Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Page 16
l'tKofanrii: H.f. Arvakur. Kcvkjavfk Framkv .st j.: llaralriur Swinsson Rilstjórar: Malthfas Johanncsscn St> rmir (.unnarsson Ritstj.fltr.. (• Isli Sinurðsson AukIx'siiiKar: Arni (iarðar Krislinsson Kitstjórn: Aðalstræli 6. Siini 10100 Líf ð Eldjðrnsey Framhald af bls. 3 þjóðfélagslegra athugana, að aug- ljóst virtist að Charles Reich hefði þegar í stað reynt að staðfesta yfirráð yfir félögum sínum. Reich krafðist „skipulegs þjóðféiags" á Eldjárnsey, sem hann reyndar kaus að kalla „Nýju Ameriku.“ Þetta ávann honum þegar í stað reiði Dr.'Laings, sem hélt því fram, að notkun Reichs á orð- unum „skipulegt þjóðfélag" fæli í sér gildismat. Sjálfur kvaðst Laing ánægður með að'búa við sína eigin túlkun á slíku þjóð- félagi. Reiðilestur Laings hlaut góðar undirtektir hjá Henry D. Thoreau, sem sennilega gerði sér ljóst, að ekki mundu margir staðir eftir, þar sem hann gæti notið útlegðar og klifaði á þvf sem áður, að „sú stjórn væri bezt, sem minnst stjórnaði." Gerði hann þá kröfu, að Reich léti umsvifalaust af einræðisbrölti sínu. Thoreau lét síðar svo um mælt, að þótt hann væri Reich engan veginn sammála, mundi hann ekki verða honum að meini. Að því búnu reikaði hann brott frá hópnum til afskekktari staðar á Eldjárnsey að leita þess, sem hann nefndi „afturhvarf til náttúrunnar." Allt var þetta Allen Ginsberg iítil huggun. Hann hafði uppgötvað það, sér til sárustu vonbrigða, að þrátt fyrir allt hið hlýja vatn Golf- straumsins, væri gosefnajarðveg- ur eyjarinnar alls óhæfur til ræktunar hinnar indversku hampjurtar, sem í daglegu tali er kölluð marijúana. En það eitt, að Ginsberg skyldi láta sér detta annað eins í hug, fékk mjög á Reich. Leitaði hann aðstoðar Tolstoys í því skyni að fá Gins- berg til að breyta þankagangi sínum. Tolstoy varðist þeirri málaleitan af ofurkappi og bar fyrir sig þau rök, að slík þjónusta, ósjálfviljug, væri gagnstæð guðs lögum. Reich svaraði því til, að tilvera guðs gegndi því einu hlut- verki að þjóna þörfum mannsins, en ekki öfugt. Tolstoy er, að því er virðist, ófús að fyrirgefa svo svívirðileg meiðyrði um guð. Af þessum sökum öllum er Eldjárns- ey ekki það friðarathvarf, sem íbúar hennar kunna að hafa vænzt. Að sögn Woods virðist svo sem krafa Reich til yfirráða muni óumflýjanlega ná fram að ganga, þrátt fyrir harða andstöðu. Á hinn bóginn eru trúverðug- heit Woods sjálfs nú mjög i efa dregin, og í rauninni virðist svo sem Ginsberg hafi unnið stærstan sigur á Eldjárnsey. Skömmu eftir komu sína til Keflavíkur var Wood nefnilega gripinn af lög- reglu íslenzka lýðveldisins, að sögn sakaður um að hafa haft í fórum sínum mikið magn af ind- verskum hampi. Honum var stungið í gæzluvarðhald í Kefla- vik til „yfirheyrslu." ^May Hallmundsson kennir ensku við Brooklyn College, sem er hluti af Borgarháskóla New York borgar. Hallberg, maður hennar, snaraði efninu á íslenzku. Helgiblœrinn Framhald af bls. 4 okkur annað slagið. Cargolux hvílir hér áhafnir DC 8 vélanna á leið til Kano og Lagos og yfirleitt er hér ein áhöfn á Pallas Athena hótelinu, skammt frá bústað okkar. Þessir öðlingar færðu. okkur meir að segja hamborgar- hrygg á jólamatinn. Sennilega er Jóhann Magnússon, sonur Magnúsar Blöndal, tónskálds, yngsti flugstjóri í heimi á DC8, en I Cargolux-hópnum eru þrír flugst jóranna undir þrftugu. Sennilega tapar maður ekki tslenzkunni hérna f vetur, eftir allt saman. Með beztu nýjárs- óskum. Nú fást tvær tegundir af Close- Up, Rautt Close-Up, og nýtt Grænt Close-Up. Græna tarin- kremið Close-Up er ekki bara nýr litur—heldur líka nýtt bragð. Heilnæmt og hressandi pipar- mintubragð. í hvorutveggja—rauðu og grænu—er Close-Up efnið sem tryggir yður mjallhvítar tennur— og ferskan andardrátt. Þess vegna getið þér verið alveg örugg í návist annarra. Og þaraðauki getið þér valið bragðið eftir smekk: Nýtt Grænt Close-Up Islandsferð Zeilaus Framhald af bls. 15 var sléttlent og fast og mjúkt undir fæti, svo að við vorum ekki lengi niður að Árbrandsá, enda fórum við liðugt. Við fórum yfir ána, og héldum nú í vesturátt að Haukadal, sem við vissum að gæti ekki verið langt í burtu. En áður en varði vorum við inni á rok- sandssvæði, og þyngdist þá færðin, því að sandurinn var laus og óð f hann. Það var dimmt í lofti, því himininn var þakinn kolsvörtum óveðursskýjum. Brátt féll myrkrið á, og um leið tók að hvessa, og þá dundi sandfokið á okkur eins og um húðarregn væri að ræða. Sandurinn lamdist í andlit okkar, blindaði okkur, svo að ekki sást út úr augunum, og nærri lét, að við villt- umst, en tókst þó að halda stefnunni með því að ríða beint í veðrið. En þetta stóð ekki lengi. Sandurinn varð flatur og sléttur og svo þéttur, að ekki óð f hann að ráði, og þá notuðum við tæki- færið og hleyptum á sprett. Ef einhver hefði séð til ferða okkar, hefði honum þótt það furðuleg sjón, og með dálitlu ímyndunarafli og þekkangu á galdra- nornum fyrri tfma, hefði hann getað gert sér í hugarlund að þarna þeystu kolsvartar nornir lamdar áfram af storminum, en reiðskjótarnir væru sand- og moldarmekkir. En við komumst brátt yfir sandana og hittum þá á lækjarsprænu, sem hestarnir stukku yfir á sprettinum, svo harkalega að við vorum næstum hrokknir af baki ofan í kafgrasið, sem þakti lækjarbakkana. Þetta var fyrsta verulega grasið, sem við sáum allt frá því við fórum frá Hólum í Eyjafirði, en hér var nóg af því, og hestarnir réðust að þvf jafnákafir og hungraður úlfur tætir í sig lambsskrokk. Klukkan var nú 12 á miðnætti. Eg þóttist finna angan af nýslegnu heyi, og var þess fullviss, að bær væri í nánd, og við myndum finna hann með því að stefna á heyilminn. En félagar mfnir mótmæltu þessu, og þar sem koldimmt var orðið og við allir dauðþreyttir, vacð það úr, að við vöfðum tjalddúknum utan um okkur og lögðumst til hvíldar á bera jörðina, eftir að hafa sent Sigurð af stað til að leita bæjarins. En hann var lengur í burtu en við áttum von á. Hestarnir stundu ánægjulega allt í kringum okkur, og úðuðu f sig grasinu, og fyrr en varði vorum við steinsofn- aðir. Við vöknuðum árla næsta morgun við það að Sigurður kom, og var annar bóndi í fylgd með honum. Það hafði rignt um nóttina, svo að við lágum raunverulega niðri f polli. En nú kom í ljós, að vissulega var bær f grenndinni aðeins nokkur hundruð skref frá okkur, og allt f kringum hann voru heybólstrar á túni og engjum. Sigurður sagðist ekki hafa fundið bæinn“ fyrr en birta tók að degi“, ólukku þorpar- inn, sem sofið hafði undir þaki alla nóttina, en lét okkur hina liggja úti f rigningunni tjaldlausa. 1 raun réttri áttum við þetta skilið, því að það var næstum af einskærri illgirni, sem við rákum Sigurð af stað um kvöldið til að leita bæja. Félagar mfnir höfðu alls enga trú á þvf, að bær væri nokkurs staðar í nánd, og þeim þótti slíkt aukaerfiði réttmæt hefnd, því að við vorum honum innilega gramir fyrir drykkjuskapinn og órat- visina. En hér sannaðist hinn gamli málsháttur: „Sér grefur gröf þó grafi", en ég vildi raunar breyta orðtækinu þannig „Sá sem ætlar að gabba íslend- ing, skal ekki leggjast til svefns að kveldi", eða öllu heldur: „Ar skal rísa, sá sem íslending hyggst gabba“. Við bjuggum upp á hestana í snatri og flýttum okkur heim í Haukadal, og var það um 15 mínútna reið. Þar feng- um við kirkjuna til gistingar, og bjugg- um þar ágætlega um okkur. Hvflfk nautn að geta nú þvegið sér og fengið almennilegan mat á ný. Og við þótt- umst einnig skilja tilfinningar hest- anna, sem ösluðu nú um engjarnar veltu sér f grængresinu, og úðuðu þvi í sig með sýnilegri velþóknan. Slra Einar Thorlacius prestur I Saurbæ 1823— 186V, var fæddur 5. jan 1 790. og stóð þv! á sjötugu. Eggert þessi hefir sennilega veriS Eggert Gunnarsson umboðsmaSur. Sigurður Jóhannesson bóndi á Jórunnarstöðum, faðir Magnúsar á Grund, var alkunnur ferðagarpur að dugnaði og áræði, enda þótt svo tækist til sem sagt er frá I þessari ferð. Björn hafði útvegað þeim hesta til ferðarinnar og aðstoðað við brottför- ina frá Djúpavogi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.