Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 13
Einskonar sælu- vika á Króknum „Söknuður er mér hugstæð tilfinning ” Rætt við Guðmund Halldórsson rithöfund frá Bergsstöðum sem nú er búsettur á Sauðárkróki Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON er fædd- ur á Skottastöðum í Svartárdal, en hefur lengst af kennt sig við Bergstaði í Svartár- dal, þar sem hann átti heima í rúma tvo áratugi. Síðan 1969 hefur Guðmundur ver- ið búsettur á Sauðárkróki, þar sem hann starfar við sjúkrahúsið og héraðsblað. Guðmundur fór að skrifa smásögur, þeg- ar hann átti heima á Bergstööum og smá- sögur hans birtust í Samvinnunni, Vikunni og Lesbók Morgunblaðsins. Auk þess hafa komið út tvær bækur frá hendi Guðmund- ar: Smásagnasafnið „Hugsað heim um nótt“ og skáldsagan „Undir ljásins egg“, sem Almenna bókafélagið gaf út. Nú mun stutt í að út komi þriðja bók Guðmundar, smásagnasafn, sem væntanlega fær nafnið „Haustheimtur“ og Almenna Bókafélagið mun gefa út. Bak við húsin Þýzkaland og Rússland stendur ,,Grœnahúsið", dálltið klastrað eins og sjá má. Þar bjuggu eitt sinn tuttugu manns. Þú byrjadir rithöfundarferil þinn f Húnavatnssýslu en fluttist svo á mölina á Sauðárkróki og ert búinn að búa þar I sjö ár. Hefur þessi breyting haft hvetjandi eða letjandi áhrif á sagnagerð þfna? Ég byrjaði að fikta við smá- sagnagerð heima á Bergsstöðum. Flest af því sem ég gerði fyrst af þvf tagi er nú týnt og gleymt sem betur fer. Fyrsta sagan sem ég birti kom i Tímanum 1956. Hún heitir Forsjónin, saga um gamlan skilamann. Ég hefi alltaf skrifað ósköp lítið, þetta eina og tvær smásögur á vetri. Mest var ég að þessu af því mér fannst ég hafa einhverja óskiljanlega þörf fyrir það og svo til að stytta mér tim- ann. Á meðan maður var yngri, leið tíminn hægar; stóð því sem næst kyrr með pörtum. Þá var maður alltaf að bíða eftir ein- hverju, sem aldrei kom, og hlakka til einhvers, sem líka lét biða eftir sér. Nú er eftir færru að doka. Fyrstu fimm árin min hér á Sauðárkróki, fékkst ég litið við sagnageró. Um það kenni ég eng- um nema sjálfum mér. Enginn bað mig að fara að heiman og Krókurinn óskaði heldur ekki eft- ir að ég kæmi og settist þar að. Ég var sjálfráður og það vil ég vera innan eðlilegra takmarka. En síð- ustu tvö árin hér á Sauðárkróki hafa verið mér þénanlegri til skrifta en hin fimm. Hefur bæjarlffið orðið til þess, að þú skrifir utn annaó en þú gerðir áður? Nei. Ég tek lítinn þátt i bæjar- lifinu, veit varla hvað það er. Best að halda sem mest kyrru fyrir. Það hefur þvi ekki mótað vióhorf mín. Ég er einhæfur sagnamaður. Skrifa eftir sem áður um sveitina og þá sem þar lifa og hrærast. Ég þekki best lífið, sem þar er lifað og það er meira en nógu stórt sögusvið fyrir mig. Finnst þér verðugra viðfangs- efni að huga að fortfðinni og því sem þú ólst upp við? Hvorutveggja er jafn verðugt viðfangseíni, nútið og fortíð. Þetta tvennt verður held ég ekki slitið í sundur ef vel á að fara. Mikið af hugsunum fólks byggist á upprifjun. Ósjálfrátt leitar hug- urinn á vit þess lióna til fundar við þá veröld sem var og óðum er að fyrnast og hverfa. Menn eru einlægt að horfa um öxl. Verður burtflutti maðurinn, sem yfirgefur jörð sfna og flyzt á mölina alltaf með sáran streng f brjósti f þinni túlkun, — eða er hugsanlegt að hann sætti sig ai- veg við umskiptin? Ég veit það ekki. Ég á ekki von á því. Það er mér huiið hvar sá sáttafundur ætti að standa og hvernig þar yrði fjallað um málið. Auðvitað eru til undantekningar frá öllum reglum, þessari lika. Fólki er misjafnlega lagið að sætta sig við nýtt umhverfi og nýjar aðstæður. En um þau frávik vita aðrir betur en ég og geta því fjallað um þau af meiri kunnug- leika. Min reynsla er spunnin úr öórum toga ég hlýt að skrifa út frá mínu þekkingarsviði en ekki annarra. Er söknuðurinn yfir því sem horfið er jákvætt afl í skáidskap, eða dregur hann úr skáldinu mátt? Ég skrifa ógjarnan um annað en það sem mér er hugstætt. Söknuður er manni hugstæður og hlýtur þá að vera jákvætt afl í skáldskap en ekki neikvætt. Fólk ber tilfinningar sinar ógjarnan utan á sér. Það meiga vist höfund- ar heldur ekki gera i verkum sin- um. Heitar tilfinningar eiga frem- ur aö vaka á bak við i verkinu, — mara i kafi en koma ógjarnan upp á yfirborðið. Þannig verður skáld- verkið sterkara og lifvænlegra. Nú kemur senn út eftir þig nýtt smásagnasafn hjá AB. Um hvað fjalla þessar sögur, ef þú treystir þér til að skilgreina það i fáum orðum? Ég er fljótur að gleyma þvi sem litlu varðar. Þegar ég hefi lokið við að skrifa sögu finnst mér hún ekki koma mér lengur við. Saga er þó óneitanlega hluti af höfundi sinum, misjafnlega stór deill eftir þvi hvað vel hefur tekist. Höfund- urinn stendur þá væntanlega fá- tækari eða umkomulausari eftir. Sögurnar fjalla held ég bæði um lif og dauða. Nánar reyni ég ekki að skilgreina efni þeirra. Sumir hafa skrifað sig frá for- tiðinni þegar þeir töldu yrkisefn- in tæmd. Er ekki eitthvað við Iffið á Sauðárkróki, sem þér þykir freistandi sem efniviður í smá- sögur? Það er fallegt á Sauðárkróki. Ég gat helst hugsað mér að flytjast þangað úr sveitinni og sé ekki eftir þvi. Vafalaust má finna þar freistandi söguefni. Ég hefi meira að segja komið auga á þau. Stund- um finnst mér eins og sögurnar skapi sig sjálfar hérna og menn þurfi bara blað og blýhant til aó verða skáld. En það er líklega vitleysa. Siðan ég flutti hingaö hefur t.d. risið nýtt og fallegt íbúðarhúsahverfi fyrir sunnan og ofan bæinn. Eg skil ekki hvernig þetta hefur gerst á svona stuttum tíma. Við sem búum i eldri bæn- um höfum litið orðið vör við þess- ar framkvæmdir. Sú hávaðalausa þróun hefur samt varla gerst sögulaust. En það ei; auðvitað gömul saga að fólk b.vggi yfir sig, sumt oft. Hér leggja þrir togarar upp fisk til vinnslu árið um kring. Ég held að það sé mikið samband á milli fisksins og bygginganna upp í hverfinu. En nú er ég farinn að tala um mál, sem ég hefi ekk- ert vit á. En ég skil hin hógværu hamarshögg sem heyra má á sið- kvöldum upp i nýja hverfinu. Eg skil hamarshögg, einbýlishús og hófatök hesta, en þetta þrennt er nokkuð einkennandi fyrir Sauð- árkrók. Nú starfar þú við bókavörslu á sjúkrahúsi og kynnist ugglaust ýmsu þar. Hefur ekki leitað á þig að skrifa um það á sama hátt og lffið í sveitinni? Guðmundur Danielsson hefur held ég einkarétt á að skrifa spitalasögur. Ég treysti mér held- ur ekki til að bæta þar um. Einu sinni gerði ég uppkast að smásögu af sjúkrahúsi. Mér likaði hún ekki og nú er hún týnd. Hvort ég geri aðra tilraun veit ég ekki i dag. Hitt tel ég mig vita. aö sú bókaþjónusta, sem þarna er innt af höndum er þakksamlega þegin. Hún er búin að stytta mörgum langa og erfiða reynslu. Og þurfi heilbrigðir á reglulegri bókaþjón- ustu áð halda fullyröi ég að henn* ar sé ekki minni þörf ámeöal sjúkra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.