Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Qupperneq 4
HELGIBLÆRINN KOM SNÖGGLEGA FRÁ RÓM Jæja, þá eru nú jólin afstaðin og vona ég að þið hafið haft ánægjulega hðtið. Á Þor- láksmessu var hér heldur leiðin- legt veður, rigningarsuddi og ekki nema 16 stiga hiti. Það bar ekki á öðru en að fólkið væri að verzla hér, rétt eins og heima, en hvergi sá ég ös 1 búð eins og heima. Þó var meira um að vera á markaðnum á Þorláksmessu og aðfangadag en aðra daga og þurfti að blða eftir afgreiðslu við flesta básana. Ég dundaði við að taka myndir meðan ég beið og sendi þér með þessu bréfi. Aðfangadagurinn bætti Þorláks- messu upp, hvað veður snerti, ekki skýskaf á himni og stillilogn og eyddi ég eftirmiðdeginum á svölunum, f sólbaði, en hita- mælirinn sýndi um tima 26 stig. Ég má til með að koma frekar að markaðnum. Mér finnst svo gaman að stúdera mannlffið þar og sjá það sem á boðstólnum cr. í kjötbúðunum má sjá fjölmargt sem við látum okkur ekki detta f hug að hafa á boðstólnum. Óneitanlega minna kanfnur og hérar, hangandi á krók, á ákveðið heimilisdýr hjá okkur, en ég held að við gætum kennt Spánverjum að nýta betur sviðin, en þeir gera. i einum básnum var sundur- sagaður kindarhaus, en í stað þess að svfða hann og bursta hafa þeir fláð hann og sýnilega bestu kjötbitarnir fylgt húðinni. Við hliðina á hausunum, lágu heilarnir, skornir f tvennt, f snyrtilegri röð. Heilinn er vfst bezti matur, en ég læt bfða um stund að reyna hann. Fullir bakkar af spörfuglum eru á boð- stólnum og verður mér alltaf hugsað til kvöldverðarins f Barcelona, er ég sé þá. Þá er það fiskurinn. Hér er afbragðs úrval af fiski, allt frá sandsfli og upp f hnýsu. Geyspandi marhnútur gefur hugmynd um ferskleika fisksins, en fiskibátahöfnin hér, er örskammt frá markaðinum. Sandsflið er steykt í olíu og er herramannsmatur. Mikið er af karfategundum, allt frá 10 sm löngum smákarfa og upp f 10 kflóa bolta sem eru svartir að lit og Ifkjast meira marhnút en karfa. Smokkfiskur er mjög vin- sæll og er soðinn f olfu og mikið er um roðfletta álslaga fiska rauða á lit. Ekki sézt hér þorskur né ýsa, nema Baccalao en ég hefi aldrei á æfi minni séð aumari saltfisk. Hrá blautur og hciðgulur og f engu lfkur saltfiski eins og við viljum hafa hann. Vonandi er hann ekki frá fslandi. Eitt sem ég er ekki orðinn klár á ennþá er einskonar hlaup sem er f annarri hverri fiskbúð og kerlingarnar segja að sé „muy bien“, mjög gott. Ég held helzt að þetta sé svif. AÐFANGADAGUR Búðir voru opnar eins og venju- lega til kl. 20 og f sjónvarpinu var aldeilis ágætt skemmtiprógramm allt kvöldið Um miðnætti kom helgiblærinn mjög snögglega, við það að Ilans Ileilagleiki Páfinn f Róm söng messu og var um bcina útsendingu að ræða. Mjög var hátfðlegt og nýstárlegt að sitja við sjónvarpið á jólanótt. Sjónvarpið hérna er að mörgu leyti mjög gott og held ég að frændi minn Jón Þórarinsson, forstöðumaður LSD- eildar sjónvarpsins okkar hefði haft betra af þvf að koma hingað suður og sitja nokkra daga fyrir framan RTVE, heldur en að láta hafa sig að fffli f Moskvu. Sérstak- lega gæti landinn lært hvernig barnatfmarnir eiga að vera. Börnin fá eina og hálfa klukkustund dag hvern og stundum meira, eins og á jóladag og á sunnudögum. Og efnið er ekki miðað við einhvern ákveðinn aldursflokk, heldur er þar efni fyrir stálpuð börn og táninga. Ég geri ráð fyrir að Hallærisplanið og vandræðin sem skapast af þvf, væru óþekkt fyrirbrigði ef Islenzka sjónvarpið hefði staðið að hlutunum eins og RTVE og haft vandaða barnatfma frá klukkan sjö til hálfnfu að kvöldi. Sjónvarpið byrjar hér að jafnaði um tvöleytið og stendur til og fram yfir miðnætti. Fréttaþættir eru margir og val efnis sýnu betra en hjá okkur. Mikið er af amerfsku efni og á jóladag var South Pasific sýnd í litum og að sjálfsögðu töluðu allir spænsku, nema þegar sungið var, þá var hljóðrás myndarinnar notuð og var þetta svo vel gert að ég gat alls ekki heyrt yfirganginn. Ekkert breskt efni hefi ég séð, en ein og ein þýsk mynd er á dag- skránni. Auglýsingar eru mjög margar og að sjálfsögðu settar inn f dagskrána þar sem þær koma að beztum notum fyrir aug- lýsandann, inn f miðja sýningu og stundum tvisvar I sömu mynd- inni. Ég fæ ekki skilið linkindina f fslenzkum auglýsendum að koma sjónvarpinu upp með þá þjónustu sem það veitir þcim. Ilér voru kampavfnsauglýsingar og leikfangaauglýsingar í miklum ineirihluta fyrir jólin en aðeins tvær bókaauglýsingar, önnur um bók sem inniheldur alla dagskrá sjónvarpsins 1976 og hin um alfræðiorðabók útgefna af RTVE (Radio y Television de Espana). Körfuboitakeppni fékk góðan tfma f sjónvarpinu um hátfðina og í gærkvöldi (26/12.) lauk henni með sigri Real Madrid yfir Amerikönum með 113—103. Hér er allt morandi f túristum um þetta leyti, en ég hafði fmyndað mér hið gagnstæða. Mest ber á Bretum og Amerikönum og virðast þeir eyða jólum og nýári hér syðra. Hér f höfninni f Palma eru f jölmargar skútur og hraðbát- ar og það eru sýnilega engir fátæklingar sem eiga sum skipin. Fólkið býr um borð og hefir það sýnilega mjög gott. Mig hefir alltaf dreymt um að kaupa fiski- bát og innrétta sem fbúð og sigla honum hingað. Það virðast fleiri hafa haft þennan draum og gert hann að veruleika þvf að hér er uþb 40 smálesta fiskibátur frá Southampton, mjög vel hirtur og skafinn inn f við og lakkaður f hólf og gólf. Lestin er orðin ágætisfbúð og hér er hægt að kaupa rafmagn úr landi eða notast við gas til ijósa, eldunar og hita. Hér er cinnig skúta sem ekki hefir kostað minna en tveir skutarar og um borð eru mótor- hjól til þess að bregða sér f land á og kafarabúningar bcnda til þess að um sportfólk sé að ræða. Það skip sem mest kom á óvart að sjá var kfnversk djunka, útskorin f hólf og gólf. Um borð búa frönsk hjón og inn að sjá er skipið eins og kfnverskt musteri. Allt úr harðviði með miklum útskurði og teppi út f öll horn. Er ég kfkti inn um glugga stýrishússins kom f ljós að f iðrum skipsins hlutu að leynast tvær vænar dfsilvélar og siglingartækin voru ekki skorin við nögl. Hún var þá ekki ekta djunka eftir allt saman og kannske var eitthvað af harðviðnum bara plast? Og ég sem bjóst ekki við að sjá eða hitta einn einasta landa hérna um hávetur. Kvöld eitt fyrir jólin gengum við hjónin inn á öldurhús og við okkur blasti blátt úlpubak með útsaumaðri áletrun: Keflavfk Naval Basc Iceland. í höfninni lágu tvö Bandarfsk herskip og fjöldi kana f bænum. Ég gaf mig á tal við drenginn en varla búinn að skifta við hann nema nokkrum orðum þegar bölvað er hressilcga á ís- lenzku að baki mér. Var hér kominn flugmaður af Cargolux vél og hafði hann hcyrt orðaskipti okkar um Keflavík. Er ekki að orðlengja það að það urðu fagnaðarfundir er vinir mfnir úr fluginu, birtusl hvcr af öðrum og skortir okkur nú ekki fréttir að hciman og blöðum er stungið að Framhald á bls. 16. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.