Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Side 10
Liðin tíð við Laxa- götu kenni á honum. En þetta er kannske óvarlega talað. Nú, er ekki Kristján frá Djúpalæk æfinlega með svarta, kollvíða spanjólu, sem hann lætur halla út í vangann? — Við settumst inn í stofu og ég tók upp teikniblokk og blýant, því við höfðum ákveðið að teikna hvorn ann- an og skyldi ég byrja. — Mönnum hefur gengið ákaflega illa að teikna mig —, sagði Hafliði, þegar ég tók að kvarta undan röngum hlutföllum I fyrstu atrennu. — Hreinn nokkur Friðfinnsson súmmari gerði að vísu allgóðar myndir af mér, þegar við vorum samtíða I London, en þá var ég með gróskumikið skegg á efri vör, svona eins konar konsúlsskegg, sem gerði mig býsna fyrirmannlegan. Þá minnist ég þess frá Rómardvöl minni, sem var á síðasta æfiári Jóhannesar páfa 23., að ég kynntist hjónunum Gylfa Reykdal og Rósku, sem voru þar við myndlistarnám. Hann var stundum að reyna að teikna mig, en það gekk bölvanlega. En svo tókst það að morgunlagi, er hann vaknaði grúttimbraður, já, það mun hafa verið að morgni nýjársdags. Hann mundi samt nokkurn veginn eftir því, hvern- ig ég leit út og gerði skopmynd, sem heppnaðist skínandi vel, gerð með fáum dráttum. Þennan sama morgun klifraði ég upp I turn Péturskirkjunn- ar, sat þar efst uppi og horfði út yfir borgina eilífu, Árbæ inn forna. Það var ógleymanleg sýn, jafn ógleyman- leg stund og þegar ég hlýddi nokkru síðar á Jóhannes páfa flytja nýjárs- Teikning, sem greinarhöfundurinn gerði af Hafliða, meðan þeir ræddust við. boðskap sinn á torginu við kirkjuna. Hann hafði þá fegurstu rödd, sem ég hef heyrt, bjartan tenórhreim; það var hinn rétti tónn fyrir ORÐIÐ. En Róm olli mér vonbrigðum, þetta tæpa ár sem ég dvaldist þar, og segi ég þá eins og skáldið Júvenal forðum „Difficile est saturam non scribere". Skólinn lagði áherzlu á að framleiða söngvara og að vísu strengjaleikara, en hann var staðnaður, sat fastur I gömlu fari og forðaðist allar nýjungar eins og heitan eld. Ég hafði mikinn áhuga á nútímatónlist og langaði þar að auki til þess að vera tekinn I gegn og tuktaður til, en kennararnir voru alltof linir. Síðar kom á daginn, að skólarnir I Evrópu eru svona flestir, ætlast til _þess, að menn agi sig sjálfir og spili og spili. En hins vegar var skemmtilegt og fróðlegt að kynnast Gylfa og Rósku. Þau voru við mynd- \ listarnám eins og fyrr getur og ég lærði ýmislegt gagnlegt af þeim. Þau kynntu mig fyrir svissneska málar- anum Paul Klee, sem að vísu hafði þá hvilt I gröf sinni slðan 1940, en ég varð svo gagntekinn af verkum hans, að næstu 10 ár var ég undir sterkum áhrifum frá þessum töframannai og allar myndir mínar frá því tímabili bera þess merki. Klee var, sem kunn- ugt er, mjög músískur maður og var lengi að gera það upp við sig hvora leiðina hann ætti að halda, hvort hann ætti að velja tónlist eða málara- list að viðfangsefni. Það dyljast held- ur engum áhrif tónlistar og bók- mennta I þróun mynda hans, áhug- inn fyrir Johan Sebastian Bach, Kennari — teikning eftir Hafliða. Mozart, Gluck, Edgar Poe og Hoff- mann skín víða I gegn, þegar verk hans eru skoðuð. Nú, við vitum raun- ar, að ýmsir tónlistarmenn hafa feng- ist við myndlist. Hér á landi nægir að benda á Emil Thoroddsen, sem var mjög liðtækur á sviði myndlistar, gerði m.a. mjög þekkar vatnslita- myndir. Af erlendum tónskáldum má nefna Stravinsky, sem teiknaði stór- kostlegar myndir. Það voru að visu litlar teikningar, ævinlega manna- myndir, t.d. fræg mynd af Diagilet, þeim heimsfræga manni, og þá af hinum og þessum kunnningjum tón- skáldsins. Ég hef aldrei séð nema mannamyndir eftir hann og örugg- lega hefur hann átt ýmislegt skemmtilegt I fórum sinum. — Hér nemum við staðar og skoðum teikninguna af Hafliða, sem er fjarri því að vera gallalaus. Ekki er þó ástæða til að gefast upp og blaðinu er snúið við. Raunar erum við ekki komnirað því efni, sem við hugðumst gera nokkur skil á þeim degi, sem kominn er að kveldi. Við ætluðum að rifja upp nokkrar minningar frá bernskuárum Hafliða á Akureyri. Áður berst talið : ð því, hve mönnum er misjafnlega sýnt um að tjá sig. — Öllum tónlistamönnum er nauðsyn- legt að geta tjáð sig skilmerkilega I orði, segir Hafliði. — Tímarnir krefj- ast þess, a.m.k. ef þeir hafa ekki umboðsmenn. Yeudin Menuinert.d. mjög fær ræðumaður. Það birtist jafnt I samræðum sem I tækifæris- ræðum. Þær eru ævinlega frábærar, eitthvað það bezta, sem ég hefi heyrt af því tagi. Hann virðist geta talað um alla hluti án nokkurs undirbúnings. Ræðan er vel fram sett og málin séð frá óvenjulegum sjónarhóli, þvl hann hefur þá sérstöðu, að hann fékk aldrei neina skólamenntun. Hann var einn dag I skóla, en varð sjálfmennt- aður í beztu merkingu orðsins — Þá hlýtur að hafa verið lagður traustur grundvöllur að sjálfmenntun hans I uppeldinu. — Já, stórkostlegur. Hann lýsti því oft.— — Þegar horft er til bernskudaga okkar á Akureyri, Hafliði, þá efumst við ekki um, hver var þá mestur tónlistarmaður þar. Kynntist þú Björgvin Guðmundssyni? — Nei, en ég sá hann oft á götu og vissi, að þarna var mikið tónskáld á ferðinni. Mér datt oft Beethoven I hug; lýsingin af því, þegar Beethoven var að rigsa um I Vín með frakkann flakandi fra sér, hendurnar fyrir aftan bak og virtist reiðubúinn að keyra niður hvern, sem fyrir varð, sama I-T f-r—4 - - V - — > .. ■■ ^ u 1 . Hfí - l iJ > o • ... . -jznr —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.