Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 12
■ - Fyrrverandi hershöfðingjar f suðurvíetnamska hernum á skólabekk f „endurhæfingarbúðum" utan við Saigon. Þeir urðu eftir, þegar aðrir suðurvfetnamskir framámenn flúðu land. Nú sæta þeir skipulegri uppfræðslu f kommúnisma, svo, að þeir megi verða nýtir þegnar bráðabirgðabyltingarstjórnarinnar. Eftirlegu- kindwr / % endur- hæfíngu Við lok styrjaldarinnar í Vietnam var spáð fjölda- aftökum og blóðbaði líkt og átti sér stað síðar í Kambodíu. En til slíkra hefndaraðgerða kom ekki í Vietnam. í stað þess að leiða forustumenn stjórnar- hersins fyrir aftökusveitir, voru þeir sendir í skipu- lagða „endurhæfingu“ sem sumir kalla heilaþvott. Nú eru þeir orðnir „góðir strákar“ og hlusta með mikilli athygli á fræðara flokksins. Eftir Philip Jacobson. HERSHÖFÐINGJARNIR sátu á skólabekk, þegar okkur bar að, Skólinn er í heldur drunga- legum búðum f útjaðri Saigon- borgar. Af einhverjum ástæð- um höfðu þessir skólaskyldu hershöfðingjar orðið eftir, þeg- ar suðurvfetnamskir framá- menn flýðu land í stórum stfl um það bil, er kommúnistar hertóku Saigon. Sumir hers- höfðingjanna höfðu viljað flýja, en orðið fullseinir fyrir. Aðrir höfðu ekki viljað yfir- gefa óbreytta liðsmenn sfna í nauðum. Og nú voru þeir hér saman komnir til „endurhæf- ingar“. Að vfsu saknaði ég margra í skólastofunni. Get ég nefnt Thieu, fyrrum forseta og Ky marskálk, sem hélt margar, áhrifamiklar ræður um hetju- lega vörn til sfðasta manns — og hvarf sfðan upp í himin- blámann f einkaþyrlu sinni. Þeir, sem ég hitti f skólanum urðu einir eftir allra framá- manna úr suðurvfetnamska hernum. Líklega hafa þeir ekki vænt sér neins góðs. Flestir hafa sjálfsagt búizt við sýndarréttar- höldum. Þeir hafa ef til vill ekki búizt við dauða sfnum, en árciðanlega Iffstíðarfangelsi. Varla hefur nokkur búizt við þvf, sem varð f reyndinni. En nú sitja þeir f snyrtiiegum khakibúningum á skólabekk og hlýða fyrirlestri ungs manns frá Bráðabirgðabyltingar- stjórninni. Hann situr við kennaraborðið, hefur teglas fyrir framan sig og talar af mikilli alvöru. Hann er að „endurhæfa" hershöfðingjana. Það er raunar gamall og kunn- ur siður kommúnistastjórna, sem náð hafa völdum af kapf- talistum. Byltingarstjórnin heitir þvf, að hershöfðingjarnir fái fullan ríkisborgararétt f víetnamska lýðveldinu, þegar endurmenntun þeirra fjúki. Hins vegar verjast yfirvöldin sagna um það, hvenær henni muni ljúka. Þegar uppstyttur verða milli kennslustunda taka hershöfð- ingjarnir fyrrverandi sér garð- áhöld f hönd og yrkja matjurta- garðinn f búðunum, eþegar snúa sér að matseld. Þegar okk- ur ljósmyndaranum varð geng- ið út f garðinn var Le Minh Dao, fyrrum yfirmaður 18. her- deildarinnar að vökva. Ilann hafði ég séð áður. Það var f hinni grimmilegu orrustu um Xuan Loc, fáeinum dögum áður en strfðinu lauk. Dao virtist all- sáttur við Iffið og tilveruna og hafði ekkert á móti þvf að Riboud ljósmyndari tæki af honum myndir. Það eru ekki nema nfu mán- uðir frá þvf, að endir var bund- inn á styrjöldina f Vfetnam og þá hafði hún geisað í full þrjátfu og fimm ár með litlum hléum. Það er þvf varla hægt að fella almenna dóma um það, hvernig nýju stjórninni hafi tekizt til. Landið allt var harla illa útleikið eftir strfðið og end- urreisnin er tæpast hafin. En Mörg þúsund börn urðu munaðarlaus f strfðinu. Bera ófá þess Ijós merki, að þau eru bandarfsk f aðra ættina. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.