Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 15
Þrungin starfssemi lögreglunnar vegna alvar- legra afbrotamála, skattamisrétti og yfirvofandi lokun mjólkurbúSa hafa verið á þjóðfélagsdag- skránni upp á síðkastið. Hvert þessara mála er fjarska áhugavert og fjallað um þau af þrótti og sannfæringarkrafti. Þess er að vænta að lög- reglumálin haldist enn um hrfð i hugum manna, mjólkurbúðamálið mun sennilega logn- ast út af á veturnóttum án verulegra umbrota og skattamisréttisumræðurnar fara senn að hjaðna. Það er náttúra okkar að æsa okkur upp eina stund með þvílíkum gauragangi að les- endadálkar dagblaðanna springja utan af til- teknum málum. Svo er eins og ekkert hafi gerzt. En engin hætta er á að seigla lögreglunnar verði ekki söm. Þó svo að rannsókn nöturleg- ustu glæpamála sem um getur í nútímasögu okkar, standi yfir, heldur lögreglan á fleiri sviðum vöku sinni. Áfram verða handteknir smáþjófar og áfram verða teknir ökumenn sem virða ekki stöðvunarskyldu. Enda þótt fjár- svikamenn og glæframennirnir fái áfram að athafna sig og réttindalausir bflstjórar geysist um á farartækjum sfnum. Allt virðist beinast að þvf að ýta undir menn að vera nógu stórir f sniðum f athöfnum sfnum. Tilefni þessa rabbstúfs er sú Iffsreynsla sem hversdagslegur og löghlýðinn borgari verður fyrir, og áttar sig ekki á hvaða afbrot er óhætt að fremja, svo að allt fari vel að lokum. Ekki er mér kunnugt um hvaða starfsreglur eru f gildi meðal lögreglumanna um að þeir liggi til dæmis f leyni á gatnamótum í þvf skyni að handsama afbrotamenn sem gætu slæðzt þar yfir án þess að virða stöðvunarskyldu. Hvað sem þvf Ifður verður undirritaður borgari fyrir því f febrúarmánuði sfðastliðnum að drýgja þessi glöp við stöðvunarskyldumerki sem hafði þá tiltölulega nýlega verið sett upp á horni Hagamels og Furumels hér f borg. Umferð á þessu svæði er svo háttað að þar er sjaldnast ekið hratt. j mesta lagi að viðkomandi borgari hafi rúllað yfir þessi gatnamót á 20—25 km Hinn miklisöku- dölgur gripinn hraða. Og borgarinn ekur áfram grunlaus um annað en Iffið sé jákvætt og fagurt þrátt fyrir dumbung febrúarsins. En þá heyrist skerandi sírenuvæl, þegar kom- ið er kippkorn nær Grenimelnum. Fyrsta hugs- unin er að nú hafi orðið voðalegt slys og ekið er í ofboði út f kantinn til að hleypa bjargvættun- um hindrunarlaust hjá, sem eru á leið á slys- stað. En lögreglubfllinn nemur staðar með blikkandi Ijósin — en slekkur á sírenunni — fyrir framan bfl borgarans og út úr bílnum vinda sér tveir stæltir lögreglumenn, grfpa sökudólg- inn glóðvolgan og færa hann með töluverðum ákúrum inn i lögreglubilinn. Hefst þar hin miskunnarlausasta yfirheyrsla og ökunfðingn- um er leitt fyrir sjónir hversu alvarlegt brotið sé. Ekkert tjóir að hafa uppi varnir né lýsingar á þvi að f þau nftján ár sem viðkomandi hafi verið handhafi ökuskirteinis hafi hann ekki gerzt sekur um alvarlegra afbrot en skilja bflinn sinn stundum of lengi eftir við stöðumæla. En hér er talað fyrir daufum eyrum. Nú skal látið til skarar skrfða og málið verður ekki tekið nein- um vettlingatökum. Samt sem áður leynist með hinum sakbitna borgara sú djarfa von, þegar leiðir skiljast að f þetta eina sinn muni málið verða látið niður falla af mikilli göfugmennsku. En þvi er ekki að heilsa. Málið reynist alvar- legra en svo. Tveimur mánuðum síðar taka sakamanni að berast bréf þess efnis að hann hafi verið sektaður um 6.250 - kr. fyrir brot sitt að virða ekki nefnda stöðvunarskyldu. Um svipað leyti sjást i akstri á götum úti réttinda- lausir aðilar við akstur. Sömuleiðis hefur það gerzt að á bilastæðum er ekið inn i bil söku- dólgsins og hvergi liggur þá vökull lögreglu- maður i leyni til að handsama hinn seka. Smám saman forherðist manneskjan og ákveður að sinna ekki þessum bréfum. Svo léttúðug getur manneskjan orðið að finnast þetta jafnvel spaugilegt. En kerfið malar og siðari hluta júlfmánaðar þegar komið er úr sumarleyfinu, biður þá ekki ásamt með tilkynn- ingu um skattana, bréf frá sakadómi um að maður eigi að mæta fyrir rétt hálfum mánuði áður, ella verði sent lið á vettvang. Þar sem skattskráin verður og til að æsa upp geð einstæðrar móður með þrjú börn og henni er gert að greiða meiri opinber gjöld en obbinn af þingmönnunum og umsvifamönnunum leiðir það til þess að sökudólgurinn lætur sem vind um eyru þjóta þetta sakadómsbréf. Og nú fara allir peningarnir f að greiða skattana, svo að viðkomandi borgari sem hafði á sinum tima samvizkubit vegna brots sins glottir sjálfsbirg- ingslega og hugsar með sér að nú sé bara að biða aðgerða og afplána sinn dóm i fangelsi. Þvi að meira að segja löggan hlýtur að skilja að allt kaupið fer f skatt hjá þeim sem eru máttarstólp ar þjóðfélagsins og halda uppi fátækum at- hafnamönnum og fjölskyldum þeirra. Jóhanna Kristjónsdóttir. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu TÍH JCIK \/euun AfA'-K N1( WK FÆÖ- 1 * 1 [ A1- ö\r- a k ictvr. t.-.K, í ' ( V áA i \ i |4 F A G. u. p- K £ R 1 L'tffl ofí« >'■ ■ H- £ F w ir: l'* A T A R KmJUi- fiiH'U 'O L A ync- Kc-FfJ K ’A P A J 'j ^ / N 0 T A Sl'l' 1 P U K u R 5AK- VU-L L a F« TrJ- A»U J. fí** c, b A L L A R 1 6£tr- 'fÍKP '0 L ■ N1 l N Air 1 yc e l K A KtáO A R PF- ÍVAC N E 1 'rc'nr T A A' ? b L A K K U R C/ELU- iViii N l N A £.rr ■ ErJD- M-SCk A L L 5 L A a S A Illt'l FUUL AN» H N IflHÍ ÍI4UM ÓL/t'h s S TFTfiii A T A K AlPON P **>’- A Ck A H <Af± N M L Vc Ý l R A 5 M A R N l R flFL b K u R F A R i> I ,(lL P TT 'A R A N a u R ÞR- RUT HtMj) - 'b -Ð L I N a A R fYPiO- P.UIIAg •n/iOUK N A <L L Á R T 'A V£^1 N ‘,T A N D S V A R D R A S \í aOÍtJH 1 A N eP R A W. ytNrJ- isiflfif. K £ & R 'D U 9 U K* N 1 L U A S> —> V € R K l W A N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.