta) — slæmureða alls ekki arkitektúr. Nú, til þess að allt landið megi aðeins búa við góðan arkitektúr, þá er lokatakmarkið vitan- lega að aðeins arkitektar hanni bygg- ingar Ef ekki með góðu þá með illu. Tilgangurinn helgar meðalið. íslensk- ur almenningur hefur ekki kunnað að meta þessi einkunnarorð félagsins og arkitektar skilja ekki viðbrögð al- mennings. Þar stendur hnifurinn í kúnni Ef við athugum aðrar leiðir að sama marki, þá væri t.d. ein sú að mynda samband allra þeirra er við mann- virkjagerð fást og jafnvel að bjóða mönnum uppá námskeið í fagur- fræði, svo að allir geti spreytt sig á sama grunni. Það finnst arkitektum vera að taka niður fyrir sig. Þjóðfé- lagsstaða þeirra leyfir slikt ekki. Og sé þessi leið nefnd er talað um lýð- skrum. Konnski er það misskilningur minn, en einhvern veginn hefur það vakið andúð mina að taka þátt í skrípaleik um þjóðfélagslegt mikvilvægi. Að vera trúður broddborgaranna til vinstri og hægri. Ein regla arkitekta er t.d. þessi: Aldrei að skila teikningum til viðskiptavina á réttum tíma og a.m.k. viku seinna en þú lofar. Að öðrum kosti minnkar virðing þín í samfélaginu: Þú ert ekki góður arki- tekt. Eða: Aldrei að taka við hug- myndum frá viðskiptavininum jafnvel þótt hugmyndirnar séu góðir. Helst áttu að tala við hann um bíl nágrannans og framkvæma svo alla hönnunina eftir eigin geðþótta. Þá ertu virðingarpersóna og góðurarki- tekt. Því þverari, þeim mun fínni Jistamaður". Það eru þessi einkenni arkitekta- stéttarinnar, sem hef^ur gert hana eins óvinsæla og raun ber vitni. Jafnvel þó að almenningur skilji, hvers virði það er að eigna fagurt umhverfi, þá hefur þessi að sumu leyti eðlilega andúð til þess m.a. að seinka þróun íslenzkrar byggingarmenningar. Orðið: Mikil vinna er ekki sama og betra umhverfi. TEIKNISTOFA RÍKISINS Þriðja málið, sem drepiðskal laus- lega á hér, er tillaga til þingsályktunar um Teiknistofu rlkisins. Fyrir hana hefur Páll Pétursson þingmaður úr Norðurlandskjördæmi vestra svarað. Mér skilst að þetta mál, sem rætt var hér á undan, sé ekki síst ástæðan fyrir flutningi tillögunnar, svo að nokkra samúð má hafa með þing- manninum og það hefur undirritaður. Þó verð ég um leið að játa það álit mitt — og tek um leið skýrt fram að ekki ber að telja mig fullgildan með- lim I arkitektamafíunni — að hug- mynd hans sé ekki alls kostar það rétta til lausnar þessu máli. Það er oft vitnað I Guðjón heitinn Samúelsson í þessu sambandi og hve mikið honum tókst að leggja af mörkum. Það er rétt, að framlag hans til íslenskrar húsagerðar, til íslenzks arkitektúrs — og um leið til íslensku þjóðarinnar, hefur hvergi nærri verið metið að verðleikum. En það má Páll og fleiri vita, að hver einasti íslenskur arkitekt með nægilegan þroska er í reynd aðdáandi Guðjóns vegna afreka hans á byggingarsviðinu og á undirritaður þá ekki endilega við einhverjar til- finningalegar skoðanir hans og ann- arra um listastefnur. En slíkur maður og slikur timi, sem hann lifði á, er ekki lengur fyrir hendi. Nú er gildismat mælt í beinhörðum peningum, hvort sem það truflar okk- ur eður ei. Þegar horft er til baka, leitar það á hugann, að raunar hefði mesti heiðursvottur íslensku þjóðar- innar til handa Guðjóni Samúelssyni verið sá, að leggja niður embætti húsameistara rikisins að honum liðn- um, svo að ekki fengju aðrir að ráðskast um á því sviði. Það er áreiðanlega vel meint hjá Páli Péturssyni og kollega hans að flytja þessa tillögu — tímabær umræða um þessi mál erallavega árangur þess — en hreinlegra hefði þó verið að höggva á Gordionshnút- inn og flytja þingsályktunartillögu þess efnis að hönnun allra ríkis- bygginga væri boðin út til sam- keppni: Megi besta lausnin sigra. Það er Ijóst, að mennirnir við stjórnvölinn eru orðnir leiðir á samkeppnum til lausnará byggingavandamálum. Fyrirkomulag samkeppna hefur verið þess eðlis. En þá er vitaskuld til ráða að berja saman þingsályktunartillögu um það, hvernig þessar samkeppnir skuli fara fram, þannig að tryggt sé, að árangurinn verði sá, sem allir mega vel við una. Þrátt fyrir allt er þetta lýðræðislegasta fyrirkomulagið, eftir þróun islenskra byggingarmála og tryggir að byggingaraðferðir hér á landi verði ekki einhæfar. Það á að vera unnt að verðlauna hagkvæmasta hlutinn, ef viljinn erfyrir hendi. Það er kostur neysluþjóðfélagsins, að geta valið úr mörgum vörutegundum, en minnir á danska einokun að þurfa, að kaupa það eina sem er til. Fyrirkomulag samkeppna nú er oft hrein tímasóun. Dæmi um það eru illa unnin samkeppnisgögn, sem endur- vinna þarf frá grunni, og má til dæmis um það nefna nýafstaðna skipulagssamkeppni Seltjarnarness. Gögnin tryggja heldur ekki alltaf besta mögulega niðurstöðu, til dæmis er skipulagssamkeppni án af- nota sams konar llkans fyrir keppendur hreinn farsi. Búast má við að Teiknistofa rikisins geri ekki annað en færa til fjármuni: Almenningur niðurgreiðir hönnun fyrir ríkið þ.e. sjálfan sig. Endanlegar kostnaðartölur finnast hvergi. Minna verður eftir í sameiginlega sjóðnum til annarra þarfa. Einhæfni í hönnun helst óbreytt frá núverandi ástandi. En breytinga er þörf. Ef Páli finnst arkitektar hagnast of mikið á vinnu sinni, þá er það allt annar handleggur og ber að ræða útaf fyrir sig. Teikni- stofa rlkisins kæmi ekki til með breyta neinu um það. Þóað ekki vilji undir- ritaður trúa þvl, þá má ef til vill draga þá ályktun af flutningi þings- ályktunartillögunnar, að ein forsenda flutnings hennar sé sá gamli ósiður bændamenningarinnar að ekki megi borga fólki fyrir að hugsa. Það má aldrei láta undir höfuð leggjast að vara við slíkum hugmyndum, jafnvel þó aðeins órökstuddur grunur kunni að liggja fyrir. En víst erað þessi hugmynd á sér talsmenn víða um okkar land. Sennilega er orsök þess, að hugmyndin á sér fylgismenn, sú, að nútíminn er oft staðbundið fyrir- bæri; hann er hér enn ekki þar. Fólk sér gjarnan hlutina útaf fyrir sig en ekki I samhengi. Ef maður spyr and- mælendur þeirra, sem við „pappírs- göfgun" fást, hvort þeir noti rafljós, síma, sjónvarp eða diskaþvottavél er svariðauðvitað já. En þaðstarf, sem liggur á bak við þessi tæki er einmitt pappírsgöfgun. Allir greiða dýrt fyrir pappfrsgöfgun eins lengi og þeir nota þessi tæki, sem enginn getur verið án. Þetta erauk þess pappírsgöfgun erlendra manna en ekki íslenskra. Hugarfarið gegn greiðslu umbunar til pappírsgöfgara kemur i veg fyrir að íslensk pappírsgöfgaramenning geti þróast, en það eitt leiSir af sér nútímaþjóðfélag. Ef islenska þjóðin vill vera eitthvað meira en „sérkenni- legur safngripur við ystu höf" þá þarf að greiða þeim mönnum sem hugsa (ath. ruglist ekki saman við hugtakið: menntamenn) mikið fé fyrir vinnu sina, þ.e. svo þeir geti hugsað ennþá meira. En sá, sem kaupir vöruna á líka að geta valið úr henni. Orð dagsins: Einstaklingshugsun í stáð rikis'hugsunar".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.