Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 7
að segja eitthvað við mig eða vildi, að ég segði eitthvað við hann. Hann bjó til blaðagrind handa mér i smíðatímunum hjá sér og eina vikuna neitaði hann sér um hádegismatinn og keypti handa mér þrjá pakka af sigarett- um fyrir peningana, sem hann sparaði sér þannig. Hann virtist ekki skilja, að ég var áhyggjufull- ur og vildi fá að vera í friði. Á hverjum degi var það sama sagan, hann þarna í herberginu minu, aljtaf svona i framan eins og hann væri að bíða. Ég þagði oftast eða svaraði honum hranalega, þangað til hann hrökklaðist út. Ég get ekki gert mér grein fyrir þvi, hvað gerðist þennan eða hinn dag- inn. Ég var svo ruglrður, að vik- urnar runnu saman i eitt og mér leið djöfullega og var alvog sama um allt. En það var svo sem ekkert sagt eða gert. María héli áfram að fara í ökuferðir með fiflinu á gula bílnum og stundum brosti hún til mín, stundum ekki. Á hverjum eftirmiðdegi fór ég stað úr stað i von um að hitta hana. Annaðhvort var hún næstum þvi almennileg og ég fór að halda, að allt myndi lagast um siðir og henni myndi falla vel við mig eða hún kom þannig fram við mig, ið ef hún hefði ekki verið stelpa, hefði mig langað til þess að taka litla, hvíta hálsinn i greip mína og kyrkja hana. Þeim mun meira, sem mér fannst ég gera mig að fífli, því meir eltist ég við hana. Gaukur fór líka æ meir í taugarnar á mér. Hann horfði oft ásakandi á mig, en á hinn bóginn var eins og hann vissi, að þetta ástand gæti ekki varað að eilífu. Hann óx hröðum skrefum og ein- hverra hluta vegna byrjaði hann að stama. Stundum fékk hann martraðir eða kastaði upp morgunverðinum. Mamma útvegaði honum þorskalýsi. Að lokum kom að uppgjörinu milli mín og Maríu. Ég hitti hana, þar sem hún var að fara inn í ísbúð og bauð henni út með mér. Þegar hún neitaði, sagði ég eitt hvað andstyggilegt við hana. Þá sagðist hún vera orðin hundleið á að hafa mig vappandi í kringum sig og að sér stæði nákvæmlega á sama um mig. Allt þetta sagði hún og ég gat ekki hikstað upp einu orði. Á eftir gekk ég mjög hægt heim. í nokkra daga hélt ég kyrru fyrir í herberginu mínu. Mig langaði ekki út og vildi ekki tala við neinn. Þegar Gaukur kom inn I herbergið og leit einkennilega á mig út undan sér, öskraði ég á hann að hypja sig út. Ég reyndi að hugsa ekki um Maríu og ég sat við skrifborðið mitt og las tímarit eða tálgaði tannburstagrind, sem ég var að búa til. Mér fannst ég vera á góðri leið með að flæma þessa stelpu út úr höfðinu á mér. En það getur enginn gert að þvi, hvað gerist á nóttunni. Þess vegna eru hlutirnir núna eins og þeir eru. Nokkrum nóttum eftir þetta með Maríu, dreymdi mig hana. Það var eins og hitt skiptið, þið munið, og ég kreisti handlegg- inn á Gauki svo hann vaknaði. „Pétur, hvað er að þér?“ sagði hann. Allt í einu varð ég svo reiður, að ég hélt að ég ætlaði að Icafna. Reiður út í sjálfan mig og drauminn og Mariu og Gauk og alla, sem ég þekkti. Ég mundi eftir öllum þeim skiptum, sem María hafði litillækkað mig og allt það ljóta, sem hafði gerzt. Andar- tak fannst mér að engum myndi nokkru sinni þykja vænt um mig, annar en kjáni eins og Gaukur. „Af hverju erum við ekki vinir eins og við vorum áður,“ sagði hann. „Af hverju?“ „Æ þegiðu." Ég kastaði af mér sænginni, fór fram úr og kveikti ljósið. Gaukur sat í rúminu og deptaði augunum og hann var hræddur. Það var einhver djöfull á sveimi innan í mér og ég gat ekki stillt mig. Orðin gusuðust út úr mér, án þess að ég vissi, hvað myndi koma næst. Aðeins eftir á gat ég munað hvað ég hafði sagt og séð allt í skýrara ljósi. „Af hverju erum við ekki vinir? Vegna þess að þú ert það heimsk asta svin, sem ég hef nokkru sinni þekkt. öllum er sama um þig. Þó ég hafi stöku sinnum kenrit í brjósti um þig og verið almenni- legur, skaltu ekki halda, að mér sé ekki sama um fifl eins og þig“. Ef ég hefði hækkað röddina eða lamið hann, hefði það ekki verið svo slæmt. En ég talaði hægt eins og ég væri knúsandi rólegur. Munnur Gauks var hálfvegis opinn og hann var á svipinn eins og hann hefði rekið sig á vitlausa beinið. Hann var náfölur og svita- perlur komu fram á enni hans. Hann þurrkaði þá með handar- bakinu og smástund hélt hann hendinni eins og hann væri að aftra einhverjum að komast of nærri sér. „Skilurðu ekkert, ertu fæddur í gær? Af hverju færðu þér ekki kærustu og lætur mig í friði? Hvers konar stelpu-strákur ætlarðu að verða, þegar þú ert orðinn stór?“ Ég vissi ekki hvað myndi koma næst og réð ekki við mig. Gaukur hreyfði sig ekki og hann var í náttjakka af mér og hálsinn á honum var mjór og litill. Hárlokkurinn, sem hékk fram á ennið, var rennvotur. „Því ertu alltaf að elta mig, skilurðu ekki hvenær þér er of- aukió?“ Eftir á mundi ég eftir breyting- unni, sem varð á andliti Gauks. Smátt og smátt hvarf þessi tómi svipur og hann lokaði munninum. Augun voru saman kipruð og hann kreppti hnefana. Ég hafði aldrei séð þennan svip á honum fyrr. Það var engu líkara'en hann yrði eldri með hverri sekúndunni sem leið. Augun urðu hvöss, sem sjaldan ber við hjá börnum. Svita- dropi rann niður á kinn og hann virtist ekki taka eftir því. Hann sat bara þarna og augun hvildu á mér og hann sagði ekki orð og andlit hans var eins og gríma. „Nei, þú veizt ekki hvenær þér er ofaukið. Þú ert asni.“ Það var eins og eitthvað hefði brostið innan í mér. Ég slökkti ljósið og settist á stól við glugg- ann. Fæturnir skulfu og ég var svo þreyttur, að ég hefði getað öskrað. Hérbergið var kalt og dimmt. Ég sat þarna lengi og reykti velkta sígaréttu, sem ég hafði geymt mér. Úti fyrir var dimmur og hljóður garðurinn. Eftir dálitla stund heyrði ég að Gaukur lagðist út af. Ég var ekki reiður lengur, að- eins þreyttur. Mér fannst hræði- legt, að ég skyldi hpfa talað svona við strák ekki nema tólf ára gaml- an. Ég botnaði ekkert í sjálfum mér. Ég ætlaði að fara að rúminu til hans og jafna þetta allt saman, en ég bara sat þarna í kuldanum lengi, lengi. Ég hugleiddi, hvern- ig ég gæti kippt þessu í liðinn næsta dag. Síðan skreið ég upp í og gætti þess, að ekki brakaði í f jöðrunum. Næsta morgun þegar ég vaknaði, var Gaukur farinn. Seinna þegar ég ætlaói að biðja hann afsökunar, leit hann á mig á þennan nýja, harða máta og ég g„? ekki sagt neitt. Allt þetta gerðist fyrir tveimur eða þremur mánuðum. Síðan hefur Gaukur vaxið örara en nokkur, sem ég hef þekkt. Hann er næstum þvi orðinn eins hár og ég og hann er orðinn bemastór. Hann neitar að vera i gömlum fötum af mér og er búin að kaupa fyrstu síðu buxurnar sínar og æxlabönd til þess að halda þeim uppi um sig. Þetta er aðein^ þær breytingar, sem auðvelt er.að sjá og koma orðum að. Herbergió er alls ekki mitt lengur. Hann er búinn að kynnast hóp af strákum og þeir hafa stofnað með sér klúbb. Þegar þeir eru ekki að byggja kofa i ein- hverju auðu porti eða i skylm- ingaleik, eru þeir alltaf i herberg- inu. Á dyrunum er eitthvert bjánalegt krot í blokkstöfum. „Vei, þeim utanaðkomandi, sem stigur hér inn fyrir þröskuldinn," og undir þrjár hauskúpur og eitt- hvert leynimerki. Þeir hafa sett saman útvarpstæki og það glymur i þvi allan guðslangan daginn. Einu sinni þegar ég var að koma inn, heyrði ég einn strákinn segja lágt, hvað hann hafði séð gerast í aftursætinu á bil bróður síns. Það sem ég heyrði ekki gat ég getið mértil um. „Þetta er það sem hún og bróðir minn gera, alveg satt. . . þarna í bílnum.“ Andartak virtist Gaukur hissa og andlit hans varð næstum þvi eins og hér fyrr meir. En svo varð hann harðneskjulegur og þrár á ný. „Áuðvitað, fiflið þitt, við vitum allt um þetta.“ Þeir tóku ekki eftir mér og Gaukir fór að segja þeim frá því, að eftir tvö ár ætlaði hann sér að fara til Alaska og verða veiðimaður. En lengst af vill Gaukur vera út af fyrir sig. Verst er ef við erum einir í herberginu. Þá flatmagar hann i rúminu I þessum siðu, grófgerðu buxum með axlabönd- unum og starir á mig þessum harða, hálf glottandi svip. Ég fikta við eitthvað á borðinu hjá mér, en get ekki einbeitt mér út af þessum augum hans. Sann- leikurinn er sá, að ég verð að hafa mig allan við, vegna þess að ég hef fallið á tveimur prófum í ár. Ef ég fell i ensku, get ég ekki útskrifazt næsta vor. Mig langar ekki til þess að verða auðnuleys- ingi og ég verð því að taka mig á. Mér er orðió nákvæmlega sama um Maríu og allar stelpur og það amar ekkert að, nema þetta milli mín og Gauks. Við tölumst ekki við nema þegar við megum til. Ég vil ekki einu sinni kalla hann Gauk lengur og nema ég gleymi mér kalla ég hann sínu rétta nafni, Rikarð. Ef hann er í her- berginu á kvöldin, get ég ekki lesið. Þá fer ég út í isbúðina og reyki eða bara hangi með strák- unum, sem drolla þar á kvöldin. En mikið langar mig til þess að öðlast hugarró á ný. Ég sakna þess hvernig við vorum hvor við annan um tíma. Samband okkar var í senn skrýtið og dapurlegt. En allt virðist vera svo breytt og ég finn enga leið til þess að koma því í lag. Ég hef stundum verið að hugsa um, að ef við gætum gert út um þetta i slagsmálum, þá myndi allt lagast. En ég get ekki slegizt við hann, vegna þess að hann er fjórum árum yngri en ég. Og svo er það annað. Þessi glampi i aug- um hans er þess háttar, að ég held næstum því að ef Gaukur gæti, þá myndi hann drepá mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.