Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 10
Klappað á25. þinginu f Moskvu. Hér er kjarni forréttindastéttarinnar saman kominn. Yfirstéttin í Sovétríkjunum og hið ljúfa líf hennar byrðis. Eins geta fjölskyldur vís- indamanna, flokksforingja, rit- höfunda, leikhúsmanna. Synir ætlasl til þess að feður þeirra eða tengdafeður ýti sér á stað gegnum „blat“, og feðrunum finnst ekkert sjálfsagðara. Þetta gera aðrir, og ég gerði það fyrir son minn. Hví þá ekki?“ Sumir háskólar og stofnanir eru orðin kunn sem nokkurskon- ar útibú flokksins, ríkisstjórnar- innar og yfirstéttarinnar. Sem dæmi má nefna háskólann í Moskvu, þar sem langflestir nem- endur úr forrréttindastétt stunda nám í laga- og blaðamannadeild, því það eru mestmegnis pólitfsk svið. Sma gildir um Tungumála- stofnunina og Alþjóðatengsla- stofnunina. Próf þaðan eru lykill- inn að utanlandsferðum og kannski stöðu í sendiráði erlend- is. Þarna láta æðstu menn flokks- ins og rfkisstjórnarinnar syni sína, dætur og barnabörn. Til- skildar einkunnir eru falsaðar gegnum „blat“. „Til þess að komast inn á MIMO (Alþjóðatcngslastofnunina) þarf góð meðmæli Komsomol eða flokksins" sagði stúdent nokkir mér. Hann nefndi sem dæmi fjöldann allan af börnum emb- ættismanna flokks og ríkisstjórn- ar, sem náð hafði inntöku gegn- um klíkuskap og „sambönd". Sjálfur er hann úr fjölskyldu flokksembættismanns, og sagði að yfirgnæfandi meirihlut stú- denta væri úr höpi forréttinda- stéttarinnar. Þar væri ekki of margt um „venjulega" stúdenta , því að þótt þetta væri ekki leyni- lcg stofnun, væri hún ekki í hópi opinberra æðri menntastofnana í Sovétríkjunum. Vinur minn sagði, að hann vissi um kennara einn við MIMO, flokksmann sem hafði verið rek- inn úr starfi sínu, vegna þess að hann hafði óhlýðnast skipunum skólastjórans um að veita börnum úr yfirstéttarfjölskyldum hæstu einkunnir. Þau eru þekkt meðal rússa scm „Sovetski detki“ — „Sovétkrakkarnir". Hann sagði, að meðan hann hefði stundað nám, hefðu margir nemendur úr háttsettum fjölskyldum stundað námið slælega, en komist hjá brottrekstri gegnum fjölskyldu- sambönd. Einn daginn buðust nokkrir ungir vinir mínir til að smygla mér inn í stofnunina til að lilast þar um. Hún var ein þessara lok- uðu, sovésku stofnana, engin merki á dyrunum, sem gcfið gæti til kynna, hvað þar færi fram innan veggja. Verðir voru við dyrnar til að halda óviðkomandi í burtu. Skilti var við innganginn. „SVNIÐ SKILRÍKI", en vinir mínir fullvissuðu mig um, og reyndist það rétt, að nægja myndi að kinka ákveðinn kolli til varð- anna og stika óhikað framhjá þeim til að komast inn. Mér voru sýndar kennslustofurnar og böka- safnið, þar sem sérstakt safn blaða og bóka lá frammi. En mér til nokkurra vonbrigða virtist mér stofnunin fremur áþekk venjulegum sovéskum stofnun- um, þrátt fyrir þá staðreynd, að þarna stundaði aðeins forrétt- indastéttin nám. Þarna voru greinar um hernaðarviðbúnað, og strikað var undir suma kafla mcð rauðu til að bcnda á það, hvc miklu vestræn ríki cyddu í varn- armál. Kennslustofurnar voru eins og í skóla frá þriðja áratugn- um. Einfaldir trébekkir og borð, rispuð og útpáruð. Ég sá ekkcrt þeirra fullkomnu kennsluta?kja, sem heyra IiI bandarískum há- skólum. Þó eru þar haldin böll og aðrar skemmtanir. Bandarísk stúlka fór eitt sinn á ball þar ásamt nokkr- um vinum sínum frá Austur- Evrópu (því þarna stunda cinnig nám synir og dætur austur- evrópskra leiðtoga). Sagðist henni svo frá, að mjög vestrænn bragur væri á einkasamkvæmum í MIMO. Vinir hennar bentu henni á barnabörn Brésnevs og Kosygins meðal dansparanna, og dóttursonur Kosygins lék á gítar í skólahljómsveitinni. „Hann lék vel“, sagi hún. „Ég man ekki til þess, að hljómsvcitin hafi lcikið eitt einasta rússneskt lag allt kvöldið. Þetta voru allt bftlalög, Rolling Stoneslög og önnur vest- ræn dansmúsík. Og sungin á ensku, meira að segja. MIMO er ekki eina stofnunin, sem öðlast hefur frægð fyrir að veita eingöngu börnum forrétt- indastéttarinnar inngöngu. Þar má einnig nefna Novosti frétta- stofuna (sem margar lcyniþjón- ustur á Vesturlöndum telja vera útibú frá KGB), og Bandaríkja- og Kanadastofnunina. Fyrir þrýsting foreldra sipna hefur þetta unga fölk komist í feitar stöður í útgáfufyrirtækjum og rannsóknastofnunum, sem fást við utanríkismál. Sjálfir benda rússar gjarna á það, að yfirstéttin nú á dögum sé jafnt og þétt að fá á sig svip yfirstéttarinnar fyrir byltinguna. Verkfræðingur einn sagði mér, að sín skoðun væri sú að spá Marx um þróunina i auð- valdssamfélögum — efnahagslcgt vald safnist á stöðugt færri hend- ur — virtist vera að rætast í Sovétríkjunum. A margan hátt virðist forréttindastéttin sýna stéttarvitund á öllum aldursstig- um. Eiginkona rithöfundar nokk- urs, sem komið hefur allvel undir sig fótunum, sagði mér, að átta ára gamall sonur sinn hafi verið feiminn við að bjóða öðrum drengjum heim með sér úr skól- anum, þar til hann rakst á son velþekkts hershöfðingja. „Ilann vildi ekki láta hina sjá, hve vel þau byggju. En það var allt í lagi með son hcrshöfðingjans." Ein óskrifuð rcgla virðist ríkja meðal hinna útvöldu, og hún er sú, að börn þeirra geta ekki kom- ist til metorða í stjðrn flokksins. Furðulega fá börn núverandi leiðtoga hafa sýnt vilja eða getu til að velja sér feril á stjórnmála- sviðinu. Helsta undantckningini er Anatoli, sonur Gomykos, sem' er þriðji æðsti maður í sovéska sendiráðinu í Washington, og tengdasonur Kosygins, Gvishiani, sem áður er getið, sem er núna varaforseti hins áhrifamikla Ta>kni- og vfsindaráðs. Sovétmenn, þar á meðal hrein- trúaðir marxistar, hafa lagt þess- ar staðreyndir um takmörkun valdaerfða fram sem sönnun þess, að ný forréttindastétt hafi enn ekki myndast í sovésku þjóðfé- lagi. „Slík stétt yrði að standa miklu traustari fótum til að geta átt einhverja framtíð fyrir sér,“ sagði einn marxískur vísindamað- ur mér. „Fyrir byltinguna gat að- allinn verið öruggur um stöðu sína. En svo er ekki lengur. Eng- inn getur talis óhagganlegur f sessi núna. Tapi hann stöðu sinni, tapar hann öllu hinu um leið. Staöa hans og forréttindi ganga ekki í erfðir. Hver og einn verður að vinna sig upp á eigin spýtur.“ Margt er vissulega til í þssari röksemdafærslu, en hún virðist aðeins gilda um samanburð við titla, oðul og ýmis önnur ytri stöðutákn keisaradæmisins. En núna setja leiðtogarnir börn sín Framhald á bls. 16 Magnús Þorkelsson Kuldi napurs morguns bftur eyru mfn ég geng til móts við forlög mfn hugsanirnar um þig halda mérgangandi en mig langar til að snúa við Ég geng enn eftir hálli götunni. Þú bíll hægðu á þér ég vfk ei úr vegi þú bfll hægðu á þér. Það ert þú sem skalt stansa. Ég vfk ei úr vegi fyrir vélum því skyldi hin eilffa sál mfn (samkv. kenningu biskupsins) víkja fyrir vél þú bfll ég sagði þér að stansa Varlega læknir........ ö magnea matthíasdóttir eða hvað? á haustin styttast dagarnir og dropar setjast á næturdimmar rúðurnar. ég teikna mynd f móðuna og veit óljóst að árin hrynja af Iffstré mfnu einsog laufin af trjánum. -kannski er komin stundin til að taka sjálfa sig alvarlega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.