Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 11
úrval lausna um sama leikhúsið, t.d. með samkeppni. Borgarleikhúsupp- drættirnir sanna það endanlega, ef það var ekki vitað áður. Það er mjög athyglivert, þegar tvær „listagyðjur" takast á eins og í þessu tilfelli. Leikhúsgyðjan vill að sjálfsögðu alla framþróun í leiklistarmálum og þar er rétt að fylgjast vel með. Þegar hún hins vegar fær vinstúlku sína og samgyðju sem viðskiptavin, þá er henni skítsama um alla framþróun arkitektúrsins: rammanssem leiklist- in á að þróast í: Við afgreiðum þetta eins og eitt stykki flugturn. Orð dags- ins er List gegn List. Staðreynd ereinnig, að Borgarleik- húsbyggingin geymir fleiri herbergi í sér en „það allra nauðsynlegasta". Til að mynda er leikhúskjallari með bar og öllu tilheyrandi við aðalinngang hússins, án tengsla við leikhúsið sjálft að öðru leyti. Einnig er kjallararými notað sem bílageymsla, en mun ódýr- ara væri þó að fara að ráðum skipu- leggjenda Kringlubæjarins um að geyma bílana undir beru lofti. Óhag- kvæmni kjallarans sem bílageymslu að öðru leyti sést best á því að burðarsúla ein er þar úti í miðri akrein. En þessu má vitaskuld öllu kippa i lag og ekki efa ég, að fulltrúar borgaranna munu kjósa það helst að „spara þarsem hægter", einnig hér. Hvað útlit Borgarleikhússins snert: ir, er það í alla staði þokkalegt hús. Ekki frumlegt en þokkalegt. Grunn- myndarlausnir í þessum 60° og 1 20° hornum (hornaleikurinn er víst hugarfóstur Frank Lloyds Wrights heitins) er að mínu viti mjög góð, a.m.k. finnast ekki hér þríhyrndar lyftur eins og í sambærilegum bygg- ingum á meginlandinu. Að þessu leyti er húsið höfundum sínum til sóma. Það er sjálfsagt að óska leikhúsfólki Iðnó i allri vinsemd til hamingju með svo bætta starfsaðstöðu sem her um ræðir, enda þótt nokkurtími muni liða unz unnt verður að starfa þar. Það ber þó að óttast, að Iðnó-andinn verði eftir í Iðnó og þá væntanlega i þvi nýja unga leikfélagi, sem þar tekur við. Þetta er ekki sagt til þess að draga úr neinum heldur aðeins vegna þekktra hliðstæðna erlendis frá. Um hugarfarsbreytingu samfara rýmisbreytingu hefur bretinn Christopher Alexander ritað langt og greinargott mál. En þeim, sem ber þó aðallega að óska til hamingju, er borgarstjórn Reykjavikur, sem nú hefurfengið samþykktan langþráðan draum um aðstöðu fyrir ráðstefnuhald og spari- samkomurá vegum borgarinnar. Því að varla hefði gerð byggingar til þeirra nota uppá rúman júlisjötiuog- sex-milljarð fallið í eins Ijúfan jarðveg hjá borgarbúum og Borgarleikhús- bygging á þessum niðurgangstimum. Það gefur auga leið, að fjármögnun og rekstur þessara 60 þúsund rúm- metra krefst fleiri „listgreina" en leik- húslistar. Annars væri um að gera að selja alla skuttogarana og byggja tug leikhúsa og fara að græða á leiklist. ÍÞRÓTTAMANNVIRKI íþróttamannvirki voru mjög til um- ræðu, þegar leið á vorið. Tilefnið var hár hönnunar- og byggingarkostnað- ur og fyrirkomulag lána þeim til fjár- mögnunar úr ríkiskassanum. Þetta er eitt af viðkvæmu málum arkitekta og eiginlega er mjög illa séð, að um þetta sé rætt yfirleitt. Hér má t.d. ekki minnast á samkeppnir. Samkeppnir eiga helst eingöngu að vera um kirkj- ur. — Það er staðreynd að aðeins þrjár arkitektastofur hafa algeran forgangs- réttá hönnun slíkra mannvirkja. Það erekki sama að vera séra Kolbeinn og séra Karl. Þegar talað er um að flytja inn íþróttahús, þá jaðrar sllkt við föðurlandssvik. „íslenzk hönnun hef- ur staðið sig best á íslandi." Já, er það svo? Þegar umræða hófst um deildir Háskóla Sameinuðu Þjóðanna hérá landi, datt einum ágætum arkitekti i hug, að hér mætti vel hafa deild um það, hvernig byggja skuli hús á norðurslóðum. Ekki skal ég fullyrða hvort úrval byggingargalla hérlendis hafi verið ástæðan fyrir þessari hug- mynd. Hér mætti sem sagt læra, hvernig ekki á að byggja á norður- Nýtt íþróttahús við Hagaskðla. slóðum: Vítin eru til þess að varast þau. Það er ekkert leyndarmál, að hér þekkist aðeins ein byggingaraðferð: Að slá upp móti og hella steypu ofan í. Það er sjálfsagt að nota þessa aðferð þar sem hún á við, en jafnsjálf- sagt er að nota aðrar hentugri aðferð- ir ella. íþróttabyggingar eru einmitt sú tegund bygginga, þarsem ekki hentarað nota steinsteypu I, sé ann- ars kostur. Vegna þess að „íslenzk hönnun" þekkir ekki annað, þá er sú aðferð best. Þetta eru röksemdirnar, sem notaðareru nú fyrir mótasteypu- byggingum. í fyrra var rifin bogaskemma nokk- ur í Sundahöfn, sem þá hafði staðið þarfrá því á stríðsárunum. Ekkert höfðu íslenzkir arkitektar lært af gerð hennar. Þó er hún margfalt hentugri til íþróttabygginga en mótasteypu- byggingar. Skemman var gerð úr járnstöngum og -listum með sömu einingarlengd: 120 cm. Þessa ein- ingu er og var hægt að fremleiða hér á landi i fjöldaframleiðslu í hvaða járnsmiðaverkstæði sem er, hvarsem er á landinu. En þetta var auðvitað ekki islenzk hönnun heldur útlenzk, ojbjakk. — Kjarni þessa máls er auðvitað sá, að meðan ekki er flutt inn tækniþekking, sem viðauðveld- lega getum hagnýtt okkur og sú þekking, sem þó er hér að nokkru leyti til t.d. sem stríðsminjar, ekki virt viðlits, verðurengin þróun í bygg- ingarmálum hérlendis. Þetta þýðir einokun í vöruvali, þetta þýðir ómældan hönnunar- og byggingar- kostnað fyrir þjóðfélag, sem ekki á bót fyrir rassinn á sér, svo ekki sé sterkara aðorði komist. Tilfinningaleg byggingaformsandúð t.d. gegn svo- kölluðum „bröggum" er nokkuð, sem minningarþjóð (með litla buddu) get- ur ekki leyft að stjórni ferðinni Þáttur ríkisins í þessu máli er ekki sá besti. Lánamálakerfið, sem ríkið hefur komið upp á þessu sviði er sniðið til þess að það sé rangnotað og misnotað. Gömul kona spurði mig um daginn hvort það væri virkilega satt, sem hún hefði lesið i blaði, að umsjónarmaður lána til íþróttabygg- inga og arkitekt einn hér í bænum , sem hannað hefur fjölmargar íþrótta- byggingar fyrir sveitarfélög, væru feðgar. Ég benti henni á, að ég væri bundinn proforma þagnarskyldu um þetta mál. Það væri nefnilega þannig að víð í arkitektafélaginu værum allir svo góðir strákar og allir jafningjar (allir í gallabuxum); hins vegar bær- um við aldrei saman buddur okkar og hver mjólkaði sina kú þegjandi og hljóðalaust. Hún mætti vinsamlegast skilja það, að eina meginstefna okkar væri að gera góðan ar-kí-tek-túr, og það gerðum við allir hver á sinn máta. Orð dagsins er: List og Peningar eiga ekkert skylt. HÚSAMEISTARAEMBÆTTIÐ Þetta er leitt mál. Maður getur að minnsta kosti litið hrifist af þvi emb- ætti. Ekki eru það þó beint regiugerð- irnar um það, sem því ráða, heldur - hvernig þær erú ran ínotaðar. En mér er spurn: Hvaða erindi á húsameistaraembættið við bygging- armál á Keflavíkurflugvelli? Embætti, sem haldið er uppi með almannafé. Fða hvenær hefur það embætti beitt sér fyrir því, að lýðræðissjónarmið séu höfð í heiðri og valið sé úr tillögum um rikisbyggingu? Erstofn- unin tf til vill ofar lýðræðisskipulagi þjóðfélags okkar? Og hver er það svo sem styður, slíka stofnun, sem í reynd sniðgengur allt, sem heitir þró un íslenzkrar byggingarmenningar? Er það þingið og þjóðin? Eru það þeir, sem kenna sig við lýðræði og jafnrétti og sumir jafnvel viðfrjálsa sam- keppni? Telja þeir ef til vill ríkissam- keppni viðfrjálsa en skiljanfega van- þróaða atvinnugrein takmark í sjálfu sér? Hvernig myndi bændasamtökun- um, svo dæmi sé tekið, verða við, ef ríkið myndi hefja stórbýlabúskap um allt land til þess að lækka vöruverð? Það er óþarfi að fara nánar útí þetta. Húsameistaraembættið er arfleifð frá því danska tímabili íslenzkrar Sjá nœstu síðu Á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.