Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Blaðsíða 3
okkar, og má nefna þess fáein dæmi. Öll hlutföll milli hefðbundinna at- vinnuvega hafa raskazt, nýjar at- vinnugreinar hafa risið upp, ný tækni og vinnuaðferðir hafa komið til sög- unnar. Við höfum búið við sífellda verðbólgu allan þennan tíma. Þjóðin hefur tvöfaldast að höfðatölu. Miklar tilfærslur hafa orðið milli stétta, og miklir flutningar milli landshluta og byggðarlaga. Upplýsingastreymi bæði innan lands og við önnur lönd hefur stóraukizt og gjörbreytzt. Augljóst má vera, að öll þessi ósköp hafa mikil áhrif á þá kynslóð, sem var að ná fullorðinsaldri á fimmta áratugnum og nú er hin ráðandi kyn- slóð. Hún lifir í allt öðrum heimi en þeim, sem hún ólst upp í. Við henni blasti sú staðreynd að þurfa að takast á við verkefni, sem hún var alls ekki búin undir að mæta og þar sem enga leiðsögn var að fá frá hinum eldri. Hvernig hefur henni tekizt að leysa þau verkefni, sem féllu I fang henni? Sjálfsagt misjafnlega vel. Vissulega hefur allmörgum einstaklingum tekizt að gera upp hug sinn og finna fót- festu í hinu mikla ölduróti, þó að hinir séu áreiðanlega mun fleiri, sem eiga enn ólokið meiriháttar verkefnum. Sé þetta rétt, ætti það að setja svip sinn á þjóðfélagslífið. Við skulum litast örlitið um. Hefur t.a.m. tekizt að finna nýtt gildismat á öllum þeim sviðum, þar sem hið fyrra hrundi? Hefur þjóðfélagið og þegnar þess fengið siðferðislega festu? Hafa myndazt reglur um samskipti manna? Hafa viðhorf til fjármála fengið fastan grundvöll? Hafa menn komið sér saman um réttláta stéttaskipan? Öll þessi atriði eru einkar mikilvæg, og skýr og ótviræð viðhorf eru hverjum manni nauðsyn. Erfitt er að hugsa sér mótaða lifsstefnu án þess að afstaða sé tekin. En því miður er það kunnara en frá þurfi að segja, að siðferðisleg upplausn er harla almenn. Mæli- kvarði rangs og rétts er æði reikull. Samskipti manna eru óörugg, t.a.m. vitum við ekki lengur hverjum (eða hvort) við eigum að þéra eða þúa eða hverjum við ættum að sýna virðingu öðrum fremur. Og ekki eru viðhorfin til fjármála á föstum fótum. Allir vita að heimskulegt er að spara, en er þá að sama skapi viturlegt að eyða? Um fátt er meira deilt en réttláta stétta- skipan, þ.e.a.s. þann kapítula, er að launamálum snýr. Mér virðist lítill botn hafa fengizt I þau mál og ekki hilla undir lausn. Nú er það að sjálfsögðu ekki nema eðlilegt að breytingar, sem eru bæði hraðar og víðtækar valdi erfiðleikum. Það er ekki annað en við má búast. En afleiðingarnar fara að likindum rhikið eftir því, hver viðbrögð ein- staklinganna eru við hinum breyttu aðstæðum. Hér virðast algeng við- brögð hafa verið þau, að slá sem flestu á frest, láta hverjum degi nægja sina þjáningu í tiltölulega áhyggjulausu kæruleysi. Af þessu hlýtur að leiða visst andlegt tóma- rúm, hugboð um fánýti og tilgangs- leysi allra hluta. Þetta tómarúm er svo reynt að fylla með mikilli ástund- an skemmtana og áfengisneyzlu. En það eru til aðrar og betri leiðir, einkum þær sem fólgnar eru i skiln- ingi á því hvernig vandamál einstakl- ings og samfélags eru samflettuð, og þvi samfara virk afstaða og þátttaka i mótun samfélagsins. Nýlega, þegar ég var að glugga í gömul blöð, fann ég meðfylgjandi ritgerð, sem einn nemandi minn í enskum stíl setti saman árið 1971. Ég minntist þess, að ég hafði hald- ið upp á hana, þegar ég mataði bréfakörfuna á öðrum skrifum sama bekks, vegna þess hve mér fannst þessi ungi maður hafa gefa hugmyndafluginu skemmtilega lausan tauminn. Ég birti hana hér, að leyfi hans, í þeirri trú, að hún geti orðið íslenzkum lesend- um til nokkurrar dægrastytting- ar. Ofurlitill formáli virðist þó nauðsynlegur. Ættarnafnið Hallmundsson (sem auðvitað er ekki annað en föðurnafn manns míns) er engan veginn algengt í New York. í símaskrá borgarinnar, sem er meira en 1500 blaðsíður með fimm dálkum af smáu letri á hverri siðu, er okkar sími hinn eini, sem skráður er undir því nafni. Og mér er reyndar mjög til efs, að nafnið fyndist nokkurs staðar annars staðar, þótt farið væri um Ameríku þvera og endi- langa; þegar öllu er á botninn hvolft, er það ekki sérlega algengt á Islandi heldur. Við þetta bætist, að Bandaríkjamenn eru orðlagðir klaufar við stafsetningu erlendra nafna — kannski af því að þau eru svo oft borin fram ólíkt þvi sem þau eru skrifuð — og þá er ekki að undra, þótt svo sjaldgæft nafn sem Hallmundsson sé einatt misritað. Satt að segja er það svo, að okkur hjónum þykir yfirleitt sem við höfum unnið frægan sig- ur, ef okkur berst póstur, sem rétt er áritaður. Þau tilbrigði við nafn- ið, sem við höfum séð, munu skifta hundruðum — og sum þeirra með algerum ólikindum. Af þessum sökum læt ég það að jafnaði verða mitt fyrsta verk, þegar ég tek við nýjum bekk, að innprenta stúdentunum rétta stafsetningu á nafni kennara þeirra — og bæti því þá gjarna við, að á misritun verði litið sem fallsök! Til þess að auðvelda þeim erfitt verkefni skýri ég venjulega fyrir þeim samsetningu nafnsins — að það þýði raunar ekki annað en „sonur Hallmundar,“ sem ver- ið hafi skirnarnafn tengdaföður míns. Þeim sem vanir eru ættar- nöfnum þykir þetta auðvitað meira en lítið skrýtið, og forvitni þeirra er vakin. Það fylgja yenju- lega ótal spurningar um Island — hvort það sé afskaplega kalt, hvernig fólk viti hver sé skyldur hverjum ef það hefur engin ættarnöfn, o.s.frv. — sem ég reyni að leysa úr eftir beztu getu. Úr þessu getur orðið ofurlítil gratis landkynning, sem ég veit að Islendingum er umhugað um. Stundum ber það jafnvel við, ef forvitnin endist þeim út kennslu- stundina, að stúdentarnir verða sér úti um uppflettirit eða hand- bækur til að læra eitthvað fleira um landið. Vera má lika, að til- gangur sumra þeirra sé að mýkja kennarann ofuiiítið í von um að krækja sér í hærri einkunnir, þótt slikt komi þeim einatt að litlu haldi. Nú í haust komust nokkrir framtakssamir stúdentar yfir stórt plakat — „Fljúgið með Loftleiðum" — og festu það upp á vegg i gangi skólans rétt við skrif- stofu enskudeildarinnar, sem þeir vissu að ég hef átt í nokkrum útistöðum við. Skömmu síðar sá ég slík plaköt víðs vegar um skól- ann! James Woods, höfundur með- fylgjandi ritgerðar, hafði augsýni- lega flett upp í almanaki, eða ein- hverju ámóta fræðiriti, þar sem hann komst yfir nafn Kristjáns Eldjárns forseta, sem og heiti höfuðstaðarins Reykjavíkur og herstöðvarinnar í Keflavik. Öll þessi nöfn, auk Hallmundssonar- nafnsins, notaði hann af skemmti- legri hugkvæmni í ritgerðinni. Verkefni það, sem ég hafði gef- ið nemendum mínum í þetta sinn var að leggja út af orðum, sem Bill Moyers, fyrrverandi blaða- fulltrúi Lyndons Johnson Banda- ríkjaforseta, hafði skömmu áður ritað í tímaritið Saturday Review, með tilliti til þess sem þeir höfðu lesið af skoðunum og kenningum fimmmenninga þeirra, sem fjall- að er um. Bæði Charles Reich, sem er bandarískur prófessor, og R.D. Laing, brezkur sálfræðingur, höfðu þá nýverið gefið út mjög umtalaðar bækur, hinn fyrri The Greening of America („Grænkun Ameriku“), nokkurs konar þjóð- félagslega þróunarkenningu og framtíðarspá, hinn síðari Knots („Hnútar"), sem er safn stuttra, sálfræðilegra ljóða. Henry Thoreau (1817—62) var banda- rískt skáld og ritgerðasmiður, frægastur fyrir bókina Walden (1854), sem segir frá árabils ein- setulífi hans á bökkum Walden- tjarnar í Massachusettsfylki. Allen Ginsberg er velþekkt nú- tímaljóðskáld bandarískt. Leo Tolstoy, hinn rússneski höfundur Strfðs og friðar og önnu Karenfnu, mun vart þurfa kynn- ingar við. Og hér kemur þá ritgerðin. Þegar mönnum er gert að gleyma settum hegðunarreglum svo gagn- gert, að það ögri því auðbrotna siðferðisgildi, sem gerir þeim kleift að halda nokkurn veginn viti og virðingu, er hreint ekki að vita hvað gerast kann. — Bill Moyers, „Vietnam: Leifar samvizkunnar," Saturday Review, 13. febrúar 1971, bls 20—21. Alþjóðadómstóllinn i Haag hef- ur nýverið dæmt til útlegðar fimm alræmdustu borgara þessa heims á þeirri forsendu að þeir sér „hættulegir friði og öryggi mannkynsins." Fimmmenningar þessir eru Charles Reich, Henry Thoreau, og Allen Ginsberg frá Bandaríkjunum, R.D. Laing frá Bretlandi, og Leo Tolstoy frá Sovietríkjunum. Hver þessara einstaklinga var útnefndur að ábendingu hlutaðeigandi landa, sem öll eru fastameðlimir Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Talið er, að mjög hafi verið lagt að Kristjáni Hallmundssyni frá Islandi, núverandi forseta ráðsins, að kjósa sem útlegðarstað hina afskekktu Eldjárnsey, sem er 200 kílómetra frá Reykjavík. Peter Wood, fréttaritari Brezka útvarpsins (BBC), kom til Kefla- víkur í dag og hafði með sér fyrstu fréttir af eynni, þar sem fimmmenningarnir hafa dvalizt síðan snemma I vikunni að þeir voru fluttir þangað í þotu frá BOAC. Allar líkur benda til að dvölin á Eldjárnsey sé engin paradísarsæla. Að sögn Woods hafa fimm- menningadrnir átt við erfiðleika að stríða allt frá þvi er þeir stigu á land. Hann lét svo um mælt, og játaði þó fúslega vanhæfni sina til Framhald á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.