Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 6
t.
í
'v
Teikning úr ferðabók Zeilaus: Islenzkt heimili 1860 Hérer veriðað lesa á vokunni og eftir svipnum aðdæma á
fólkinu, tekur það vel eftir lestrinum, en sumir virðast vera með vettlinga
FRA
HÓLUM
AÐ
HAUKA-
DAL
Á árunum milli 1850 og 1860 var
mikil umræöa um aö leggja ritslma
milli Evrópu og Amerfku, og höföu
Ameríkumenn forgöngu um slikt. Slm-
inn skyldi liggja frá Labrador um
Grænland, Island og Færeyjar til Bret-
lands, voru gerðir út könnunar-
leiðangrar I þessu skyni. Árið 1860 fór
einn slíkur leiöangur alla leiöina og
var þá farið yfir þvert ísland, til að
kanna þar möguleika á slmalagningu.
Skip leiðangursins hét Fox, þaulreynt I
heimskautasiglingum. Forystumaður
leiðangursins var T.P. Shaffner
amerlkanskur ofursti, sem manna mest
hafði beitt sér fyrir þessu máli. í land-
ferðinni yfir ísland tóku einnig þátt
Englendingurinn dr. John Rae, kunnur
landkönnuður og Th. Zeilau lautinant,
sem var fulltrúi dönsku stjórnarinnar
ásamt séra Arnljóti Ölafssyni. Fox kom
til Djúpavogs 11. ágúst, en Arnljótur
hélt áfram með skipinu til Eyrarbakka
og fór þaðan landveg til Reykjavíkur
og hitti þar félaga sína og fór með þeim
til Grænlands og vestur um haf. Kemur
hann þvl ekki við sögu I ferðalaginu
yfir Island.
Leiðangurinn lagði af stað frá Djúpa-
vogi 11. ágúst, fór hann síðan norður
um land, yfir Möðrudalsöræfi og
Mývatnssveit til Eyjafjarðar, og komu
þeir að Saurbæ I Eyjafirði 23. ágúst.
Th. Zeilau gaf út allstóra bók um
leiðangurinn: Fox-Expeditionen I
Aaret 1860 over Færöerne, Island og
Grönland, Köbenhavn 1861. Ör bók
þeirri er kafli þessi þýddur um ferðina
yfir hálendið um Vatnahjalla,
Eyfirðingaveg og Kjöl að Haukadal I
Biskupstungum, en þaðan fóru þeir um
Þingvelli til Reykjavíkur. Ég hef
gefið kaflanum nafnið: FráHólum að
Haukadai.
Fréttir af leiðangrinum birtust I
blöðunum Norðra VIII. ár, Islendingi
l. ár og Þjóðólfi XII. ár. Um leiðangur
þennan segir Þorvaldur Thoroddsen
m. a. „Engan vlsindalegan árangur
hafði þessi ferð og ekkert mældu þeir á
leiðinni nema allmargar hæðir með
loftþyngdarmæli, en flestar
mælingarnar virðast æði óáreiðan-
legar“. (Landfræðissaga IV. bls. 74.)
Og hefst nú frásögn Zeilaus.
Slðari hluta dagsins (23'. ág.) komum
við að Saurbæ og gistum þar hjá
prestinum síra Einari Thorlacius, sem
tók á móti okkur með þeirri hjartan-
legu gestrisni, sem svo mjög einkennir
Norðlendinga.
Síra Einar er gamall maður, rúmlega
sjötugur, ef ég man rétt. en hann var
enn ungur og ern jafnt til sálar og
líkama. Hann er vfðlesinn, gáfaður og
áhugasamur öldungur um flesta hluti.
Fræddi hann okkur um margt, sem við
skráðum I dagbækur okkar. Hann lét
sér mjög annt um ferð okkar, og veitti
okkur alla þá aðstoð, er hann mátti við
útbúnaðinn undir hið langa óg erfiða
ferðalag, sem við áttum fyrir höndum
yfir hálendi Islands milli jökla. Daginn
eftir fylgdi hann okkur fram á kirkju-
staðinn Hóla, en þar skyldum við hitta
fylgdarmann, sem sagður var kunnug-
ur leiðinni, sem hann hafði farið einu
sinni áður.
Áður en við legðum af stað I öræfa-
ferðina fór síra Einar með okkur út I
kirkju. Þar gekk hann upp að altarinu
og benti okkur að koma með. Þá tók
hann fram nokkur glös og skenkti á
þau ágætu portvíni úr flösku, sem
hann hafði I vasanum. Enda þótt við
áður I ferð okkar hefðum gist I nokkr-
um kirkjum, og værum orðnir sæmi-
lega sáttir við hina hversdagslegu
notkun helgidómsins, get ég ekki
neitað því, að mér var nóg boðið við að
sjá flösku og glös standa á altarinu.
Þeirri hugsun skaut upp hjá mér, að
það væri allfurðulegt að drekka hesta-
skálina á þessum stað. Og ósjálfrátt
reyndi ég að friða sálina með þvl að
bera saman gamalt og gott portvín og
nýlegt, vont franskt brennivín, eða
silfurbikara og hina rykföllnu flösku
með álímdum miða með ártali, brotinn
korktappa og lakk, sem tekið var að
molna. En ég var brátt rifinn upp úr
þessum hugleiðingum, er ég heyrði
hina alvarlegu rödd þessa gamla, virðu-
lega prests, og orð hans gengu okkur að
hjartarótum: „Herrar mlnir. Það er
mér óblandin gleði að hafa kynnst yð-
ur, og það hefir verið mér mikil ánægja
að geta orðið einfalt verkfæri I hendi
Drottins, til þess að greiða ferð yðar og
að sjá yður nú þannig útbúna, að þér
getið lagt óttalaust upp I hina hættu-
legu ferð, sem framundan er næstu
daga. Drottinn, sem ræður yfir oss öll-
um, fylgi yður á þessari ferð. Hann
haldi hendi sinni yfir yður og veiti
yður vernd sína og blessun. Amen.“
Þegar ég þýddi þessi orð fyrir félögum
mínum var ég svo djúpt snortinn, að ég
var næsta skjálfraddaður og skalf af
geðshræringu. Það var ekki einungis
að fyrri hugsanaferill minn væri
ruglaður. Heldur var allt efni hans
þurrkað út, og ég kenndi sárs sam-
viskubits, við það að vera þannig
minntur á, að það er ekki hið ytra forn,
sem hefir gildi, heldur hið innra, and-
inn, sem býr að baki þess.
Við þrýstum hönd öldungsins svo
innilega sem við best kunnum og
þökkuðum honum alla góðvild hans og
hjálpsemi. Kvöddum hann slðan og
hinn unga vin okkar Eggert 2) og héld-
um síðan af stað til fjalls. Brátt hvarf
Hólakirkja sjónum, þegar við komum
upp I þokuna I hliðunum.
í Hólum kom nýi fylgdarmaðurinn til
móts við okkur með þrjá hesta. Hann
hét Sigurður 3) og bjó á bæ hinum
megin árinnar. Hestar okkar voru I
góðu standi og fullir af jörðunni, þegar
lagt var af stað I öræfaferðina, enda
kom það sér betur, þvl að ekki gátum
við vænst að finna nema örfáa haga-
bletti næstu 2—3 daga, þar sem vatn og
lítilsháttar gras væri að fá. Það reynd-
ist örðugt að fara upp veglausa f jalls-
hlíðina, að vísu var hún ekki svo
feiknabrött, en reyndi samt á kraftana,
þvl að végalengdin var nálægt einni
mllu, og sums staðar voru brattir hjall-
ar á leiðinni. Við gengum, en áttum
fullt I fangi með að fylgja eftir hinum
fótfimu, litlu hestum, sem eru afburða
fjallaklifrarar. Loks náðum við upp á
fjallið, móðir og másandi og vorum þá
staddir 65° 17’5”n. br. og 18° 23’ v.l. og
2782 fet yfir sjávarmáli, en 2450 fet
fyrir ofan Hóla.
Við fórum næst um hásléttu þá, er
verður að miklu skarði eða dal milli
jökulþaktra fjalla, Langjökuls að vest-
an og Hofsjökuls að austan, og liggur
það frá norðaustri til suðvesturs. Við
stefndum I suðvestur á Langjökul.
Þegar nær honum dró, breyttum við
stefnunni meira til suðurs og fórum þá
allnærri Hofsjökli. Þegar svo hafði
verið fram haldið um hrlð, var fyrri
stefnan tekin á ný I suðvestur átt til
Bláfjalls.
Á jafnsléttu eða úti á hafi er létt að
halda tiltekinni stefnu með hjálp átta-
vitans. En hér reyndist það furðu tor-
velt, því að landið var mishæðótt, grýtt
og hnúskótt með sífelldum giljum,
gjám og ásum. Til þess að komast
áfram varð að fara ótal króka, svo að
erfitt reyndist að halda meginstefn-
unni, og það þvi fremur sem við ekki
fundum nein kennileiti. Attavitinn var
alltaf á lofti. Ein og ein varða sást með
löngu millibili, og kom það að nokkru
haldi. Við hlutum að fara ótal króka og
beygjur fyrir urðarhraun og yfir jökul-
kvíslar, og allt þetta hjálpaðist að, til að
hrekja okkur út frá réttri stefnu. En
enginn hætta var á alvarlegri villu. Það
var bjartur dagur, og við gátum áttað
okkur bæði á sólinni og hinum fáu
kennimerkjum, sem á leiðinni urðu. En
mestu máli skipti, að krókarnir yrðu
sem fæstir og stystir, svo að vað færð-
umst nær settu takmarki á sem
skemmstum tfma, þvf að eins og áður
var sagt, voru á mörgum dagleiðum
aðeins 2—3 hagablettir, þar sem
Bókarkafli
/
um Islands-
ferð Zeilaus
1860
Steindór
Steindórsson
þýddi
hestarnir gætu fengið fylli sína. Fóður
höfðum við ekki getað tekið með, en
fengju hestarnir ekkert i sig, hlutu
þeir um síðir að gefast upp af hungri,
hversu þolnir, sem þeir annars eru, og
þá var voðinn vís, því að það er ekki
löng leið, sem gangandi maður fer á
degi hverjum I slíku landslagi. Ofan á
aðra örðugleika bættist svo missætti
við fylgdarmanninn, sem hélt þvf
stöðugt fram, að hann héldi réttri
stefnu, enda þótt við gætum hvað eftir
annað sannað hið gagnstæða með átta-
vitanum.
Það var komið kvöld, og Sigurður
fullyrti, að nú þekkti hann sig. Hann
kannaðist við stóreflis bjarg frá fyrri
ferð sinni, og yfir þessa dæld hefði
hann farið. Þvl miður trúðum við hon-
um, og hann fór villur vegar með
okkur. Til allrar ógæfu skall nú yfir
okkur sótþoka, sem féll I fsköldum
bólstrum niður af jöklinum. Ég hefi
aldrei séð þvílíka svartaþoku, hún var
jafnþykk og sjóþokan yfir Norðursjón-
um, og þó að við næstum rækjumst
saman, sáum við ekki hvorn annan. Við
vindlaglóð gátum við lesið á áttavitann,
en annars skipti nú meginstefnan okk-
ur litlu máli. Það sem mest á reið var
að týna ekki hestunum út úr höndun-
um á okkur. Er við höfðum þreifað
okkur áfram stundarkorn varð ljóst að
þeir voru allir með tölu, og við
þóttumst geta fundið það á atferli
þeirra og hvernig þeir frísuðu, að vatn
væri I nánd. Þeir sperrtu eyrun líkt og
þeir heyrðu eitthvað, og við skiluðumst
áfram fót fyrir fót I þá átt, sem þeir
vildu fara. Brátt heyrðum við greini-
legan árnið fyrir fótum okkar. Eftir að
hafa þreifað okkur áfram komum við á
gilbarm. Bratt var niður I gilið, en eftir