Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 8
Riitta Mðkinen: KAPLÖB „Vefnaður verður til á þann hátt að þræðir mætast sinn úr hvorri átt, bindast eða fléttast saman og verða að einni sam- hangandi heild...“. Þetta eru upphafsorð f Vefnaðarbók frú Sigrúnar P. Blöndal og þau standa enn f fuilu gildi, en verkin sem til sýnis eru á Kjar- valsstöðum um þessar mundir eiga það eitt sameiginlegt sem fólgið er í þessu grundvallar- atriði, þvf bæði er þar um að ræða fjölbreyttan efnivið og margskonar og ólfka úrvinnslu. Dúkar og voðir þjóna enn sfnu gagnlega hlutverki eins og verið hefur frá alda öðli, en vefnaður sem sjálfstæð list- grein hefur hins vegar átt ttokkuð erfitt uppdráttar. Á síð- ustu áratugum hefur veflistin víkkað að mun svið sitt og lista- fóik notar þennan efnivið með æ fjölbreytilegri tiibrigðum til Hstrænnar tjáningar. Nú er svo komið að þessi list- grein hefur skipað sér fastan sess meðal annarra viður- kenndra listgreina, jafnt hjá okkur á norðlægum slóðum sem annars staðar um heim. Sýningin á Kjarvalsstöðum ber þess órækan vott og má segja að hún marki tfmamót f þessum efnum hérlendis þar sem svo yfirgripsmikil sýning á veflist hefur ekki áður sést hér á landi. Eins og komið hefur fram f blöðum er hér um að ræða sam- norræna sýningu sem komið var á með styrk frá Norræna Menningarmálasjóðnum og fleiri aðilum, þar sem veflista- fólk frá Danmörku, Finnlandi, tslandi, Noregi og Svfþjóð sýn- ir verk sfn. Sýningunni var um leið ætlað að fara á milli allra aðildarlandanna. Hingað er hún komin frá Finnlandi en fer héðan til Færeyja. Áður hefur hún veríð bæðí f Danmörku, Noregi og Svfþjóð. Þegar að þvf kom að velja verk á þessa sýningu var sá háttur á hafður að skipuð var dómnefnd með einum fulltrúa frá hverju Norðurlandanna en fulltrúi af Islands hálfu var valin Ásgerður E. Búadóttir. öllum var heimilt að senda inn verk til dómnefndar en af rúm- lega 600 verkum sem bárust henni voru valin 116, sem skipt- ast þannig: frá Danmörku—34, frá Svfþjóð—31, frá Finnlandi—21, frá Noregi—17 og frá tslandi—6 og megum við lslendingar vel við una. Dóm- nefndin vann út frá þvf sjónar- miði að hver þátttakandi væri sinn eigin fulltrúí, en ekki sinnar þjóðar. Má segja að henni hafi verið mikili vandi áhöndum að veija úr svo miklum fjölda verka, enda haft eftir einum nefndar- manna að setja mætti upp tvær aðrar jafngóðar sýningar með þvf sem hafna varð f fyrstu atrennu. En ætlunin er að halda sýningar sem þessa þriðja hvert ár. Ummæli blaða á Norðurlönd- um um þessa sýningu hafa ver- ið mjög lofsamleg og þykir hún hin merkasta f alla staði. Þar er fslenzku listakonunum gert hátt undir höfði og standa þær að dómi þarlendra hvergi hin- um að baki. 1 einstaka blaðaummælum sést Ifka að þessi tjáningarmáti á ekki jafngreiðan aðgang að öllum — þetta er nýjung, sem taka ber með varúð, hugsa sum- ir, og þá ekki hvað sfst þar sem f sköpunargleðinni má marka nokkra gamansemi. „Prjónað brúðkaup", jú, það er svo sem skaðlaust — en er það list? Á öðrum stað er þessu prjónaða brúðkaupi lfkt við verk eftir Chagall eða Miro. En bvað sem um gamansem- ina má segja, þá er það vfst að veflistin á tvfmælalaust erindi við allan almenning. Þarna læt- ur listamaðurinn efniviðinn tala sfnu máli f meðferð, lfnum og litum. Samspil þessa upplif- ir áhorfandinn f heild — áhrif- in eru þægileg, ekki framandi — ef til vill vegna þess að efni- viðurinn er öllum nákunnugur. Hér er ekki ætlunin að gera einstökum listamönnum eða verkum skil, sýningin er svo margbreytileg og fjölþætt að hún verður að tala fyrir sig sjálf — og þvf ekkert þarfara gert en hvetja fólk, unga og aldna til að sjá með eigin aug- um. Ef skilgreina ætti áhrif að lokinni heimsókn á þessa vef- listarsýningu verður efst f huga fullvissa um að þarna fer alvar- legt listafólk, sem vinnur mark- visst að verkefnum sfnum með frábærum árangri — en við hlið alvöruþungans rfkir einnig gáski og gleðí, eins og oft er f bópi þeirra sem fara ótroðnar slóðir og sjá möguleika til f jöl- breytni við hvert fótmál. Sé tiigangur sýningorinnar aó Kjarvalsstöðum sá aó sanna tilverurétt veflistar með öðrum listgreinum, þá er honum vissulega náð. up sýni Þó Ragi Svi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.