Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Page 8
% —. FLX. LIÐIN TlÐ VIÐ Hafliði leggur gjörva hönd á margt og er lipur teiknari. Hér er mynd eftir hann frá æskuslððum, af Gránufélagsgötu 5 á Akureyri. Dagstund með Hafliða Hallgrímssyni eftir Bolla Gústafsson í Laufási W- Til skamms tfma gat enginn ort Ijóð um malbik, sem horfði niður Gránufélagsgötu. Þegar rigndi, þá voru forarpollarnir eins og þéttsett augu í geitarosti. Strákar þurftu ekki að stökkva langt á milli, er þeir þræddu þessi litlu móbrúnu völn allt frá brekkurótum og niður á tanga. Þar dorguðu þeir á íshúss- bryggju K.E.A. norðan við kola- portið, sem batt endi á Gránu- félagsgötu. Gatan liggur niður Odd- eyri I framhaldi af gömlu kúagöt- unni, sem sneiðir brekkuna upp til suðvesturs f átt að sundpollinum. Upp þessa kúagötu, sem síðar hlaut nafnið Oddeyrargata vegna tenglsa við eyrina, röltu fyrrum kýr afa mfns og annarra smábænda þar neðra, héldu júgursfðar með ólympskri ró upp á túnin f grennd vð Staðarhól, þar sem nú eru stræti kennd við landnámshjónin, Helga magra og Þórunni hyrnu. Þar undu þær daglangt og komu troðjúgra til baka með mátt gróandans f vegum sínum. Á fyrri hluta aldarinnar var ekki óalgengt, að iðnaðarmenn hefðu fjós og fjárhússkofa að húsa- baki og aðrir áttu hross eins og söguhetjan, Guðmundur kani, því mjólk og kolum var ekið milli húsa á hestvögnum allt fram til ára seinni heimsstyrjaldar. Þá voru þeir, sem veittu sér þann munaðað eiga gæðinga og riðu gjarnan út á tyllidögum. Gránufélagsgatan var ekki verslunargata og hafði á sér Iftinn glæsibrag, en hún var fjölfar- in á vissum tfmum dagsins, leið þeirra mörgu, sem unnu á tang- anum, bátasmiða, sláturhúss- manna, frystihússfólks, kolakarla f þykkum skinnvestum og kvenna, sem unnu við niðurlagningur sfld- ar. í dagrenningu, á matmálstímum og við verkalok hjóluðu menn í flokkum um götuna, en aðrirgengu með nestiskrfnur í höndum og um stund var gatan full af Iffi, athuga- semdir flugu á milli manna og hlátr- ar kváðu við. — Á leið sinni klýfur Gránufélagsgata ótal þvergötur. Ein þeirra, Norðurgatan, er orðin kunn f bókmenntunum, en á mót- um þessara gatna bjó Hermundur Ifkistusmiður. Efst undir brekkunni er Hólabraut, en næst neðan henn- ar er Laxagata, sem nær þó ekki suður fyrir Gránufélagsgötuna. Á mótum þeirra, nær brekkunni, stendur tvflyft, járnvarið timbur- hús, brúnmálað með hvftum gluggakörmum. Tvennar dyr vita að Gránufélagsgötunni og yfir þeim eystri er Iftil sporöskjulaga postu- Ifnsplata með tölunni 5. Ennþá hef- ur ekki verið festur koparskjöldur á húshornið með áletruninni: „Bernskuheimili tónskáldsins, sellósnillingsins og listmálarans, Hafliða Hallgrímssonar". En hver veit, hvað sfðar verður gjört. Að húsabaki er garður og gengið f hann frá Laxagötu. Þarsafnaði Haf- liði forðum að sér félögum, sem allir voru yngri en hann. Undir bárujárnsþili, þar sem dökkgrænt rænfangið ilmaði á miðju sumri skipulagði hann leiðangra f garða grannanna, sagði drengjunum hvar tröllasúran væri gróskumest og Ijúffengust. Til dæms yxi rauður, safamikill vfnrabarbari austan við húsið hans Ólafs sundkennara. Og þeir létu ekki eggja sig lengi, héldu af stað, höfðu nánar gætur á mannaferðum og gluggum. Allt gekk samkvæmt áætlun og slysa- laust, þvf ef hreyfing sást á glugga- tjaldi, voru pottormarnir horfnir áð- ur en garðeigandinn náði að steyta hnefa að þeim. Vissulega var áhættan nokkur á þessum slóðum þar sem yfirlögregluþjónninn, Jón Benediktsson, bjó við norðurenda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.