Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Page 7
því rann á meö drekkanlegu vatni, og meðfram henni voru dálitlir mosa- teygangar. Niöur við ána sprettum við af hestunum, sannfærðir um að þeir myndu ekki fara langt frá vatninu og okkur, eða yfirgefa hagann, þótt léleg- ur væri, mestmegnis mosi, sem hossaði að vísu ekki hátt í marga galtóma maga, en hestarnir höfðu ekkert fengið allan daginn sfðan við fórum frá Hól- um. Hér reistum við í fyrsta sinn hið ágæta tjald okkar, sem var af allra nýjustu gerð. Það tók okkur aðeins nokkrar mínútur að tjalda, og nú höfð- um við skjól gegn hráslaga og þoku. Við hituðum kaffi á sprittlampa, lögðumst síðan allir sex til hvlldar i tjaldinu og sofnaðist ágætlega. Við vöknuðum I glaðasólskini næsta morgun. Nú vorum við staddir á ca. 65° 8’5” n. br. og 18° 53’ v.l. 2313 fet yfir sjó. Við vorum fljótir I heimanbúnaði og hröðuðum ferð okkar sem mest mátti og hinir prýðilegu hestar okkar gátu borið okkur yfir vegleysurnar, en þeir höfðu nær ekkert fengið I sig i náttstaðnum. Þessi smávöxnu dýr neyttu allrar orku til að komast áfram, rétt eins og þau vissu, hvað við lá, að komast burt frá þessari malar- og urðarauðn. Snemma dagsins rákumst við á lltið vatn, og óx smágerður gróður kringum það, og reyndu hestarnir að nota sér það eftir föngum. Þetta var á 65° 5’ n.br. og 19° 2’ v.l. 12297 feta hæð. Þaðan tók landið að rlsa lltilsháttar, svo að eftir um einnar mílu ferð vorum við 12387 feta hæð. Þar komum við að öðru litlu vatni, og var gróður þar með sama hætti og við hið fyrra. Við áðum þarna um stund og létum hestana grlpa niður. Sigurður kallaði vötn þessi Polla, og eru þau sýnd á hinum ágæta uppdrætti Ólsens og Björns Gunnlaugs- sonar. Þennan dag (25. ág.) kom Langjökull greinilega I ljós. Isi þaktir tindar hans teygðu sig upp úr þokunni, sem lá á meginjöklinum. Þegar við vorum komnir á móts við norðurenda hans sveigðum við til suður-suðvesturs, og brátt sáum við Hofsjökul, og stað- næmdust í námunda við jökulhvel hans. Hjarnbreiðan liggur niður hllðar þessa mikla jökuls, og nær hún alveg niður á hásléttuna, sem við ferðuðumst eftir. Það er stórkostlegri sýn, en lýst verði með orðum að sjá þetta jökultröll úr nálægð eins og við gerðum nú. Jökulbreiðan tindraði I sólskininu eins og hún væri alsett demöntum og reis við himin llkt og hvelfing eins langt og augað eygði, töfrandi og lokkandi, svo að við aðrar aðstæður hefðum við sannarlega freistað að ganga á jökul- inn, en við þorðum ekki að fórna einni einustu mínútu af ótta við að kvöldþok- an mundi gleypa okkur. Nú var úfinn hraunfláki framundan, og yfir hann yrðum við að komast meðan dagur entist, svo að við lentum ekki á villigöt- um eða einhverju enn verra meðan Fox biði okkar I Reykjavík. Kominn var 25. ágúst og enn áttum við eftir ferðina til Grænlands og Labrador og jafnvel fleira. Allt hvlldi á að við yrðum fyrir sem minnstum töfum. Ef við lentum i þoku og villtumst I hrauninu, eða hestarnir gæfust upp, en á þeim voru greinileg þreytumerki, myndu margir dagar llða áður en við næðum til byggða, og nesti okkar var af skornum skammti, aðeins dagsforði eftir, því að við vildum I upphafi leggja sem minnstar byrðar á hestana umfram það sem brýnasta nauðsyn kráfði. Gangandi maður hefði nóg með að bera sjálfan sig, en veiðidýr sáum við engin, nema tvær ungar álftir sem hófu sig til flugs löngu áður en við komust I færi við þær. í hraunum llkum þvl, sem við nú vorum að komast út I, endist enginn fótabúnaður nema hesthófarnir og það því aðeins að þeir séu veljárnaðir, svo að það er létt að gera sér I hugarlund, hversu lengi reiðsokkar okkar og fætur myndu duga þar. Ef við þyrftum að ganga, var þvl fullkomið vaf amál hvort við slyppum lifandi eða óskaddaðir frá ferðinni, ef einhver töf eða slys bæri að höndum. í kvöldrökkrinu urðum við fyrir því, að einn áburðarhesturinn festist I mýrarfeni, og við urðum allir sem einn að leggjast á eitt um að ná honum upp. Við brugðum reipum um háls honum og undir taglið og tókst loks með feikna erfiðismunum að ná honum á þurrt. En meðferðin á vesalings skepnunni var hræðileg, og við áttum ekki von á öðru en að hann væri bæði fótbrotinn og jafnvel meira limlestur. Við urðum þvl bæði glaðir og undrandi, er við sáum að jafnskjótt og klárinn var kominn á þurrt reis hann á fætur og hristi fyrst hausinn og síðan allan skrokkinn og tók slðan á sprett á eftir hinum hestunum. Já, honum var sannarlega ekki fisjað saman klárnum þeim. Nóttin skall þvl miður á áður en við kæmumst út úr hrauninu. Himininn var alskýjaður og kolsvarta myrkur. Til allrar hamingju leit út fyrir að ekki kæmi þoka, en þokur eru tíðar I hálendi íslands. Ef svo illa vildi til, að þokan svelgdi okkur var ekki um annað að ræða en að nátta sig I hraun- inu. Það var að vísu engin neyð fyrir okkur ferðamennina, þvl að vlða finnast skjólgóðir skútar, sem jafnvel geta verið þægilegar vistarverur, I þessu margbreytilega hrauni. En ekki gætu hestarnir lifað af skjólinu einu saman, en auðséð var á öllu, að þeir voru bæði þyrstir og soltnir. Þessi næturferð um hraunið bar I senn blæ alvöru og hátlðleika, og hið einkenni- lega hátterni fylgdarmannsins fékk ekki breytt þeim hugblæ. Það var furðulegt að sjá, hvernig hann skreidd- ist milli hraunkambanna, og minnti látæði hans I hvlvetna á brjálæðing. Þegar minnst varði hvarf hann niður I hraungjótu eða sprungu, til þess svg I næsta vetfangi að koma I ljós uppi á einhverri strýtunni, eða hæðarbrún, þar sem hann svo stóð nokkur andartök og teygði sig líkt og maður, sem vaknar hálfsofinn af værum blundi. Þvlnæst snerist hann I hring til allra f jögurra höfuðátta og — hvarf á ný. Eg tók að veita þessu atferli hans nánari athygli. Margt virtist benda til, að hann væri ósáttur við sjálfan sig af einhverjum ástæðum. Við höfðum ekki séð eina einustu vörðu allan dagann þangað til nú, einmitt þegar ég var að reyna að gera mér grein fyrir hvað væri að Sigurði, og var klukkan þá hálfeitt um nóttina. Varðan kom greinilega I ljós og var það kærkomin sönnun þess, að við værum á réttri leið. En jafnframt sefaði þetta áhyggjur mlnar af hinum einkennilegu viðbrögðum og hringsóli Sigurðar. Honum hefði sennilega verið mest I mun að finna vörðu, og nú var létt að skilja æsingu hans við að leita hennar. Shaffner hrópaði við hlið mér: „Upon my word lautinant. Náunginn kann að rekja leiðir eftir allt saman“. Hvort sem það var fögnuðurinn yfir vörðufundanum, eða að lokið var spennu þeirri, sem leitin hafði valdið honum, sem olli þvl að nú var eins og öll skynjan hans slævðist, veit ég ekki. En vlst er það að jafnskjótt og varðan var fundin hoppaði Sigurður I háa loft og tók á rás I öfuga átt. Þetta endurtók sig hvað eftir annað. þar til við loksins, þrátt fyrir myrkrið gátum séð að hann var engan veginn allsgáður. Þegar bet- ur var að gáð varð okkur ljóst, að samtlmis þvl, sem hann f ann leiðina að vörðunni hafði honum gefist tóm til að finna leiðina að brennivínsflöskum, sem voru I vörslu hestasveina okkar. Höfðu þeir tekið þær með að boði mínu, enda þótt þeir annars smökkuðu ekki brennivln, nema mikið lægi við. En þegar þeir nú eftir að allt þetta var afstaðið hugðust að hressa sig I fyrsta sinn, voru flöskurnar allar tómar. Nú skildi ég hversvegna Sigurður hafði horfið svo oft I hraungjóturnar, en ástandið var ekki betra fyrir það, þvl að ölvun hans fór brátt vaxandi stig af stigi, svo að á skammri stund var hann orðinn okkur til traf ala, þar sem við urðum að gæta hans ofan á annað erfiði. Við héldum áfram eins og við best gátum og fórum aðeins fetið. Þriðja klukkustund næturinnar varð sérstak- lega erfið. Náttmyrkrið og skinið af jökulbreiðunum háðu þar sffelldan leik, og endurskinið af jöklunum olli hreinu villuljósi. Það er alkunna, hversu villugjarnt er á fannbreiðum I myrkri. Þótt dimmt væri þokuðumst við áfram yfir óvanalega úfið og brunnið hraun. Eitt víxlspor gat valdið limatjóni og jafnvel kostað mann llfið. Og möguleikarnir á slikum vlxlsporum voru óteljandi. Við sáum aðeins 25 álnir frá okkur og utan við þenna sjón- hring, þar sem við vorum miðdepillinn, var endurskinið frá jöklunum með þeim hætti, að við gátum ekki greint nokkurn blett. Við urðum slfelldlega að breyta stefnu, og stundum renndu hestarnir sér eða stukku niður af bröttum hraun- kömbum eða strýtum, til þess svo að klifra upp á aðra nýja. Enn allt um þetta og krókastlgana, sem við fórum skrikaði hestunum aldrei alvarlega fót- ur alla þessa óhugnanlegu leið. Þeir runnu I spori, ýmist áfram eða afturá- bak, stundum hnutu þeir þegar hraun- skánin brast undan þeim, eh aldrei misstu þeir fótanna, fremur en köttur- inn, hvernig sem þeir runnu eða hrös- uðu. Smám saman varð landið skapfelli- legra. Við fórum yfir nokkrar Iskaldar jökulkvíslar, en þótt vatnið I þeim væri ódrekkandi var engu líkara en það hressti vesalings skepnurnar að nasa af því, og okkur var það nokkur tilbreyt- ing að verða stlgvélafullir. Allt I einu komum við út úr hraun- inu, og landið varð skárra yfirferðar. Hestarnir greikkuðu sporið, auðsjáan- lega fegnir að vera komnir út úr ógöng- unum. Skömmu slðar heyrðum við ár- nið framundan, en það var bratt niður að ánni, og tók það okkur þvl nokkra stund að finna sæmilega greiðfæra leið. Klukkan var farin að ganga 4 þegar við komum loks að ánni, sem var vatnslítil með tæru drykkjarvatni. Við ána var nokkur hagi, en þó næsta léleg- ur fyrir hina kæru, ferfættu vini okk- ar. Góðviljaður lesandi hlýtur að skilja það, ekki síst ef hann hefur ánægju af hestum, að á ferðalagi sem þessu, þar sem maður deilir illu og góðu með hestinum verður til hlýtt vináttusam- band milli manns og hests. Þetta verð- ur enn skiljanlegra, þegar þess er gætt, að þessi afbragðsdýr höfðu nú borið okkur 8 mllur frá síðasta náttstað, solt- in, þyrst og þreytt af erfiði dagsins á undan, að þvl ógleymdu hvernig landið Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.