Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 5
Steinkola frá upphafi byggðar ð íslandi. Fannst F jörðu á Sellátranesi við Patreksfjörð. Við hlið hennar, hamar og dengingarsteðji. Ævagamall kassi með letri, sem ekki hefur verið ráðið Pennastokkslok sr. Arngrlms Bjarnasonar á Brjðnslæk með stöfum. Llklegt að sé starfróf af gamla höf ðaletrinu, þó ekki fullkannað selfangaranum, sem gerður var út i Norðurishaf — teningar úr kotru, afar fornlegir að sjá — og hvalkvörn —. Hvalkvörn? Jú, kvörn úr hvaleyra, látin i drykkjarílát kúnna og höfð þar sex vikur eftir burð. Einhver | mundi segja: Iss, gamlar kerling- arbækur. En þetta var gott ráð og gert af fyrirhyggju. Hvalkvörnin er ekkert nema kalk og gaf kúnni kalk í drykkjarvatnið sem hana skorti eftir burð. Ég man eftir að hvaleyra var geymt uppi á vegg í fjósinu, segir Egill. Upp úr kistunni kemur lítill verndargripur í keðju með ógreinilegu letri. Sá fannst í jörðu á Hnjóti. Og næst tveggja skild- inga peningur með gati og ártal- inu 1712. Hann er úr eigu Níelsar Kr. Bjarnasonar frá Hvallátrum á Breiðafirði, en faðir Níelsar smíðaði kirkjuna i Sauðlauksdal. Tvö spónasköft úr tré — útskor- in með ártalinu 1736 og stöfum S.S.E. . Þau fundust á Hnjóti. Og sláttupeningur með tölunni 24, svokallaður brauðpeningur, sem Pétur Thorsteinsson á Bíldudal lét slá — tölur úr hvalbeini, notuð í nærföt — . Eins og nærri má geta gefur þessi greinarstúfur ekki nema litla og lélega mynd af þessu merka safni, en við hættum frek- ari upptalningu því hér sannast hið forkveðna: Sjón er sögu rík- ari. Við vonum bara að þessu mikla starfi verði sýnd sú viðurkenning sem því ber, — að það verði öðr- um hvatning til að sinna varð- veizlumálum — og að sem flestir eigi eftir að fá tækifæri til að lesa söguna um lífsbaráttu fólksins hér á landi úr safninu hans Egils á Ilnjóti. Asdis Sigurðardóttir Nóttin Nú er hún vinkona mfn komin Þegjandi hún lagði smátt og smátt hjúp sinn yfir hvolfið. Hún breytti lit sævarins og fjöllin klæddust náttkjólnum sfnum. Það varð þögn úr þögninni varð nóttin vinkona mfn. Hún er heldur dimm f kvöld nóttin enda árið nú farið að eldast en þegar ungsumar er fer hún eins að hún er þögul en björt sveipar sjóinn og f jöllin mjúkri gylltri skikkju. Allt ljómar og bfður. Þá heyrast tónar sálna sem vakna leysa sig úr f jötrum dagsins. Því það er á nóttum ársins sem þf ar og vonir vakna ungra og gamalla viturra og vanmáttugra. Kenndir sem aðeins nóttin gefur eftir dagsins önn og venjur. Og nóttina átt þú aleinn án hafta. Og strengir sálna hljóma um láð og lög. Hugsun manna skerpist uppruni mannsins eflist hann verður hann sjálfur glaður tekur hann af sér grfmuna og svefninn verður sætur. Þá er nóttin glöð hún lyftir aftur hjúpi sfnum hægt og með varúð kinkar brosandi kolli til dagsins segir hvfslandi „nú eru börnin þfn enda kominn dagur á ný“ Or þræl dagsins varð konungur næturinnar. Allt þetta gerir nóttin . vinkona mfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.