Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Síða 6
Hulda Valtýsdöttir rœöir viö Höt Bjarnason um allt annaö en sk( rœkt en Hökon lœtur af starfi skógrœktarstjöra um þessar mundir Hákon Bjarnason og kona hans, Guðrún I garðinum heima hjá þeim á Snorrabraut 65. að við þessir ormar hér á jörðu skulum ætla okkur persónulegt líf eftir dauðann Nafn Hákonar Bjarnasonar hefur lengi og mun um langa framtfð tengjast skógrækt á íslandi. Svo mjög hefur hann látið til sfn taka á því sviði. Hann hefur barist fyrir málstað skógræktar og landgræðslu f ræðu og riti f áratugi og er þekktur hérlendis og vfðar fyrir þau störf. Hins vegar munu þeir færri, sem kunnugir eru manninum að baki eða lífsviðhorfum hans almennt. Okkur datt í hug að eiga við hann tal en reyna að sneiða hjá skógræktarmál- um eins og hægt væri. Viltu segja mér eitthvað af föðurfólki þfnu, Hókon. Afi minn i föðurætt var Hákon Bjarnason. Faðir hans var Bjarni Gíslason á Söndum i Dýrafirði. Hans faðir Gísli Oddsson á Ríp, sonur séra Odds í Miklabæ Gíslasonar biskups Magnússonar, sá er lét byggja Hólakirkju. Gisli prestur var mikill matmaður, Bjarni þótti hneigður fyrir sopann og talinn gáfnadaufur af Páli Eggert, en hann lýgur svo miklu að varasamt er að trúa öllu sem hann segir. Hákon afi minn stundaði verzlun á Bíldudal og vegnaði vel. Þar var hann undanfari Péturs Thor- steinssonar. Kona hans og amma mín var Jóhanna Kristín, dóttir sr. Þorleifs í Hvammi í Dölum, sem var annálaður jarðabótamaður. 5 af 13 börnum þeirra Hákonar og Jóhönnu Kristínar komust á legg en Hákon afi minn fórst árið 1877. Hann var á heimieið að utan með skip hlaðið vörum til verzlunarinnar á Bildudal. þeir lentu í aftakaveðri við Mýrdalssand, þar sem skipið strandaði. Skipverjar komust á land og vildu freista þess að ganga til byggða en urðu úti á sandinum. Það var altalað að hefðu þeir haldið kyrru fyrir i skipinu, hefðu þeir bjargast. Tíl marks um það, hve Hákoni hafði farnast vel verzlunin er, að ekkja hans var talin ein rikasta kona á landinu, þegar hann dó. Ágúst faðir minn var ekki orðinn tveggja ára þegar þetta gerðist. Hann var siðan fóstraður af Mariu Höskuldsdóttur, sem hafði verið þjónusta hjá foreldrum hans á Bíldudal, og þegar amma mín, Jóhanna Kristín, fluttist til Kaupmannahafn- ar með eldri börnum sinum fjórum varð hann eftir hjá Maríu og hún fylgdi honum síðan. Þau voru sögð ólík að skapferli, Hákon og Jóhanna Kristin. Sagt varað María Höskuldsdóttir hafi eitt sinn verið að bera leirtau á milli hæða í húsi þeirra á Bildudal, en varð fótaskortur í stiganum svo hún datt. Þá hafi Hákon kallað: „Meiddirðu þig, María mín?", en um leið gall við frá Jóhönnu Kristínu: „Brauztu eitthvað, Maria?". Faðir minn fór síðan til móður sinnar og systkina í Kaupmannahöfn, tók stúdentspróf 19 ára og þar lauk hann magisterprófi í heimspeki við háskólann árið 1901 hjá próf. Harald Höffding, sem var víðkunnur fyrir rit sín og kennslustörf. Að foknu magisterprófinu falaðist Höffding eftir því að faðir minn yrði eftirmaður sinn við Háskólann en hann þáði það ekki. Næstu þrjúr árin naut hann styrks úr Hannesar Árnasonarsjóði, ferðaðist um Þýzkaland og Sviss og vann að ritstörfum. Þeir Guðmundur Finnboga- son, Sigurður Nordal og Stefán Pétursson hlutu einnig á sínum tíma styrk úr þessum sjóði. Sú kvöð fylgdi styrkveitingunni að styrkþegar skyldu flytja alþýðlega fyrirlestra i sinni grein eftir að heim kæmi. Þeir voru vel sóttir og vöktu athygli og umtal. Þá var ekki útvarpi fyrir að fara og dagblöðum ekki heldur. Á árunum 1904—7 vann faðir minn að bók sinni Sögu mannsandans. Sigurður Kristjánsson gaf hana út í handhægu formi og hún seldist eins og heitt brauð. Mér er sagt að hún hafi haft mikil hvetjandi áhrif á andlegheit manna þá. Rótgrónir prestar voru auðvitað andvigir því sem þar var sett fram og spiritistar lika. Margir sögðu að með henni hefði mönnum opnast nýir heimar — aðrir töldu hana tæki til að afkristna þjóðina. Siðar fannst sumum að með henni hefði verið innleidd jafnaðarstefna á íslandi. Eftir að heim kom gerðist faðir minn kennari i dönsku og þýzku við Menntaskólann i Reykjavik en varð prófessor við heimspekideild Háskólans, þegar hann var stofnaður 1911. Þar kenndi hann allt til 1945. Þess má til gamans geta að öll árin vantaði hann ekki nema í einn tíma, utan þess þegar skólinn var lokaður vegna spönsku veikinn- ar. Móðurfólk? Móðir min var Sigriður Jónsdóttir Ólafssonar ritstjóra sem þekktur varð fyrir „íslendingabrag" sinn. Hans ævi var viðburðarik og stormasöm á köflum og yrði of langt mál að rekja. Hann fór ungur til Noregs og komst þar i kynni við ýmsa menn, átti m.a. bréfaskipti við Björnstjerne Björn- son eftir að heim kom. Um tima var hann h'eimiliskennari hjá Benedikt Sveinssyni á Elliða- vatni og man ég að hann sagði að þar hefði hann lært almenna kurteisi, því þar hefði sjaldan verið sezt að borðum svo að ekki færi allt í háaloft. Árið 1873 fór hann til Ameríku og gerðist liðsforingi í Bandarikjaher. Honum var falið það verkefni að fá íslendinga til að setjast að i Alaska og var sett undir hann og tvo aðra Islendinga herskip í leiðangur þangað sem tók marga mán- uði. svo skrifaði hann bækling, þar sem hvatt var til búsetu í Alaska. Þá var hann 25 ára. Ætlunin var að fá um 100 islendinga sem nýfluttir voru til Vesturheims til að setjast að á Kodiak-eyju í Alaska og áttu þeir að fá ókeypis far þangað. Þetta var allt í undirbúningi 1874 en þá voru þingkosn- ingar í Bandarikjunum sem eyðilögðu þær ráðstaf- anir, sem Grant forseti hafði staðið fyrir, svo ekkert varð úr þessu. Annars væri ef til vill stór íslenzk nýlenda á Kodiak. Grant var sagður góður herforingi en þeim mun lélegri forseti. Og svo var hann víst töluvert fyrir sopann. Árið 1875 kom Jón afi minn heim, gerðist blaðaútgefandi á Eskifirði, stofnaði prentsmiðju og kvæntist ömmu minni Helgu Eiriksdóttur frá Karls- skála. Þau fluttu til Reykjavíkur, hann var um tíma þingmaður Suður-Múlasýslu en vann auk þess við blaðaútgáfu. Árið 1890 fór hann aftur til Ameríku — eða réttara sagt stakk af — en Helga amma mín gerði sér litið fyrir og fór á eftir honum. Þau eignuðust 4 börn sem upp komust og var móðir mín næst elzt. Fjölskyldan dvaldist vestra i nokkur ár, þar sem afi vann enn við blaðamennsku en fluttist heim 1897 og settist að í húsinu nr. 5 við Laufásveg, sem Borgþór Jósefsson keypti siðar. Hver voru tildrög þess að móðir þfn gerðist kennari? - Hún hafði verið í skóla vestanhafs þessi ár og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.