Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Page 12
Hestmynd Ragnars Kjartanssonar á Faxatorgi. Einskonar sœluvika. . . Jón: „Það fer ekki hjá þvi, að maður er undir nokkuð stífu eftirliti í svona bæ. En ég trúi, að það sé ekki meira hér en annars staðar í sambæri- legum bæjum. Króksurum skal þó sagt það til hróss, að það er gott að kynnast þeim og að þeir hafa húmor. Ég er að því leyti öðruvísi en flestir innfæddir, að ég hef hvorki gaman af hestum né veiði. En ég les mikið og stunda gönguferðir; geng hér upp í Molduxa og um næsta nágrenni. Oft er talað um einsemd fólks í borgum, en ég held að einmanaleikinn eigi líka heima hér; ég þekki fólk hér á Krókn- um, sem er mjög einangrað. Of marg- ir virðast fá áhugamál eiga; þeir sinna sínu daglega streði og setjast svo niður við sjónvarpið. Já, það eraldeil- is makalaust, hvað fólk heldur út að hanga yfir sjónvarpinu. Fyrir bragðið héfur reynzt erfiðara að halda úti félagslífi en áður. Um pólitíska fanatík mætti sega eitt og annað, en við skulum að mestu sleppa því. Sú var tiðin eftir því sem mér skilst, að menn voru mjög ákveðið dregnir í dilka eftir pólitískum litarhætti. Þetta er þó að breytast til batnaðar nú á síðustu árunum, en þó eimir eftir af því. Kannski er það eðlilegt, að pólitíkin verði persónulegri og harðari, þar sem menn þekkjast talsvert náið. En í sambandi við þetta er næstum ótrú- legt, hvað menn láta sér koma til hugar. Til dæmis sást ég á götu á dögunum með formanni eins af stjórnmálaflokkunum, — þeim flokki hef ég ekki tilheyrt. En maðurinn er gamall kunningi minn og við höfum gaman af að hittast. En um leið var farið að gera því skóna, að nú væri ég að ganga af trúnni í pólitískri skoðun minni. Þetta er nú svona á yfirborðinu. Hinu má svo ekki gleyma að öll þessi pólitisku bönd bresta, þegar eitthvað bjátará. Þá eru Króksarar mjög hjálp- samir og gott að eiga þá að. Af minni þátttöku i félagslífi staðarins er það að segja, að ég hef dálítið starfað með leikfélaginu og leikið sjö eða átta hlutverk mér til mikillar ánægju. Leik- félagið hér er stórmerkileg stofnun." Kári: „Leikrit var fyrst sett á svið á Sauðárrkóki árið 1876, eða fyrir rétt- um 100 árum. Það sem við köllum Leikfélag Sauðárkróks hið eldra, var stofnað 1888, -— því var að visu formlega slitið um 1 904, en haldið áfram að leika engu að siður á hverju einasta ári og leikfélagið síðan form- lega endurreist 1941. Hér í gömlu Bifröst hafa stundum verið færð upp öndvegisverk, en húsið er orðið ófull- nægjandi. Það er í senn leikhús, danshús og kvikmyndahús, — ég gæti samt sjálfur sætt mig við húsið til frambúðar og vildi helzt ekki leika annarsstaðar. Hvort við fáum í náinni framtíð nýja félagsheimilið, sem Jón Gamla „Gúttó" á Króknum er ekki neitt stórhýsi, en þar voru haldnar merkar leiksýningar. j baksýn sést upp t Nafir, þar sem kjarriB er aB breiBa úr sér. Gamalt og nýtt: SýsluhesthúsiB, merk og þjóðleg stofnun á Króknum og til vinstri: Nýja safnahúsiB. Haraldsson teiknaði, er enn óráðin gáta. Menn eru ekki sammála um staðinn og úrtölumenn hafa fundiðað ýmsu. Kannski þarf að endurskoða teikninguna. Þetta er hnútur sem bærinn verður að leysa; gott félags- heimili verðuraðrísa hérá næstunni. Sjálfur var ég ekki nema 11 ára, þegar ég byrjaði að leika. Það var í barnaskólanum; þá var venja, að krakkarnir lékju við fullnaðarpróf. Með leikfélaginu byrjaði ég 1951,en ekki hef ég haldið saman, hvað mörg- um leikritum ég hef leikið i. Eyþór Stefánsson var potturinn og pannan í þessu og setti flestöll leikritin á svið. í seinni tið hef ég nokkrum sinnum verið leikstjóri; líklega 20 sinnum eða svo. Eins og sakir standa er Helga Hannesdóttir formaður leikfélagsins en ég starfa með stjórninni. Fram- kvæmdastjóri er of fínt orð yfir það. Við höfum sjaldan fengið leikstjóra að; þó hefur Gisli Halldórsson starfað með okkur og verið góður leiðbein- andi. Hann setti fyrst upp Mýs og menn og síðan Storminn eftir Sigurð Róbertsson, sem frumflutt var hér á leiksviði. Og nú stendur dálitið til vegna afmælisins. Við erum að byrja að æfa íslandsklukkuna undir stjórn Gisla. Það verður afmælissýning". Þarmeð lýkur sæludögum á Krókn- um; flugvélin kom eins og fugl úr suðri og út úr henni svo sem eitt bílhlass af trúðum og leikurum að draga fólk á samkomur, þar sem pólitikusar messa. Þetta er heimilis- legur flugvöllur, þar sem þessari venjulegu sermoniu er sleppt og mað- ur labbar bara uppi flugvélina, þegar manni sýnist. Allt i einu var myndar- legur hundur kominn upp að hliðinni á mér og ég hélt kannski, að hann ætlaði með suður. En hann var í embættiserindum; gekk virðulega að öðru hjóli flugvélarinnar og lyfti öðr- um afturfætinum i kurteisisskyni. Síð- an gekk hann jafn virðulega á burt: Allt klárt til brottferðar. En eftir fáein andartök var allt að baki: Eilífsfjall og fjörðurinn og bær- inn á rimanum undir Nöfum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.