Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 4
Hið ljúfa líf yfirstéttarinnar í Sovétríkjunum Eftir Hedrick Smith — Fyrri hluti Meðan ég hef dvalist í Moskvu, hef ég oft labbað niður Granovskistræti, sem er ör- skammt frá Kreml. Þar standa í röð gljáandi Volgubifreiðar með hreyflana í gangi, en bílstjórarn- ir fylgjast af athygli með öllu því, sem gerist í baksýnisspreglinum. Það virðist ekki angra þá mikið, að bílastæði cru bönnuð þarna. Athygli þeirra heinist að húsinu nr. 2 við Granovskistræti, niður- níddri byggingu, sem málað hef- ur verið yfir gluggana á. A húsinu er plata, sem á er letrað: „1 þcssu húsi talaði Vladimir Ilitsj Lenfn til foringja Rauða hersins 19. apr- fl 1919.“ 1 þessari byggingu er „Skír- teinaskrifstofan" til húsa. En það er ekki sama hver skírteinið á, var mér tjáð. Þarna mega aðeins koma miðstjórnarmenn kommún- istaflokksins og fjölskyldur þeirra. Aðkomumaður, sem ókunnugt væri um það, að emb- ættismenn flokksins kjósa helst svarta Volgubíla, myndi varla taka eftir neinu'óvenjulegu. Við og við koma karlar og konur út, hlaðin troðnum pökkum og pinkl- um, vöfðum inn í brúnan pappir. Þau setjast makindalega inn í bíl- ana og halda heimleiðis. Ncðar i götunni hóar hátalari saman bíl- stjórum, sem ciga að fara með heimscndingar. Varðmaður við hliðið stuggar við forvitnum veg- farendum, líkt og hann gerði við mér, þegar ég nam staðar til að virða fyrrr mér rústir gamallar kirkju hinum megin í portinu. Þetta er lokuð verslun, sem höfö er ómerkt til aö vekja ekki at- hygli. Að henni hafa einungis aö- gang yfirstétt Sovétríkjanna, og þeir sem hafa sérstakt skírteini. Sovéska „háaðlinum" cr þjónað af heilu neti slíkra vcrslana. t þessum verslunum þarf ckki að standa i endalausri biðröð, cða þola ruddaskap af hálfu af- greiðslufólksins, eins og hinn al- menni sovéski þegn verður að þola. Hér má fá þjóölegt, rúss- neskt góðgæti, eins og styrju- hrogn, reyktan silung, niðursoðna styrju af vönduðustu tegund, vodka, sem annars er einungis ætlað til útflutnings, úrvals kjöt- vörur, nýja ávexti og grænmcti á veturna, sem annars er sjaldan ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.