Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Síða 12
er sá tími sem Bandaríkjamaðurinn eyðir daglega fyrir framan sjónvarpsskerminn Rannsóknir hafa leitt f ljós að bandarfskir fjöi- skyldur sameinast lengst við sjónvarpið af öllu sem gert er. Þar fyrir er yfirhöfuð ekki talað sam- an nema þær stundir, sem auglýsingar eru á skerminum. Gfsli Sigurðsson tók saman Fyrir 10 árum stóðum við á þeim tímamótum að geta tekið í notkun áhrifamesta fjölmiðil vorra tima, sjónvarpið. Það var stórt skref, stigið með hyggindum og eðlilegri varfærni og náði á skömmum tíma ótrúlegri útbreiðslu. Nú eru önnur timamót framundan: Hin svart-hvíta mynd hefur runnið sitt skeið á enda og litsjónvarp verður brátt staðreynd. Um leið er liklegt að tök sjónvarpsins á landsfólkinu aukist; gæði efnisins verða meiri og máttugri, myndin líkari lifinu sjálfu. Eins er líklegt að með tímanum verði ekki spornað við þeirri þróun, að útsendingartíminn lengist unz svo verður komið að maður kveikir á sjónvarpinu með stirurnar i augunum, líkt og morgun- útvarpinu — og síðan verður eitthvað á boðstólum allar götur til miðnættis eða lengur. Fyrsta veturinn, sem íslenzkt sjón- varp starfaði, mátti segja að það tæki þjóðina eins og farsótt. Ekki var hægt að halda fundi, saumaklúbba eða fara í heimsókn til kunningjanna nema á fimmtudögum. Sagt var að umferðin snarminnkaði á götum Reykjavíkur, þegar Forsyte-sagan gekk. Að vísu hefur nýjabrumið farið af og margir láta sér nægja að horfa á fréttirnar og velja siðan úr einstaka þætti. En þess ber að geta, að þetta er tiltölulega auðvelt hér, þegar aðeins eitt prógram er í gangi og það i takmark- aðan tíma. Úti í Evrópu og Banda- rikjunum til dæmis, er á svo mörgu völ og fer þá varfa hjá því, að næstum hver maður geti stanzlaust verið að horfa á eitthvað við sitt hæfi. í Bandaríkjunum eru gerðar vísindalegar kannanir á flestum þátt- um þjóðlífsins og þar hefur verið rannsakað, hvað fólk ver miklum tíma til þess að horfa á sjónvarp. Meðal- talið er fjórar klukkustundir og firrim mínútur á degi hverjum, sem kann að þykja næstum ótrúlegt. En kannski sýnir niðurstaðan okkur hvað koma skal. í Bandaríkjunum er vissa fyrir því, að sjónvarpið hefur ekki bara áhrif á líf manna, heldur beinlínis mótar það. Ekki sem fjölmiðill frétta og skemmtunar, heldur sem einskonar umhverfi. Alkunria er, að umhverfið mótar manninn og sá sem lifir og hrærist í heimi sjónvarpsins, gerir þann heim um leið að einskonar umhverfi og tekur áhrif þaðan. Þetta flæði áhrifa er algerlega á eina hlið: Viðhorf, kannanir, túkanir, myndir og staðreyndir, sem alltaf tekur athyglina, meðan tækið er í gangi. Rannsóknarlið á vegum CBS sjón- varpsstöðvarinnar bandarísku hefur komizt að þeirri niðurstöðu að meðal- maðurinn þar í landi eyði lengri tíma framan við sjónvarpstækið en við nokkurn annan gerning i lífi sínu fyrir utan svefn og vinnu. Útbreiðslan þar er slík, að 97% bandarískra heimila hafa sjónvarp, eða með öðrum tölum: 71,2 milljónir heimila, þar sem búa 200 milljónir manna hafa sjónvarp. Af öðrum niðurstöðum má nefna: £ Börn, sem ekki hafa náð skóla- aldri eyða þriðjungi þess tíma, sem þau eru vakandi, framan við sjón- varpstækin. £ Um 1 0 ára aldur eyðir meðalbarn- ið lengri tíma í að horfa á sjónvarp vikulega en það dvelur í kennslustof- um skólanna. 4) Stærri hluti, eða 64% fær sínar daglegu fréttir úr sjónvarpi en öðrum samanlögðum fjölmiðlum. Meirihluti, eða 51% lítur svo á, að sjónvarps- fréttir séu áreiðanlegastar. 0 Mikill meirihluti foreldra, eða 82% þeirra sem spurðir voru, álíta að sjónvarpið hafi góð áhrif á börnin. Þeir nefna sem rök fyrir máli sínu menntandi og fræðandi þætti og al- hliða meðvitund um heiminn í heild, sem sjónvarpið veiti. 0 Á rúmum þriðjungi eða 36% allra heimila, sem könnuð voru, vareinasti sameiginlegi gerningur fjölskyldunn- ar að horfa á sjónvarp. Q Hjá ennþá stærri hluta, eða 78% fóru ekki fram neinar samræður undir einstökum þáttum að auglýsingum undanskildum. ^ Venjulegur táningur mun um það leyti er hann nær því marki að teljast fullorðinn maður hafa séð 18 þúsund morð i sjónvarpi. 0 Sjónvarpið hefur áhrif á viðbrögð barna. Börn, sem horfa á þætti, þar sem ofbeldi á sér stað, verða árásar- hneigðari en þau sem fremur fylgjast með gagnstæðu efni. Þau börn sem horfa á ofbeldisþætti ásamt með for- eldrum sínum, virðast þó taka til sín minni áhrif frá þeirrí. £ Því meira sem Bandaríkjamaður- inn horfir á sjónvarpið dag hvurn, þeim mun frekar fær hann þá skoðun, að jörðin sé hættulegur tára- dalur og að samborgurunum sé ekki treystandi. 0 Þegar ástriðufólk um sjónvarps- gláp getur af einhverjum ástæðum ekki haldið uppteknum hætti, eða hefur ekki aðgang að sjónvarpi, koma fram ákveðin einkenni: þrasgirni, árásarhneigð, þunglyndi og tilfinning fyrir einangrun. £ Hreyfingarleysi og þverrandi sjón, sem veldur vandkvæðum við lestur, dregur fólk að sjónvarpi. Til dæmis eru konur yfir 55 ára aldur meðal þeirra, sem þaulsætnastir eru við skerminn, og komast að meðaltali yfir 5 klukkutíma á dag. Á uppgangsárum sjónvarps var talið að blöð stæðust ekki til lengdar samkeppnina við sjónvarp. í Banda- rikjunum var sú raunin á, að blaða- lestur minnkaði og ágæt blöð lögðu upp laupana. En þrátt fyrir ágæti sjónvarpsins, sem hvergi lætur deigan síga, hefur blaðalestur aukizt að nýju og gamalgróið og heimsfrægt vikublað, Saturday Evening Post, sem Benjamín Franklín stofnaði fyrir 1 800, er farið að koma út að nýju eftir að hafa gefizt upp i nokkur ár. Og samkvæmt könnun á vegum National Research Center for the Arts hefur bókasala á hvert mannsbarn aukizt. Aðeins um þriðjungur kvaðst nú sjaldnar en áður fylgjast með menningarviðburðum utan sjónvarps- ins. Reyndar sér fjöldi manns lista- viðburði í sjónvarpinu, sem það mundi aldrei kynnast ella. Gizkað hefur verið á, að 400 ár þurfi á öllum leiksviðum heimsins til að ná sama áhorfendafjölda að einni Shake- speare-sýningu og næst i einni út- sendingu i Bandaríkjunum. En hvað um aðra heimshluta? Áætlað er að samtals muni vera um 350 milljónir sjónvarpstækja i heiminum öllum; þar af er rúmur þriðjungur í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt athugun UNESCO eru aðeins 1 1 milljón tæki í öllum þróunar- löndunum. í Vestur Evrópu eru um 100 milljón tæki, i Sovét og Austan- tjaldslöndunum um 70 milljón tæki, 30 milljón i Japan, 5 milljón i Ástraliu og 3 milljónir tækja i Mexikó. Aðeins í Bandarikjunum og Kanada eru meira en eitt tæki að jafnaði á hvert heimili, en þetta hlutfall er lægst i Indlandi, þar sem aðeins eru 350 þúsund tæki handa meira en 600 milljónum manna. í 20 löndum Afríku er alls ekkert sjonvarp. En það kemur og á eftir er ekkert eins og áður. Sjónvarpið verður stærri hluti af lífi manna, hvort sem þeim líkar það betur eða ver og við höfum aðeins séð byrjunina á tækni raf- eindaaldarinnar. Möguleikarnir þar eru vist allt að þvi óendanlegir. Sjón- varpið er ekki bara gluggi, sem snýr út að heiminum, eins og stundum hefur verið sagt, heldur dyr inn á við — að sjálfri vitundinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.