Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 13
vfst er, að blóðbaðið, sem marg- ir bjuggust við eftir sigur kommúnista, varð ekki, og af því mun ekki verða úr þessu. Ekki hefur komið til neinna fjöldamorða lfkra þeim, sem urðu f Kambódfu, er kommún- istar tóku völdin þar og borgar- búar í Víetnam hafa ekki verið fluttir nauðungarflutningum út í sveit í jafnstórum stfl og f Kambódfu. „Víetnam er eitt ríki og þar býr ein þjóð“, sagði Ho Chi Minh forðum og rakst ég á þessa fullyrðingu á stóru skilti á almannafæri þar, sem áður voru auglýstar Lucky Strike sígarettur og Coca Cola. Á öll- um opinberum byggingum eru nú tveir fánar; það er fáni Norðurvfetnams, gullin stjarna á rauðum grunni, og fáni Bráðabirgðabyltingarstjórnar- innar, gullin stjarna á bláum og rauðum grunni. „Ekkert er dýrmætara en frelsi og sjálf- stæði“, sagði Ho frændi. Nú minna milljónir látinna Vfet- nema þá, sem eftir lifa, á þessi orð. Ekki er búið að strjúka bandarfska blæinn af Saigon. Reyndar er eins og fátt hafi breytzt. Enn fæst þar Coca Cola og Lucky Strike. Af mynd- um Marc Riboud er ekki annað að sjá, en borgarbragurinn sé að mestu leyti eins og var og má það merkilegt heita. Menn aka enn japönskum vélhjólum. Umferðarteppur eru jafnal- gengar og forðum og bensfn- stybba liggur enn í loftinu. Reiðhjólum hefur að vísu verið fjölgað. Fótstignir leiguvagnar voru eitt sinn bannaðir, en nú en» þeir aftur komnir til sögu og bætir það umferðina sfzt. 1 Saigon not« menn tveimur og hálfum sinnum meira bensfn en allir Norðurvfetnamar. Að vfsu á svo að heita, að 0o>sfn sé skammtað mönnum, en til er lfka „frjáls markaður" og þar er komin skýringin. Enn er stunduð í Saigon elzta atvinnugrein heims. Verkakon- ur götunnar sitja eftir sem áð- ur fyrir viðskiptavinum á bör- um og hótelum. Þær ræddu sín á milli um ástand og horfur, og leizt ekki alls kostar á blikuna. Sögðu sumar, að ekki væri ann- að eftir en klippa hár sitt og neglur, skrýðast þjóðbúningi og koma sér út í sveit. Það ætti að banna vændi; bráðabirgða- byltingarstjórnin hefði hótað því. En það er ekki komið að þvf, og sjálfsagt er að vinna meðan vinnandi er. Vinsæl, ársgömul, bandarísk dægurlög hljómuðu úr glymskratta undir umræðum stúlknanna um atvinnumálin. Einn daginn, þegar Riboud var að taka myndir fyrir utan Continentalhóteiið rann þar hjá Triumph Spitfire sportbfll. í honum sátu þrfr ungir menn, augljóslega af tagi þeirra, sem aldri voru kallaðir f herinn í stríðinu, þótt syrti oft og mjög f álinn fyrir Suðurvíetnömum. i sama bili fóru tveir ungir her- menn hjá á fornlegu reiðhjóli. Þeir voru f orrustuklæðum og höfðu hjálma á höfði. Þeir voru allvígalegir. Var nokkur hugg- un í þeirri tilhugsun, að kannski væru þeir bara á leið- inni á þjófamarkaðinn að kaupa hljómflutningstæki, myndavélar eða sjónvarpstæki af hinum tungulipru kaup- sýslumönnum þar, sem áður seldu bandarískum hermönn- um. Varningurinn á þjófa- 1 Saigon er orðið þröngt um manninn. Rfkisstjórnin hefur þvf „boðið" einni og hálfri milljón manna að flytja út f sveit. Daglegt lff f Saigon gengur enn sinn gamla gang. Að vfsu eru einkennisbúningar hermanna nú breyttir frá þvf, sem áður var, en umferðin er mikil og f jöldi fólks ferðast á mótorhjólum. Á þjófamarkaðinum f Saigon má enn fá sjónvarpstæki, myndavélar og hljómburðartæki úr verzlunum Bandarfkjamanna. Við An Loc urðu grimmilegir bardagar árið 1972. Hér eru nokkrir minnisvarðar. ■’.il ‘ 1- Í ■ 1 “'i ■■ t' *•:: <$*.> ■;. • „ . mi*". ' QSRbf? < >->». * - ■ , Iv’). 'ýsVi- ?j- . i > i :■ / HllHI rf* w • ; • ?-■ j • - markaðinum er mestallur úr verzlunum Bandarfkjamanna, er þeir létu eftir í skyndingu. A þessu má sjá, að lífi'ð f Saigon gengur að mörgu leyti enn sinn gamla gang. Ovíst er hins vegar, hve lengi það verð- ur. Það mun taka tfmann sinn að reisa sósíalskt ríki á rústum þess gamla. En Norðurvfetnam- ar hafa fullan hug á því og hafa lengi haft. Tuttugu og fimm þúsund opinbera starfsmenn sendu þeir suður á land eftir stríð; hafa þeir tekið við stjórn- störfum af sunnlendingum og vinna af kappi að endurreisn- inni. Enn eru tuttugu herdeild- ir úr norðurvfetnamska hern- um í Suðurvíetnam. Eiga þær að bregða við skjótt, ef sunn- lendingar skyldu rísa upp aft- ur. En ótrúlegt er, að svo fari. Suðurvíetnamar hafa gefið upp alla vörn, að minnsta kosti vopnavörn. Eigi bráðabirgðabyltingar- stjórninni að takast endurreisn og sameining ríkisins verður hún að vinna Suðurvíetnama til fylgis við sig. Nærri lætur, að það séu tuttugu milljónir manna. í Suðurvíetnam rfkti jafnan mikil kommúnista- hræðsla og mun eflaust langt líða þar til kommúnistar vinna traust sunnlendinga. En auk þess hefur sunnlendingum allt- af verið meinilla við sveita- mennina að norðan. Sé þetta haft í huga verða skiljanlegar sffelldar tuggur norðanmanna um sameiningu þjóðarinnar, eina þjóð i einu landi undir einum fána. Hamra norðlend- ingar mjög á þessum einingar- hugmyndum. Leggst þeim margt til í baráttu og mun það kannski þyngst á metunum, að gamla stjórnin f Suðurvíetnam var gerspillt og duglaus og auk þess má kenna Bandarikja- mönnum um margt, sem miður hefur farið. Ma nefna þau dæmi, að Bandaríkjamenn skildu eftir sig mörg þúsund eiturlyfjasjúklinga og kynsjúk- dómafaraldur, sem fór yfir landið þvert og endilangt. Eru kommúnistar nú búnir að stofna sjúkraskýli um allar jarðir til að ráða bót á þessu. Kommúnistar hafa farið var- lega að endurreisninni. Það er þó efalaust, að þeim er alvara í hug. Búið er að skipta landinu upp í „efnahagssvæði" og hafa Suðurvíetnamar verið fluttir þangað og búsettir á nýjan leik. Þetta eru gamlir hermenn eða opinberir starfsmenn Saigon- stjórnarinnar. Þeir fara fyrst í skóla og taka þar endurhæf- ingu, því næst fá þeir rfkisborg- araskírteini og loks er þeim „boðið“ að setjast að á fögrum stað úti f sveit. Nú vilja sumir alls ekki búa á fögrum stað úti í sveit, en miklu heldur við ljóta götu í miðri borg. Þá brosa mál- svarar sveitalífsins góðlega en einarðlega og segja sem svo, að menn megi auðvitað búa í bæn- um, ef þeir vilji, en það sé Ijótan af hrísgrjónaskömmtun- armiðarnir verði teknir af þeim fyrir vikiö. Og menn kom- ast ekki af í Víetnam, nema þeir fái hrfsgrjónin sfn. Hlýða flestir rödd skynseminnar og láta sér segjast. Kommúnistar eru sem sé farnir aö ganga á rétt manna til að ráða búsetu sinni og atvinnu og var þess svo sem að vænta. En líklega þykir flestum Víet- nömum það sanngjarnt gjald fyrir frið í landi eftir það, sem á undan var gengið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.