Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 14
SNEMMA ( vor var haldin hér ráðstefna að tilhlutan Félags skólabókasafnsvarða og Félags bókasafnsfræðinga. Ráðstefnan var haldin í Norræna húsinu og fjallaði um börn og fjöl- miðla. Þar voru mættir fulltrúar frá hinum ýmsu fjölmiðlum ásamt áhugafólki um þessi mál og erindi voru flutt um þjónustu fjölmiðl- anna við börn, þ.e. bókaútgefenda, dagblaða, leikhúsa, kvikmyndahúsa, útvarps og sjónvarps. Á eftir voru frjálsar umræður. Erindin voru fróðleg og margt kom þar at- hyglisvert fram, enda verið að fjalla þarna um málefni, sem ekki hefur verið gefinn gaumur fyrr sem skyldi og því síður nokkur úttekt á þeim gerð. En það segir ef til vill sína sögu um afstöðu fjölmiðla til barna, að hvorki blöð né sjónvarp eða útvarp minntust á ráðstefnuna að henni lokinni né kynntu niðurstöður hennar. Það kom fram ( umræðunum að hér er gefið út allmikið úrval barnabóka á ári hverju og segja má, að meira sé vandað til þeirra nú en áður var. Ef til vill hafa verðlaunaveitingar fyrir góðar barnabækur verið holl hvatning. Barna- bækurnar eru þó flestar þýddar og má þvi segja að skortur sé á góðum barnabókum úr islenzku umhverfi og eftir íslenzka höfunda. Dagblöð sinna litið ungum lesendum sérstak- lega. Morgunblaðið birtir að visu fastan dálk fyrir börn á hverjum degi, sum hinna dagblað- anna eina siðu í viku hverri — en öll birta þau myndasögur, sem eru vægast sagt afar misjafn- ar að gæðum. Þar með upp talið. Leikhúsin hér í Reykjavik sýna að jafnaði eitt leikrit á ári, sem ætlað er börnum og láta það nægja. Leikhúsin eru þvi tæpast virkur þáttur i lifi barna. Manni dettur i hug að betra væri að hafa þau fleiri, fjölbreyttari og iburðarminni. Útvarpið hefur löngum haft fasta dagskrárliði fyrir börn, 3—4 á viku, að minnsta kosti yfir vetrarmánuðina og má segja að útvarpið standi nokkuð vel að þjónustu við þennan þjóðfélags- hóp. HVERJUM ERVERIÐ AÐ ÞJÖNA? Kvikmyndahús sækja menn meira hérlendis en t.d. hjá nágrannaþjóðunum og sama gildir sjálfsagt um börnin. „Þrjú"-sýningarnar i kvik- myndahúsunum á sunnudögum eru sérstak- lega ætlaðar börnum. Þvi miður virðist vers mikill skortur á góðum kvikmyndum fyrir börn úti í hinum stóra heimi. Að minnsta kosti ber ekki mikið á þeim hér. Að visu er börnum heimilt að sjá allar kvikmyndasýningar, sem ekki eru bannaðar börnum og sýndar eru á öðrum tíma, en þróunum í kvikmyndaiðnaðin- um hefur af einhverjum annarlegum orsökum orðið sú, að mikill meirihluti kvikmynda, sem framleiddar eru, eru taldar skaðlegar börnum. Og þá er komið að sjónvarpinu. Þar eru fastir liðir ætlaðir börnum — ein klukkustund tvisvar í viku. (Hér skal tækifæri notað til að harma hversu slysalega tókst til um vinsælustu per- sónuna i í barnaþættinum, sem send var í sveit og óvíst er hvort komi aftur) Nú hafa börn mismundandi aðstöðu til að notfæra sér þjónustu fjölmiðla og þurfa i sum- um tilvikum að sækja til þeirra fullorðnu, t.d. um bókakaup, miðakaup i leikhús og bíó, en hinir fjölmiðlarnir, dagblöð, útvarp og sjónvarp, eru hvort eð er á langflestum heimilum. Börn- um er því oftast ( lófa lagið að nálgast það sem þar er á boðstólum. En fjölmiðlar hafa ekki allir jafn greiðan aðgang að börnum. Sá þeirra sem hefur vafa- laust greiðastan aðgang að börnum á ungu skeiði og þá um leið sterk áhrif, er sjónvarpið. Þvi verður ekki neitað, að ung börn horfa á miklu fleiri þætti ( sjónvarpi en þeim eru ætlaðir sérstaklega, þar með á allan fjöldann af glæpa og ofbeldismyndum sem sýndar eru i viku hverri. Og manni verður á að hugsa: Er nokkur þörf á þvi að senda þetta efni inn á heimilin? Hverjum er verið að þjóna? Hefur farið fram einhver könnun á þvi, hvort fólk kærir sig um þetta? Einhver segir ef til vill, að þessar kvikmyndir séu hvort eð er sýndar ( kvikmyndahúsunum, en rekstrargrundvöllur kvikmyndahúsa er annar en sjónvarps. Sjón- varpið er ríkisstofnun, ábyrgð forráðamanna þess þvi meiri og mikils um vert að efnið, sem valið er til flutnings sé ekki beinlínis skaðlegt neinum þegnanna. Ekki heldur þeim smæstu. Hulda Valtýsdóttir Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu yf-LM ■ ■ . f ■ v. if ' ' >r‘l > BiM ■■ /K MfiM ILI ■iV1 grí 5 Á L R. W- m E R K U. R íf" O A fí’U' ■ Pfi T © K A R £/,«» 'A L fl i. í K fi M í- 6. R fl s ft 5 N / L N f 'o P ö K K 1 R 1 T A L o h N K' s 'A T U R r * « -fMN o 2 0-V. A Æ L l R 14« * Ú»K!: <• K ft A F A L D R A- t> A A AJ 'f> S kc ftf t A F L F T Æ R l f U 1 i> / N ífíHD K K i HBoSi S T o í> . ( i. F R A Ð 'o A 4 ’A F A S T i '■R ;eA Aó/iv u R T A (R A £> A L kvfF A R o M i R TU- R N L-if fAÍ’l U L D c U A 5FtA U I £> —^ r Ö N N £ K 1 M A F R Æ D A S, 9 1 Aí Ý V A R N '0 R 5 'o R A e N cP n R K ■ M A. { V r* A S L A BVíif’ rJfJw R E ! S T f A ffu G Í9 9):1 Jr r 4 P V \ZC\K Mc(x u« w A/öxTöK OÍT KV- ■ æmi FÆð- IR 1 1 X- Áf- ÖXT- U R. ZiUttT- Rsr yp/R. 1 VJ.Ljt V.' LÍFF l PflRN' l-Ð I M w 1 í 1 ! UfKU VFiR- HÖFM HdLU IL’ BL ITkk l FrtT/í- AfiUO.- 1 N aflw' U*PI ðét-T- i £> t,KT- HTL - ASr Ko(?M KVA© PF- ’T 0 TftF- NR 1 Hfl- L- OR. c/e lu.- HftFN VÆTí-íR k £ - £RT CF Zf/N5 FUUL- ANA f/ílUM ófifF'fr PHR- £ib)KQP. /Kl Pf/fil H IÐUR. fUPdTJ ■rétVL VýtR~ 1 N n ir EMD- 1 hSL pýsiti KfVf?//? 5"/9Aí- HC-T- fÍFL ÚX\L - OM-A H uT. f>P- fllAT UAr PiWMAP. VtW an 1 Ll- 1 ir- aaiMM dP eit*-, tvsíflFiH. & & u RKl'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.