Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 10
Smösaga effir
SOYA
Portretttil-
einkaööll-
umöhuga-
sömum les-
endumsaka
mölasagna.
Friðrik Ingimar Gyppel er lítill og
fölleitur maður á fimmtugsaldri.
Hann starfar við Lánasjóð opinberra
starfsmanna, er kvæntur en á engin
börn. Allt þetta má í raun og veru sjá
utan á honum nema helst eftirnafnið.
Gyppel er blíðlyndur maður og
góðgjarn, lítillátur og hógvær. Þaðer
ekki laust við að ókunnugum finnist
hann hálf-kátbroslegur við fyrstu sýn.
Han er fádæma vanafastur — alveg
hreint óskaplega vanafastur — sem
hann viðurkennir auðvitað alls ekki.
Hann lýkur augunum upp á
nákvæmlega sama tíma hvern ein-
asta morgun. Að því búnu situr hann
nákvæmlega tvær og hálfa mínútu á
rúmstokknum og klórar sér á magan-
um. Hvern einasta morgun fer han á
salernið ásamt þvi dagblaði sem hann
hefur keypt í 23 ár. Á hverjum
morgni fær hann sér glas af sódavatni
ásamt kruðum með hnetusmjöri og
einum og hálfum bolla af annars
flokks kaffi úr sölufélaginu.
Undantekningalaust fer hann á
skrifstofuna á nákvæmlega sama
tíma hvern morgun, stansar á leiðinni
við sömu búðirnar, kemur til vinnu 5
mínútum fyrir opnunartíma og skiptir
um jakka 3/4 úr mínúti eftir kom-
una.
Hvern dag í matarhléi etur hann
fjögur og hálft stykki smurbrauðs,
ætíð með sýrðum agúrkum, drekkur
hálfan lítra af mjólk og þurrkar sér
meðákveðinni handahreyfingu um
munninn með pappírsservíettu.
Á hverjum eftirmiðdegi á sama
tima klappar hann reiknivélinni,
breiðir yfir hana og segir við sjálfan
sig og vélina: „Hananú, þetta er nóg í
dag."
Og á hverjum eftirmiðdegi fremur
hann morð. Girndarmorð.
Gyppel gjaldkeri opnar fordyrnar
og gengur inn í dimmt anddyrið á
heimili sínu. Stynjandi og másandi
afklæðist hann frakkanum, hengir
hann á snaga og gengur fram í
eldhús til að tilkynna eiginkonunni
komu sina.
Frú Gyppel stendur við eldhúsborð-
ið nálægt bláhvítum lampa og saxar
niður gulrætur. Hún snýr heitri kinn-
inni að manni sínum og tekur við
kossi.
„Ég er ögn lúinn," segir Gyppel
gjaldkeri. „Ég held að ég fari inn og
fái mér smálúr."
„Gerðu það," svarar kona hans
sykursætri röddu. „Á meðan held ég
áfram með matinn og þá verður hann
tilbúinn þegar þú vaknar."
Gyppel gengur inn i borðstofu án
þess að kveikja. Því ekki að spara
rafmagnið þegar stór Ijósastaur var
rétt við gluggann? Til svefns er það
alla vega nógu góð lýsing. Gyppel
dregur rúllugluggatjaldið niður, —
varlega, svo hann brjóti ekki blómin á
asterinni eða blöðin á hvitasunnu-
kastusnum. Hann sleppir ekki
gluggatjaldinu fyrr en það hvilir kyrfi-
lega niðri og engin hætta er á að það
þjóti upp með skyndilegum ofsa.
Hendur hans skjálfa eins og hann ætli
á stefnumót!
Nú tekur hann skammelið frá
hægindastólnum — blásvörtum
skoskum hægindastól, sem þau hjón-
in höfðu fengið á silfurbrúðkaupinu,
— nær sér i teppi og sveipar því um
sig. Fölbleikar, skjálfandi hendurnar
lætur hann hvila á maga sér undir
teppinu.
Gyppel lokar augunum. Ánægju-
bros færist fram á varir hans og
breiðist út um andlitið. Þessar sið-
degisminútur eru bezti tími sólar-
hringsins.
„Hvern skal nú velja," hugsar
hann. „Útibússtjórann i sölufélaginu,
hótelstjórann, forstjórann, ungfrú
Marsibil. . ." Gyþpel heldur áfram að
þylja upp nöfn hverrar persónunnar á
fætur annarri — þar til honum dettur
i hug gamla ungfrú Löngren I númer
1 5. Hún er vellrik segja menn og svo
býr hún alein.
„Þá er að hugsa allt i gegn. Þaul-
hugsa allt saman," segir gjaldkerinn
við sjálfan sig. „Taka allt óvænt með í
reikninginn, svo ekki verði nein vand-
ræði.
Hvernig á ég að komast héðan út?"
Þarna kom fyrsta vandamálið. „Hvað
á ég að segja Amalíu?" Hann endur-
tekur hægt og með festu: „Hvað á ég
að segja við. . . Hvað á ég að
segja. . ." Svo segir hann snöggt:
„Jú, ég segi að mig langi i vinarbrauð
með kaffinu. Ég býðst sjálfur til að
sækja það og þegar ég kem aftur,
segi ég að það hafi verið lokað vegna
jarðarfarar hjá Blómdal bakara og að
ég hafi þurft að skoppa alla leið niður
á Torg tiLað ná í vinarbrauð."
Meðan hann si tur i stólnum sinum
í borðstofunni læðist hluti af hans
innra manni út úr honum, fer út um
dyrnar, gengur þvert yfir götuna að
nr. 1 5 og upp á tröppupallinn við hús
ungfrú Löngren.
Á þriðju hæð til vinstri stendur nafn
hennar — Monróvía Löngren — á
lítilli messingplötu.
Gyppel sér greinilega dyrnar —
brúngular, útflúraðar dyr með tveim-
ar möttum glerrúðum I, dyrabjölluna