Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 11
Halldór Laxness. Eftir málverki N(nu Tryggvadóttur. 1 samantekt, sem birtist í Lesbók Morg- unblaðsins og nefndist „Það er hátíð á Jagara- lundi“, voru næstum eingöngu rakin bein tengsl milli fyrsta kafla Eldur í Kaupin- hafn og „Danmark í Fest og Glæde“. Hér á eftir verða því rakin bein og óbein tengsl milli kaflans og ann- arra bóka, svo og óbein tengsl milli hans og „Danmark í Fest og Glæde“. i. í bréfi, sem Árni Magnússon ritaði rentukammerinu 17. sept. 1707 segir hann m.a. „Nu saa de forskrefne kiöbmænd hafdc giort dette haf had til mig (hvor om jeg ei stort skiötter), saa have de her i landet interessede derhos (som jeg veed) haft henseende der til, at den forehavende Islandske Commission (hvor med de ere misnöjede, kand skee og en deel bekymrede for dens udgang) her ved skulde forhales og blive uendelig". (A.M. Embedsskrivels- er, bls. 287.) Þessi orð fyrirmyndar Halldórs Laxness að Arnas Arnæusi Is- landsklukkunnar, réttlæta þá fullyrðingu „kommertsíenráðs Úffelens af Hamborg", er hann kallaði Arnas Arnæus „þann Is- lcnding sem danskir Islandskaup- menn ncfna Satan holdtckinn". (Eidur, bts. 14.). II. I drottningarveislunni á Jagara- lundi var Arnas Arnæusi ekki kunnugt um, að dómur var fallinn á hann í „svonefndu Bræðra- túngumáli", þótt ýmsum veislu- gestum þar væri það kunnugt. I ævisögu Árna Magnússonar segir Finnur Jónsson m.a. um úrslitin í „Loft- salir hugmvnd anna’ Nokkur föng Halldórs Laxness í fyrsta og áttunda kafla Eldur í Kaupinhafn. Eiríkur Jónsson tók saman Eirfkur Jónsson máli Árna við Magnús Sigurðsson f Bræðratungu, að þau hafi „hlot- ið að vera Árna hart áfelli, ekki sist þess vegna, að nú gátu mót- stöðumenn miklu fremur hlakkað yfir óförum hans í þessu máli, sem svo mjög snerti hans heiður og manndöm. Heldur ekki voru úrslitín þægileg andspænis vin- um hans í Khöfn". (Safn fræðafé- lagsins VIII., bls. 97.) Þessi orð Finns virðast vera í skyldleika við eftirfarandi mólsgrein i fyrsta kafla Eldur í Kaupinhafn. „Og enn sfður skyldi hann hversvegna tveir hans kollegar úr þvf andlega dómhúsi fóru hjá sér þcgar þeir sáu hann; og starfsbróðir hans og gamall vinur, kónglegur lærifaðir og bókavörður Worms, mælti við hann annarshugar með ókyrru fasi og varð hið fyrsta á brott“. (Eldur, bls. 16—17.) 1 fyrsta kafla Eldur í Kaupin- hafn ræðir „kommertsíenráð" X-'ffelen af Hamborg" við Arnas Arnæus um hin dýru grimuböll, sem haldin voru við dönsku hirð- ina. Vera má, að þar sé um óbein tengsl að ræða við frásögn af grímuböllum i bókinni „Danmark i Fest og Glæde“, en þar segir svo m.a. „Paa Hofforlystelsernes Pro- gram kom MASKERADERNE under den danselystne Konge snart til at indtage den överste Plads. Allerede i Jan. 1701 blev der paa Köbenhavns Slot afholdt en prægtig Maskerade, hvor rnan saa Hoffet forklædt i forskellige Nationers Dragter, tyrkiske, moskovitiske, persiske og polske. Lystighederne begyndte Kl. 4 om Eftermiddagen „med Tractement for de kongelige Betjente, og sid- en indtil sildig ud paa Aftenen blev adskillige Leg og Dans fore- taget". En Uge senere var der atter Maskerade paa Slotted, til hvilken de fornemste Hof- og Civilembedsmænd „med deres udstafferede Damer infandt sig og lod i deres Forklædelses- Invention ingen Kostbarhed mangle“. I 1703 afholdtes der to Dage i Træk Maskerader til Ære for det mekleborgske Fyrstehus. . . . Aaret efter Kongens Hjem- komst holdtes der hver Onsdag Maskerade ved Hoffet, i hvilken hver andstændig Person kunde deltage. „Disse Maskerader" sig- er E. Pontoppidan, „kostede store Penge og blev Maskerne trakter- ede med Vin og Sukkerbröd, gjorde store Optog og var helt prægtige“.“. (Danmark i Fest og Glæde II., bls. 189 og 191.) 1 fyrsta kafla Eldur í Kaupin- hafn kemst „kommertsienráð Úff- elen af Hamborg“ svo að orði um grimuböllin. „og óþarfi ég fræði yður um þá vaxandi erfiðleika sem á verða I ríkisráði að fá sam- þykt þau tillög scm skulu, að standa straum af grímuböllunum, en þeim fer ekki alleinasta hrað- fjölgandi, heldur gerast með hverju ári íburðarmeiri". (Eldur, bls. 19.) IV. I ævisögu Árna Magnússonar ræðir Finnur Jónsson um fyrsta bréfið, sem Árni Magnússon fékk frá Þormóði Torfasyni (bréfið er prentað i A.M. brevveksling með Torfæus, bls. 1.—4.) og segir þar m.a. „1 fyrsta brjefinu til Árna (12/11 1688) þakkar Þormóður „fyrir góða conversation (sam- ræður)“ og óskar að „vinskapur- inn mætti eftir umtali continuer- ast“ (haldast við), og ræðir við hann i brjefinu sem vin og kallar hann í ávarpinu „Monsieur Árni minn Magnússon, fornemme gode ven“,. Vinskapurinn „continúer- aðist“.“. (Safn fræðafélagsins VIII., bls. 13.) „En hvað um gildir, böllin verða að kontfnúerast“. (Eldur, bls. 20.) V. I drottningarveislunni á Jagara- lundi sýnir „kommertsíenráð Úff- elen af Hamborg" Arnas Arnæusi tilboð um kaup á Islandi, sem hann hafði fengið frá danakon- ungi. 1 „Ný félagsrit" (XXI, 107), er birtur hluti af bréfi, sem Kristján 4. ritaði 9. febrúar 1645, til tengdasonar sins Korfitz Ul- feld, ríkishofmeistara. Verða hér á eftir sýnd tengslin milli þessa bréfs og tilboðs þess, sem „Úffel- en“ Islandsklukkunnar fékk frá konungi dana. „Þessa dagana var hjá mér mað- ur frá Hamborg frá nokkrum kaupmönnum þar, sem nefnir sig Uffelen. Hann bauð mér 500.000 dali, ef þeir fengi Island að veði. Ég gekk að þessu með nokkrum skilmálum. Nú fáum við að sjá, hverju fram vindur um þetta kaup. Á þessum tímum má allt gera með peningum, ef Guð al- máttugur vildi gefa mér þá“. (Ný félagsrit XXI. árgangur, bls. 107.) „Sá þýðverski dró þá innanund- an kápu sinni skjal með nafni og innsigli vors herradóms þarsem nokkrum kaupmönnum í Ham- borg var boðið að kaupa það ey- land miðjavega milli Noregs og Grænlands, sem menn nefna Islandiam, ásamt með þess gögn- um og gæðum til fullrar og frjálsrar eignar, þarmeð fult og algert afsal Danakonúngs og hans niðja fyrir ofannefndu eylandi um eilffa tlð, og skyldi veðsetjast fimm tunnur gulls sléttar og greiðast vorri kónglegu f járhirslu að kaupamála undirskrifuðum." (Eldur, bls. 20—21.) Rétt er að benda á, að ein tunna gulls jafngilti þá 100.000 dölum, eða „fimm tunnur gulls sléttar" 500.000 dölum. VI. I Landfræðisögu Islands II., eft- ir Þorvald Thoroddsen, er sagt frá skýrlu Cornelíus Wulf landfó- geta til Raben stiftamtmanns (dags. á Bessastöðum 30. ágúst 1720.) um ástand lands og þjóðar. Milli þessarar skýrslu og fyrsta kafla Eldur í Kaupinhafn má finna óbein tengsl. Verða þau því rakin hér. „Höf. telur það einnig ófært, ef verzlunin islenzka er leyfð öðrum en Kaupmannahafnarbúum, því 200 fjölskyldur í Höfn hafi upp- eldi sitt af islenzku verzluninni og skipaferðir til Islands haldi uppi skipaútgjörð Kaupmannahafnar". (Þorvaldur Thoroddsen: Land- fræðisaga Íslands II., bls. 272— 273.) „Sú fjölskvlda er varla til hér I þessum stað, að ekki hafi einhver meðlimur hennar brauð sitt frá compagniet". (Eldur, bls. 23.) VII. I fyrsta kafla Eldur í Kaupin- hafn tæpir „kommertsíenráð Úff- elen af Hamborg" á þvi, að Jón Arason biskup hafi skrifað Karli fimmta Þýskalandskeisara bréf, þess efnis, að ísland yrði losað undan yfirráðum danakonungs, en yrði í einhverskonar sambandi við Þýzkalandskeisara. Frá þessu meinta ráðabruggi Jóns Arasonar segir svo í Árbókum Jóns Espó- líns: „enn hin bréfinn er sagt er hann hafi ritað Karli keisara, oc á hafi stadid at hann vildi af ást til fóstrlands sins oc eptirkomenda, koma landinu undan yfirgángi oc ágyrni Dana, oc undir keisarann, . . .“. (Jón Espólín: Islands Ár- bækur, IV. deild, bls. 45.) I fyrsta kafla Eldur í Kaupin- hafn segir svo: „Spurt er alleinasta hvort hag- legra sé fyrir þá fslensku að þcirra ey Islandia sé danskt þrælahús ellegar sjálfstætt her- togadæmi — undir ægishjálmi kcisarans, bætti Arnas Arnæus við. Slik hugsun þótti íslenskum tignarmönnum eingin fjarstæða áöur fyr, sagði Úffelen. 1 Ham- liorg liggja merkilcg fslensk bréf gömul". (Eldur, bls. 26.) VIII. 1 ævisögu Árna Magnússonar eftir Finn Jónsson segir svo á bls. 88. „Það má sjá af bréfi Árna til yfirritara Dose 1707, að veturinn áður, sem Árni var I Kaupmanna- höfn, hafi hann verið spurður um hvort hann niundi ekki vilja ger- Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.