Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Page 9
götunnar og fyrir honum báru þeii óttablandna virðingu. Innan stund- ar komu liSsmenn klyfjaSir til baka. Foringinn brá sér léttfættur inn I eldhús og sótti blárósótta sykurkar- iS hennar mömmu sinnar og bauð því næst liðinu inn í skúr þar f garðshorninu. Þar settust allir á hækjur sínar umhverfis sykurkarið hennar Frfðu f Markaðinum og glaðir og gráSugir brugSu veislu- gestir rabarbaraleggjunum f strá- sykurinn smjöttuðu á hnossgætinu á meðan foringinn sagði þeim ævintýr. Þegar þeir höfðu heyrt um leyndardóma fjallanna var ákveðið að fara f ferðalag. Næsta laugardag gekk Hafliði Hallgrfmsson með svartan sjópoka á baki í broddi fylkingar upp Oddeyrargötu. Ferð- inni var heitið upp á Glerárdal, þar sem skessan elti Krossanes-Jón forðum. í lyngbrekku var stansað og foringinn kveikti á prfmus, sem hann hafði meðferðis f pokanum góða, skorðaði hann vel á milli þúfna og hitaði kakó handa göngu- móðum samferðamönnum sfnum. Sfðan kenndi hann þeim að njóta fegurðarinnar og um fram allt vakti hann athylgi þeirra á söngvakliði mófugla. Hann taldi þeim trú um, að spóinn væri að vella lygisögur, að hrossagaukurinn hermdi eftir mandólfni og lóan væri með fiðlu- streng f hálsinum. Þeir hlustuðu opinmynntir og lotningarfullir. En blæbrigðaríkir tónar náttúrunnar hrifu Hafliða og hann lokaði aug- unum og sá glöggt fyrir sér, þegar bogarnir strukust mjúklega um strengi, öll hljómsveitin hlýddi sprota hljómsveitarstjórans. í hug- anum blasti þá við sá heimur, sem orðinn er vettvangur hans nú. Heimur æðri hljómlistar. Hann hljóp óhræddur eftir sfnu hnoða, fylgdi fast þeim ásetningi að ryðja sér braut sem hlutgengur tónlistar- maður þar sem mikils er krafist og hátt er horft. Á liðnum vetri, skömmu eftir ára- mót, þegar Hafliði var á tónleikaferð um Norðurland ásamt Guðnýju Guð- mundsdóttur konsertmeistara og Philip Jenkins píanóleikara, þá brá hann sér, er færi gafst, út í Laufás og við ræddum saman lengi dags. Raun- ar höfðum við spjallað hér saman á liðnu hausti og fléttast ýmislegt frá þeim fundi inn í samtalið, sem hér fer á eftir. Baldur, mágur Hafliða, ók honum út eftir og setti ekki fyrir sig tvlsýnt færi. Úti var hriðarhraglandi og frost, svo að gestirnir voru vel búnir. Þegar ég tók við siðum, svört- um og vænum vetrarfrakka lista- mannsins og hafði orð á því, að flikin væri áreiðanlega skjólgóð, þá tók hann undir það og bætti við: — Ég hef alltaf verið viðurloðandi góða frakka. Ég má til að segja þér frá þvi, hvernig ég eignaðist fyrsta frakkann minn skömmu eftir fermingu. Þá var haldið uppboð á Akureyri i lágreistu bárujárnshúsi á bak við Kaupfélag Verkamanna. Mér er þetta húsnæði i minni, þvi lúðrasveitin hafði leigt það til æfinga. En nú var aldraður apótek- ari að flytja á elliheimili og búslóð hans því seld á uppboði. Páll Einars- son uppboðshaldari var mættur með hamarinn og stjórnaði af alkunnri röggsemi. Menn buðu i og það var lif í tuskunum, en ég var ákaflega feim- inn og hafði mig ekkert í frammi, þótt ég ágirntist marga eigulega hluti. Undir lokin var eftir dökkur vetrar- frakki, sem enginn hafði áhuga fyrir svo ég álpaðist til að bjóða i hann og Páll, sem var orðinn svo sveittur, að hann sá ekkert fyrir móðu á stál- spangargleraugunum, sló mér frakk- ann snöfurlega á 35 krónur. Þetta var vönduð, ensk flík og þegar ég kom heim og mátaði, reyndist frakkinn auðvita alltof stór. En mamma lagaði hann til og síðan hefi ég alltaf átt svona svarta.-stóra frakka. Sá siðasti, sem ég sleit út úr fór beint í einhverja róna í London. Þegar ég keypti mér nýjan, þá lét ég pakka þeim gamla inn og stillti honum i þessum fínu umbúðum upp við öskutunnu i hliðar- stræti og ég veit að hann hefur verið hirtur mjög skjótlega Það er annars einkennilegt, hvernig menn geta ánetjast svona ákveðnum flíkum og þeim líður þá ekki vel nema þeir eigi þær. Casals gamli var til dæmis alltaf með ákaflega finan svartan hatt, ekki þó harðkúluhatt, en vandaðan og fallegan, og þessi hattur varð ein- Æskustöðvarnar á Akureyri. Teikning eftir Hafliða. Kirkjan á hæðinni eftir Hafliða. Myndefnið þekkja að minnsta kosti allir Akureyringar. Skáldið James Joyce. Teikning eftir Hafliða frá 1962. |

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.