Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 14
Kosnir til að vemda
lýðrœði en ekki til
að róðsmennskast
ö öllum sviðum
Umsvif hins opinbera hafa aukizt mjög hér á landi á
undanförnum árum, og virðist einstaklingnum f þjóð-
félaginu hafa gengið býsna ve) að laga sig að þeim
aðstæðum. Flestir beygja sig möglunarlitið undir vald
hins opinbera, hvort sem um er að ræða að hlfta
boðum og bönnum eða sinna kröfum um aukin
fjárframlög til ráðstöfunar fyrir miðstýringuna —
eða samneyziuna — hvort sem menn vilja kalla það.
Þó er þessi þróun engan veginn heiilavænleg. Hún
dregur úr sjálfsbjargarviðleitni, frumkvæði og
áhrifum einstaklingsins á flestum sviðum og takmark-
ar olnbogarými hans. Þegar til lengdar lætur kemur
þetta svo alls ekki til góða þeím, sem upphaflega átti
að njóta, — s.s. heildinni.
Sem dæmi um langlundargeð og umburðarlyndi
almennings gagnvart þvi valdi, sem hann hefur
sjálfur kallað yfir sig, skulu hér nefnd fáein dæmi:
Um fátt er meira rætt þessa dagana en skatta-
frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi. Sitt sýnist
hverjum eins og vænta mátti, og ómögulegt er að
segja fyrir um lyktir málsins á þessu stigi. Það er þó
mikið ánægjuefni hvernig staðið er að þessu máli, þvl
að greinilega er til þess ætlazt að nægur tlmi gefist til
umræðu um það, þannig að sem flestum gefist
tækifæri til að hafa áhrif á framgang þess.
Það er athyglisvert að I þessum umræðum hefur
nánast ekki verið minnzt á nauðsyn ráðstafana til að
draga stórlega úr skattheimtu áður en farið er að
endurskipuleggja skiptingu skattbyrðarinnar og
framkvæmd innheimtunnar. Þó er það staðreynd, að
mikill meirihluti er þeirrar skoðunar að skattheimta
sé orðin langt umfram það, sem eðlilegt eða æskilegt
geti talizt. Nægir að benda á I þvf sambandi að þessi
fjársöfnun hins opinbera nemur um þessar mundir
rúmlega 34 hundraðshlutum af þjóðarframleiðslunni.
Hér er einfaldlega um það að ræða að almenningur
hefur látið taka af sér f járráðin að verulegu leyti, og
látið þau I hendur yfirvalda.
Þá er til að taka hina óeðlilegu starfsemi opinberra
fjölmiðla I landinu. Þegnarnir láta sér það lynda, að
þessar rfkisstofnanir hafi einokunarrétt á tilteknum
aðferðum við fjölmiðlun, og mismunandi hæfum
stjórnmálamönnum sé falið að ákveða hvað almenn-
ingur megi heyra eða horfa á á þeim vettvangi. Það
var athygilisvert þegar greint var frá þvf um daginn
að eftir tvö ár yrði hægt að taka hér við sjónvarpsefni
um gervihnött, en sú tæknilega framför býður upp á
stórkostlega möguleika. t frásögn sjónvarpsins var
tekið fram — svo enginn færi að gera sér gyllivonir —
að hið opinbera mundi að sjálfsögðu ákveða hvaða
efni yrði tekið við hér frá gervihnettinum, — með
öðrum orðum að það mundi eftir sem áður velja efni,
sem það telur óhætt að láta Islendinga horfa á.
En er þetta svo sjálfsagt? Hvers vegna er þá ekki
stofnað opinbert ráð, sem hefur hönd I bagga með þvf
sem birtist á prenti eða sagt er á opinberum fundum?
Er óhætt að lofa tslendingum að iesa hvað sem er?
Nýlega bar bjórmálið á góma á Alþingi. Þetta mál
er eftir margra ára þras orðið brandari, sem flestir
„aivörustjórnmáiamenn" þora ekki að minnast á af
ótta við að verða að athlægi eða vera brigzlað um
lýðskrum.
Röksemdafærslan fyrir bjórbanni er þó svo skringi-
leg, að engu tali tekur. Það er trúarkenning ákveðinna
aðila f þjóðfélaginu að þetta glundur sé hin ægi-
legasta vá, sem nauðsynlegt sé að vernda óvitana
fyrir. Bjór megi fyrir enga muni koma inn fyrir varir
þeirra, þvf að f nágrannalöndunum hafi hann ekki
orðið til að draga úr áfengísvandanum og hætt sé við
að unglingar mundu leggjast f þennan mjöð yrði hann
fáanlegur hér.
Í þessu sambandi er vert að benda á ummæli sænsks
bindindisfrömuðar sem hér var á vegum Góð-
templarareglunnar ekki alls fyrir löngu. I viðtali við
Morgunblaðið var hann spurður um þátt bjórneyzlu f
áfengisbölinu. Svarið var á þá leið, að f Svfþjóð hefði
bjórinn ekki orsakað önnur eða meiri vandamál en
aðrir áfengir drykkir fyrr en tekið var upp á þvf að
selja hann f matvörubúðum og öðrum álfka aðgengi-
legum stöðum. Hann taldi að bregðast ætti við þeim
vanda, sem bjórneyslu væri samfara f Svfþjóð með þvf
að takmarka söluna við útsölustaði annarra áfengra
drykkja.
En á tslandi er ekki talið þorandi að Ieyfa fólki að
neyta áfengis f formi bjórs og þar við situr, enda þótt
það hljóti að teljast lágmarkskrafa að hið opinbera
færi sæmilega skynsamleg og frambærileg rök fyrir
þvf að það skipti sér af vali fullveðja fólks á áfengis-
tegundum fyrst rfkið telur hæfa að leyfa neyslu
þessara drykkja og hafa sölu þeirra að mikilvægri
tekjulind.
Ég held þvf ekki fram að hver sé sjálfum sér næstur
og eigi að bauka í sfnu horni án tillits til náungans.
Þjóðfélag byggist meðal annars á samhjálp. Hvert
þjóðfélag gerir ákveðnar kröfur og leitast við að
uppfylla þær. Þar á meðal er krafan um sameiginlega
ábyrgð á þeim þegnum, sem minna mega sfn og þurfa
á aðstoð að halda. Islenzkt þjóðfélag gerir kröfu um
jafna aðstöðu þegnanna, byggir ákvarðanir sfnar yfir-
leitt á máiamiðlun — er lýðræðisþjóðfélag.
Þegnarnir kjósa sér fulltrúa til að fara með stjórn
þjóðfélagsins og standa vörð um lýðræði og frelsi til
orða og athafna. Það liggur í hlutarins eðli að frelsi
eins hlýtur að takmarkast af hagsmunum annars að
vissu marki, en þó er einstaklingsfrelsi grundvöllur
lýðræðisins, og til þess eru fulltrúar fólksins kosnir að
gæta þessara verðmæta, en ekki tii að sölsa undir síg
sffellt meiri áhrif og ráðskast með umbjóðendur sfna
með bönnum og valdboðum.
— Aslaug Ragnars.
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
K*- eol\ ctMur* ÍWotZ- KoJVr. ■ UNDlfí. INfo •‘T'CV- K AUD- IT* ■
Lr' k 1 K D K h F FL R A N *
e F A R kv£fj- £ L 'I Kl ■ 'o no- H
tv/ "Tj/rJAJ R T \ u £ A N ftiéu K A_ »/'■: a F • V1C- 5 K E
KVf*-' FUU }HL- A R L A R A mTísV: N J Á L S E N
A R K I R ÍTlir- EYior T 0 T A N Húi K l N
/NDI S A N N L £ 1 K U R H4jAe K A N N /
ÍM- Úfífí 5 T A 6. ■ i A R A R A T ■ A n 3- br»p
Uruj A A ? A rrníc- Ý K N Á M A MÁíA R X
1 R A S B A ** M ö M A MTÚ* L i N
K , /W Fute- K b A U cnoim, k£/Z 1 K (iAHCi 1 J>VR A R K 1 HlX- 'ot> A
R A Mvwr FÁT K R iaaJL fue, t A R £> U R S»it- 'A T U /DM- (.RElH
fír*- OoO 0 R. F Vftflc. U B r A K V'í-'i. A X fíiör 5 T A R F
ÍN' T A U M A R PfTr. UR H R A A R d A
UT- i - uOiMW A R m U R 1 N N UWD/Í? iTnv- A 'i R 'o T / N
1 T o jS3r m\ r- L'eizM APítKuw KotJfí puau- AÐ ■ upp- ■ H R Ó P - 1 U N ÞVAf)- Rl SflM- H LT. Þfh-KT V, T WT l r/fgeWMTó'ú ífA/CD A2 - ElMHC,
'j J l\i>- UÖ' 1*JN
<- \m\ METfuR. AFRFKTl
ÍNEPl' B rz i raRT ÖKflS 1
WEFl TÁÍ A
HÆSr UPPI 5 o L ELWA
K>EI 5 MTod
ÞT TTiflg- !R TIL MfíTAR F//UM- £FA/Í
lT- ir KLUUfí- AHfl p£> fí. - NPiPA/
1L L KRRL- ArtAÐUR guRT
FUCL FTÁZ- HrZfíS) k £>U
L'etti T l L ATtA Uh b ÞEKtCT u ft ÍWiMHlX. í£Ffl
ÓTAFN- A N 5AK/\
Iast ■ MAUNÍ- vafn 1 Fé- L- AH hnyvT tfoFÐU HoT AF
■Hott- ■ Ae. % Iekvo rr<ör- uie - (JA/+0- 1 W l* 1
—> V L'i KAMÍ- HLUT - anhm T ó N N Bí-ÓM- Svti P- U M
MWNNI 5N-
(fP MAK/HJ- ACAFN
|fUáL- + IfALfl : >